Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999
T-------------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
VILBORG
SÆMUNDSDÓTTIR
+ ViIborg Sæ-
mundsdóttir var
fædd að Neistastöð-
um í Flóa 11. októ-
ber 1928. Htín lést á
Landspítalunum 16.
október 1999. For-
eldrar hennar voru
Þuríður Björnsdótt-
ir frá Snotrunesi í
Borgarfirði eystra,
f. 21. september
1888, d. 31. október
1971, og Sæmundur
Jónsson frá
Skeggjastöðum í
Flóa, f. 15. febrtíar
1891, d. 25. desember 1964.
Systkini Vilborgar eru Guðrtín
Jóna Sæmundsdóttir, f. 5. októ-
ber 1924, btísett á Selfossi,
drengur, f. 11. október 1928,
fæddur andvana. Hálfsystkini
Vilborgar eru: Elín Björg Jak-
obsdóttir, f. 7. júní 1906, látin,
Anna Sigurbjörg Jakobsdóttir, f.
11. janúar 1909, látin, Sigurður
Jakobsson, f. 30. september
1910, látinn, Gróa Jakobfna Jak-
obsdóttir, f. 23. nóvember 1913,
Laufey Jakobsdóttir, f. 25. sept-
ember 1915, Björn Skapti Ja-
* kobsson, f. 12. nóvember 1917,
látinn.
Vilborg fluttist sjö
ára gömul til Eyrar-
bakka með foreldr-
um sínum þar sem
hún gekk í skóla. Ár-
ið 1949 giftist htín
Sigurði Guðmunds-
syni, skipstjóra og
útgerðamanni frá
Eyrarbakka, f. 2.
október 1924, d. 17.
maí 1981. Þau eign-
uðst tvo syni, Haf-
stein Sigurðsson, f.
13. nóvember 1961,
d. 25. maí 1980, og
Guðmund Jónatan
Sigurðsson, f. 18. desember 1965,
d. 10. jdní 1981.
Vilborg og Sigurður bjuggu á
Eyrarbakka til ársins 1967 en
fluttust þá til Reykjavíkur. Á
Eyrarbakka starfaði Vilborg
sem talsímavörður samhliða htís-
móðurstörfum. Eftir að til
Reykjavíkur kom starfaði htín á
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur,
fyrst við skúringar og síma-
vörslu, síðan við móttöku við
ungbarnaeftirlit.
Utför Vilborgar fer fram frá
Eyrarbakkakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Það koma margar minningar upp i
hugann, Bogga mín, þegar litið er
til baka eftir 53 ára samveru. Þó
svo að ég muni ekki fyrstu árin. En
grun hef ég um að ég hafí ekki verið
gamall þegar þú tókst mig í fangið
til að hugga mig eða bara til að
hampa mér og gera mig óþægan.
Fyrstu minningarnar eru þegar þú
jjkomst á Selfoss eða ég niður á
Bakka og byrjað var að fara í heim-
sókn í Einarshús, Sólbakka og
Merkigarð og þáðar veitingar á öll-
um stöðum. Margar góðar stundir
átti ég hjá ykkur á Eyrarbakka á
mínum uppvaxtarárum og minn-
ingarnar streyma fram í hugann.
Eg minnist þín sem stoltrar móður
með drengina þína tvo sem nutu
umhyggju móður sinnar svo stutt.
Ég undrast allaf hvað þú varst
sterk eftir áföllin á árunum 1980 og
81. Samband okkar var allaf gott og
aldrei leið langur tími svo við töluð-
um ekki saman. Þú varst alltaf fast-
ur punktur í tilveru Miðtúnsfjöl-
skyldunnar, ef eitthvað var um að
vera varst þú með. Alla tíð sýndir
'pú minni fjölskyldu sömu umhyggj-
una. Ég vil þakka þér samfylgdina
og ég veit að hinum megin hefur
verið tekið vel á móti þér af eigin-
manni, sonum, foreldrum, systkin-
um og tengdaforeldrum. Við, Sæ-
mundur, Bára, Guðrán Jóna, Smári
og Bertha María, sem ekki fékk að
njóta návistar við þig, vottum ætt-
ingjum og vinum samúð okkar.
Fyrir hönd ættingja og vina Boggu
þökkum við læknum og hjúkrunar-
fólki á deild 12 G á Landspítalanum
fyrir góða umönnum.
