Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Reuters Tsjetsjneskir flóttamenn við matseld skammt frá landamærum Ingúsetíu. 50 flóttamenn lát- ast í árásum Rússa Grosní. AP. AFP. FIMMTÍU tsjetsjneskir flóttamenn létust í eldflaugaárás Rússa á flutn- ingalest sem var á leið frá Tsjetsjníu til nágrannalýðveldisins Ingúshetíu í gær, samkvæmt upplýsingum skrif- stofu Tsjetsjníuforseta, Aslans Maskhadovs. Rússar höfðu áður lýst því yfír að landamæri Tsjetsjníu og Ingúshetíu væm opin á ný, en rúss- neskir hermenn hafa komið í veg fyrir ferðir flóttamanna yfír landa- mærin síðustu daga. Yfírvöld í Moskvu hafa neitað ásökunum um að herinn hafi vegið óbreytta borg- ara. Rússneskar herþotur héldu uppi látlausum loftárásum á Grosní, höf- uðborg Tsjetsjníu í gær. Flugvélam- ar gerðu árásir á flugvöli borgarinn- ar og hverfí í norðvesturhluta henn- ar. A sama tíma geisuðu bardagar milli rússneskra og tsjetsjneskra hermanna í úthverfum borgarinnar. Sameinuðu þjóðirnar gera út leiðangur Sameinuðu fljóðirnai' í New York ákváðu í gær að senn yrði gerður út leiðangur á vegum þeirra til að meta ástand um 190.000 flótta- manna sem flúið hafa átökin síðustu vikur. Hvatti aðalritari SÞ Kofí Annan, stríðsaðila til að forðast að valda mannfalli meðal óbreyttra borgara. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hvatti í gær rússnesk stjóm- völd til að hefja samningaviðræður við forystumenn Tsjetsjena en Rússar virðast staðráðnir í því að halda áfram hernaði í landinu. Markmið þeirra er að uppræta hryðjuverkamenn sem þeir segja að beri ábyrgð á sprengjutilræðum í fjölbýlishúsum Moskvuborgar í síð- asta mánuði. ERLENT Sendinefnd Samveldisríkja þrýstir á herstjórn- ina í Pakistan að endurreisa lýðræði Musharraf hafnar tímamörkum Islamabad. AFP, Reuters. PERVEZ Musharraf, formælandi herstjórn- arinnar í Pakistan, hafnaði því í gær að setja því ákveðin tíma- mörk hvenær lýðræði yrði endurreist í land- inu og meinaði ráð- herrasendinefnd Sam- veldisríkja að ná fund- um Nawaz Sharifs, hins fallna forsætisráð- herra. Musharraf tók í gær á móti utanríkisráð- hermm fjögurra aðild- arríkja Samveldisins (áður Brezka samveld- isins), á öðram degi heimsóknar þeirra til Pakistans. Aðaltilgangur heimsóknar ráðherr- anna var að kynna sér fyrirætlanir herstjómarinnar sem hrifsaði til sín völdin fyrir þremur vikum. Þrýsti sendinefndin, sem Lloyd Axworthy, utanríkisráðherra Kanada, fór fyrir, á Musharraf og aðra ráðamenn sem þeir hittu í Islamabad að herstjórnin legði fram ákveðna áætlun um endur- reisn lýðræðis í landinu, sem komið er út af sporinu eftir 14 ára storma- samt reynslutímabil. Heimsókn ráðhemanna á sér stað í kjölfar þess að fulltrúum Pakistana var vísað úr öllum nefnd- um á vegum Samveldisins eftir valdatöku hersins. „Þótt Musharraf hershöfðingi vildi ekki gangast inn á fastmótaða tímaáætl- un, voram við af hans hálfu fullvissaðir um að hann væri staðráðinn í að stíga viss framfara- skref,“ hefur AFP eftir Axworthy. I sendi- nefndinni með honum vora utanríkisráðherr- ar Malasíu, Ghana og Barbados. Slík skref fælu í sér umbætur á kosningakerfinu og að sett skuli á fót sannan- lega óháð kjörstjórn, og „forgangangsverk- efni“ væri að koma á kjörnum