Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 7
BRÉF TIL BLAÐSINS
Hvar eru loforðin?
Frá Lindu Maríu Antonsdóttur:
EG ER einstæð móðir og á tvö
börn. Ég er ein af þeim sem því
miður geta ekki keypt eða leigt íbúð
á frjálsum markaði og er því í leigu-
húsnæði hjá borginni. Það hafa
komið tímar sem fólki er ekki fært
að greiða húsaleigu en margir búa
við misgóð kjör, eiga mismikið af
börnum og eru við misgóða heilsu
og stór hluti er undir fátækramörk-
um í borginni en reynir samt af
fremsta megni að greiða sína leigu,
því allir þurfa jú þak yfír höfuðið. A
síðasta ári ákvað borgarstjórinn
okkar að byggja upp rekstrar- og
innheimtufyrirtæki á vegum borg-
arinnar (félagsbústaði). Það er
starfrækt með þeim hætti að stöðva
vanskil hjá leiguliðum borgarinnar.
I kjölfar þessa fyrirtækis fengu allir
skriflegar upplýsingar um að húsa-
leiga myndi tvöfaldast, en einhverj-
ar bætur myndu dekka leiguna hjá
þeim sem allra minnst mættu sín en
aðrir borguðu uppsett verð (40-50
þús. á mánuði). Nú eru tímamót hjá
borgarstjóra og ætlar hún svo sann-
ai-lega að taka til í íbúðarkerfinu og
henda öllum þeim út sem eiga van-
goldna húsaleigu burtséð frá að-
stæðum þessa fólks. Barnmargar
fjölskyldur hafa ekki í nein hús að
venda, þeim, sem vegna bágborinna
kjara hafa verið í vanskilum og sjá
sér ekki fært að greiða vanskilin
með húsaleigunni, er tafarlaust vik-
ið úr húsnæðinu. Borgarstjóri hefur
ekki viljað koma á móts við sína
skuldunauta með samningum sem
hæfa aðstæðum fólks. Nú er mikil
neyð í húsnæðismálum og 3ja herb.
íbúð fer á allt upp í 75.000 á frjáls-
um markaði, hámark húsaleigubóta
er 20.000. Neyðin er stærst hjá
þeim sem minnst mega sín, ein-
stæðir foreldrar búa í einu herbergi
með börn sín árum saman í litlu
sambýli á vegum Félags einstæðra
foreldra sem á þó einungis að vera
til bráðabirgða. Þó þykii- mér sæta
furðu að í allri þessari húsnæðis-
neyð hjá borginni viðist vera um
ótrúlega svikastarfsemi og klíku-
skap í íbúðarmálunum. Félagsmála-
stjóri ásamt yfirmanni fjölskyldu-
deildar virðist fara með öll völd í fé-
lagsíbúðakerfinu í samvinnu við
borgarstjóra og er það þeirra val
hverjum skal úthlutað íbúðum burt-
séð frá fjárhag hvers og eins. Dæmi
eru um að vel stætt fólk sem á
margra milljóna kr. íbúðir hafi
fengið leigufría íbúð auk rafmagns,
hita og jafnvel frí afnot af gervi-
hnattadiski. Er ég ræddi við borg-
arstjóra sagði hún orðrétt að það
væri enginn vilji frá hennar hendi
að taka á þessu neyðarástandi sem
væri að skapast og að hvorki mér né
öðrum kæmi við hverjum þeir
leigðu út íbúðir borgarinnar og
sömu svör var að fá hjá félagsmála-
stjóra.
Að sjálfsögðu kemur mér og öðr-
um borgarbúum þetta við. Þegar
allt sukkið er tekið úr vasa hins al-
menna borgara, einn ágætur þing-
maður fullyrti að borgarstjórinn
læsi aldrei þau neyðaróp í bréfum
sem bærust henni frá almenningi
þar sem hún nennti ekki að ómaka
sig við að eyða tíma sínum í að líta á
það sem ritað er til hennar frá hin-
um almenna borgarbúa og sendi
þau oftast til baka á byrjunarreit
þar sem málið hefur þegar verið af-
greitt. Það er ótrúlegt að hún hafi
náð kjöri í annað sinn miðað við
þessi vinnubrögð. Að auki hélt ég að
borgarstjórinn ætti að hafa aðsetur
á þeim stað sem hún stjómar en
Ingibjörg Sólrún býr ekki í okkar
ágætu borg því hún er löngu ilutt út
á Seltjarnames og tilheyrir okkur
því ekki lengur.
