Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, ásamt meirihluta þeirra kvenna sem gegna stjórnunarstörfum hjá fyrirtækinu. Eimskipafélag fslands hlýtur viðurkenningu Jafnréttisráðs árið 1999 Markvisst unnið að fjölgun kvenna í stjórnunarstöðum Eimskip hlaut viðurkenningu Jafnréttis- ráðs árið 1999 en konum í stjórnunarstöð- um hefur fjölgað mjög á fáum árum hjá fé- laginu. Arna Schram og Guðrún Hálfdán- ardóttir ræddu við forstjóra fyrirtækisins og níu konur í stjórnunarstöðum hjá Eim- skip um hlut kvenna í yfírstjórn Eimskips. FYRR í vikunni hlaut Eim- skipafélag íslands viður- kenningu Jafnréttisráðs fyrir þróun og stöðu jafn- réttismála hjá fyrirtækinu á ís- landi. Sérstaídega er þess getið að markvisst hafi verið unnið að því að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum. Að sögn Harðar Sigurgestssonar, forstjóra Eim- skipafélagsins, hóf fyrirtækið árið 1993 að leggja aukna áherslu á hlut kvenna í stjórnunarstöðum hjá fé- laginu en stefnan mótuð árið á eftir. Síðan þá hefur verið lögð áhersla á þetta viðfangsefni. „Á árinu 1994 var það þannig að í skipuriti yfirstjórnar félagsins var bara ein kona og okkur varð ljóst að það væri áhugavert að breyta þeirri stöðu. Bæði væri það spurn- ing um að nýta þekkingu og reynslu kvenna í margvíslegum störfum í ríkara mæli heldur en áð- ur var. Eins að eðlilegt væri að mæta tíðarandanum. í dag eru þær átta sem eru á skipuritinu og kon- um í stjómunarstöðum hefur fjölg- að úr átta árið 1996 í átján. Ég held líka að stjórnunarhæfileikar fari ekki eftir kynferði viðkomandi. I framhaldi af vaxandi þekkingu og menntun í þjóðfélaginu almennt er mjög eðlilegt að breyta áherslum hér og fara þá leið sem við fórum,“ segir Hörður. Háð mati hveiju sinni Að sögn Harðar er engin ein regla í giidi hvað varðar stöðuveit- ingar hjá fyrirtækinu, hvort kona eða karlmaður hlýtur starfið. „Það fer allt eftir því viðfangsefni sem við fáumst við í hvert skipti og háð mati en það eru dæmi þess að við höfum ráðið konu frekar en karl þegar spuming er um hvern eigi að ráða.“ Hörður segir að það hafi reynst ágætlega hjá fyrirtækinu að vinna markvisst að fjölgun kvenna í stjórnunarstörfum. Mun breiðari hópur hafi komið til starfa og hægt væri að velja úr stærri hóp en ann- ars væri. „Auðvitað er það þannig þegar mál af þessu tagi koma til mín þá er búið að eiga sér stað ákveðið forval þannig að þeir sem eru að sækja um vita hvemig störf og starfsskilyrði er um að ræða og viðkomandi er reiðubúinn að axla þá ábyrgð sem því fylgir," segir Hörður. Markaöurinn hefur sín áhrif Hann segir að í daglegu starfi sé hann hættur að taka eftir því hvort hann vinnur með konum eða körl- um þegar unnið er að lausn ein- hverra verkefna. „Það er kannski eitthvað sem maður var frekar meðvitaður um fyrir fimm árum heldur en í dag. Smám saman hefur þetta breyst og í dag er það sjálf- sagður og eðlilegur hlutur að þetta sé blandaður hópur. Að einhverju leyti er það markaðurinn sem hefur haft áhrif á þessa þróun ög vaxandi menntun kvenna hjálpar þeim að tryggja sér fótfestu. En það þarf kannski ákveðna afstöðubreytingu, setja sér ákveðin markmið til að þetta fari ekki í einhver gömul ferli.