Morgunblaðið - 28.10.1999, Síða 55

Morgunblaðið - 28.10.1999, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 55 Okkur er úthýst freeNmz Frábært úrval 565 3900 Þín eign þegar þú kaupir Lancóme vörur fyrir 3.500 kr. eða meira. Snyrtivöruverslunin Nótatúni 17, sími 562 4217 ^?Lyf&heilsa Kjamanum, Selfossi, símim 482 1177 HVERSU lágt geta ríkisstjórn okkar og löggjafarþing lagst, þegar ríkissjóður beygir lög og stelur frá þeim sem minnst mega sín? A ég þá við milljónirnar úr Erfða- fjársjóði sem bundið er í lögum að renni til Framkvæmdasj óðs fatlaðra, en ákveðið er nú að skerða einu sinni enn og láta leka í ríkis- kassann. U tanríkisráðherra getur því staðið stolt- ur á Hótel Sögu og lagt til að ísland greiði 200 milljónir í skuldir þróunarríkja, en það er ekki stórmannlegt að hjálpa nauðstöddum erlendis á kostnað umkomulausra Islendinga. Við búum sjálf við mikla vanþróun í málefnum fatlaðra, enda þótt reynt sé að fela þá staðreynd. Þó svo að forsætisráðherra fagni því að fá- tækt og örbirgð skuli ekki vera al- geng á Islandi er ljóst að þar sem neyðin ríkir er hún mikil. V elferðarkerfið Margumrætt velferðarkerfi Is- lendinga nær ekki til allra. Gert er út á það að hjálpar- og góðgerðar- félög standi undir kostnaði við það að miklu leyti. Og hverjir eru það sem kaupa happdrættismiða Krabbameinsfélagsins, Þroska- hjálpar, Hjartaverndar, Blindrafé- lagsins, SIBS, Sjálfsbjargar og ótal fleiri líknarfélaga? Það gera ör- yrkjarnir sjálfir, sem eru meðhmir í þessum samtökum. Eg hef heyrt margan efnamanninn segja að hann hafi lokað fyrir að „sníkjufé- lög“ komist yfir nafn hans í þjóð- skrá. Sonur minn er fatlaður. Hann er vangefinn og ég get ekki hugsað til þess hvað um hann og okkur, for- eldra hans, hefði orðið ef Styrktar- félags vangefinna og Þroskahjálpar hefði ekki notið við. Hann hefur frá barnæsku verið í dagvist, fyrst á Lyngási, síðar þjálfunaríbúð og loks á vinnuheimilinu Bjarkarási. Hver einasti þroskaþjálfi sem hefur starfað með honum hefur lagt í það líf og sál. Oftar en einu sinni hafa þeir hringt í mig að kvöldi vegna einhverra vandamála sem þau hafa ekki getað skilið eftir í vinnunni. Þar hefur fólk unnið af hugsjón og starfsgleði krefjandi störf, en því miður á smánarlaunum. Mikið hefur farið fyrir því í frétt- um undanfarið að leikskólar þurfi að senda börn heim vegna mann- eklu. Það er fréttnæmt þegar leik- skólabörnin eru send heim því það kemur niður á ýmsum atvinnuveg- um. Að umönnunarfélög fatlaðra þurfi að senda þjón- ustuþega sína heim, þar sem ekki fæst starfsfólk vegna lágra launa, vekur ekki jafn- mikinn úlfaþyt. Það skilur enginn þann vanda nema ættingjar og starfsfólk þessara stofnana. Þjónustu- þegamir skilja það ekki. Fótunum er kippt undan tilver- unni, þar sem regla og öryggi er undirstaða lífs þeirra. Þeim finnst sér hafnað og hanga í lausu lofti. Okkar vanþróaða ríkisstjórn verður að sjá til þess að launamál umönnunarstétta séu við- unandi og sambærileg við laun þeirra sem vinna með dauða hluti eins og steinsteypu, verslunarhús- næði og fjárfestingabrask. Búsetan Stolnu peningamir frá Fram- kvæmdasjóði fatlaðra munu verða blóðpeningar í ríkiskassanum. I búsetumálum þeirra era ekki ein- ungis biðlistar, þar era raunveru- legir neyðarlistar. Sonur minn er á 25. aldurári. Þegar hann var 16 ára sóttum við um sambýli fyrir hann hjá svæðisstjórn fatlaðra á Reykja- nesi. Þremur árum síðar, þegar við foreldrarnir vorum það ósvífin að missa bæði heilsuna og vera metin meira en 75% öryrkjar sjálf, endur- nýjuðum við og áréttuðum umsókn okkar við Þór G. Þórarinsson, framkvæmdastjóra svæðisstjórnar á Reykjanesi. Fylgdi þar með um- sögn Hrefnu Haraldsdóttur, for- eldraráðgjafa og trúnaðarmanns fatlaðra hjá Þroskahjálp, sem og umsögn heimilislæknis. Því