Sæmundur Guðmundsson.
' Skilafrestur
minningar-
greina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á fostudag. I mið-
vikudags-, fímmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
'5 þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist
grein eftir að skilafrestur er
útrunninn eða eftir að útför
hefur farið fram, er ekki unnt
að lofa ákveðnum birtingar-
degi.
'>-------------------
Eg gleðst af því ég Guðsson á
hann gefa vill mér himin sinn.
Eg þangað leiða þrautum frá
í þreyða friðinn anda minn.
(Helgi Hálfdánarson)
Það er komið að kveðjustund,
hún Bogga frænka hefur kvatt
þessa jarðvist og þá raðast upp
minningar frá liðnum árum. Við
systrabörnin í Vatnagarði á Eyrar-
bakka nutum umhyggju hennar og
væntumþykju þar sem hún var að
líta eftir okkur og hjálpa til á mann-
mörgu heimili systur sinnar. Bogga
og Rúna, eldri systir hennar,
bjuggu þá í foreldrahúsum í
Einarshúsi hjá ömmu Þuríði og
Sæmundi manni hennar (föður
þeirra).
Þegar Bogga giftist Sigurði Guð-
mundssyni gerðu þau sér heimili á
Sólbakka steinsnar frá foreldra-
húsum hennar og var góður sam-
gangur þar á milli. Það var alltaf
gott að koma til ömmu og Sæmund-
ar, ró, og friður, amma sífellt með
handavinnu er stund var frá heimil-
isstörfum og Sæmundur með bók í
hönd á milli þess að sinna bústörf-
um og daglaunavinnu þegar ég
smástelpa var daglega sumarlangt
að passa litla frænda minn, Sæ-
mund, son Rúnu og Guðmundar,
sem bjuggu þar heima þar til þau
fluttust á Selfoss. Mikill samgang-
ur var með þessum fjölskyldum á
þeim tíma og frændsystkinin náin.
Bogga frænka fór ekki varhluta af
að lífíð er ekki alltaf leikur. Hún
veiktist ung af vágesti þein-a tíma,
berklum, og dvaldist á Vífilsstöðum
nokkum tíma, en þegar góðri
heilsu var náð, tókst hún á við lífið
af bjartsýni. Að koma á fallega
heimilið þeirra Boggu og Sigga var
tilheyrandi ef farið var framhjá Sól-
bakka, líta inn, spjalla um skólann
og áhugamálin. Álltaf hafði Bogga
tíma til að hlusta á unglinginn, gefa
góð ráð og leiðbeina.
Þegar Bogga fór að starfa á sím-
stöðinni var hún á góðum vinnustað
sem hæfði henni vel, hún var ávallt
smekklega og fallega klædd eins og
hún hefur alla tíð verið.
Þegar hún svo treysti unglingn-
um fyrir því að leggja á sér hárið
sem alltaf var svo fallegt þá jók það
heldur betur sjálfstraustið og
áhuga á að fara í hárgreiðslunám.
Bogga hvatti mig óspart til þess en
aðstæður leyfðu það ekki. Þegar
frumburðar okkar Karló var vænst
þá var Bogga boðin og búin að létta
undir með frænku sinni. Næturnar
eftir fæðingu drengsins svaf hún
hjá vöggunni hans og gaf af sér ör-
yggi og styrk, sem aldrei gleymist.
Bogga var afburða verklagin og
ber handavinnan hennar þess vitni,
hreinustu listaverk. Þegar stóra
stundin í lífí mínu rann upp átti að
tjalda því besta en engin hár-
greiðslustofa var á staðnum. Bogga
tók það sem sjálfsagðan hlut að sjá
um hárgreiðsluna með frábærum
árangri eins og þaulvön væri bráð-
argreiðslum. Þegar ég fluttist af
Bakkanum og börnunum fjölgaði
minnkuðu samskiptin. Oft var litið
við á Sólbakka þegar komið var
austur.
Gleðitíðindi urðu er þau hjón áttu
von á barni, Bogga falleg og
blómstrandi og allt gekk að óskum,
drengur fæddur og hlaut hann
nafnið Hafsteinn. Nokkrum árum
síðar eignast þau annan dreng,
Guðmund.
