Morgunblaðið - 28.10.1999, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ
56 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999
UMRÆÐAN
Sjálfseignardeig
Listaháskólans
HUGTÖKIN menn-
ing og listir hafa hæfi-
lega óljósa merkingu
svo hægt sé að grípa tíl
þeirra nánast umhugs-
unarlaust JÞessi hugtök
eiga að gegna lykilhlut-
verki í mótun byggða-
stefnu, stjómmála-
menn hafa þau umleikis
þegar þurfa þykir og
sjálfsímynd einstak-
linga er sögð í þoku
nema spegli menningar
og lista verði við komið
því einmitt í honum
eiga að birtast innri
víddir mannsins. En oft
vill gleymast að listalíf-
ið er einnig knúið áfram og því stýrt
af margvíslegum ytri öflum rétt
eins og önnur afmarkaðri svið sam-
félagsins: fjárveitingum og fyrir-
greiðslu, miðstýringu eða markaðs-
öflum og markhópum, hagsmuna-
». gæslu og hentistefnu. Þeir sem með
Listaháskóla Islands möndla vilja
nú aldeilis vera með á nótunum og
hafa því brugðið á það ráð að hræra
sem flestum rekstrarmöguleikum
saman og kalla svo deigið „Sjálfs-
eignarstofnun".
Deigslíkingin er reyndar ekki úr
lausu lofti gripin því nýskipaður
rektor stofnunarinnar hefur beitt
deigið ófyrirsjáanlegum listbrögð-
um og mótar nú eftir eigin geð-
þótta. Þessu til áréttingar hefur
hann látið frá sér fara stefnuyfir-
lýsingu til að undir-
strika óhefðbundin
vinnubi-ögð sín.
„Mér kemur ekkert
við hvernig hlutirnir
eru gerðir í öðrum há-
skólum, hér gerum við
bara það sem okkur
sýnist." Þama þurfti
listamannseðlið að vísu
að vera í viðbragðs-
stöðu þegar ýjað var
að því hvernig sá upp-
taktur gæti staðist að
ráða Kristján Stein-
grím Jónsson í starf
deildarforseta mynd-
listardeildar Listahá-
skóla Islands, mann
með minni grunnmenntun en kraf-
ist er af nemendum sem sækja um
inngöngu í skólann. Nú eru fjöl-
margir utanaðkomandi aðilar orðn-
ir forvitnir að heyra meira um
þetta dæmalausa ráðningarmál.
En eins og Bjarni Daníelsson, fyrr-
verandi skólastjóri MHI, benti ný-
lega á í grein í Morgunblaðinu virð-
ist sem einkennilegur þagnarmúr
umljúki allt innra starf hins ný-
stofnaða Listaháskóla.
Ekki höfðu handsöl lengi kólnað
kringum ráðningu Kristjáns í for-
setaembættið að djúpstæðar efa-
semdir skutu upp kollinum. Tveir
af þremur meðlimum dómnefndar-
innar sem skipuð var til að meta
hæfi umsækjenda staðfestu fljót-
lega að umræddur einstaklingur
Stöðuveiting
Tveir af fjórum um-
sækjendum um stöðu
deildarforseta, segir
Hannes Lárusson,
hafa fundið sig knúna
til að leita ásjár Jafn-
réttisráðs og umboðs-
manns Alþingis.
væri fjarri því að vera hæfastur
umsækjendanna að teknu tilliti til
þeirra þátta sem opinberlega voru
lagðir til grundvallar, þ.e. mennt-
unar, starfsferils, fræði- og rit-
starfa. Aðrar óopinberar forsendur
hlytu því að liggja til grundvallar
en umbeðnar matsskýrslur.
Þvert á álit dómbærra manna
hefur rektor stoltur haldið því fram
að staðan hafi verið veitt þeim ein-
staklingi sem óumdeilanlega hafi
skarað fram úr öðrum umsækjend-
um. Svo vissir voru rektor og stjóm
Listaháskólans um niðurstöðuna að
ekki þótti ástæða til að kalla um-
sækjendur í viðtöl. Rökstuddar
grunsemdir hafa því vaknað um að
með ofangreindri málsmeðferð hafi
alvarlega verið farið út fyrir eðli-
legar heimildir og viðtekna starfs-
hætti. Frá því snemma í vor hefur
ítrekað verið farið þess á leit við
forráðamenn skólans að utanað-
komandi fagaðilar yrðu kvaddir til
þess að endurmeta gögnin til að
eyða þar með óvissunni um túlkun
þeirra. Þessu hefur algerlega verið
vísað frá án efnislegra skýringa.
