Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 84
Netþjónar og tölvur >COMPAd Er ástæða til að stofna verknúmerið „123 Frosið'? Það er dýrt að láta starfsfólkíð biða! Tölvukerfi sem virkar 563 3000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉFS6S1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Sjö lífeyrissjóðir og hópur annarra fjárfesta kaupa hlut ríkisins í FBA Grímseyjarhöfn En&dnn einn aðili með k o meira en 4-7% lilutafjár FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu hef- ur ákveðið að bjóða hópi bjóðenda að kaupa 51% hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. á genginu 2,8 fyrir tæplega 10 milljarða króna. Bjóðendur hafa frest til að svara þessu boði fram á föstudag, 5. nóvember, kl. 14 og staðgreiða sölu- verðið eigi síðar en kl. 14 mánudaginn 15. nóvem- ber. Gangi þessi áform eftir mun enginn einn aðili eiga meira en 4-7% hlutafjár í FBA. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru sjö lífeyrissjóðir í þessum hópi. Þar er um að ræða tmJrífeyrissjóð verzlunarmanna, Framsýn, Söfnunar- sjóð lífeyrisréttinda, Lífeyrissjóð sjómanna, Líf- eyrissjóð Vesturlands, Lífeyrissjóð Vestmanna- eyja og Samvinnulífeyrissjóðinn. Þá eru Þróunar- félagið og Samvinnusjóður íslands í hópi bjóð- enda. Ennfremur Hannes Smárason, aðstoðarfor- stjóri Islenzkrar erfðagreiningar, og fyrirtæki í eigu Gunnars Björgvinssonar, flugvélasala. Eirík- ur Sigurðsson íyrrverandi eigandi verzlunarkeðj- unnar 10-11 er í hópi bjóðenda svo og Geir Gunn- ar Geirsson á Vallá. Aðilar tengdir útgerð eru í þessum hópi, þ.ám. Gunnar Ólafsson í Miðnesi. Ennfremur sá hópur fjárfesta sem keypti Áburð- arverksmiðjuna. Einstakir aðilar úr Orca-hópnum svonefnda, sem keypti hlut sparisjóðanna og Kaupþings, kaupa lítinn viðbótarhlut, ef þessi við- skipti ganga eftir. Og loks munu forstjóri og þrír framkvæmdastjórar FBA kaupa hlut í bankanum samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. I fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu barst í gær frá Framkvæmdanefnd um einkavæðingu kemur fram, að ein þátttökutilkynning hafi borizt vegna sölu á 51% hlut ríkisins í FBA. Ekki er til- greint frá hverjum sú tilkynning barst en sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun hún hafa borizt frá aðilum tengdum Orca SA. Fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu mun hafa nýtt sér rétt til þess að koma á framfæri við þessa aðila ábendingum um ýmislegt sem betur mætti fara. í framhaldi af þeim ábendingum munu tengsl hafa skapast á milli stjómenda FBA, Iífeyrissjóða og aðila tengdra Orca SA. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa engir samningar verið gerðir innan væntanlegs hluthafahóps um myndun ákveðins meirihluta við stjórnarkjör eða við aðrar ákvarðanir, sem tengj- ast framtíð bankans. Þorskurinn fullur af seiðum MIKIL seiðagengd er fyrir Norður- landi. Þannig er höfnin í Grímsey full af seiðum og upp úr þorski veiddum á grunnslóð koma þorsk-, ýsu- og ufsaseiði. Sjómenn frá Grímsey segja að óvanalega mikið sé af seið- um og virðist ástandið vera þannig á grunnslóðinni fyrir Norðurlandi. Sjómenn hafa séð þorsk-, ýsu- og ufsaseiði koma upp úr þorskinum og einnig hafa menn orðið varir við tals- vert af loðnu og síld í fískinum. Óli H. Ólason, sem gerir út Óla Bjarna frá Grímsey, hefur aflað 100 tonna á árinu, en hann rær einvörð- ungu með línu. Hann segir að tíðar- far hafi verið gott í haust og afli góð- ur, um og yfír 200 kg á bjóð. ■ Mikil seiðagengd/26 Öryggisráðstafanir