Er ekki kominn tími til þess að
borgarbúar rísi upp gegn þessari
óstjórn og standi saman gegn
þessu sukki og að lokum, Ingibjörg
Sólrún, hvar eru öll loforðin um
bættan hag borgarbúa? Hvert fer
allur þessi skattur sem tekinn er af
borgarbúum, því það er það eina
sem þú stendur þig vh’kilega vel í.
Hvað ætlar þú að gera við allar
þær fjölskyldur sem koma til með
að yfirgefa heimili sín um næstu
mánaðamót, megum við kannski
flytja inn í stóru 200 fm villuna
þína sem þú festir kaup á rétt fyrir
kosningar? Hvað færðu í heildar-
laun á mánuði fyrir þessi vinnu-
brögð? Launin hljóta að vera góð
miðað við það ríkidæmi sem þú
býrð við og hvað búa margir þér
tengdir í félagslegum íbúðum á
þínum vegum?
Að lokum. Kvennaráðstefnan
kostaði ríkið tæpar 100 milljónir,
ráðstefnan sjálf 60 millj. og tæpar
40 millj. fóru í veislukostnað og
uppihald forsetafrúai-innar. Þessar
fjárhæðir eru teknar beint úr vasa
þeirra sem búa við kröppustu kjör-
in. A meðan haldnar eru svallveislur
fyrir erlenda þjóðhöfðingja er verið
að henda heilu fjölskyldunum út á
gaddinn vegna fátæktar. Ég get
nánast fullyrt að flestir landsmenn
hefðu hvorki getu né vilja til þess að
sóa aurunum sínum í slíkt bruðl
sem ríkisstjórnin hefur orðið uppvís
að á almannafé.
LINDA MARÍA ANTONSDÓTTIR,
Ægisíðu 109.
10 rósir /cr. 990
Full búð af
nýjum gjafavörum.
Gott verð.
Opið til kl. 10 öll kvöld
- ------------------•
‘DaCía
Fákafeni 11, sími 568 9120.
SIEMENS
* * *
Haust-Búhnykkur!
Siemens
uppþvottavél
SE 34200
Sannkölluð hjélparhella
í eldhúsinu.
Einstaklega hljóðlát og
sparneytin. Fjögur þvottakerfi,
tvö hitastig (nauðsynlegt fyrir
viðkvæmt leirtau), fjórföld
flæðivörn með Aqua-Stop.
Þetta er uppþvottavál eins
og þú vilt hafa hana.
^ Á þessu fína verði núna: ^
49.900 fcr. stgr.
Berðu saman verð,
gæði og þjónustu!
Ný
þvottavél
frá
Siemens
WM 54060
Þvottavál eins og allir vilja eignast!
• Algjör nýjung:
Sérstakt krumpuvarnarkerfi
• Tekur 6 kg
• Óvenjustór lúga
• 15 þvotta- og sérkerfi
• 35 mínútna hraðkerfi
• 1000 sn./mín.
• Allar innstillingar mjög auðveldar
• Glæsileg hönnun
• Vélin er algjörlega rafeindastýrð
• Þvottavirkniflokkur A
• Orkuflokkur A
• Mjög þýðgeng og hljóðlát þvottavél
Á frábæru kynningarverði:
59.900 fcr. stgr.
JSMITH&
> NORLAND
Umboðsmenn um land allt!
Nóatúni 4 • 105 Reykjavík
Sími 520 3000 • www.sminor.is
c^f-Hax vöturá 50% aj-álætti
Opið á laugardag
kl. 10-16
Hlíðasmára 14, Kópavogi, sími 564 5533
mSSm
S.©£il/e/t WO MEN
Allt það nýjasta frá S.ÖÍim' í Þýskalandi.
Vandaður fatnaður fyrir allan aldur.
Opnunartfml er frá kl. 13 til 18 mánudaga til föstudaga
og frá kl. 10 til 18 á laugardögum.
S.©ítt/Gfe
Lindarseli 13 ♦ Seljahverfi ♦ Sími 557 3306
_
NÝ SENDING AF GLÆSILEGUM
ELDHÚS- 0G B0RÐST0FUHÚSGÖGNUM
TEG. VIDER BORÐ + 6 STÓLAR STGR. 181.200.
TEG. FRANCY BORÐ + 4 STÓLAR STGR. 44.900.
TEG. DONNA BORÐ + 4 STÓLAR STGR. 41.300.
TEG. SCAN BORÐ + 2 ARMSTÓLAR + 4 ÁN ARMA
STGR. 121.000.
A
36 mán.
OPIÐ I DAG KL. 10-16
nCirjPI 1711771
HUSGAGNAVERSLUN
Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100
(Hef öðla:
56
Hef öðlast gífurlega orku - Vakna snemma!
-1-