Morgunblaðið - 28.10.1999, Page 54
54 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
. FIB ruglar enn
Á ÁRINU 1996 hóf
Alþjóðleg miðlun ehf.
í samstarfi við Félag
íslenskra bifreiðaeig-
enda (FÍB) að bjóða
ökutækjatryggingar
hér á landi. Vátr-
yggjandinn var
breskur, IBEX, sem
starfaði innan
Lloyd’s. Vátrygging-
arnar voru og eru
boðnar undir heitinu
FÍB-trygging. IBEX
hefur einkum boðið
vátryggingar í Bret-
landi, en einnig nokk-
uð í öðrum ríkjum.
Iðgjöld IBEX eru
meiri en iðgjöld ökutækjatrygg-
inga allra íslensku félaganna sam-
anlagt, og iðgjaldatekjur íslensku
félaganna eru einungis örlítið
brot af tekjum þeirra, sem starfa
innan Lloyd’s of London. FÍB
hefur fjárhagslega hagsmuni af
því að fá bifreiðaeigendur til að
kaupa FÍB-tryggingu, því inn-
heimtar eru auk iðgjaldsins um
kr. 3.300.- af vátryggingartökum í
formi félagsgjalds tiþFÍB. Þegar
byrjað var að selja FÍB-trygging-
una buðust ákveðnum hópum bif-
reiðaeigenda töluvert lægri ið-
gjöld en íslensku félögin buðu.
Höfðu félögin talið, að afkoman í
ökutækjatryggingum væri ekki
slík, að unnt væri að lækka ið-
gjöld mikið. Hvorki tjónatíðni né
bótareglur hér á landi réttlættu
það. Hér hlyti því að vera um að
ræða undirboð, sem vart gætu
staðið til langframa.
Til að glata þó ekki
viðskiptavinum sín-
um færðu íslensku fé-
lögin iðgjöld sín nær
iðgjöldum FÍB-
tryggingar. Miðað yið
„raunverð" FÍB-
tryggingarinnar (ið-
gjöld ásamt FIB-ár-
gjaldi) var bifreiða-
eigendum oft gert að
greiða jafnvel hærri
fjárhæð en íslensku
félögin buðu. Er þá
ekki tekið tillit til
þess viðbótarafslátt-
ar sem stóð til boða
hjá innlendu félögun-
um, keyptu menn aðrar vátrygg-
ingar fyrir sig og sína. Málsvarar
FIB með fulltingi samkeppnisyf-
irvalda komu í veg fyrir, að ís-
lensku félögin bæru opinberlega
saman, hver væri raunverulegur
kostnaður við vátryggingatökuna
hjá FIB-tryggingu. Jafnframt
klifaði FÍB á því, að nú væri ljóst,
að innlendu félögin hefðu okrað á
bifreiðaeigendum.
IBEX fyrir vonbrigðum
í ársskýrslu IBEX fyrir árið
1998 kemur fram að starfsemin á
íslandi hafi ekki staðið undir
væntingum. I síðasta mánuði fóru
að berast fréttir í fjölmiðlum þess
efnis, að IBEX hygðist draga sig
út af íslenska markaðnum. I stað
þess að upplýsa bifreiðaeigendur
um raunverulega ástæðu þess,
þ.e. slæma afkomu, gripu mál-
Tryggingar
IBEX kom inn á ís-
lenskan vátryggínga-
markað í von um hagn-
að, segir Sigmar
Ármannsson. Ekki í
greiðaskyni.
svarar FÍB-tryggingar til hinna
undarlegustu skýringa. í Mbl. 21.
september sl. er haft eftir Hall-
dóri Sigurðssyni: „Vegna mun
betri _ viðbragða bifreiðaeigenda
við FÍB-tryggingum en við bjugg-
umst við upphaflega hefur tekið
skemmri tíma að ná upp í þann
fjölda, sem rammasamningur
FÍB-trygginga við IBEX-trygg-
ingafélagið í Bretlandi kvað á
um.“ Því þurfi að semja við IBEX
á nýjan leik. Hinn 26. september
sl. hætti IBEX að taka nýjar öku-
tækjatryggingar hér á landi. Þeg-
ar enn var leitað skýringa hjá
Halldóri svarar hann í Mbl. 12.
október sl., að IBEX hyggist snúa
sér alfarið að heimamarkaði.
Þessi skýring málsvara FIB-
tryggingar er ekki í nokkru sam-
ræmi við ráðagerðir IBEX, eins
og þær eru settar fram í síðustu
skýrslu félagsins. Þar kemur
fram, að IBEX hyggist styrkja
stöðu sína erlendis. Séu til athug-
unar nýir markaðir, bæði í og ut-
Sigmar
Ármannsson
an Evrópu. Runólfur Ólafsson,
framkvæmdastjóri FÍB, tjáir sig
svo í Mbl. hinn 16. október sl. um
ástæður þess, að IBEX vill ekki
lengur koma að FÍB-tryggingu.
Er nú skýringin sú, að Samband
íslenskra tryggingafélaga, í gegn-
um samtökin Alþjóðlegar bif-
reiðatryggingar á Islandi sf.