“ Láta sitt ekki eftir liggja í gegnum tíðina hefur það heyrst að konur séu öðm vísi stjóraendur og beiti öðmm stjórnunaraðferðum heldur en karlmenn. Að sögn Harð- ar er það mat Eimskipafélagsins að konur standi að sjálfsögðu karl- mönnum jafnfætis í stjómunar- verkefnum sem leyst em hjá félag- inu. „Þær sinna sínum störfum af mikilli samviskusemi og natni. Jafnvel má segja að þær séu stund- um enn varkárari en karlmenn þeg- ar þarf að fást við flókin viðfangs- efni þar sem þeim finnst e.t.v. enn- þá að það hvíli svo mikil ábyrgð á þeim að láta sitt ekki eftir liggja gagnvart körlunum." Nú em konur rúmlega 40% af forstöðumönnum og deildarstjórum á skipuriti yfirstjórnar félagsins. Hörður segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að jafn margar konui- gegni stjórnunarstörfum hjá Eim- skipafélagi íslands og karlar. „Eins og ég sé því ekkert til fyrirstöðu að skiptingin sé ekki hái-nákvæm. Það ræðst af kringumstæðum hverju sinni. Það hefur verið markmið okkar að styrkja hlut kvenna sérstaklega í stjórnunar- og séríræðistörfum í fyrirtækinu. Að gera ráð fyrir því að jafnræði á því sviði sé eðlilegur hlutur. Ég lít svo á að þetta geti orðið sjálfbært verkefni í framtíð- inni. Ég lít frekar á það núna sem áhersluverkefni að auka hlut kvenna í hefðbundnum karlastörf- um eins og í hafnarvinnu og skyld- um verkefnum hjá fyrirtækinu. í dag er um helmingur þeirra er sinna skrifstofustörfum hjá félag- inu konur en ef við lítum á fyrir- tækið í heild þá er það þannig að um 80% starfa hjá fyrirtækinu falla í hlut karla. Ég held að það sé eng- in ein regla til um hvernig þessi skipting eigi að vera en mér finnst eðlilegt að sjá það þróast þannig að það verði meira jafnvægi á milli kynjanna innan fyrirtækisins en nú er,“ segir Hörður Sigurgestsson. Frumkvöðull í hópi kynsystra Hjördís Ásberg er frumkvöðull- inn í hópi kynsystra sinna í stjórn- unarstarfi hjá Éimskip en hún kom til starfa hjá félaginu árið 1986 sem forstöðumaður fjárreiðudeildar. Síðar varð hún forstöðumaður gæðamála og er nú forstöðumaður starfsmannamála hjá fyrirtækinu. Að sögn Hjördísar fór hún beint í stjómunarstöðu þegar hún hóf störf hjá Eimskip en þekkti innviði þess vel áður þar sem hún hún hafði unn- ið fyrir félagið sem löggiltur endur- skoðandi. „Eftir að hafa unnið hjá fyrirtækinu í tvö ár eignaðist ég barn og flutti utan fljótlega eftir það. Ég kom aftur til starfa hjá Eimskip í ársbyrjun 1991 og tók þá við forstöðustarfi gæðamála og var aftur eina konan í stjómunarstöðu. Árið 1993 var ég enn eina konan á skipuritinu en það ár var farið að vinna að breytingum á þessu enda vissulega tímabært. Þess ber þó að gæta að það er sama hvort það er innanlands eða utan þá hafa verið tiltölulega fáar konur í stjómunar- störfum hjá flutningafyrirtækjum.“ Ekki síst forstjóranum að þakka Hjördís segir að það sé ekki síst Herði Sigurgestssyni að þakka að konum fjölgaði í stjórnunarstörfum og hann hafi ítrekað bent á þá stað- reynd í ræðu og riti að auka þyrfti hlut kvenna innan fyrirtækisins. „Slík skilaboð frá honum vega mjög þungt í þróun og ákvarðanatöku á þessu sviði. Árið 1995 byrjuðum við að setja inn í allar atvinnuauglýs- ingar frá fyrirtækinu að konur væru sérstaklega hvattar til þess að sækja um og að það væri mark- mið okkar að fjölga konum í stjórn- unar- og sérfræðistörfum. Þrátt