Morgunblaðið - 28.10.1999, Síða 62
62 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Hundalíf
Petta er ekki
hei'msendír
Ég er víss um að þú
kemst í annað
pílukastlið! y
Smáfólk
600D M0RNIN6.)i /oKM, lúHAT Y l‘M TAKIN6 AN ( DO YOU WANT f OPINION POLL^/ \TO A5K MEjj^ NO, YOU A5K ME Y PON'T YOU 50METHIN6, AND (MAVE ANYTHIN6 THEN l'LL 6IVE V0Ll\ BETTER T0 MY OPINION..^VPO?^ y
^ N t wmWM
Y" %//,.
Góðan daginn.
Ég er að gera
skoðanakönnun.
Jæja, og hvað
ætiarðu að spyrja
mig um?
Nei, þú spyrð mig um
eitthvað og þá færðu
mína skoðun.
Hefurðu ekkert
annað að gera?
Ég hef enga
skoðun á þvf.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Setjum sígarett-
una í sóttkví
Frá Jóhönnu Magnúsdóttur:
ÉG vil byrja á því að þakka Rann-
veigu Rist, forstjóra ísal, fyrir
góða grein í Morgunblaðinu 20.
október sl. Pað er ánægjulegt þeg-
ar forstjórar stórfyrirtækja sýna
slíka fyrirmynd sem hún gerir, því
eins og við vitum þá hafa limirnir
tilhneigingu til að dansa eftir höfð-
inu. Einnig vil ég óska alþingis-
mönnum til hamingju með að vera
famir að fara eftir eigin reglum og
reykja ekki á alþingi íslendinga.
En orrustan er ekki unnin. Ég held
að við þurfum byltingu í hugarfari
hvað varðar fíkniefnið tóbak.
Við lifum ekki aðeins á mikilli
upplýsingaöld, heldur einnig á tim-
um þar sem heilbrigt líferni er í sí-
auknum mæli sett á oddinn. Þvi
miður er sú brotalöm á að við virð-
umst ekki nýta okkur þær upplýs-
ingar sem við höfum nema að sumu
leyti, hvað hollustuna varðar. Við
erum ansi reglugerðaglöð þjóð og
t.d. vann ég hjá heildsölu þar sem
ætlunin var að flytja inn „marg-
vítamíndjús" af þekktu vönduðu
vörumerki. Hollustuvernd heimil-
aði ekki innflutning á djúsnum á
þeim forsendum að hafa þurfti vit
fyrir landanum hvað vítamminn-
töku varðaði. Menn gætu jú fengið
vítamíneitrun. Hvað segir Holl-
ustuverndin um tóbakið? Er ekki
fullsannað að tóbak er hlaðið eitur-
efnum og vanabindandi? Hvar eru
reglugerðimar þá?
Eg lít á tóbak sem fíkniefni og
því miður eru þeir sem „dottnir eru
í bmnninn“ orðnir þrælar þess. Ég
hef reynslu af vinum og nánum
vandamönnum sem líða fyrir það
að reykja, bæði andlega og líka-
mlega. Oft hættir fólk ekki fyrr en í
virkileg óefni er komið, lungun orð-
in full af tjöru og öðmm óþverra og
oft ekki hægt að snúa við. Það má
kannski líkja tóbakinu við tölvuvír-
usa sem allir sem eiga tölvur ótt-
ast. Við keppumst við að fá sem
best vírasvarnarforrit svo tölvan
okkar smitist ekki. Ég óttast tó-
bakið eins og tölvarinn vírasinn og
ég held að við verðum að búa til öfl-
uga sóttkví til varnar ungu kyns-
lóðinni.
Það sem mér fínnst einmitt sorg-
legast að horfa upp á, og það sem
hvetur mig til að „rífast og skamm-
ast“, það er að horfa upp á börn og
unglinga sem eru að hefja göngu
sína sem reykingamenn. Því miður
er þessi vara á boðstólum í næstum
hverjum einasta söluturni, - þó
hefur Bónus, að ég best veit, ekki
séð ástæðu til að græða á þessari
sölu, sem mér fínnst virðingarvert.
Aðgengi er allt of auðvelt að mínu
mati. Þó að gefnar séu út reglur
um aldurstakmark held ég að flest-
ir viti að unglingar geta nálgast tó-
bak næstum eins auðveldlega og
sælgæti. Mér fínnst að við verðum
að byrja á því að koma tóbakinu í
meiri einangraða sölu fyrir það fólk
sem alls ekki treystir sér til að
hætta að reykja. Ríkið hlýtur að fá
gífurlegan gróða af tóbakssölu. En
tóbakið tekur stóran toll af heil-
brigðiskerfinu, og einnig er dýrt að
reka forvarnastarfíð, sem því mið-
ur virðist ekki ganga nógu vel.
Þrátt fyrir að stærsta ósk mín
varðandi þetta efni væri sú að
banna tóbaksinnflutning alveg þá
veit ég að sú ósk er óraunhæf - en
hún er þó samt til staðar.
I þessari tölu minni hef ég ekki
minnst á óbeinar reykingar, sem
eru afskaplega hvimleiðar. Ég hef
horft upp á reykjandi móður með
ungabarn í bílstól. Aftan á bílnum
var merki: „Barn í bílnum". Fyrir
hvern skyldi þetta merki hafa ver-
ið? Við verðum að fara að gera eitt-
hvað! Hjálpum börnunum okkar að
verða ekki reykmenningunni að
bráð. - Kæri reykingamaður, ég
veit að þér finnst þú ofsóttur af
„fanatísku" fólki eins og mér, en
því miður þá er búið að eitra fyrir
þér og ég lít á reykingar sem sjúk-
dóm, ég hef enga ástæðu til að ráð-
ast á sjúklinga, en vinsamlegast
hjálpaðu mér við að forða þeim sem
ekki enn era smitaðir.
Vilt þú að barnið þitt byrji að
reykja? Auglýsingamar gegn
reykingum era orðnar grófar og
þér finnst þér misboðið, en er
nokkuð annað sem dugar en „shock
treatment" til að komast út úr
þessu fari sem við virðumst komin
í? Þetta er ekki af illgirni og ekki
gegn þér, sem ég skrifa þetta, held-
ur gegn reykingum almennt og af
þeirri einföldu ástæðu að ég vil
„byrgja branninn áður en barnið
dettur ofan í“ því eins og ég hef
fylgst með sé ég að ekki er auðvelt
að klifra upp úr honum og ég get
ekki lengur horft aðgerðarlaus á.
JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,
nemandi í Háskóla íslands og móðir,
Álfaskeiði 50, Hafnarfirði.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér lútandi.
lief hafið sölu
á glæsilegum
samkvæmisfatnaði,
pilsum, drögtum
P> og toppum frá
% Ronald Joyce
London.
* T
Ragna, Garðatorgi.
simi 565 6680
Opia kl. 9-16. lau. kl. 10-12
Stimpilklukkukerfi
KERFISÞROUN HF.
Fákafeni 11 »Sími 568 8055
www.islandia.is/kerfis1hroun