Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 72

Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 72
íit (Íftrtt H ' t \ A i 72 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Guðfræðinemar ^ taka þátt í messu í Hafnar- fjarðarkirkju Á MORGUN, sunnudag, munu guð- fræðinemar við Háskóla íslands sækja Hafnarfjörð heim og minnast þar siðbreytingar Lúters. Hún er talin hafa hafist 31. október 1517 með þvi að Marteinn Lúter negldi skjal á hurð hallarkirkjunnar í Wittenberg, sem fól í sér 95 athuga- semdir við háttsemi kirkju þess tíma. Guðfræðinemar taka þátt í messu í Hafnarfjarðarkirkju sem hefst kl. 1 4. Dr. Hjalti Hugason prófessor, forseti guðfræðideildar, prédikar og guðfræðinemar lesa ritningarorð. Pretar verða sr. Þórhildur Olafs og sr. Gunnþór Ingason. Eftir mess- una mun dr. Gunnar Kristjánsson prófastur stýra opnun umræðum í Strandbergi um gildi siðbreytingar- innar og áhrif samkirkjulegs starfs í samtíð. Eftir þær umræður líta guðfræði- nemar inn í St. Jósefskirkju. Þar mun sr. Patrick Brean, prestur kaþ- ólska safnaðarins í Hafnarfirði, gera þeim grein fyrir starfi kaþ- c ólskra hér á landi og fylgja þeim síðan í Karmelklaustrið þar sem þeir munu eiga bænastund með Karmelsystrum og hlýða á söng þeirra. Guðfræðinemar sækja svo Taizé-messu í Hafnarfjarðarkirkju kl. 18. Prestur verður sr. Þórhildur Ólafs. Er guðfræðinemar minnast nú siðbreytingarinnar með þessum hætti vísa þeir til þess að dýrmætt sé að samkirkjulegt starf eflist í framtíð til framgangs kristni á nýrri öld. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Samkoma hjá KFUM og KFUK SAMKOMA verður sunnudag í að- alstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg kl. 17. Dagskrá samkom- unnar verður í umsjá miðbæjar- starfs KFUM og KFUK. Stjórn- andi samkomunnar verður sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, miðbæjarprest- ur KFUM & K. Fluttar verða glóðvolgar fréttir úr næturlífi Reykjavíkurborgar og A miðbæjarstarfi KFUM og KFUK. Unglingar úr miðbæjarstarfinu lesa úr ritningunni og syngja og hug- vekju flytur Bolli Pétur Bollason guðfræðinemi. Boðið verður upp á samverur fyrir böm á meðan á sam- komunni stendur. Skipt verður í hópa eftir aldri svo allir fái eitthvað spennandi við sitt hæfi. Eftir samkomuna verður seld samfélagseflandi máltíð á fjöl- skylduvænu verði. Komið, heyrið og upplifið, ef þið þorið, hvað þau í miðbæjarstarfi KFUM & K hafa fram að færa. Samkomutími er u.þ.b. ein klukku- stund. Allir velkomnir. Sigurbjörn Þorkelsson, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík. Guðsmyndin í bænaversum séra Hallgríms Á FRÆÐSLUMORGNI í Hall- grímskh-kju í fyrramálið kl. 10 mun sr. Sigurður Pálsson flytja erindi um guðsmyndina sem birtist í bænaversum sr. Hallgríms Péturs- sonar. Þeir sem rannsakað hafa áhi-if trúaruppeldis á böm hafa leitt í ljós að hver einstaklingur ber með sér tiltekna mynd af Guði sem sett er saman úr áhrifum sem böm verða fyrir í bemsku ásamt trúar- legum uppeldisáhrifum. Sumir bera með sér mynd af ströngum og refsandi guði en aðrir af mildum og fyrirgefandi guði. Sr. 