héraðastjórn- um. Musharraf fór þess aftur á mót á leit við ráðherrana, að aðildarríki Samveldisins veittu Pakistan að- stoð á tvíhliðagrundvelli, eða í gegn um framkvæmdastjóra samtak- anna. Axworthy tjáði blaðamönnum að loknum viðræðunum við Musharraf að sendinefndin hefði ekki getað náð símasambandi við Nawaz Sharif. Nefndarliðum hefði verið tjáð að forsætisráðherrann fyrrver- andi hefði ekki kært sig um að tala við þá í síma. Sharif hefur ekki sést opinberlega síðan herinn tók völdin 12. október „Þrátt fyrir að Musharraf hers- höfðingi hefði fullyrt að við gætum talað við Sharif í síma, gerðist það ekki,“ sagði Axworthy. Engin ótví- ræð staðfesting fékkst því á því hvaða astæðum Sharif sætti eða hver líðan hans væri. Herstjórnin hefur ekki gefíð upp hve marga af ráðamönnum stjórnar Sharifs hún hefði enn í haldi. Þónokkrir ráðherranna 40 vora látnii' lausir fljótlega eftir valdai'án- ið, en sumir aðrir, þar á meðal Shahbaz Sharif, bróðir forsætisráð- herrans, era enn í varðhaldi hers- ins. Brottvísun úr Samveldinu? För utanríkisráðherranna er fyrsta heimsókn háttsettra er- lendra sendimanna til Pakistans eftir valdatöku hersins. Meti ráð- herrarnir það svo að þeir hafi ekki fengið nægilegar tryggingar fyrir því að lýðræðislegir stjórnarhættir verði aftur teknir upp í landinu, gætu þeir mælt með því að leiðtog- ar Samveldisríkjanna vísi Pakistan formlega úr samtökunum á fundi sínum í nóvember. Axworthy sagði í gær að sendi- nefndin færi frá Pakistan með „dýpri skilning" á nýjustu atburð- um í farteskinu. „Við höfum ekki orðið varir við að þess sé óskað að tímabil herstjórnar í landinu teyg- ist á langinn. Ollu heldur höfum við fundið fyrir því að hér hafl menn sannarlega einsett sér að leggja grunninn að sönnu lýðræði, sem all- ir íbúar og hvert landshorn Pakist- ans tæki þátt í,“ sagði sendinefnd- ai'formaðurinn. Musharraf Niðurstöður nýjustu fomleifarannsókiia í ísrael vekja miklar deilur Enginn flótti frá Eg- yptalandi og Jósúa braut ekki múrana Lúðrarnir þeyttir við Jeríkó. Herzog segir, að múrarnir hafi verið eyðilagðir í áföngum og á löngum tíma. Jerúsalem. AP. ÞAÐ var ekki um að ræða neinn flótta frá Egyptalandi, Jósúa braut ekki niður múra Jeríkóborgar og konungsríki Salómons var pínulítið yfírráðasvæði eins ættbálks. Kemur þetta fram í grein eftir ísraelskan fornleifafræðing, sem birtist í fyrra- dag. Höfundurinn heitir Zeev Herzog og óhætt er að segja, að niðurstöðum hans hafí verið misjafnlega tekið þótt þær hafí raunar verið á margra vitorði lengi. Sumir óttast, einkum þeir bókstafstrúuðu, að verði þær viðurkenndar sem sögulegur sann- leikur, muni þær gera að engu kröf- ur um, að ísraelar fái allt það land, sem tilheyrði Stór-Israel til forna, en aðrir, þar á meðal margir veraldlega sinnaðir menn, hafa áhyggjur af því, að hin nýju fræði eyðileggi þjóðarvit- undina, þann skilning, sem Israelar hafl á sjálfum sér og uppruna sínum. Styðja ekki frásagnir Gamla testamentisins Herzog, sem starfar við háskólann í Tel Aviv, bendir á í greininni, sem * birtist í dagblaðinu Haaretz, að forn- ieifarnar styðji ekki og afsanni raun- ar oft frásagnir Biblíunnar eða Gamla testamentisins um upprana ísraela. Rekur hann það, sem