í Krísuvík »Hættuleg- ir hverir undir leirlagi HAFNARFJARÐARBÆR hef- ur gert öryggisráðstafanir í kringum tilraunaborholuna við Selbúð í Krísuvík, sem sprakk í fyrradag, í þeim tilgangi að hindra umferð fólks inn á g—svæðið. I kringum borholuna eru hættulegir hverir sem sjást ekki vegna úrfellis sem dreifð- ist um svæðið við sprenging- una og hafa því verið sett upp viðvörunarskilti til varnaðar. Þrátt fyrir að hverirnir liggi undir lagi af aur sem þeyttist upp við sprenginguna, er þó engin hætta á því að þeir springi eins og borholan í fyrradag. Hún sprakk vegna þrýstings sem myndaðist eftir að hún stíflaðist við yfírborðið. Að sögn Guðmundar Ómars Friðleifssonar, jarðfræðings __þjá Orkustofnun, er öll virkni dottin niður í borholunni þar sem hún hefur kólnað af völd- um vatns sem lekur ofan í hana úr gígnum sem myndaðist við sprenginguna. Við mælingar í gær reyndist gígurinn vera um 50 metrar í þvermál og af um- merkjum að dæma hefur leir dreifst um 700 metra norður fyrir holuna eftir sprenging- una, sem gaus einnig hressi- Iega um stund eftir sjálfa sprenginguna. Er leirlagið um vJBálfur metri að þykkt þar sem það er þykkast en þynnist út eftir því sem fjær dregur. Borholan, sem er 229 metra djúp, verður fímmtug á þessu ári, en hún er frá árinu 1949 og var boruð fyrir Hafnar- fíarðarbæ til raforkufram- IJfeiðsIu. Tveir innbrotsþjófar undirbjuggu þjófnað í Grafarvogi vandlega Skoðuðu íbúðina sem kaupendur LÖGREGLAN í Reykjavík hand- tók tvo menn á fimmtugsaldri í gærmorgun eftir að þeir höfðu brotist inn í íbúð í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar höfðu þjófarnir undirbú- ið innbrotið. Upplýst er að þeir höfðu haft samband við fasteigna- sölu í borginni og skoðað hina til- teknu íbúð í Grafarvogi daginn áð- ur. Vöktuðu þeir íbúðina og létu til skarar skríða eftir að þeir töldu að íbúarnir væru farnir að heiman. Auk muna, sem þeir höfðu stolið, ollu þeir miklum skemmdum á hús- munum og heimilistækjum, sem þeir skildu eftir. Nágrannar höfðu tekið eftir mönnunum í fyrradag þar sem þeir fylgdust með húsinu úr bifreið og í gærmorgun þegar íbúarnir voru famir að heiman létu þeir til skar- ar skríða, spenntu upp gluggafag baka til á húsinu og skriðu inn. Heima var þá 10 ára dóttir húsráð- enda, en þegar hún varð vör við mannaferðir hafði hún hægt um sig og læsti sig inni í herbergi. Nágrannagæsla kom upp um þjófana Þjófarnir slitu m.a. rafmagns- tæki úr sambandi og báru þau út í nálæga bifreið og óku síðan á brott. Nágranni, sem varð var við ferð- ir þeirra, hringdi á lögreglu og lét vita um grunsemdir sínar. Lög- reglan brást við, en í millitíðinni fóru þjófarnir aftur á staðinn til að sækja meiri verðmæti. Voru þeir þá staðnir að verki. Báðir hafa mennirnir þráfald- lega komið við sögu mála hjá lög- reglu, m.a. vegna innbrota og þjófnaða. Lögreglan mun í fram- haldi af skýrslutöku gera kröfu til héraðsdóms um síbrotagæslu yfir mönnunum. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar aðstoðaiyfírlögreglu- þjóns hefur nokkuð verið um inn- brot að undanförnu, m.a. í heima- hús. Ástæða er því til að hvetja fólk til að vera á varðbergi og eins og framangreint dæmi sýnir er jafnvel full ástæða til að gera ráð fyrir hin- um ýmsu möguleikum í því sam- bandi. Að sögn Ómars Smára var reynt áður fyrr í samstarfi við íbúasam- tök hverfisins að upplýsa íbúa Grafarvogs um möguleika ná- grannavörslunnar. Tóku þeir þeim upplýsingum vel og voru viðbrögð þeirra góð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.