'Sigurður mun reifa spuminguna: Hvað hefur sr. Hallgrímmur lagt til guðsmyndar íslenskra barna undan- farin 350 ár? Gospel-messa í Vídalínskirkju Á MORGUN, sunnudag, kl. 11 verður Gospel-messa í Vídalíns- kirkju í Garðabæ. Þá mun kór kirkj- unnar, ásamt Jóhanni Baldvinssyni organista, Matthíasi Hemstock slagverksleikara og Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara, flytja Gospel- tónlist, sem á rætur að rekja til trú- arlegra söngva blökkumanna í Am- eríku í stað hefðbundinna sálma. Flestir söngvarnir eru sungnir á ensku en kirkjugestir fá í hendur ís- lenska þýðingu textanna. Hverju trúa þeir? KRISTNIR menn skiptast í margar mismunandi kirkjudeildir. Hvað greinir þær að og hvað em þær sammála um? Hver er munurinn á frjálsu söfnuðunum og þjóðkirkj- unni? Hverju trúa þeir í Veginum og hvað kenna þeir í Krossinum? Hvað merkja orð eins og Fullorð- insskírendur, meþódiskar, hvíta- sunnumenn? Af hverju bamaskím? Hvers vegna verða alltaf til nýir söfnuðir? Hvemig þróast líf nýrra safnaða? Kennt verður á Holtavegi 28 á mánudögum 1.-15. nóv. kl. 20-22. Kennarar Gunnar J. Gunnarsson lektor og Pétur Pétursson prófess- or. Gunnar fjallar um kirkjudeildir og mismun þeirra, en Pétur um þró- un og trúarlífssálfræði safnaða. Skráning er í síma 588 8899. „Ný kynslóð“ í Frelsinu UM HELGINA verður bylting í Frelsinu, kristilegri miðstöð, með Stephan og Anne Christiansen. Byltingin fjallar um kynningu á stofnun nemenda og stúdentafé- lagsins „Ný kynslóð“ en þau Steph- an og Anne standa fyrir slíku starfi í Noregi þar sem 429 mismunandi kirkjur standa að baki og yfir 3.500 nemendur em virkir þátttakendur. Einnig standa þau fyrir öflugri þjónustu sem heitir Jesus Revolution. Samkoma kl. 20 í kvöld að Héð- insgötu 2 og á morgun, sunnudag, kl. 20 í Fríkirkjunni Veginum, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Allir em velkomnir á samkomumar. Laugarneskirkja. Málþing kl. 14-18 á vegum Fullorðinsfræðslu Laugar- neskirkju. Kynlífsiðnaður á íslandi. Neskirkja. Kirkjuganga Reykjavík- urprófastdæmanna í tilefni 1.000 ára afmælis kristnitöku á íslandi. Lagt af stað frá BSÍ kl. 10 með rútu. Gengið frá Seltjarnarnesi að Neskirkju. I Neskirkju verður sagt frá kirkju og söfnuði og boðið upp á kaffisopa. Félagsstarf aldraðra: Ferð um Kjalames. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 13. Kaffiveitingar að Hlaðhömmm. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Fríkirkjan Vegurinn: Fjölskyldu- hátíð kl. 11. Komum saman og fögn- uður í húsi drottins. Léttar veiting- ar eftir samkomuna. Samkoma kl. 20. Stephan Christiansen prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðisherinu. Kl. 13 laugar- dagsskóli fyrir krakka. KEFAS, Dalvegi 24. Samkoma kl. 14. Ræðumaður Björg R. Pálsdótt- ir. Þri.: Bænastund kl. 20. Fræðsla kl. 20.30 í umsjón Helgu R. Ár- mannsdóttur. Mið.: Samvemstund unglinga kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. titskálaprestakall. Safnaðarheimil- ið Sandgerði. Kirkjuskólinn kl. 11. Sæborg, safnaðarheimili kirkjunn- ar. Kirkjuskólinn kl. 13.30. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11. Akraneskirkja. Kirlguskóli kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Stjóm- andi Elín Jóhannsdóttir. Unglinga- kórinn: Æfing í Safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 14. Stjórnandi Hann- es Baldursson. _____________________MORGUNBLAÐIÐ í DAG VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir vegna greinar ÉG VIL koma á framfæri þökkum vegna greinar Ingibjargar Drafnar Ár- mannsdóttur, sem birtist í Morgunblaðinu 28. októ- ber sl. undir heitinu „Okk- ur er úthýst“. Greinin er mjög þörf og holl aflestrar og ekki síst ráðamönnum þjóðarinnar. Skrifstofumaður og öryrki. Til íhugunar ÞAU mistök áttu sér stað að í pistli Guðrúnar Jac- obsen féll niður ein máls- grein og er hún beðin vel- virðingar á því og er pistillinn því birtur hér í heild sinni: Fjögurra ára telpu- hnokki var sendur sál- fræðingi til athugunar vegna þess að stúlkubarn- ið málaði allar myndir með svörtum lit. Þetta þótti ískyggilegt. Telpan greindi heldur ekki mun á ljósbláu og dökkbláu og svo framvegis. Síðar kom í ljós að barnið vantaði gleraugu. Ekki tók skárra við þegar sálgreinirinn bað telpuna að láta tiltekinn kubb við enda á borð. Hún setti kubbinn á mitt borð. Nið- urstaða: Barnið illa upp- alið - ef ekki þroskaheft. Svo vildi bara til að blessað barnið átti sínar bestu minningar um kringlótta borðið hans afa og hennar ömmu í sveit- inni... I dag er telpan fullvaxin stúlka, dúx í stærðfræði. Hvort þakka ber sálfræð- ingnum veit ég ekki - en á misjöfnu þrífast víst börn- in best. Nú, gegnum tímans rás hefur margur æskumað- urinn glímt við stam, jafn- vel allt fram á efri ár. Hvort stamið á eitthvað skylt við orðið „hérna“ sem lærðir sem leiknir nota í viðtalsþáttum fjöl- miðla í tíma og ótíma er ég ekki nær um, nema hvað mér féll allur ketill í eld síðastliðinn vetur þeg- ar einn sérfræðingurinn, reyndar ekki sálfræðing- ur, notaði orðið „hérna“ fimmtíu sinnum í frekar stuttu viðtali. Guðrún Jacobsen. Hver kannast við Ijóðið? SIGRÍÐI langaði að vita hvort einhver kannist við ljóð og höfund ljóðs, sem hefur þessar línur innan- borðs: „Hef ég ei verið þér hlýðinn og góður eða hefi ég svikið það. Tryggðabáran brotnar við sker í brimlöðri kær- leikans". Ef einhver kannast við þetta, er hann beðinn að hafa sam- band við Sigrúnu í síma 555-1976. Tapað/fundið Omega-gullúr í óskilum OMEGA-kvengullúr fannst á milli Mánagötu og Rauðarárstígs mánu- daginn 25. október sl. Upplýsingar hjá Ómari í síma 562-7233 og 557-5836 eftir kl. 18. Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA fannst við göngustíginn í Kópavogs- dal sunnudaginn 24. októ- ber sl. Lyklakippan er með bleiku plastspjaldi. Upplýsingar í síma 554- 3747. Dýrahald Perla er týnd HÚN Perla er búin að vera týnd síðan 11. októ- ber. Hún hvarf frá Furu- lundi 4 í Garðabæ. Perla er grábröndótt og merkt. Ef einhver veit um ferðir hennar er hann beðinn að hafa samband við Ara í síma 565-3494. Kettlingar fást gefins TVEIR kolsvartir gullfal- legir kettlingar, fress og læða, tveggja og hálfs- mánaða gamlir, fást gef- ins á gott heimili. Þeir eru barnelskir og kassavanir. Upplýsingar í síma 552- 5859. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Víkverji skrifar... VÍKVERJI var sem oftar að hlusta á útvarpið nú í vikunni og datt þá óvart inn í spjallþátt þar sem þekktur útvarpsmaður sagði frá verslunarleiðangri í Kringlunni, en hann var að leita sér að ákveð- inni gerð af sokkum. Fór maðurinn í margar búðir og fann sokkana loks í ónefndri tískuverslun, en þar kost- uðu þeir hátt á þriðja þúsund krón- ur. Þetta fannst manninum að von- um alltof hátt verð fyrir sokkana og hélt áfram leit sinni þar til hann kom í fataverslun Hagkaups. Þar fann hann nákvæmlega eins sokka, sem kostuðu aðeins 199 krónur. Þessi litla saga undirstrikar mik- ilvægi þess að neytendur haldi vöku sinni og láti ekki bjóða sér hvað sem er þegar vöruverð er annars vegar. Með því eina móti verður hægt að ná óheyrilega háu vöruverði í land- inu niður í það sem eðlilegt getur talist og tíðkast í nágrannalöndum okkar. XXX FRÉTTAFLUTNINGUR af „Rússagullinu" svokallaða hefur rifjað upp í huga Víkverja ýmsar minningar, bæði ljúfar og sárar. Þegar Víkverji var að alast upp vestur í bæ á sjötta og sjöunda ára- tugunum var „kalda stríðið" í al- gleymingi og miklar sviptingar í pólitíkinni. Þá var ekkert sjónvarp, en dagblöðin fluttu mönnum fréttir af atburðum á líðandi stund. I sveit- inni sá Víkverji aldrei annað en Tímann og því munaði minnstu að hann yrði framsóknarmaður til frambúðar. Það sem kom í veg fyrir það stórslys var hins vegar Morg- unblaðið, sem var í hávegum haft á heimili Víkverja. Á síðum Morgunblaðsins hlaut Víkverji sitt pólitíska uppeldi og gekk hann því í Heimdall um leið og hann hafði aldur til. Sem fæddur og uppalinn vesturbæingur varð Vík- verji sjálfkrafa KR-ingur og er því „þriggja stjörnu Islendingur", eins og það var skilgreint á sínum tíma og miðaðist við að vera „vesturbæ- ingur, KR-ingur og sjálfstæðismað- ur“. Þannig geta fjölmiðlar, um- hverfi og aðstæður mótað skoðanir og lífsstfl manna. XXX FRÉTTAMYND af sovéskum hermanni með alvæpni, sem tekin var þegar Rússar voru að berja niður uppreisnina í Ungverja- landi árið 1956, hefur aldrei liðið Víkverja úr minni og sjálfsagt hefur sá atburður öðrum fremur mótað pólitísk viðhorf hans á þessum ár- um. Önnur frétt frá árinu 1963 stendur Víkverja einnig ljóslifandi fyrir hugskoti, en sú frétt greindi frá því þegar sovéskir sendiráðs- menn reyndu að fá Islending til að njósna fyrir sig, og hafa þeir at- burðir eitthvað tengst fréttaflutn- ingi af „Rússagullinu“ að undan- förnu. Lýsing dagblaðanna á atburða- rásinni á sínum tíma var eins og í spennandi reyfara og verður Vík- verja sérstaklega minnisstætt hvernig íslensku lögreglumennmnir leyndust í aftursæti bifreiðar Is- lendingsins þegar hann mælti sér mót við Rússana við Hafravatn. Ekki eru tök á því að fara nánar út í gang mála í þessum pistli en gaman væri ef einhver fjölmiðillinn tæki sig til, klæddi málið í félagslegan búning og rifjaði upp þessa atburði, sem voru vitaskuld hápólitískir á sínum tíma. Víkverja er heldur ekki örgrannt um að þessi saga gæti orðið efni í góða spennukvikmynd. Með því að bæta inn í atburðarásina lítilli ástar- sögu (kannski með einni kynlífs- senu), vænum skammti af slagsmál- um, hraðaakstri og ef til vill einu morði væri hér komið pottþétt „kassastykki" í takt við tíðarandann nú í lok aldarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.