fyrir það hefur ásókn kvenna í ákveðin störf verið mun minni en karla og þá sérstaklega í þau sem snúa að skiparekstri og hafnar- vinnu,“ segir Hjördís. Hún segir að samfara breyttum áherslum í þessum málum hafi einnig ýmislegt annað breyst í vinnuaðstöðu starfsmanna sem hef- ur auðveldað konum að taka á sig aukna ábyrgð. „Við höfum t.d. veitt talsverðan sveigjanleika í tengslum við töku fæðingarorlofs, bæði lengd þess og ákvörðun um það hvort komið sé strax til baka í fullt starf eða ekki. Jafnframt finnst mér ég verða vör við breytt viðhorf hjá fjölskyldum kvenna í ábyrgðarstöð- um, en jafnrétti inni á heimilunum er vissulega ein af meginforsendum þróunar kvenna í atvinnulífinu. Lenging gæslutíma á leikskólum og samfelldur skóladagur barna eiga einnig þátt í þessari jákvæðu þró- un. Það má ekki gleymast að þó að aðstæður gætu verið betri þá hefur mjög mikið áunnist á síðustu tíu ár- um á þessu sviði.“ Krefjast sömu tæki- færa og umbunar „Konur geta allt sem þær vilja og þær krefjast sömu tækifæra og sambærilegi'ar umbunar fyrir störf sín og karlmenn," segir Hjördís. Að hennar sögn hefur orðið mikil aukning á því að konur sæki í ábyrgðarstörf hjá Eimskip bæði vegna þess að þær telji sig hafa betri aðstæður til þess að sinna þeim og að það þyki orðið sjálfsagt að þær sækist eftir þeim. „Sjálfsmynd þeirra hefur styrkst og þær gera sambærilegar kröfur að mínu mati,“ segir Hjördís Ás- berg. Flestir undirmanna karlmenn Halldóra Bragadóttir er for- stöðumaður yfir vörahúsunum í Sundahöfn og yfir starfseminni í Hafnarfirði en hún hefur starfað hjá Eimskipafélaginu í 25 ár eða frá árinu 1974 þegar hún hóf störf á lyftara á vörahúsasvæðinu í Sunda- höfn. Flestir hennar undirmanna eru karlmenn, en alls eru undirmenn hennar á annað hundrað talsins, og segir Halldóra að hún hafi aldrei fundið fyrir því að samstarfsmenn hennar komi öðruvísi fram við hana þrátt fyrir að vera kvenkynsyfir- maður á hefðbundnu karlavinnu- svæði. „Reyndar er ég búin að vinna lengi á þessu svæði þannig að ég þekki til að mynda nánast alla samstarfsmenn mína með nafni hér í Sundahöfn. Þeir vita líka að ég þekki hvern krók og kima hér.“ Halldóra, sem á einn uppkominn son, segir að hún hafi alltaf unnið mikið og því hafi hún ekki fundið mikla breytingu þar á eftir að hún tók við þessu starfi. „Ég hef líka gaman af því sem ég er að gera. St- arfið er mjög lifandi og ekki endi- lega bundið við setu á skrifstofunni allan daginn heldur er ég úti á svæði og í Hafnarfirði." Aldrei efi í huganum Að sögn Halldóra var aldrei efi í hennar huga þegar starf forstöðu- manns losnaði að sækja um það. „Ég vildi þetta starf en ég var áður deildarstjóri fyrir vöruhúsaþjónust- una í Sundahöfn. Síðan bættist Hafnarfjörður við og það er mjög gaman að takast á við þau verkefni sem eru framundan þar.“ Hún segir að mikill vilji sé innan fyrirtækisins til að ráða fleiri konur í hefðbundin karlastörf en því mið- ur sæki allt of fáar konur um störf sem losni. „Þegar ég byrjaði árið 1974 var sérstaklega óskað eftir konum til stai-fa og við byrjuðum níu konur á svipuðum tíma. Síðan fækkaði þeim og á tímabili var ég orðin ein eftir og var það í einhvern tíma. Það var ekki af þvi að Eim-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.