Sjálfseignarstofnunin Listaháskóli
Islands er alfarið rekin af opinberu
fé. Núverandi menntamálaráðherra
Björn Bjamason hefur tilnefnt tvo
af fímm mönnum í stjórn skólans,
einnig hefur hann látið húsnæðis-
mál stofnunarinnar töluvert til sín
taka. Leitað var til ráðherra varð-
andi umrædda ráðningu. I svar-
bréfi hans var áréttað að sam-
kvæmt samningi sem ráðuneytið
hefði gert við Listaháskólann lúti
starfsmannamál þai- nú „reglum
hins almenna vinnumarkaðar".
Þegar leitað var eftir frekari skýr-
ingum á þessu var lögfræðingur
ráðuneytisins Valur Amason fljót-
ur til svars:
„Ráðuneytinu kemur þetta mál
ekkert við né Listaháskólinn yfir-
leitt“. Nú er svo komið að tveir af
fjóram umsækjendum um stöðu
deildarforseta við myndlistardeild
Listaháskóla Islands hafa fundið
sig knúna tO að leita ásjár Jafnrétt-
isráðs og umboðsmanns Alþingis í
von um að hægt verði að varpa ljósi
á málið, enda hefur umrædd stöðu-
veiting gróflega misboðið fagvit-
und kennara, nemenda og starf-
andi listamanna. Of snemmt er því
að fullyrða hvort hér hafi rektor
Listaháskólans gefið fordæmi sem
honum og íylgismönnum hans
muni takast að festa í sessi.
Því miður virðist vera að koma æ
betur í ljós að þrátt fyrir langan
aðdraganda að stofnun Listahá-
skólans er allt mjög laust í reipun-
um og gildir þá einu hvort um er að
ræða skipulagsskrá, rekstrarfyrir-
komulag eða drög að innra starfi.
Um þessar mundir er Listaháskóli
Islands reyndar ekki nema annað
nafn á Myndlista- og handíðaskóla
Islands, róttækar breytingar vora
gerðar á bréfsefnum og símanúm-
eram en annað látið liggja milli
hluta. Nýnæmi finnst sumum þó að
sjá þar utanaðkomandi mann
hnoða nýfengið sjálfseignardeig
sitt í spennuþrangnu andrúmslofti.
Aætlanir eru um að á næstu árum
muni kennsla í tónlist, leiklist og
jafnvel hönnun, arkitektúr og list-
dansi fara fram undir merkjum
Listaháskólans. Full ástæða er til
að hvetja forsvarsmenn og velunn-
ara þessara listgreina til að fylgj-
ast vel með framvindu tilraunar-
innar með Myndlista- og handíða-
skólann sem nú stendur yfír og
hafa vaðið fyrir neðan sig. Almenn-
ingur og nemendur ættu ef til vill
einnig að leiða hugann að því
hverra hagsmuna þeir aðilar séu að
gæta sem ætla sér að reka opin-
bera skólastefnu með tilkalli til há-
skólastigs undir leiðarstefinu:
„Við geram bara það sem okkur
sýnist." Eftir að hafa nýverið fylgst
með Hjálmari H. Ragnarssyni,
rektori Listaháskóla Islands, elta
deigið um listina og menninguna
og fjöregg þjóðarinnar, varð kunn-
ingja mínum að orði að það hefði
e.t.v. ekki verið svo illa til fundið
hjá Hjálmari undanfarin ár að þrá-
staglast svona á Jóni Leifs. Það
væri engu líkara en hann kepptist
við að sýna með eigin skynhelgi og
tvískinnungi hvers konar andrúms-
loft í listalífinu var sköpunarstai-fi
Jóns hvað mótdrægast. - Það er
vonandi að þessi hótfyndni eigi
ekki eftir að eiga jafn vel við og nú
horfir.
Höfundur er kennari við Listahá-
skóla íslands og var einn af um-
sækjendum um stöðu deiidarforseta
við myndlistardeild skólans.
Hannes
Lárusson
FIMMTUDAG, FOSTUDAG,
LAUGARDAG OG SUNNUDAG
ALLAR ULPUR
ÁflUR ALLT AD 9900 KR. STK
GALLARUXUR
Istk. 198U
2stk. 298U
DRESS
MANN
Ath Sendum í póstkröfu.
Laugavegi 18b Sími 562-9730 Fax 562-9731 Grænt númer 800-5730
Kringlunni Sími 568-0800 Fax 568-0880 Grænt númer 8006880
TILBODIN GILDA EINNIGI l/ERSLUN OKKAR Á LAUGAVEGINUM