miður, engir peningar í rekstur nýrra sambýla en pilturinn yrði settur á forgangslista. Systkini hans fluttu að heiman en hann einn eftir hjá sjúkum for- eldram. Oftar en einu sinni hefur hann þurft að horfá á okkur borin út á sjúkraböram og óöryggi hans Ingibjörg Dröfn Ármannsdóttir Ég hef ekki það um- burðarlyndi, segir Ingi- björg Dröfn Ármanns- döttir, að fyrirgefa þeim sem svo sannarlega vita hvað þeir eru að gera. jókst. Hann varð haldinn þrá- hyggju varðandi sjúkrabíla og lækna, varð þunglyndur og óttaðist dauðann. Honum var orðið lífs- nauðsynlegt að flytjast að heiman. Á svæðisskrifstofu var svarað: Því miður, engir peningar, en hann færi á forgang á neyðarlista. í október í fyrra bundust foreldr- ar fjögurra þroskaheftra ung- menna samtökum um að knýja á um sambýli fyrir þau og nutum við þar aðstoðar Hrefnu Haraldsdótt- ur hjá Þroskahjálp. I bréfi sem við sýndum þingmönnum kjördæmis- ins og félagsmálaráðherra sögðum við m.a.: „Þessi ungmenni hafa dvalist til margra ára, að meira eða minna leyti, á skammtímavistun á vegum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi... þetta ást- and er að okkar áliti og allra þeirra sem til þekkja löngu orðið óbæri- legt fyrir þau. Auk þess knýr heilsufar okkar foreldranna flestra á um að vistunarmál ungmennanna verði leyst til frambúðar sem allra fyrst.“ Allir höfðu „góðan skilning" á máli okkar, en því miður vantaði geninga. Persónulega vil ég þakka Árna Mathiesen fyrir raunveruleg- an skilning, en mér fannst mál okk- ar fara inn um annað eyra félags- málaráðherra og út um hitt. Kallaði hann til starfsmenn sína sem hefðu meira með þessi mál að gera en hann sjálfur! Hvað sem því líður. Peningar komu til Svæðisskrifstofu Reykjaness, sem sendi syni okkar bréf hinn 15. febrúar 1999, þar sem hann var með ánægju upplýstur um Herra- iindirfót ❖ 4* Hreinsir fyrir andlit og augu 50 ml 4* HYDRA ZEN krem 15 4* Teint Idole farði 15 ml 4> Varalitur nr. 76 4* Trésor 5 ml ❖ Kinnalitarbursti Verðmæti um 6.000 kr. Fatlaðir að ákveðið hefði verið að bjóða hon- um búsetu í sambýli. Loksins átti þrautagöngunni að verða lokið. Aðeins þyrfti að kaupa eitt hús og úr því peningarnir væru fyrir hendi ætti hann að geta flutt inn í maí. Svæðisstjórn og félags- málaráðuneyti hafa ekki enn fundið hús, sem þeim finnst hæfa. Hvað verður um peningana á meðan? Brenna þeir upp í verðbólgunni eða fara til einhverra annarra ótil- greindra nota? Á meðan hefur líðan piltsins versnað. Hann er farinn að sýna miklar atferlistraflanir, notar geð- lyf og sýnir öll merki öryggisleysis ogvanlíðanar. Islendingar búa sig undir hátíða- höld í tilefni þúsund ára afmælis kristnitöku á landinu. Þess Krists sem sagði: „Allt sem þið gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þið svo sannarlega gert mér.“ Eg hélt ég væri kristin, en ég hef ekki það umburðarlyndi að fyrir- gefa þeim sem svo sannarlega vita hvað þeir era að gera. Svei ykkur ráðamenn, sem sveiið svona mér og mínum. Höfundur er móðir fatlaðs ungs manns. Stálvaskar Mikið úrval af vönduðum stálvöskum framleiddum í verksmiðjum Intra f Noregi, Svíðþjóð og Danmörk. B—j 111 ibj 111 r_a TCflGI m ■ ■ "inig-tint'.■ Smiðjuvegi 11 « 200 Kópavogur Sími: 564 1088 •Fax: 564 1089 Fást i byggingavöruversluiwm um lantl allt flLEHSKUH HAGFISKUR - hagur heimilinna 5677040 Ræk|a, humar. hðrpuskd,ýsa,lúöa.slungur,lax on FRÍ HEIMSENDING Grettisgötu 3 Reykjavík Fyrir aftan SPRON á Skólavörðustíg... ...býAur þér ÓKims tita-stmt ufl cGLLONIL vatusv'öm á aNt skótau heimilisinsl Vertu viðbúin(n) fyrir veturinn - FRSTTÍ Tilboöiö glldlr til 15. nóvember 1999 Við notum COLLONIL vatnsvörn á allt skótau! Utijakkar úr ull Litir: grátt, svart, blátt áður 16.980 kr. nú 10.980 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.