Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 5S*
Góður árangur á
heimsmeistaramótinu
SKAK
Oropesa de Mar, Spáni
HEIMSMEISTARAMÓT BARNA
24.10.-6.11. 1999
SEX ungir og efnilegir íslenskir
skákmenn tefla nú á heimsmeist-
aramóti barna og unglinga 18 ára
og yngri á Spáni. Fimmta umferð
var tefld á fímmtudagskvöld og
hafa þeir Davíð Kjartansson og
Dagur Arngrímsson hlotið flesta
vinninga Islendinganna, eða þrjá.
Frammistaða Davíðs er enn sem
komið er langt umfram það sem bú-
ast mátti við samkvæmt skákstig-
um, en erfiðara er að meta árangur
Dags þar sem fáir í hans flokki hafa
skákstig. Þó er auðvitað ljóst að
hann stendur sig mjög vel þar sem í
öllum aldursflokkum keppa efnileg-
ustu skákmenn heims.
A heimsmeistaramótinu er bæði
teflt í drengja- og stúlknaflokkum
og er mótinu skipt í fímm aldurs-
flokka. Eins og mörg fordæmi eru
fyrir í skákinni geta stúlkur teflt í
drengjaflokkunum og það hefur
m.a. bandaríska skákstjarnan Irina
Krush nýtt sér, en hún keppir í
sama flokki og Davíð og er jöfn
honum að vinningum.
Vinningafjöldi íslensku keppend-
anna þegar mótið er tæplega hálfn-
að er þessi:
Davíð Kjartansson 3 v. (20.-38.)
Harpa Ingólfsdóttir 2 v. (37.-51.)
Sigurður P. Steindórss. 2'Æ v. (41.-64.)
Ingibjörg E. Birgisd. 1 v. (56.-62.)
Guðjón H. Valgarðss. 2 v. (65.-87.)
Dagur Arngrímsson 3 v. (22.-43.)
Það er fróðlegt að skoða hverjir
andstæðingar þeirra Davíðs og
Dags hafa verið. Davíð hefur háð
eftirtaldar viðureignir:
1. D.K. - Andrie Zaremba (2.336) 1-0
2. D.K. - Spyridon Kapnisis (2.324) Vt-'A
3. D.K. - Jerome Blot (2.299) Vt-Vi
4. D.K. - Diego Flores (2.319) 0-1
5. D.K. - Giorgi Paresishvili (2.272) 1-0
Meðal þátttakenda í riðlinum er
einn stórmeistari og fimm alþjóð-
legir meistarar. Miðað við skákstig
fyrir mótið er Davíð í 69. sæti í
styrkleikaröðinni í sínum riðli af 90
keppendum. Allir andstæðingar
Davíðs í fyrstu fimm umferðunum
eru hins vegar í 22.-38. sæti miðað
við sama mælikvarða. Davíð er
með 2.154 stig, en andstæðingar
hans hafa að meðaltali 2.310 stig.
Árangur Davíðs í fyrstu fimm um;
ferðunum mælist upp á 2.383 stig. I
sjöttu umferð mætir Davíð Slóvak-
anum Michal Kujovic (2.291).
Dagur Amgrímsson hefur náð
sínum vinningum á eftirfarandi
hátt:
1. D.A. - Jose Vicente P. Lozoya 1-0
2. D.A. - Tuomas Virkamaki 1-0
3. D.A. - Ante Brkic (2.221) 0-1
4. D.A. - Borja N.O. De Orru-O 1-0
5. D.A - Lu Zhaoya 0-1
Á þessum úrslitum sést að Dag;
ur berst til þrautar í hverri skák. I
sjöttu umferð teflir hann við Spán-
verjann Jose Cuenca Jimenez.
Það er misjafnt hversu marga
keppendur einstakar þjóðir eiga á
heimsmeistaramótinu, en eftirtald-
ar eru fjölmennastar:
Spánn 76 keppendur
Rússland 32 keppendur
Frakkland 31 keppandi
Ungverjaland 29 keppendur
Þýskaland 27 keppendur
Pólland 22 keppendur
Bandaríkin 20 keppendur
o.s.frv.
I gær, föstudag, var frídagur á
mótinu, en sjötta umferð verður
tefld í dag.
Arnar efstur á haustmótinu
Arnar Gunnarsson hefur eins
vinnings forystu á haustmóti Tafl-
félags Reykjavíkur þegar ein um-
ferð er til loka mótsins. í tíundu
umferð fóru leikar þannig í A-
flokki:
Arni Kristjánss. - Bjöm Fr. Bjömss. 1-0
Davíð
Kjartansson
Dagnr
Arngrímsson
Júlíus Friðjónss. - Stefán Kristjánss. 'A-'/z
Þorvarður Olafss. - Jón Halldórss. Vt-'k
Sigurbjörn Bjömss. - Einar K. Einarss.VÍ!-1/!
