Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ sem jökull hefur sorfíð úr hinu slétta landslagi lífs míns En, „til- vera okkar er undarlegt ferðalag". Því þar sem þú varst áður rétt handan við hafið ert þú nú handan við himininn. Elsku Nikulás minn, ég vona að þér líki vel við nýja heimili þitt og ég óska þér góðs gengis í öllu sem fyrir þér vakir. Við munum hittast á ný er ég kveð þennan heim og flýg í átt að heiminum þínum. Hafðu samt hugfast að heimili áttu ávallt í hjarta þeirra sem elska þig. Eg vil senda innilegar samúðar- kveðjur til Dísu, Hrafns Mars, Bald- urs, Jónu ömmu, ættingja og vina. Þín frænka og vinkona, Berglind Jóna Hlynsdóttir. Elsku vinur. Það er ekki hægt að segja annað en að þú hafír sett þitt mark á heiminn. Eg er mjög stolt af þér. Þú hafðir alveg sérstakar skoðanir á stjórnmálum, trúmálum og hvað væri rétt og rangt. Þú hafðir alveg sérstakt lag á því að fá mann til að brosa og jafnvel gráta af hlátri, hversu langt niðri sem maður var. Bara að þú skyldir vera til hleypti ljósgeisla í líf okkar sem vorum nærri þér. Ást þín á dýrum og börnum var einstök, enda held ég að þú hafir aldrei snú- ið bald við barninu í þér. þú gast alltaf séð heiminn í fallegu ljósi. Ég mun aldrei gleyma uppá- tækjum þínum. í öll þau skipti er við gengum með Bjössa í bæinn eða skógarferðunum okkar, þegar við fórum upp með ánni og töluðum um allt sem við ætluðum að gera til að breyta heiminum. Ég gleymi ekld svipnum á mömmu þinni er þú komst heim með rottu eða þegar þú hélst einkatónleika í miðbæ Bergen þar sem einu áhorfendurn- ir voru ég og parið sem sat á næsta bekk. Þér var svo sannarlega margt til lista lagt. Það sem einkenndi þig var að þú varst draumóramaður. Þú trúðir á allt það góða í fólki og í lífínu sjálfu. Elsku frændi, ég get aldrei þakkað þér nóg fyrir alla þá ást og hlýju sem þú veittir mér og syni mínum. Það eina sem ég get sagt er: Þakka þér íyrir að hafa verið til og fyrir að vera partur af mér. Ég sakna þín sárt. Þín frænka Ingibjörg. Mig langar með fátæklegum orð- um að minnast ungs vinar. Nikulás Ingi var ekki nema 21 árs þegar hann kvaddi þennan heim. Ég kynntist Nikulási vel árin 1986 og 1987 í Noregi þegar ég fluttist inn á fallega heimilið hennar Dísu mömmu hans til að passa litla bróður hans, hann Hrafn Mar, og að sjálfsögðu að vera til staðar þeg- ar Nikulás kæmi heim úr skólan- um. Nikulás var einstaklega prúð- ur sem barn og með þau stærstu og fallegustu bláu augu sem ég hafði séð. Hann gat verið uppá- tækjasamur eins og strákar eru og auðvitað pínu hrekkjóttur. Honum gekk líka vel í öllu sem hann gerði, hann var bama yndislegastur. Og lýsir hans innra manni best það at- vik sem átti sér stað á meðan ég bjó hjá þeim. Ég fékk símhring- ingu frá Islandi og voru það sorg- arfréttir. Þá kom þessi elska með tölvuspilið sitt og sagði: Hanna mín, hættu að gráta, ég skal leyfa þér að spila á tölvuspilið, bara ef þú hættir að gráta. Svona var hann. Ég hef bara síðustu árin fengið fréttir af honum í gegnum mömmu hans og þannig getað fylgst með honum. Ég og fjölskylda mín biðj- um Guð að styrkja Dísu, Hrafn, Baldur og önnur skyldmenni í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning þín, Nikulás Ingi. Þín Hanna. Kæri Nikulás Ingi. Ég er að reyna að átta mig á því að þú sért MINNINGAR farinn en mun seint gera. Að ég fái aldrei að hitta þig aftur, sjá þitt yndislega bros og geislandi augu. Það var svo gaman að þér og frábært að vera nálægt þér. Þú gafst öllum svo mikið bara með því að vera til, vildir allt fyrir alla gera og hjálpa öllum. Allt var bjart og lifandi í kringum þig og ekki var annað hægt en þykja vænt um þig. Við munum alltaf minnast þess þegar þú komst til íslands og fórst að vinna hjá pabba. Aldrei hafði ég séð nokkurn mann borða ristað brauð án þess að nota á það smjör. Það var yndislegt að fá að hafa þig inni á heimilinu okkar í Vogum. Munu þær minningar sitja fastar í mínum huga. Reyndar eru þær miklu fleiri og allar eru þær geymdar á góðum stað sem enginn getur tekið frá mér, þessi staður er mitt hjarta. Elsku Nikulás, þú varst tekinn burt mjög snöggt og svo snemma og enginn gat kvatt þig. En ég hugga mig við það að þú sért á góð- um stað og að þér líði vel. En samt er þetta svo ósanngjarnt. Nikulás minn, megi þitt nýja líf gefa þér gæfu og hamingju og von- andi liggja leiðir okkar saman aft- ur. Allir sakna þín sárt en svona þarf þetta víst að vera og kveð ég þig því núna. Elsku Nikulás Ingi, megir þú hvfla í friði og megi sál þín finna frið og sátt. Með söknuði. Þín Halla Guðbjörg Þórðardóttir. Kæri Nikulás. Það er sárt að kveðja einn besta vin sinn á þenn- an hátt. Það hefur alltaf verið langt á milli okkar og langur tími á milli þess sem við hittumst. Þó var sem það breytti engu þegar við hittumst á ný. Við tengdumst órjúfanlegum böndum í gegnum mæður okkar sem eru bestu vin- konur og varst þú mér sem bróðir. Ég þakka fyrir þann tíma sem ég fékk að njóta með þér bæði hér heima og í Noregi og fyrir það að ég fékk að kynna þig fyrir unn- ustu minni, Sigríði Vigdísi, og það hvað við náðum öll vel saman á þeim stutta tíma sem við áttum saman í fyrrasumar. Við skemmt- um okkur konunglega og að þeim minningum munum við búa alla ævi. Far vel, vinur minn, þar til við hittumst á ný. Þessar ljóðlínur sem Sigríður orti, lýsa því eflaust best hvernig okkur líður á þessari stundu. Kæri vinur, ég sakna þín, ég vildi að þú kæmist aftur til mín. En þú ert umvafinn ljósi þar, eins og þú varst reyndar alls staðar. Sárt er að horfa á eftir þér, en ég veit að þú munt muna eftir mér. Því þitt hreina hjarta og bjarta sál, mun þerra okkar trega tár. (Sigríður Vigdís Þórðardóttir) Missir okkar er eftir sitjum er mikill og sár. Kæra Dísa og fjölskylda, ættingj- ar og vinir. Megi Guð og gæfan fylgja ykkur á þessum erfiðu tímum. Ivar Orn Þórðarson og Sigríður Vigdís Þórðardóttir. ÓSKAR BENEDIKT PÉTURSSON + Óskar Benedikt Pétursson gull- smiður fæddist í Reykjavík 13. mars 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 10. október síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Óskar B. Pétursson gullsmiður er látinn. Við minnumst hans með virðingu og sökn- uði. Saga hans í fag- inu var sammerkt sögu þeirrar kynslóðar gullsmiða sem smíðuðu kvenbúningasilfur. Þar var Óskar á heimavelli, því aðalsmerki hans var víravirkið, hann hafði vart undan, þar þurfti snör og örugg handtök. Óskar var fyrsti nemandi Guðlaugs A. Magnússonar og starfaði hjá honum í tíu ár eftir að hann lauk sveinsprófí um 1930. Á þeim tíma voru margir í vinnu á verkstæðinu þar sem m.a. var framleiddur silfurborðbúnaður og svo kvenbúningasilfur. Mikið var skrafað og skeggrætt á vinnustaðnum, því mismunandi skoðanir voru á þjóðmálum og skoðanir litaðar sterk- um litum. Eitt helsta per- sónueinkenni Óskars var trygglyndi. Reglulega heimsótti hann sitt gamla verk- stæði, sem í dag heitir Gull- og silfursmiðjan Ema. Hann var starfsfólki innan handar. Síðast í vor þegar verið var að skrá ágrip af sögu Guðlaugs meistara hans, var hann boðinn og búinn til aðstoðar við þá vinnu. Eftir að Óskar hætti hjá Guðlaugi vann hann á sínu eig- in verkstæði við Karlagötu í Reykjavík. Minningin um góðan dreng lifir með okkur gullsmiðum. Við sendum dætrum hans og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. F.h. Félags íslenskra gullsmiða, Halla Bogadóttir formaður. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Okkar ástkæri JÓN KJARTANSSON, Litlagerði 2, Húsavík lést af slysförum þriðjudaginn 26. október 1999. Jarðarförin auglýst síðar. Bertha Pálsdóttir, Kjartan Sveinsson, Páll Róbert Matthíasson, Kristín Evertsdóttir, Kjartan Jónsson, Þórhildur Jónsdóttir, Friðrik Jónsson, Brynhildur Elvarsdóttir, barnabörn og systkini. LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 65/ BRIDS Vmsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Borgarfjarðar Vetrarstarfið hófst mánudaginn 25. október og að venju var aðal- fundur fyrst á dagskrá. Skemmst er frá því að segja að honum var hespað af, öll stjórnin endurkjörin og reikningar samþykktir með lófataki. Þá var tekið tfl við að spila tvímenning á sex borðum. Urslit urðu sem hér segir: Jóhann og Eyjólfur .................132 Lárus - Sveinbjörn .................129 Þorsteinn og Jón Þ..................127 Alda-Jacek..........................117 Hildur - Svanhildur.................116 Ketill - Haraldur...................115 Nýir spilarar eru boðnir vel- komnir í hópinn en spilað er viku- lega á mánudagskvöldum í félags- heimilinu Logalandi, Reykholtsdal. Einhver nýbreytni verður reynd í vetur, t.d. hefur þegar verið ákveðið að spila aðalsveitakeppnina saman með Borgnesingum. Éf vel gefur mæta þar að lágmarki 12 sveitir. Bridsdeild FEBK Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning mánudaginn 25. október. Tuttugu pör mættu til leiks. Stjórnandi var Hannes Al- fonsson. Efst urðu: N-S Helga Ámundad. - Hermann Finnbogas....................134 Sigríður Ingólfsdóttir - Sigurður Bjömss......................132 Björg Pétursdóttir - Þórhildur Magnúsd....................126 A-V Dðra Friðleifsd. - Guðjón Ottósson......................136 Jóhanna Jónsdóttir - Magnús Gíslason .....................134 Gunnar Gíslason - Sigurberg Sigurðss...................122 Gullsmáradeild FEBK spilar alla mánudaga og alla fimmtudaga kl. 13 að Gullsmára 13. Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Miðvikudaginn 27. október voru spilaðar 4 umferðir í þriggja kvölda barometer-tvímenningi félagsins og urðu úrslit efstu para þessi: Karl G. Karlss. - Gunnlaugur Sævarss.................+38 Kjartan Olason - Gunnar Guðbjörnss..................+35 Guðjón Óskarsson - Eiður...........+30 Heildarstaða efstu para er þessi: Karl G. Karlsson - Gunnlaugur Svævarsson - Amór Raynarsson ...................+75 Kjartan Olason - Gunnar Guðbjörnsson A'alur Símonarson .................+30 Guðjón Óskarsson - Eiður...........+28 Næsta miðvikudag 3. nóvember verða spilaðar síðustu 5 umferðim- ar og verður þessi keppni ekki í 4 kvöld eins og áður var kynnt í dag- skrá félagsins. Spilamennska hefst kl. 19.30. Nánari dagskrá kynnt síð- ar. Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Þriðja umferðin í aðaltvímenningi BRE var spiluð þriðjudagskvöldið 26. október og urðu úrslit á þessa. leið: * Bjami Sveinsson - Þorbergur Haukss. . .28 Ámi Guðmundsson - Jóhann Þorsteinss. .22 Birgir Jónsson - Magnús Ásgrímsson ................18 Haukur Bjömsson - Magnús Bjarnason..................16 Staða efstu manna að loknum þremur umferðum er á þessa leið: Birgir Jónsson - Magnús Ásgrímsson ................56 Ásgeir Metúsalemss. - Kristján Kristjánss...............41 Aðalsteinn Jónsson - Gísli Stefánsson .................37 Jóhanna Gísladóttir - Vigfús Vigfússon .................32 Bridsdeild félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Glæsibæ. Fimmtudaginn 21. október, 21 par. Meðalskor 216. N/S Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss.................269 Þorsteinn Sveinss. - Eggert Kristinss.................232 Sigtryggur Ellertss. - Þorsteinn Laufdal................231 A/V Viggó Norquist - Hjálmar Gíslason ................251 Fróði B. Pálss. - Þórarinn Árnason.................248 Olíver Kristóferss. - Krisján Ólafss...................244 Mánudaginn 25 október voru 25 pör. Meðalskor 216. N/S Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss................285 Jóhann Guðmundss. - Þorv. Guðmundss.................238 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Daviðss...............232 A/V Guðm. G. Guðmundss. - Þorleifur Þórarinss............264 Ólafur Ingvarss. - s_ Jóhanna Lútherss...............258 Kristján Ólafss. - Olíver Kristóferss.............253 Akureyrarmót AKUREYRARMÓT í tvímenningi stendur nú yfir með barometer-fyr- irkomulagi. Að loknum tveimur kvöldum af þremur er staða efstu para þessi: Kristján Guðjónsson - Reynir Helgason .....................78 Sveinn T. Pálsson - Jónas Róbertsson ....................55 Pétur Guðjónsson - Stefán Ragnarsson ................ .54 Stefán Vilhjálmsson - Guðm. V. Gunnlaugsson ...............29 Páll Pálsson - Þórarinn B. Jónsson .... 26 Enn eru „mörg stig í pottinum". og allt getur gerst. + Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, LILJU JÓNSDÓTTUR frá Flateyri, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Skjóli. Jón Eyjólfsson, Guðrún Indriðadóttir, Eyjólfur Jónsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR HÁKONARSONAR, Sólvöllum 7, Húsavík. Stefanía Halldórsdóttir, Hákon Óli Guðmundsson, Guðlaug Baldvinsdóttir, Dóra Fjóla Guðmundsdóttir, Stefán Geir Jónsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.