Bogga og Siggi fluttu til Reykja-
víkur og áttu sitt glæsilega heimili,
lífið og og framtíðin björt, umönnun
fjölskyldunnar í fyrirrúmi. Uppeldi
og framtíð drengjanna var það sem
skipti hana mestu. En svo kom
hvert áfallið á fætur öðru. Guð-
mundur greindist með krabbamein
en Hafsteinn lést í bílslysi nokkru
seinna. Svo veiktist Siggi alvarlega.
Óendanleg þrautseigja og dugnað-
ur Boggu að gera allt sem mannleg-
ur máttur orkaði, sem erfítt er að
skilja, til að létta þeim byrðina
þunga og harða. Læknar og hjúkr-
unarlið gerðu allt sem mögulegt
var, en örlögin voru óumflýjanleg.
Þeir kvöddu allir með stuttu milli-
bili. Þvílík sorg og angist sem á
Boggu voru lagðar var óskiljanlegt.
En eins og hún sagði eitt sinn við
okkur hjónin: „Guð leggur ekki
meira á neinn en hann getur borið.“
Þvílíkur styrkur og æðruleysi. Eft-
ir að hún var orðin ein í íbúðinni
sinni í Safamýrinni og starfaði hjá
Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur
tókst hún á við lífsmynstrið ótrauð
með styrkri stoð vinkvenna, vina og
fjölskyldu. Þegar nú dró að leiðar-
lokum hennar sjálfrar, sýndi hún
eins og fyrr einstakt æðraleysi og
tók því sem að höndum bar full
þakklætis til allra þeirra sem létu
sér annt um hana.
Hún var svo sannarlega meira en
hetja hversdagsleikans.
Með virðingu og þökk kveð ég
Boggu frænku mína og er þess
fullviss að hún hefur nú aftur sam-
einast strákunum sínum og hvíla
þau sæl í faðmi guðs.
Að morgni og kvöldi minnist þess vel,
mál upptekt láttu þína.
Af hjarta ég þér á hendur fel,
herra guð, sálu mína.
(Hallgr.Pét.)
Innilegar samúðarkveðjur til
aðstandenda hennar. Guð blessi
minningu Vilborgar Sæmundsdótt-
ur.
Halldóra Steinsdóttir.
Elsku amma.
Ég mun sakna þín alveg rosalega
mikið. Við áttum bæði góðar og
vondar stundir saman. Flestar
stundirnar voru góðar og nú skal ég
nefna þær. Til dæmis á Mallorca
var rosalega gaman, þegar ég átti
afmæli og þú gafst mér hollenska
landsliðsbúninginn og þegar
mamma átti afmæli þá gáfum við og
Sigrán henni hringinn. Það var líka
mjög gaman með þér á jólunum.
Nú ætla ég að nefna vondu stund-
imar. Ég get bara nefnt eina og það
var þegar þú varst á spítalanum og
ég vil ekki tala meira um það. Ég
mun sakna þín, amma.
Arnar Steinn Sæmundsson.
Eyrarbakki síðsumars 1943.
Stelpa að stelast til að hjóla. Lendir
á vegg, skrámast, skemmir hjólið
og skælir mikið. Frænka eiganda
hjólsins kom og huggaði. Gaf örlít-
inn bita af tyggjói, sem læknaði
bágtið. Hjólastelarinn fékk líka að
fara inn í símaklefa og tala í síma í
fyrsta skipti á ævinni. Ekkert æðru
orð yfir skemmdu hjóli, aðeins góð-
látleg ábending um að biðja um
leyfi næst.
Þarna var Bogga frænka lifandi
komin, gerði gott úr öllu, en duldi
það sem særði.
Einarshús, dularfullt hús með
mörgum vistarveram, svart skot
undir stiga, sandskúruð gólf. Syst-
urnar Rúna og Bogga glettnar og
góðar. Sæmundur faðir þeirra, fá-
máll en hlýr, drekkandi kaffi úr
skrýtna skeggbollanum sínum.
Amma raulandi við kolavélina, að
sjóða úr grösum líknandi smyrsl.
Lyktin af grösunum, römm og
sterk um allt hús. Hlýja og um-
hyggja íbúa Einarshúss er ógleym-
anleg.
Árin líða.
Sautján ára veikist Bogga af
berklum og fer að Vífilstöðum.