forn- leifafræðingar viðurkenna almennt sem staðreyndir, og segir, að ekki hafí verið um að ræða neinn flótta frá Egyptalandi á þeim tíma, sem Bi- blían segir, og einnig, að múrar Jeríkóborgar hafi verið eyðilagðir í áföngum á löngum tíma en ekki í einni árás undir forystu Jósúa. Eldfimasta efnið er skoðanir Herzogs á uppruna Israelsríkis en hann segir, að hans sé að leita á 9. öld f.Kr. Þá hafi hópar hirðingja sest að í hæðunum og komið á fót tveim- ur ríkjum, Júdeu og Israel, sem áttu í útistöðum sín í milli. Herzog segir, að uppgröftur á þeim svæðum, sem tilheyrðu Davíð konungi og Salómon þar áður, sýni, að „borgirnar“ vora húsaþyrpingar og konungdæmin lítil ættbálkasam- félög, sem héldu í raun ekki uppi neinum kröfum til landsins. Segir hann, að Jerúsalem, hin dýrðlega borg Davíðs, sem á að hafa ríkt yfir heimsveldi og náði yfír mestöll Mið- austurlönd, hafi í besta falli verið lít- ið lénsdæmi. Fornleifafræðingurinn Amnon Ben-Tor, sem er mjög ósáttur við skoðanir Herzogs, sakar hann um að nota fornleifafræðina í pólitísku skyni, það er að segja til að eyði- leggja goðsagnirnar, sem séu grund- völlur Israelsríkis. Segir hann, að vissulega fegri Biblían fortíðina en hins vegar staðfesti áletranir og upp- gröftur, að ríki Davíðs og Salómons hafí verið stórt, ef ekki stórkostlegt. Lögfræðingurinn Tommy Lapid, sem hefur barist fyrir réttindum veraldlega sinnaðs fólks og telur, að Biblían sé bara mannanna verk, sak- ar þó Herzog um að reyna að grafa undan menningarlegum og hug- myndafræðilegum grandvelli ríkis- ins. Segir hann, að Herzog sé að færa óvinum Israela vopn í hendur, þeim, sem telji, að tilvera ísraela sé samningsatriði. Lapid segir, að þótt Biblían sé uppfull af goðsögum, þá réttlæti þær sögulegu staðreyndir, sem hún greinir frá, kröfu Israela til landsins og séu um leið grandvöllur sögu þeirra, menningar, tungu og bókmennta. ísraelar ekki tilbúnir I greininni í Haaretz fjallar Herzog um það, sem komið hafí fram við rannsóknir fornleifafræðinga á allra síðustu áratugum, en hér áður var það verkefni ísraelskra fornleifa- fræðinga fyrst og fremst að fínna sannanir fyrir frásögnum Biblíunnar. Fornleifafræðingurinn Moshe Kochavi við háskólann í Tel Aviv segir, að það, sem komið hafi í ljós á síðustu áratugum, hafí ekki komist inn í þjóðarvitundina vegna þess, að ísraelar séu ekki tilbúnir til að gefa gömlu goðsagnirnar upp á bátinn. Bækur, sem hafi verið gefnar út um þessar niðurstöður, hafí enda verið fordæmdar harðlega af þeim, sem telji sig trúaða og taki Biblíunni sem heilögum sannleik. Athyglisverðar skoðanir Algengt er, að skólabörnum í ísra- el og raunar fullorðnum líka séu sýndar gamlar minjar, sem eiga að sanna það, sem segir í Biblíunni, og ísraelska ríkið er óspai't á fé til forn- leifarannsókna ef talið er, að þær geti stutt frásagnir Gamla testa- mentisins. Yossi Sarid, menntamála- ráðherra Israels, segir þó, að skoð- anir Herzogs séu athyglisverðar og hugsanlega rétt að gefa nemendum kost á að kynnast þeim. Sjálfur vakti Sarid miklar deilur nýlega er hann lét taka út úr skólabókum ýmislegt, sem hann kallaði tilbúning eða þjóð- sögur, sem orðið hefðu til á okkar dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.