Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999
Lækningar
Hjarta
Töldu að óhefðbundnar
lækningar gætu verið sum-
um sjúklingum til góðs.
Sársaukaminna fyrir
sjúklinginn, ódýrara fyr-
ir heilbrigðiskerfið.
MORGUNBLAÐIÐ
Reykingar
Lítill munur var á því
hversu gagnlegar nikótín-
vörumar reyndust.
Krabbamein
Mýsnar urðu ónæmar
fyrir mörgum gerð-
um krabbameins.
Læknar fáorðir
um óhefðbundnar
lækningar
Medicai Tribune News Service.
fellum spurðu læknarnir sjúklingana um
þær.
Engu að síður kváðust um tveir þriðju
læknanna telja að óhefðbundnar lækningar
gætu komið sumum sjúklingum tii góða. Þar
að auki sögðust 36% læknanna sjálfír hafa
leitað óhefðbundinna leiða. I könnuninni vora
óhefðbundnar lækningar m.a. skilgreindar
sem stórir vítamínskammtar, nálastungur,
jurtameðferð, smáskammtalækningar, jóga,
hugleiðsla, nudd og slökunarmeðferð.
Einkaleyfi skortir
Skýrslan birtist í októberhefti The Journal
of Alternative and Complementary Medicine
(www.liebertpub.com/acm). Wilson sagði að
könnunin leiddi í ljós að rannsaka þurfi óhefð-
bundnar lækningar nánar og veita læknum
áreiðanlegar upplýsingar um þær. Peninga-
skortur sé ein helsta ástæðan fyrir því að slík-
ar rannsóknir hafi ekki farið fram. Lyfjafyrir-
tæki geti ekki fengið einkaleyfi á óhefðbundn-
um læknismeðferðum og þar af leiðandi lítið
sem hvetji þau til að veita fjármagni í rann-
sóknir á þeim.
Wilson sagði að þótt læknar hafi ekki eins
mikið af upplýsingum og þeir myndu vilja um
óhefðbundnar aðferðir ættu þeir að ræða slíkt
við sjúklinga sína, rétt eins og læknar eru
vanir að spyrja sjúklinga sína hvort þeir taki
einhver lyf sem fást án lyfseðils.
Reuters
Steinar og volg olía eru hér notuð til að nudda viðskiptavininn þar til honum finnst hann
vera undir heitri eyðumerkursól.
ÞÓTT sífellt fleiri leiti óhefðbundinna leiða til
að fá meðferð við sjúkdómum er slíkt yfirleitt
gert í litlu eða engu samráði við lækni, jafnvel
þótt veikindin séu alvarleg, að því er fram
kemur í nýlegri skýrslu.
Þar eð sumar óhefðbundnar lækningaað-
ferðir hafa skaðleg áhrif og eru dýrar, að sögn
dr. Ira Wilsons, prófessors við New England
læknamiðstöðina í Boston og eins höfunda
skýrslunnar, „er líklega rétt að ræða óhefð-
bundnar aðferðir." Hann segir lækna ekki
hafa þær upplýsingar um óhefðbundnar að-
ferðir sem þeir þyrftu að hafa til að geta rætt
um þær svo gagn væri að.
Sögusagnir
Megnið af þeim upplýsingum sem læknar
hafa um slíkar aðferðir eru sögusagnir, segir
hann, „og eru ekki í samræmi við viðmið vest-
rænna nútímavísinda." Þess vegna séu lækn-
ar ef til vill ekki alveg í rónni þegar rætt sé
um óhefðbundnar aðferðir.
I könnun meðal 89 lækna sem meðhöndl-
uðu HlV-sjúklinga kváðust einungis 26%
ræða óhefðbundnar lækningar og meðferð
við flesta eða alla sjúklinga þegar þeir hittu
þá í fyrsta sinn. Einungis fimm prósent
læknanna nefndu þessa möguleika í seinni
komum. Um það bil helmingur læknanna
kvaðst telja að sumir HlV-sjúklinganna leit-
uðu óhefðbundinna lækninga, og í sumum til-
Afbryðisemi hjá börnum
GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆDINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning: Hvað er til ráða þegar
bam er mjög afbrýðisamt út í
systkini sitt?
Svar: Flestir foreldrar kannast við
það, þegar bam þeirra verður af-
brýðisamt út í yngra systkini.
Fyrsta bam foreldra sinna nýtur
undii’ eðlilegum kringumstæðum
óskiptrar athygli og ástar foreldra
sinna. Það er því síst að undra, þótt
það íyllist kvíða og óöryggi, þegar
systkini kemur í heiminn, og þarf
að deila með því tilfinningalegum
lífsnauðsynjum, sem það átti áður
óskiptar, jafnvel að hverfa í skugg-
ann af því og verða afskipt. Bamið
snýst óhjákvæmilega gegn þessari
ógnun við stöðu sína.
Viðbrögð bama við þessu em
harla mismunandi. Stundum bláber
fjandskapur út í systkinið. Það læt-
ur opinskátt í ljós. í orðum og gerð-
um, að því finnst systkinið fá meira
eða að það sé meira gert fyrir það.
Bamið reiðist, grætur eða fer í
iylu, ef yngra bamið fær eitthvað
sem það sjálft fær ekki. Reiðin get-
ur ekki síður beinst gegn foreldr-
unum.
Afbrýðisemi bama getur einnig
komið fram á ýmsan óbeinan hátt í
hegðun og geðrænum einkennum.
