Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Umferðarljósin verða 50 ára á þriðjudaginn Rúmlega 130 ljós eru í borginni Reykjavík FYRSTU umferðarljósin á Islandi voru sett upp við fern gatnamót í í miðbæ Reykja- víkur hinn 2. nóvember árið 1949. Á þriðjudaginn eiga ljósin því fimmtíu ára afmæli og sagði Dagbjartur Sigur- brandsson, umsjónarmaður umferðai'ljósa, þetta mjög merkan áfanga, þar sem ljós- in hefðu verið algjör bylting í umferðarmálum á Islandi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum 50 árum, þar sem tækniþróunin hefur verið mikil. Að sögn Dag- bjarts eru nú um hundrað umferðarljós í Reykjavík og fer þeim sífellt fjölgandi, þar sem íbúum Reykjavíkur- svæðisins fjölgar ört og um- ferðarþunginn eykst stöðugt. Af þessum hundrað ljósum voru um 70 þeirra sett upp eftir 1980. Til viðbótar við umferðarljósin eru rúmlega 30 hnappastýrð gangbraut- arljós í borginni. Áð sögn Dagbjarts heldur fólk stundum að ljós séu sett upp nokkuð handahófskennt, en hann sagði að í raun væri ferlið mjög skýrt. Fyrst fjall- aði umferðardeild borgarinn- ar um málið, þá umferðar- nefnd og loks borgarráð. Það væri síðan í höndum gatna- málastjóra að framfylgja ákvörðunum borgaryfirvalda um uppsetningu ljósa. Kosta 2 til 3 milljónir króna Kostnaður við kaup og uppsetningu umferðarljósa við ein gatnamót er á bilinu 2 til 3 milljónir króna, að sögn Dagbjarts. Að sögn Dagbjarts eru um- ferðarljósin og sá búnaður sem fylgir þeim mjög háþró- aður. Hann sagði að hér áður fyrr hefði kerfið verið raf- leiðastýrt og vélrænt en að nú væri það tölvustýrt og nánast algerlega rafrænt. Dagbjartur sagði að fyrstu ljósin hefðu verið keypt frá Bretlandi en að í dag kæmu ljósin frá þýskum framleið- anda. Varðandi bilanir sagði hann að slíkt gæti náttúrlega alltaf komið fyrir. Hann sagði að við ákveðnar aðstæður byrjuðu ljósin að blikka. Það gerðist þegar perur í tveimur rauðum gönguljósum hættu að loga og þegar rautt um- ferðarljós, sem staðsett væri vinstra megin gegnt umferð- inni, hætti að loga. Þegar ljósin bila gilda almennar um- ferðarreglur við gatnamótin, en á öllum gatnamótum, þar sem umferðarljós eru, eru einnig biðskyldumerki. Á Miklubrautinni er ljós í bið- skyldumerkjunum. Þrenns konar tegundir umferðarljósa Frá öryggissjónarmiði sagði Dagbjartur að mikil- vægast væri að ljósin væru þannig gerð að enginn mögu- leiki væri á því að grænt ljós logaði á tveimur stöðum við sömu gatnamót. Hann sagði að nánast enginn möguleiki væri á því að þetta gerðist hérlendis, þar sem bæði vél- búnaður og hugbúnaður ljósanna væru sérstaklega hannaðir til að koma í veg fyrir þetta. Að sögn Dagbjarts eru til þrenns konar tegundir af um- ferðarljósum, þ.e. tímastýrð, hálfumferðarstýrð og alum- ferðarstýrð. Þá eru mörg ljósanna einnig samstillt, sem þýðir það að menn geta ekið eftir sömu götu án þess að lenda á rauðu ljósi ef þeir keyra á jöfnum hraða. Tíma- stýrð ljós ganga alfarið eftir klukku. Hálfumferðarstýrð ljós notast við skynjara sem settir eru í malbikið, og dæmi um hálfumferðarstýrð Ijós eru ljósin á gatnamótum Háaleit- ■ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Umferðarljósin eiga fimmtugsafmæli á þriðjudaginn. Starfsmenn rekstrardeildar gatna- málastjóra, sem sjá um uppsetningu, viðhald og viðgerðir umferðarljósa, eru þrír. Dag- bjartur Sigurbrandsson (t.v.) er umsjónarmaður umferðarljósa og Ilinrik H. Friðbertsson er viðgerðarmaður. isbrautar og Listabrautar. Þar logar alltaf grænt fyrir umferð sem ekur Háaleitis- brautina nema þegar bifreið kemur að þeim frá Listabraut þá breytast þau í rautt