Morgunblaðið - 30.10.1999, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 21
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
Fjölmargir gestir komu í opnunarveisluna.
Hús félagsmiðstöðvarinnar við Oddagötu kemur í góðar þarfir.
Ný félagsmiðstöð
aldraðra tekin í
notkun á Seyðisfirði
Seyðisfirði - Framtíðin, félag eldra
fólks á Seyðisfirði, hefur tekið nýja
félagsmiðstöð sína í notkun. Afhend-
ing hússins og vígsla fór fram við
hátíðlega athöfn á sunnudaginn var.
Húsið sem stendur við Oddagötu
er um 80 fermetrar að grunnfleti á
tveimur hæðum og manngengt ris
að auki. Það er í eigu Seyðisfjarðar-
kaupstaðar sem hefur aflient Fram-
tíðinni það til frjálsrar einkaafnota.
Með tilkomu nýju félagsmiðstöðvar-
innar er brotið blað í sögu félags
eldra fólks á Seyðisfirði. Undanfar-
in ár hefur félagið þurft að flytjast
með starfsemi sína hús úr húsi en
nú má segja að húsnæðismál þess
séu komin í viðunandi horf.
Gestum var boðið til glæsilegrar
veislu og voru veitingar ekki skom-
ar við nögl. Margar góðar gjafir og
ámaðaróskir bárust félagiriu í til-
efni dagsins. Garðar Eymundsson,
Vilborg Borgþórsdóttir og Muff
Worden fluttu stutta tónlistadag-
skrá og leiddu fjöldasöng. Cecil
Haraldsson sóknarprestur fór með
blessunarorð.
Húsið mun verða notað undir fé-
lagsstarfsemi eldra fólks, handa-
vinnu, rabbfundi, spilakvöld, félags-
vist og fleira. Væntanlega verður
húsið haft opið einhverja morgna í
hverri viku og síðan eftir þörfum og
í samræmi við starfsemi hverju
sinni.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Lea Oddsdóttir, forstöðukona Iiraunbúða, og Elín Albertsdöttir,
rekstrarstjóri, tóku við málverkinu fyrir hönd bæjarins.
Gáfu málverk á Hraunbúðir
Vestmannaeyjum- Afkomendur
Þorsteins Þ. Víglundssonar, fyrrum
heiðursborgara í Eyjum, færðu
Vestmannaeyjabæ málverk að gjöf í
tilefni af því að Þorsteinn hefði orð-
ið 100 ára 19. október.
Málverkið sem er eftir Guðna
Hermansen og heitir JökuUinn fékk
Þorsteinn í gjöf frá Vestmannaeyja-
bæ á 80 ára afmæli sínu. Málverk-
inu hefur verið valinn staður í and-
dyri Hraunbúða, dvalarheimUis
aldraðra í Eyjum þar sem það mun
verða heimilisfólki og gestum til
augnayndis.
Þorsteinn Ingi Sigfússon, dóttur-
sonur Þorsteins Þ., afhenti mál-
verkið fyrir hönd afkomenda Þor-
steins Þ. en Lea Oddsdóttir, for-
stöðukona Hraunbúða, og Elín Al-
bertsdóttir, rekstrarstjóri, tóku við
því fyrir hönd bæjarins.
Unglinga-
landsmót
UMFÍ árið
2000
Tálknafirði - Undirbúningur fyr-
ir Unglingalandsmót UMFÍ árið
2000 stendur nú sem hæst. Mótið
verður haldið í Vesturbyggð og á
Tálknafirði dagana 4.-6. ágúst
næsta sumar.
A Tálknafirði hefur verið unn-
ið að því að þökuleggja svæði við
nýjan íþróttavöll, sem staðsettur
er neðan við íþróttahúsið. Ung-
mennafélag TálknaQarðar og
framkvæmdanefnd á vegum
Tálknafjarðarhrepps hafa staðið
fyrir framkvæmdunum. Mikil
sjálfboðavinna hefur verið unnin
af félögum í UMFT ásamt fleir-
um. Þá hefur Þórsberg ehf. stutt
verkefnið, en starfsfólk frá fyrir-
tækinu hefur komið til aðstoðar
þegar mikið hefur legið við.
UMFT hefur boðið vinnufólkinu
upp á veitingar.
Morgunblaðið/Finnur Pétursson
Myndin var tekin á vettvangi þegar þökulagning stóð sem hæst.
Morgunblaðið/Karl V. Matthíasson
Blómlegt kirkjustarf í Grundarfirði
Grundarfirði - Nú er vetrarstarf kirkjunnar að komast
á fullt um allt land. Kirkjuskólinn, fermingarstarf, ann-
að æskulýðsstarf, mömmumorgnar og margt fleira er á
boðstólum víða. Þó árið 2000 nálgist er greinilega ekki
minni þörf hjá manninum að leita athvarfs hjá Guði en
fyrr á öldum. Góð aðsókn foreldra og bama í kikjuskól-
ann sannar þetta. Myndin er tekin í Grundarfjarðar-
kirkju einn laugardaginn þegar bamastarfið stóð yfir.