Morgunblaðið - 30.10.1999, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 30.10.1999, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 21 Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Fjölmargir gestir komu í opnunarveisluna. Hús félagsmiðstöðvarinnar við Oddagötu kemur í góðar þarfir. Ný félagsmiðstöð aldraðra tekin í notkun á Seyðisfirði Seyðisfirði - Framtíðin, félag eldra fólks á Seyðisfirði, hefur tekið nýja félagsmiðstöð sína í notkun. Afhend- ing hússins og vígsla fór fram við hátíðlega athöfn á sunnudaginn var. Húsið sem stendur við Oddagötu er um 80 fermetrar að grunnfleti á tveimur hæðum og manngengt ris að auki. Það er í eigu Seyðisfjarðar- kaupstaðar sem hefur aflient Fram- tíðinni það til frjálsrar einkaafnota. Með tilkomu nýju félagsmiðstöðvar- innar er brotið blað í sögu félags eldra fólks á Seyðisfirði. Undanfar- in ár hefur félagið þurft að flytjast með starfsemi sína hús úr húsi en nú má segja að húsnæðismál þess séu komin í viðunandi horf. Gestum var boðið til glæsilegrar veislu og voru veitingar ekki skom- ar við nögl. Margar góðar gjafir og ámaðaróskir bárust félagiriu í til- efni dagsins. Garðar Eymundsson, Vilborg Borgþórsdóttir og Muff Worden fluttu stutta tónlistadag- skrá og leiddu fjöldasöng. Cecil Haraldsson sóknarprestur fór með blessunarorð. Húsið mun verða notað undir fé- lagsstarfsemi eldra fólks, handa- vinnu, rabbfundi, spilakvöld, félags- vist og fleira. Væntanlega verður húsið haft opið einhverja morgna í hverri viku og síðan eftir þörfum og í samræmi við starfsemi hverju sinni. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Lea Oddsdóttir, forstöðukona Iiraunbúða, og Elín Albertsdöttir, rekstrarstjóri, tóku við málverkinu fyrir hönd bæjarins. Gáfu málverk á Hraunbúðir Vestmannaeyjum- Afkomendur Þorsteins Þ. Víglundssonar, fyrrum heiðursborgara í Eyjum, færðu Vestmannaeyjabæ málverk að gjöf í tilefni af því að Þorsteinn hefði orð- ið 100 ára 19. október. Málverkið sem er eftir Guðna Hermansen og heitir JökuUinn fékk Þorsteinn í gjöf frá Vestmannaeyja- bæ á 80 ára afmæli sínu. Málverk- inu hefur verið valinn staður í and- dyri Hraunbúða, dvalarheimUis aldraðra í Eyjum þar sem það mun verða heimilisfólki og gestum til augnayndis. Þorsteinn Ingi Sigfússon, dóttur- sonur Þorsteins Þ., afhenti mál- verkið fyrir hönd afkomenda Þor- steins Þ. en Lea Oddsdóttir, for- stöðukona Hraunbúða, og Elín Al- bertsdóttir, rekstrarstjóri, tóku við því fyrir hönd bæjarins. Unglinga- landsmót UMFÍ árið 2000 Tálknafirði - Undirbúningur fyr- ir Unglingalandsmót UMFÍ árið 2000 stendur nú sem hæst. Mótið verður haldið í Vesturbyggð og á Tálknafirði dagana 4.-6. ágúst næsta sumar. A Tálknafirði hefur verið unn- ið að því að þökuleggja svæði við nýjan íþróttavöll, sem staðsettur er neðan við íþróttahúsið. Ung- mennafélag TálknaQarðar og framkvæmdanefnd á vegum Tálknafjarðarhrepps hafa staðið fyrir framkvæmdunum. Mikil sjálfboðavinna hefur verið unnin af félögum í UMFT ásamt fleir- um. Þá hefur Þórsberg ehf. stutt verkefnið, en starfsfólk frá fyrir- tækinu hefur komið til aðstoðar þegar mikið hefur legið við. UMFT hefur boðið vinnufólkinu upp á veitingar. Morgunblaðið/Finnur Pétursson Myndin var tekin á vettvangi þegar þökulagning stóð sem hæst. Morgunblaðið/Karl V. Matthíasson Blómlegt kirkjustarf í Grundarfirði Grundarfirði - Nú er vetrarstarf kirkjunnar að komast á fullt um allt land. Kirkjuskólinn, fermingarstarf, ann- að æskulýðsstarf, mömmumorgnar og margt fleira er á boðstólum víða. Þó árið 2000 nálgist er greinilega ekki minni þörf hjá manninum að leita athvarfs hjá Guði en fyrr á öldum. Góð aðsókn foreldra og bama í kikjuskól- ann sannar þetta. Myndin er tekin í Grundarfjarðar- kirkju einn laugardaginn þegar bamastarfið stóð yfir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.