lyrir tilstuðlan skynjaranna. Þrír starfsmenn Alumferðarstýrð ljós hafa skynjara í öllum akreinum, þ.e. í öllum aðkomum. Þar logar alltaf rautt, allan hring- inn, nema þegar bifreið kem- ur að ljósunum þá breytast ljósin fyrir tilstuðlan skynjar- anna. Dagbjartur hefur starfað við rekstrardeild gatnamála- stjóra, sem sér um umferðar- ljósin, í 28 ár, eða frá árinu 1971. Á undan honum höfðu þeir Ottó B. Arnar og Georg Amundsson, umsjón með ljósunum, en þeir voru um- boðsaðilar erlendra fyrir- tækja, sem framleiddu um- ferðarljós og störfuðu sem verktakar fyrir borgina. Fyrstu 10 árin, eða til árs- ins 1981, var Dagbjartur einn en nú starfa tveir menn með honum, þeir Hinrik H. Friðbertsson og Gunnar Tryggvason. Umferðarljósa- kerfið er að mestu leyti tölvustýrt, en þessir þrír menn sjá m.a. um uppsetn- ingu, viðhald og viðgerðir á ljósunum. Dagbjartur sagði að full þörf væri á því að fá einn starfsmann í viðbót, þar sem starfið væri orðið það umfangsmikið. Rekstrar- deildin sér einnig um upp- setningu og viðhald svokall- aðra umferðarmyndavéla, sem taka myndir af öku- mönnum sem aka yfir gatna- mót á rauðu Ijósi eða aka of hratt. Fjöldi fólks fylgdist með því er fyrstu umferðarljósin voru tekin i notkun Okumenn stressaðir í byrjun Reykjavík MIKIL forvitni greip um sig hjá bæjarbúum, þegar frétt- ist af því að setja ætti upp umferðarljós við nokkur gatnamót í miðbænum. Fjöldi fólks fylgdist síðan með því þegar umferðarljósin voru sett upp og tekin í notkun hinn 2. nóvember 1949. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Einar B. Pálsson, fyrrverandi yfirverkfræðing hjá Bæjarverkfræðingi, en Einar sá að stórum hluta um uppsetningu íyrstu ljósanna. „Það var auglýst hátíðlega hvenær umferðarljósin yrðu sett í gang og öllum gert það ljóst að þeir þyrftu að hlýða skipunum ljósanna,“ sagði Einar, sem starfaði hjá Bæj- arverkfræðingi frá 1936 til 1961, en varð síðan prófessor við verkfræðideild Háskóla íslands árið 1974. „Ökumennirnir voru nokk- uð stressaðir við að nota ljós- in í byrjun. Þeir voru óvanir að taka af stað þegar ljósin skipuðu og síðan vissu þeir ekki hversu hratt þær ættu að aka um gatnamótin. Við Sigurjón Sigurðsson lög- reglustjóri skemmtum okkur ágætlega við það að fylgjast með viðbrögðum ökumann- anna, en það tók fólk svona viku að venjast ljósunum." Hugmyndin kviknaði árið 1947 Hugmyndin að því að flytja til landsins umferðarljós kviknaði árið 1947 hjá Agnai-i Kofoed-Hansen, þáverandi lögreglustjóra og síðar flug- málastjóra. Einar sagði að á þessum tíma hefðu fyrstu umferðarerfiðleikarnir verið að myndast í miðbænum. Morgunblaðið/Sig. Sigmundsson Einar B. Pálsson, fyrrver- andi yfirverkfræðingur lijá Bæjarverkfræðingi, sá að stdrum hluta um upp- setningu fyrstu ljósanna. Fyrsti raunverulegi vandinn hefði myndast við gatnamótin við hús Hjálpræðishersins, vegna þess hversu óregluleg þau hefðu verið, en þar mæt- ast Kirkjustræti, Túngata, Aðalstræti, Tjamargata og Suðurgata. Að sögn Einars leystist umferðarvandinn við herkastalann af sjálfu sér, því ökumenn vissu hversu mikil slysagildra var þar og forðuð- ust því gatnamótin. Næsta umferðarvandamál myndað- ist við gatnamót Austur- strætis og Pósthússtrætis og þurfti að fá lögreglumann til að stjórna umferðinni þar, vegna þess hversu mikil hún var. Einar sagði að gatnamót Austurstrætis og Pósthús- strætis hefðu reyndar lengi verið, m.a. hefði Knud Ziem- sen borgarstjóri fylgst með umferðarvandanum þar úr skrifstofu sinni, á sínum tíma. Skrifstofa borgarstjóra var þá í húsinu, sem oft er kennt við Reykjavíkurapótek. Knud fylgdist