Sævar Bjarnason - Kristján Eðvarðss. 1-0
Arnar Gunnarss. - Jón V. Gunnarss. 1-0
Þama náði Arnar mikilvægum
sigri gegn Jóni Viktori Gunnars-
syni og stendur því með pálmann í
höndunum fyrir síðustu umferðina.
Staðan fyrir síðustu umferð:
1. Arnar E. Gunnarsson 8 v.
2. -3. Sigurbjörn Björnsson 7 v.
2.-3. Sævar Bjarnason 7 v.
4. Jón Viktor Gunnarsson 6V2 v.
5. Stefán Kristjánsson 6 v.
6. Jón Árni Halldórsson 5V4 v.
o.s.frv.
Síðasta umferð mótsins var tefld
í gærkvöldi.
Kvennamót hjá Helli á morgun
Annað kvennamót Taflfélagsins
Hellis í haust verður haldið sunnu-
daginn 31. október og hefst kl. 13.
Tefldar verða 7 umferðir eftir
Monrad-kerfi með 10 mínútna um-
hugsunartíma.
Til þess að hvetja konur til þátt-
töku í skákmótum hefur Taflfélagið
Hellir ákveðið að þátttaka í
kvennamótum félagsins sé ókeypis.
Engu að síður verða verðlaun veitt
fyrir þrjú efstu sætin á mótinu.
Ekkert aldurstakmark er á mót-
inu.
Mótið er haldið í Hellisheimilinu,
Þönglabakka 1 í Mjódd.
Áslaug Kristinsdóttir sigraði á
síðasta kvennamóti Hellis sem
haldið var í september.
Hraðskákmót TR á morgun
Hraðskákmót Taflfélags Reykja-
víkur fer fram sunnudaginn 31.
október kl. 14. Tefldar verða 2x9
umferðir Monrad með 5 mín. um-
hugsunartíma.
Þátttökugjald: 16 ára og eldri kjf,
500 (kr. 700 f. utanfélagsm.), 15 ára
og yngri kr. 300 (kr. 500 f. utanfé-
lagsm.). Vegleg verðlaun. Allh- vel-
komnir.
Skákmót á næstunni
31.10. Hellir. Kvennamót kl. 13
31.10. SA. Hausthraðskákmót kl. 14
31.10. TR. Hraðskákmót TR
2.11. TR. Bikarmót TR.
4.11. TR. Mánaðarmót
6.11. SI. SÞÍ, drengir og stúlkur
7.11. Hellir. Islandsmót í netskák
8.11. Hellir. Þemamót
Daði Orn Jónsson*'
Opið alla daga vikunnar
frá kl. 10.00 - 19.00
Höf<
hum
bætt við
Irúðum
: nýrra titla
Gífurlegt úrval af geisladiskum
á hreint ótrúlegu verði!
Þú finnur allar tegundir tónlistar: Rokk - Popp - Blús - Djass - Klassík -
Heimstónlist - Kántrý -Þýska og Skandinavíska tónlist og margt, margt fleira.
mymibontdur|Tlt, PC tö*vu,e'kir á góðu verðM^L Póstkröfusími: 567 1830
RICKY MARTtN
Ricky Martin
Almennt verð:
2.199.-
Okkar verð:
v:-,... -j? w.
*' ‘ i. "C®
"RICKY í t • 'W
MARTIN
Ricky Martin
A Tribute
Verð 1.699,- Verð 399,-
Dean
Martin
Ýmsir rapparar
Gangsta Rap
Verð 999,-
Smashing
Pumpkins
Adore
Jet Black Joe
You Ain't here
Verð 1.299,- Verð 199,-
Led Zeppelin 2CD
Remasters
Almennt verð: 3.299.-
Okkar verð:
Verð 2.699,-
Dean Martin Ýmsir - 4CD Box
20 great love songs Disco Fever
Bob Marley
Legend
Almennt verð: 2.199.-
Okkar verð:
Ástarperlur 2
Ýmsir
Peter Green
Destiny Road
The Shadows
3CD
Good Vibrations
Verð 899,-
Verð 1.999,- Verð 1.699,- Verð 999,-
Verð 1.699,- Verð 1.899,-
T8E fOBLOS •GREATE5T
Cuff Richard
1 9 6 8 s
4b
Xmas Karaoke
Line Dance Party The *°n9s of
Celine Dione
Verð 299,-
Verð 999,-
Pan Pipe play
Movie songs
Verð 499,-
The World's Greatest
Pan Pipe album
2 CD
Verð 999,-
Korn
Follow the leader
Almennt verð: 2.199.-
Okkar verð:
Verð 1.699,-
Cliff Richard
1960's
Verð 899,-