Verður hún að feta í fótspor svo
margra æskumanna og -kvenna
sem gengu inn um dyr þessa stóra
húss, án þess að vita hvort eða hve-
nær þau ættu afturkvæmt. Hún
vissi ekki þá, að hún kæmist út í líf-
ið aftur og þar biðu hennar systum-
ar Gleði og Sorg. Gleði yfir að eign-
ast góðan mann og tvo langþráða
syni sem voru henni allt. Sorg yfir
að missa þá alla þrjá á einu og sama
árinu. Getur nokkur risið undir svo
nístandi þungri sorg? Það gat
Bogga, hún hafði trúna og æðru-
leysið að leiðarljósi. Hún var ekki
ein.
Systir hennar Rúna og elskuleg
fjölskylda hennar, vora henni góð
og hjálpleg. Fríða, æskuvinkonan,
stóð við hlið hennar hvað sem á
bjátaði.
Bjartur dagur síðastliðið vor.
Frænkurnar Bogga og Dedda sem
era eins og bestu systur, koma með
undirritaðri austur á Bakka og rifja
upp gamlar minningar. Það er vor í
lofti, runnarnir í kirkjugarðinum
teknir að bústna. Rósir eru lagðar á
leiðin, og sorgin sár fær ekki varp-
að skugga á bjartan vordaginn.
Komið er við hjá Rúnu, systurinni
góðu á Selfossi, áður en haldið er til
borgarinnar, þar er heimili fagur-
kerans Boggu frænku, listrænt og
fallegt með myndum af eiginmanni
og sonum í öndvegi. Þar era líka
myndir af þremur fallegum börn-
um og foreldram þeirra. Æskuvin-
ur eldri sonarins og fjölskylda hans
voru Boggu sem hennar eigin fjöl-
skylda. Börnin áttu í henni kærleik-
sríka ömmu og foreldramir góða
vinkonu. Þau vora fjölskyldan
hennar Boggu, hennar lífsfylling.
Undir það síðasta bjó hún heima
hjá fjölskyldunni sinni, uns hún fór
á Landspítalann og átti ekki aftur-
kvæmt. Síðla í september var okk-
ar síðasta samverastund á sjúkra-
húsinu. Talaði hún lítið um veikindi
sín, en sagði frá umhyggjp fjöl-
skyldunnar sinnar og vina. Á þess-
ari kveðjustund var mér ljós merk-
ing orðsins æðruleysi. Vilborg
Sæmundsdóttir var æðralaus
hetja.
Blessuð sé minning hennar.
Edda Magntísdóttir.
Það er erfitt að skrifa minningar-
grein um manneskju sem maður
reiknar með að verði alltaf til í lífi
manns. Og geti sagt hvenær sem er
hvað manni þyki vænt um hana,
geti hitt þegar tími er til, gist hjá
uppi í sumarbústað þegar tími er
til. Eða næst þegar mig langaði í
bíó eða leikhús, það var aldrei neitt
mál. En dauðinn sýnir manni
stundum hve eigingjarn og barna-
legur maður getur verið að telja að
fólk sem manni þykir vænt um sé
sjálfgefið og sjálfsagt. Það er víst
staðreynd að dauðinn er alltaf jafn
fjarlægur og óraunveralegur. Þó að
hann væri hvoragt í lífi Boggu
frænku, sem mátti þola að missa
syni sína tvo og eiginmann á rámu
ári, Hafstein sem lést í bílslysi um
hvítasunnuhelgi, Guðmund sem
lést úr krabbameini og Sigurð sem
lést líka úr krabbameini. Það var
einstakt hvernig ein manneskja gat
borið jafn þungar byrðar á sínum
herðum með þeirri reisn sem raun
bar vitni. Þegar hugsað er til
Boggu frænku kemur glæsileiki og
fallegt fas í hugann. Hún var fal-
lega klædd og átti fallegt heimili.
Hún var mikill fagurkeri og lista-
maður í eðli sínu. Þeir hlutir og
verk sem hún gerði vora unnir af
miklu næmi og vandvirkni. Ut-
saumur og postulínsmálun urðu að
listmunum í höndunum á henni.