með umferðinni við húsið og tók sérstaklega eftir því hversu klaufalegir lög- regluþjónamir vora við um- ferðarstjómina. Það var því einn daginn, er ferðamenn streymdu í bæinn úr skemmtferðaskipi, sem lá úti fyrir Reykjavíkurhöfn, að Knud tók sér göngustaf í hönd og stjómaði sjálfur um- ferðinni. Einar sagði að lík- lega hefði hann skammast sín nokkuð fyrir hina klaufalegu stjóm lögregluþjónanna og ekki viljað láta ferðamennina sjá til þeirra. Ljósin keypt frá Bretlandi Umferðarþunginn jókst hægt og rólega á áranum eft- ir seinna stríð og var svo komið að menn vildu að lög- regluþjónar stjómuðu mörg- um erfiðustu gatnamótum bæjarins, líkt og þeir stjóm- uðu gatnamótum Austur- strætis og Pósthússtrætis. Lögreglan hafði hins vegar ekki mannskap í þetta og því ákvað Agnar að spyrjast fyrir um umferðarljós. Þau komu síðan til landsins árið 1949 frá Bretlandi og með þeim kom breskur verkfræðingur. I millitíðinni hafði Agnar gerst flugmálastjóri og Sigurjón Sigurðsson tekið við starfi lögreglustjóra. Þai- sem mesta umferðin var um miðbæinn vom fyrstu ljósin sett þar við fem gatna- mót, þ.e. við gatnamót Laugavegar og Skólavörðu- stígs, Bankastrætis og Ing- ólfsstrætis, Bankastrætis og Lækjargötu og gatnamót Austurstrætis og Pósthús- strætis. Sama ár og umferðarljósin voru sett upp var Lækjargat- an breikkuð, að sögn Einars. Hann sagði að gatan hefði einnig verði malbikuð með vél sem keypt hefði verið frá hemum á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann hefði verið hættur að nota hana. Aldrei áður hefði vél verið notuð til malbikunar í Reykjavík og sagði Einar að fólk hefði sér- staklega komið í miðbæinn til að fylgjast með þessu tækni- undri. Ekki hönnuð fyrir íslenskar aðstæður Nýju umferðarljósin reynd- ust ágætlega, en þau vora greinilega ekki hönnuð fyrir íslenskar aðstæður, að sögn Einars. Ljósin komu með sér- stökum skynjuram sem áttu að skynja umferðina, þannig að grænt ljós logaði þegar þörf væri á, en í Bandaríkjun- um vora t.d. öll umferðarljós tímastillt á þessum áram. Hann sagði að skynjarinn hefði verið loftpúði gerður úr gúmmíi, sem settur hefði ver- ið í götuna, en búnaðurinn hefði eyðilagðist á nokkram áram vegna þess að loftpúð- amir hefðu ekki þolað keðj- urnar sem íslendingamir settu á dekkin á vetuma. Nokkram árum eftir að fyrstu ljósin voru sett upp kom til landsins bandarískur lögregluþjónn, sem var kunn- áttumáður um umferðarljós og í kjölfarið vora keypt bandarísk umferðarljós sem öll voru tímastillt. Einar sagði að þótt ákveðin tæknileg vandamál hefðu fylgt fyrstu umferðarljósun- um hefðu þau komið til lands- ins á hárréttum tíma, því þau fengu fólk til þess að hugsa meira um umferðarmál. Ljósin auka öryggið Nauðsyn að fara eftir þeim Þannig iila umíerðarljóiin úi. Á FORSÍÐU Morgunblaðs- ins 3. nóvember birtist mynd af þremur stúlkum við umferðarljós, og frétt með myndinni sagði: „Um- ferðarljósin hjer í miðbæ Reykjavíkur voru reynd um hádegisbilið í gær, er um- ferðin er sem mest.“ Síðan var rætt við Erling Pálsson yfirlögregluþjón og sagði hann: „Tilraun sú, er gerð var með hin nýju umferðar- Ijós, lofar góðu. - Mjer virð- ist,“ segir Erlingur Pálsson, „að umferðin ætli að ganga hraðar og hún muni verða öruggari, hcldur en án Ijósa, eða eftir umferðarsljórn lögreglumanna.“ Tveimur dögum síðar eða 5. nóvember birtist teikning af umferðarljósunum og í V IjTOPÍ £=2 Bt*U BB3 tr^.{ grein sem birtist með teikn- ingunni útskýrði Siguijón Sigurðsson lögreglustjóri hvernig Ijósin virkuðu, þ.e. hvað hvert Ijós táknaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.