Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 1

Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 1
STOFNAÐ 1913 247. TBL.87. ÁRG. LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Margir kjósendur í Ástralíu óákveðnir Howard andvígur lýðveldisstofnun Sydney, Darwin. Daily Telegraph, Reuters. FORSÆTISRAÐHERRA Astral- íu, John Howard, hefur lýst yfir stuðningi við að Elísabet Breta- drottning verði áfram þjóðhöfðingi Astrala. Þjóðaratkvæðagreiðsla um lýðveldisstofnun verður haldin 6. nóvember og spá veðmangarar nú að konungssinnar sigri. Howard hefur fram til þessa ekki viljað tjá hug sinn en í átta blað- síðna bréfi til kjósenda sinna rauf hann þögnina. „Eg mun greiða at- kvæði gegn því að Astralía verði lýðveldi vegna þess að ég er ósáttur við að breyta stjómskipun sem virkar vel og hefur átt þátt í að færa þjóðinni stöðugleika," sagði hann. Tillagan um stofnun lýðveldis í Astralíu þarf að fá meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslunni og meiri- hluta í minnst fjórum af sex fylkj- um ríkisins til að ná fram að ganga. Stuðningsmenn konungdæmisins hafa að undanfömu farið fram úr lýðveldissinnum í skoðanakönnun- um, staðan er orðin tvísýn og er bréf ráðherrans sagt geta haft mik- il áhrif vegna þess að margir eru enn óákveðnir. Lagt er til að forseti lýðveldisins verði kosinn af þinginu en ekki beint af þjóðinni. Segja lýðveldis- sinnar að Howard og menn hans hafi af ásettu ráði verið á móti þjóð- kjöri til að draga úr stuðningi við lýðveldisstofnun. Forsætisráðherr- ann hefur einnig verið sakaður um að beita tiifinningarökum og hræðsluáróðri. Niðurstaða sérfræðinganefndar Evrópusambandsins um breskt nautakjöt Ekki rök fynr fram- lengdu innflutning'sbanni London, París, Bnissel. AFP, Daily Telegraph. SEXTAN manna sérfræðinganefnd á vegum framkvæmdastjómar Evrópusambandsins komst í gær einróma að þeirri niðurstöðu að rök Frakka fyrir áframhaldandi innflutningsbanni á bresku nautakjöti væm ógild. Nefndin hafnaði 600 blað- síðna greinargerð franska matvælaeftirlitsins þar sem færð vom vísindaleg rök fyrir því að enn væri hætta á því að neysla á bresku nautakjöti gæti valdið heilarýmunarsjúkdómnum Creutz- feldt-Jakob. Eftir að tilkynnt var um niðurstöð- una sagði David Byrne, sem fer með heilbrigðis- og neytendamál í framkvæmdastjóm ESB, að hann myndi fara fram á það við Frakka og Þjóð- verja að þeir afléttu innflutningsbanninu hið fyrsta. Frakkland og Þýskaland em einu aðildar- ríki ESB sem hafa enn ekki tekið til greina ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá því í ágúst, sem aflétti útflutningsbanni á bresku nautakjöti. Signr fyrir Blair Breskir stjórnmálamenn fögnuðu í gær niður- stöðu sérfræðinganefndarinnar. „Við höfum frá upphafi sagt að lögin og vísindin væm á okkar bandi í þessu máli,“ sagði Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands. Talið er að niðurstaða nefnd- arinnar sé persónulegur sigur fyrir Blair sem berst fyrir aukinni þátttöku Breta í Evrópusam- starfinu. Breski landbúnaðarráðherrann, Nick Brown, sagðist ætla að óska fundar með frönskum starfsbróður sínum þegar í næstu viku tO að þrýsta á um afnám innflutningsbannsins. Hann kvaðst einnig binda vonir við að takast mætti að leysa málið án þess að höfða þyrfti mái fyrir Evrópudómstólnum. Fullvíst er að lausn máls- ins mun dragast mjög á langinn ef fram- kvæmdastjórnin neyðist til að fara þá leið og slíkt gæti að auki haft ófyrirséðar pólitískar af- leiðingar. Ekki er að vænta viðbragða franskra stjórn- valda fyrr en í næstu viku, að því er talsmaður í franska landbúnaðarráðuneytinu sagði í gær. Hins vegar lýsti formaður frönsku bændasam- takanna, Luc Guyau, því yfir í gær að hann væri samþykkur niðurstöðu sérfræðinganna og að frönskum stjórnvöldum bæri nú að aflétta inn- flutningsbanninu án tafar. Málstaður Frakka byggðist á úreltum upplýsingum Getgátur voru uppi um að sérfræðinganefndin væri klofin í afstöðu sinni tO málsins vegna þess hve langur tími leið áður en niðurstaðan var til- kynnt. Búist hafði verið við ákvörðun nefndarinn- ar á fimmtudag. Dr. Gerard Pascal, sem veitti nefndinni for- stöðu, sagði í gær að getgátur þessar væru ekki á rökum reistar. Hann sagði á fréttamannafundi í Brussel að það væri samdóma álit nefndarinnar að enda þótt frönsk yfirvöld hefðu lagt fram nýj- ar upplýsingar í málinu væri þar ekki að finna neitt sem kallaði á framlengt innflutningsbann. Franska matvælaeftirlitið reyndi í skýrslu sinni að sýna fram á að tilfellum Creutzfeldt-Jak- ob sjúkdómsins hefði ekki fækkað í Bretlandi og væru þau mun fleiri þar en í öðrum ESB-ríkjum. Sérfræðinganefndin komst aftur á móti að þeirri niðurstöðu að franska skýrslan hefði byggst á gömlum tölum og að nýrri upplýsingar bentu ljóslega tO þess að tilfellum hefði fækkað í Bret- landi. Forseti Armeníu hvetur þingmenn til að sýna stillingu Hyggst ekki segja af sér Jerevan. AP, AFP. FORSETI Armeníu, Robert Kocharian, hvatti í gær þingmenn landsins tO að halda stillingu sinni þrátt fyrir það óvissuástand sem skapast hefði í landinu vegna árásar hryðjuverkamanna á þinghúsið í höfuðborginni Jerevan á miðviku- dag. I ávarpi í þinghúsinu harmaði forsetinn árásina og fráfall forsætis- ráðherrans, Vazgens Sarkissians, sem ódæðismenn myrtu. Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg í Armeníu vegna atburðanna. „Það hafði tekist að skapa stöðug- leika í landinu og allir trúðu á fram- tíðina. En ástandið breyttist á að- eins örfáum sekúndum og nú þarf þjóðin að vera búin undir að takast á við nýjan vanda," sagði forsetinn við þingmennina. Ávarpi hans var sjónvarpað út um landið. Allt var með kyirum kjörum í Jerevan í gær en lögreglan hefur haft aukinn viðbúnað í borginni eftir að árásin var gerð. Hermt er að for- setinn hyggist ekki segja af sér vegna atburðanna en þingmaður hvatti í gær þá ráðherra í ríkisstjórn landsins sem fara með öryggismál að fara frá. Innanríkisráðherra landsins hefur þegar beðist lausnar en forsetinn hefur neitað að taka beiðni ráðherrans tO greina. Forset- inn sagði við þingmennina að hann mundi útnefna nýjan forsætisráð- herra eftir að útför Sarkissians hefði farið fram. Forsætisráðherrann verður jarðsettur á morgun. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Strobe Talbott, kom tO Jerevan í gær tO að votta Armenum samúð vegna ódæðanna. Hann kvaðst vongóður um að at- burðimir kæmu ekki í veg fyrir að áfram yrði unnið að því að skapa varanlegan frið á svæðinu. Mikil spenna hefur ríkt í Armeníu vegna deOu Armena og Asera um héraðið Nagorno-Karabak. Undanfarið hef- ur miðað nokkuð í átt til samkomu- lags mOli þjóðanna um stöðu og framtíð héraðsins sem er aðallega byggt Armenum þótt það tilheyri Áserbaídsjan. Talið er hugsanlegt forstetanum í gær. að árásin á þinghúsið tengist and- stöðu við samningaumleitanir ríkis- stjómarínnar. Plægt fyrir kosningar DRÁTTARKLÁR dregur plóg á akri skammt utan við Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í gær. At- vinnuhættir til sveita bera efn- hag þjóðarinnar glöggt vitni en í landinu fara fram forsetakosn- ingar á morgun. Þetta er í þriðja sinn sem Úkraínumenn kjósa sér forseta frá því að Sovétríkin liðu undir lok. ------»♦♦----- Ráðherra grunaður um Qársvik París. AFP. RÁÐHERRA efnahagsmála í frönsku ríkisstjóminni, Dominique Strauss- Kahn, liggur undir gran um að hafa árið 1997 svikið fé út úr opinberum tryggingasamtök- um námsmanna í Frakklandi, MNEF. Skrifstofa ríkissaksóknara í París hefur hafið rannsókn á ásök- unum um að Strauss-Kahn hafi fengið jafnvirði 90.000 evra, um 6,7 milljóna íslenskra króna, úr sjóði samtakanna fyrir verk- efni sem hann hafi í raun aldrei unnið. Ráðherrann neitaði þessum ásökun- um staðfastlega í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Hann hefur verið á ferð í Víetnam en hefui- ákveð- ið að flýta heimferð sinni vegna máls- ins. Málið hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum í Frakklandi og er annað hneykslismálið sem upp kemur tengt frönskum stjórnmálamönnum á skömmum tíma. Eiginkona borgar- stjórans í París, Xaviere Tiberi, fékk nýlega skilorðsbundinn fangelsis- dóm fyrir að hafa dregið sér fé úr opinberum sjóðum árið 1994. Fjárreiður MNEF hafa verið tO rannsóknar hjá lögreglu í Frakk- landi í um ár en rannsóknin er talin hafa tekið nýja stefnu í gær eftir að fyrrverandi framkvæmdastjóri sam- takanna var handtekinn og ákærður fyrir fjársvik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.