(ABÍ), hafi reynt að leggja stein í
götu FIB-tryggingar með því að
taka að sér upplýsingagjöf til
breskra vátryggjenda um ís-
lenska bifreiðatryggingamarkað-
inn, og hafí þar bifreiðatrygg-
ingamarkaðurinn verið málaður
dekkri litum en ástæða væri til.
Hafi þetta orðið til þess, að IBEX
ákvað að hætta starfsemi hér.
Átti að neita IBEX um
upplýsingar
Öllum, sem selja ökutækja-
tryggingar hérlendis, er skylt að
eiga aðild að því félagi, sem gerir
upp tjón af völdum óþekktra og
óvátryggðra ökutækja, ber
ábyrgð á akstri íslenskra öku-
tækja erlendis og gerir upp tjón,
sem erlend ökutæki valda hér á
landi. Þeim útgjöldum, sem þessu
eru samfara, verða öll vátrygg-
ingafélögin að standa undir í hlut-
falli við markaðshlutdeild sína.
Alls staðar á Evrópsku efnahags-
svæði er þessi háttur á hafður.
Hér á landi er það ABI sem hefur
þessi verkefni með höndum. Er
stjórn og uppbygging félagsins
með sama hætti og í öðrum ríkj-
um. Vátryggjandinn IBEX, sem
FÍB var í samstarfi við, varð aðili
að ABÍ á árinu 1996. Meðal verk-
efna ABI er að halda utan um lög
og reglur, sem varða ökutækja-
tryggingar, og hafa áhrif á starf-
semi félagsins og þær skuldbind-
ingar, sem á félagið og
vátryggjendur kunna að falla.
ABÍ upplýsir félögin um slíkt,
einkum um breytingar á umferð-
arlögum, t.d. árlegar breytingar á
vátryggingafjárhæðum, og um
breytingar á skaðabótalögum.
Auðvitað var ABI skylt að koma
þessum almennu upplýsingum á
framfæri við IBEX eins og önnur
aðildarfélög sín. Það er hins veg-
ar engu líkara en framkvæmda-
stjóri FÍB hafi ætlað að lokka
IBEX til áframhaldandi sam-
starfs með því að leyna IBEX
upplýsingum. Slík vinnubrögð
dæma sig sjálf, og eru ekki til
þess fallin að skapa gagnkvæmt
traust í viðskiptum.
Villandi upplýsingar
IBEX kom inn á íslenskan vá-
tryggingamarkað í von um hagn-
að, en ekki í greiðaskyni við ís-
lenska neytendur. Samstarfið við
FÍB-tryggingu stóð í þrjú ár. Af-
koman í ökutækjatryggingum hér
á landi stóð ekki undir vænting-
um. Því fór sem fór.
Alþjóðlegur vátryggjandi,
IBEX, hefur hætt starfsemi sinni
hér á landi. Skýringar málsvara
FÍB-tryggingar um ástæður þess
eru út í hött. Fullyrðing um að
„bolabrögð" íslenskra keppinauta,
eins og framkvæmdastjóri FIB
segir í Mbl. hinn 16. október sl.,
hafi valdið þessari ákvörðun
IBEX er í besta falli brosleg.
Málflutningur FÍB-tryggingar
virðist vera liður í því að drepa
umræðunni á dreif og rugla neyt-
endur í ríminu. Það hentar ekki
fyrirsvarsmönnum FÍB að viður-
kenna, að sjónarmið íslenskra
vátryggjenda hafa reynst rétt.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra tryggingafé-
laga.
DAIHATSU
Fj ölnotasparnaður
Hlaðinn búnaði
Af ríkulegum staðalbúnaði Gran Move má nefna
tvo öryggispúða, vökvastýri, rafdrifnar rúður og spegla,
samlæsingu, útvarp og segulband með fjórum
hátölurum, plussáklæði, fjóra höfuðpúða, tvískiptan
málmlit og ræsitengda þjófavörn. Bíllinn er jafnframt
fáanlegur með sjálfskiptingu og ABS-hemlalæsivörn.
Rúmgóður og þægilegur
Daihatsu Gran Move er rúmgóður og þægilegur
fjölnotabíll sem hentar jafnt í snúninga sem ferðalög.
Lofthæð er mikil og dyrnar stórar, þannig að auðvelt
er að setjast inn og stíga út. Barnastólar valda engum
erfiðleikum. Hægt er að stækka farangursrýmið
í 800 lítra með því að fella niður bakið á aftursætinu.
Gran Move sjálfskiptur 1.520.000 kr. - Gran Move beinskiptur 1.400.000 kr.
brímborg
Tvisturinn
Faxastíg 36, Vestmannaeyjum
Sfmi 481 3141
S í m í 5 1 5 7 0 0 0
Brimborg-Þórshamar Bíley Betri bílasalan Bílasalan Bílavík
Tryggvabraut 5, Akureyri Búðareyri 33, Reyðarfirði Hrlsmýri 2a, Selfossi Holtsgötu 54, Reykjanesbæ
Sími 462 2700 Simi 474 1453 Slmi 4823100 Sfmi 421 7800