Hvað algengast er að bamið reyni
að draga að sér athyglina, oft á nei-
kvæðan hátt með óþekkt, reiðiköst-
um og jafnvel skemmdarfýsn. Nei-
kvæð athygli sem kemur fram í
skömmum og refsingum er betri en
engin athygli fyrú bamið. Annað
fyrirbrigði, sem margir foreldrar
kannast við hjá afbrýðisömu bami,
er þegar það verður óeðlilega smá-
bamalegt í allri hegðun sinni við
tilkomu nýs systkinis. Það fer að
tala barnamál, þykist ekki geta
gengið, vill láta halda á sér og
kjassa sig í tíma og ótíma, og sum
böm fara að væta sig á nóttu eða
degi.
Oftast gengur þetta yfir á
skömmum tíma, en hjá sumum
bömum helst þetta við og tefur íyr-
ir eðlilegum persónuleikaþroska.
Ef bamið finnur að foreldramir
skilja hvað það er að segja með
háttalagi sínu, er mikið unnið, og
bamið hefur reyndar með því einu
fengið þörf sinni að miklu leyti full-
nægt. Foreldrar sem skilja orsak-
imar íyrir hegðun bamsins, hjálpa
því líka oftast, beint eða óbeint,
venjulega með því að beina athygl-
isviðleitni þess inn á heppilegri
brautir, þannig að það fái jákvæða
athygli.
Mörg fleiri einkenni í hegðun og
líðan bamsins má rekja til afbrýði-
semi. Reiði bamsins út í systkinið
Systkini
og foreldi’a sína getur leitt til mik-
illar vanlíðunar og sektarkenndar.
Þá fá tilfinningamar ekki útrás í
hegðun eins og lýst var hér á und-
an. Barnið skynjar að því leyfist
ekki að láta slíkar tilfinningar í
ljósi. Það er ljótt að vilja losna við
systkinið, sem það á að láta sér
þykja vænt um og það getur kallað
yfir sig reiði og refsingu foreldr-
anna, jafnvel útskúfun. Siðferðis-
kennd og samviska er tekin að
vakna og bælir niður með harðri
hendi allar óæskilegar kenndir af
þessu tagi. Bamið verður þá þving-
að og spennt og flýr gjaman inn í
hugarheim sinn. Bamið þarfnast
heilbrigðrar útrásar fyrir tilfinn-
ingar sínar, og í því geta foreldrar
oft hjálpað með því að slaka á
klónni, þola baminu meiri óþekkt
en áður, örva það til leikja, jafnvel
ærsla og leyfa árásarhvötinni til-
tölulega greiða útrás meðan bamið
er að yfirvinna þessi einkenni sín.
Eitt einkenni sem mjög oft má
rekja til afbrýðisemi eru
hræðsluköst, sem geta komið fram
hjá baminu bæði á nóttu og degi.
Algengt er að böm hræðist sum
dýr, án þess að sjáanleg ytri
ástæða eða skýring sé fyrir hendi,
eða þau hræðast eða kvíða fyrir
einhverju yfirvofandi, t.d. að eitt-
hvað komi fyrir systkinið sem
bamið er afbrýðisamt útí. Sum
böm eiga erfitt með að sofna á
kvöldin, era uppspennt, hræðast
myrkrið og allt sem í þvi gæti
leynst. Þau dreymii- illa og hafa
jafnvel martraðir. Draumar bams-
ins einkennast oft af því, að einhver
sé að reyna að taka það, vondir
kallar, dýr, ófreskjur og draugar.
Þetta ber vott um sektarkennd,
sem stafar af óleyfilegum og bæld-
um kenndum bamsins í garð systk-
inis síns. Ef eitthvað hendir yngra
systkinið, t.d. slys, em allar líkur á
því að afbrýðisamt bam kenni
sjálfu sér um. Það er einnig þessi
sífellda sektarkennd sem veldur því
að bamið kann stöðugt að vera
hrætt um að eitthvað hendi for-
eldra sína og það missi þá í refsing-
arskyni fyrir sínar ljótu hugsanir.
Til þess að hræðslan hverfi þarf
bamið að geta tjáð þessar kenndir
óhindrað og gert þær að nokkm
meðvitaðar. Flest börn geta tjáð
þessar kenndir í leik og lækning á
þessari hræðslu felst í því að hjálpa
baminu til að tjá þær á þann hátt
sem því er eiginlegt og skiljanlegt,
og láta það finna að maður skilji
hvað það er að segja í leik sínum.
Slíkt geta foreldrai- oft gert sjálfir,
þótt stundum sé þörf sérfræðilegr-
ar meðferðar.
Það er mikilsvert að foreldrar
geri sér grein fyrir að hæfileg af-
brýðisemi er algengt og fyllilega
eðlilegt fyrirbrigði hjá bömum og
getur verið gagnlegt í mótun per-
sónuleikans. Sálrænir árekstrar í
bemsku og lausn þeirra leggur
gmndvöllinn að hæfileika bamsins
til að leysa vandamál sín síðar á
ævinni, einkum er varðar tilfinn-
ingaleg tengsl og samskipti við
annað fólk. Ef foreldrar líta á af-
brýðisemi frá þessu sjónarmiði,
þekkja einkenni hennar og hafa
nokkra innsýn í orsakasamhengið,
era meiri líkur fyrir því að þeir
geti hjálpað bami sínu yfir erfið-
asta hjallann og gert afbrýðisem-
ina að gagnlegri lífsreynslu fyrir
bamið.
• Lesendur Morgunblaðsins geta spurt
sálfræðinginn um það sem þeim liggur
á hjarta. Tekið er á mótí spurningum
á virkum dögum milli klukkan 10 og
17 { sfma 5691100 og bréfum eða
símbréfum merkt: Vikulok, Fax:
5691222. Ennfremur símbréf merkt:
Gylfi Ásmundsson, Fax: 5601720.