Þar sem hvítir postulínshlutir og
einfaldur jafi urðu fegurstu list-
munir. Það era ljúfar æskuminn-
ingar um jólapakka frá Reykjavík
til Selfoss frá Boggu frænku og
fjölskyldu, fallegir pakkar, sem
mátti opna fyrir mat. Þegar Bogga
var orðin ein dvaldi hún um jólin á
Selfossi hjá pabba og mömmu og
gæsirnar vora borðaðar af mikilli
lyst, þá var kapphlaup um miðja
jólanótt til að ná síðustu bitunum af
gæsunum, beinin voru vel nöguð og
hreinsuð. Þá var mikið hlegið þegar
allir hittust í eldhúsinu. Hennar ósk
var að fara að losna af Landspítal-
anum svo hún gæti fengið bráðum
gæs að borða. Eg trúði því virkilega
að svo mundi verða þó svo að ég sæi
hversu veik hún var orðin.
Bogga frænka átti einstaka vini,
þar sem vora Elva Björk, Sæmund-
ur og börnin. Hafsteinn sonur
Boggu var besti vinur Sæmundar.
Þegar Hafsteinn dó héldu Sæ-
mundur og Elva Björk sambandi
við Boggu og hélst þetta einstaka
vináttusamband áfram og gaf
Boggu mikið í þessu lífi sem svo
mikið hafði verið tekið frá. Þau
hugsuðu um Boggu af mikilli hlýju
og börnin þeirra kölluðu hana alltaf
ömmu. Einnig átti hún yndislega
vini á Heilsuverndarstöðinni í
Reykjavík, sem reyndust henni vel
jafnt innan veggja sem utan. Þar
sem þær deildu gleði og sorgum.
Mig langar að þakka, fyrir hönd
fjölskyldunnar, Landspítalanum á
deildum 12G og 13G og Tómasi
Jónssyni lækni fyrir góða umönn-
un.
Guð blessi minningu Boggu
frænku.
Sigurborg Svala
Guðmundsdóttir.
Okkar kæra vinkona, VOborg
Sæmundsdóttir frá Eyrarbakka,
hefur kvatt þennan heim. Örlögin
höguðu því þannig að við vinkon-
umar voram staddar erlendis þeg-
ar hún dó, og fengum við fregnir af
andláti hennar símleiðis.
Hún Bogga, eins og hún var
ávallt kölluð meðal fjölskyldu og
vina, var búin að vera veik í nokkra
mánuði. Við heimsóttum hana á
sjúkrahús áður en við fórum af
landi en áttum ekki von á því að það
væri í síðasta skipti sem við sæjum
hana á lífi.
Bogga fór ekki varhluta af erfið-
leikum í lífinu. Hún varð fyrir þeirri
þungu lífsreynslu að missa mann
sinn, Sigurð J. Guðmundsson, og
báða syni sína á einu ári, fyrir
nokkram árum. Lífsreynsla sem
mótaði líf hennar eftir það.
Við undirritaðar höfum átt marg-
ar góðar stundir með Boggu, við
höfum verið nágrannar og heima-
gangar hjá hver annarri í mörg ár.
Guð blessi minningu Vilborgar
Sæmundsdóttur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkstþúmeð Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Dóra Jóhannesdóttir,
Birna Björnsdóttir.
Til hvers er þetta alt þegar alt er svo valt?
(Hannes Hafstein.)
Látin er í Reykjavík Vilborg Sæ-
mundsdóttir rétt 71 árs að aldri.
Hún átti í höggi við skæðan sjúk-
dóm. Þetta var ekki ógnvaldurinn
krabbamein, sem skelfir hvað mest,
og því voru allir vongóðir um bata.
Fyrstu einkenni sjúkdómsins tóku
að gera vart við sig fyrir u.þ.b.
tveimur áram, hann reyndist þrá-
látur og að því kom að hann hafði
betur í óvæginni glímu.
Saga Vilborgar er einstök hetju-
saga um miskunnarlaus örlög, sem
fáir hefðu risið undir, óbugaðir.
Vilborg átti góða fjölskyldu, eig-
inmann og tvo syni. Á rámu ári
missti hún eiginmanninn, synina
báða og stóð ein eftir. Þennan harm
bar hún með slíkri reisn að aðdáun
og virðingu vakti.
Það var árið 1974 að ég kynntist
Vilborgu, sem vann við ræstingar á
Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur,