Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 75 FÓLKIFRETTUM MYNDBOND Skuggalegt úthverfi Arlingtonstræti (Arlington Road) Spennumynd ★★★ Leiksfjóri: Mark Pellington. Hand- rit: Ehren Kruger. Kvikrayndataka: Bobby Bikowski. Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Tim Robbins, Hope Davis og Joan Cusack. (119 mín.) Banda- ríkin. Háskólabíó, október 1999. Bönnuð innan 16 ára. ÞUNGUR skuggi hvílir yfir Arl- ington-götu enda um áleitna pólitíska spennumynd að ræða. Michael Fara- day lifir rólyndislífi í úthverfi einu ásamt syni sinum og kærustu. Dag einn ekur Fara- day fram á son nágranna sinna, sem reikar stór- slasaður um hverfið. Faraday kemur drengnum undir læknis- hendur og kynn- ist i kjöl/arið dulai-fullum nágrönnum sínum. I myndinni er velt upp áleitn- um spumingum um eðli og umfang hryðjuverkastarfsemi í Bandaríkjun- um. Umræðan skírskotar óbeint til harmleiksins í Oklahóma-borg og er þannig um háalvarlegt og eldfimt umfjöllunarefni að ræða. Andrúms- loftáð í myndinni er þrúgandi og i full- komnu samræmi við viðfangsefnið. Spennufléttan er áhugaverð, ekki síst þegar öll kurl eru komin til grafar. Engu að síður er að finna á henni veika fleti og ótrúverðugleika sem stangast á við metnaðarfullt umfjöll- unarefnið. Sjarmöramir Jeff Bridges og Tim Robbins setja svip á kvik- myndina sem er vel yfir meðaUagi en ekki gallalaus. Heiða Jóhannsdóttir. KVIKMYNDIR/Háskólabíó og Nýja bíó Akureyri frumsýna myndina Instinct með Anthony Hopkins og Cuba Gooding í ___aðalhlutverkum undir leikstjórn Jon Turteltaub._ Dularfullur vísindamaður Frumsýning THEO Caulder (Cuba Gooding) er sálfræðingur sem fær það verkefni að kanna hugarástand mann- og apafræðingsins Ethan Powells (Anthony Hopkins). Powell hvarf fyrir fjórum ámm þegar hann stundaði rannsóknir á górill- um í fmmskógum Rúanda. Þegar skógarverðir fundu hann snerist hann gegn þeim og myrti tvo þeirra með köldu blóði. Caulder fær mikinn áhuga á vís- indamanninum sem geymdur er í fangelsi fyrir stórglæpamenn. Powell hefur ekki sagt stakt orð ár- um saman en Caudler er staðráð- inn í að brjóta einangrun hans og nálgast sannleikann hverjar sem afleiðingarnar em. Þannig er söguþráðurinn í nýj- ustu mynd óskarsverðlaunaleik- arans Anthony Hopkins og Cuba Goodings, „Instinct", sem sýnd er í Háskólabíói og Nýja bíói Akureyri. Leikstjóri er Jon Turteltaub en með önnur stór hlutverk fara m.a. Donald Sutherland, Maura Tiern- ey, George Dzundza og John Ashton. „Það var ekki nóg með að hand- ritið væri vel samið,“ er haft eftir leikstjóranum Turteltaub, aðspurð- um hvað hafi orðið til þess að hann ákvað að leikstýra myndinni, „held- ur setti það fram fjölda athyglis- verðra spurninga um manninn og Hopkins leikur mannfræðing sem sakaður er um morð á tveimur mönnum. Sálfræðingurinn og vísindamaðurinn; Cuba Gooding og Anthony Hopkins ræða saman í Instinct. heiminn sem við byggjum í dag. Ég held að þessi mynd sé í senn skemmtileg og ögrandi og vonandi fær hún áhorfendur til þess að hugsa“. Myndin er byggð á einhverju leyti á bók Daniel Quinns, „Ishma- el“, sem byggð er upp á heimspeki- legu samtali manns og górillu. Handritið fer mjög aðrar leiðir og eftir að Turteltaub samþykkti að leikstýra var næsta skref að finna leikarana. Anthony Hopkins var efstur á lista framleiðendanna í hlutverk vísindamannsins og var tilleiðanlegur að taka það að sér. „Jon er einhver besti leikstjóri sem ég hef unnið með,“ segir Ant- hony Hopkins, sem unnið hefur með ófáum góðum leikstjórum á löngum og gifturíkum ferli í kvik- myndunum. „Hann er frábær leik- stjóri. Hann þekkir tungumál kvik- myndanna. Hann hefur gott auga fyrir leikurum. Hann veit hvemig á að leikstýra og það er það besta sem hægt er að segja um hann.“ Hopkins hælir ekki síður mót- leikara sínum, Cuba Gooding. „Cuba er yndisíegur leikari," segir hann. „Hann er ekkert nema orkan. Mér finnst gaman að leika á móti ungum leikrum því ég get látið þá um æsinginn. Ég læri mínar setn- ingar, mæti á staðinn og geng til verks.“ Myndin var tekin víða. Kvik- myndahópurinn ferðaðist til Jama- íku, Vestur-Indía, Orlando í Flór- ída og Los Angeles en tökumaður var óskarsverðlaunahafinn Phil- ippe Rousselot, sem tók m.a. „A n River Runs Through It“ fyrir Robert Redford. Þess má geta að einn af framleið- endum myndarinnar er þýski has- armyndaleikstjórinn Wolfgang Petersen. Áttræðir stálhnefar SJONVARP A LAUGARDEGI LJÓST er að sjónvarpsfréttir eru með því þýðingarmesta, sem flutt er í sjónvarpi. Hefur það hvar- vetna komið í ljós, meira að segja með þeim hætti, að útvarpsfréttir féllu strax í skuggann með tilkomu sjónvai-psfrétta hér á dögum áður. Man ég þá tíð, að útvarpsfrétta- menn létu illa af samkeppninni, þótt fréttir sjónvarps væru þá ekki alveg komnar í topp. Nú hælir Stöð 2sérafþvíaðnjóta meira áhorfs en rOdskassinn, enda er hún síður bundin við kreddu- festu ríMsfjölmiðils og þann vana að telja ríkisfjölmiðil alltaf til vinstri í öllum fréttaflutningi. Rík- isfjölmiðill þarf alltaf að segja jafnt frá öllum og koma með gagnskoð- un gegn skoðun og linnir ekki því endalausa taíli hversu hlægilegt sem það er. Þá finnst á stundum að ákveðnir pólitískir náungar séu fasstir á fréttajötu ríkisins, einkum í útvarpi og stöðugt verður vart ákveðinnar gæslu á einhveijum „réttaréttindum", eins og þegar langar greinar birtast í blöðum um að menntamálaráðherra sé að svelta ríkisútvarpið þótt útvarpið fari hátt á ijórða hundrað milljónir króna fram úr fjárhagsáætlun. Það er nú meira sveltið. Þegar Stöð 2 hefúr eftir norsk- um fræðimanni, að sovéskt yfir- vald hafi falið KGB að afhenda 30 milljónir króna á tíu ára tímabili til kommúnista á íslandi situr Stöðin ein að þeirri frétt og nokkru fram- haldi hennar, enda höfðu menn tekið kommúnista í sátt hvemig sem fortíðin hafði verið. Þrátt fyrir linnulaus manndráp og fangelsan- ir í sjötíu ár héldu jafnvel pólitískii- andstæðingar því fram að hreyf- ingin væri falleg og eftirbreytni- verð. Þessar peningagjafir, stað- festar á sovéskum skjölum í Moskvu, komu ekki mjög illa við gamla kommúnista hér heima, enda eru þeir ýmsu vanii’. Einn þeirra lét að því liggja að jafhvel Einar Olgeirsson hefði hirt eitt- hvað af peningunum. Vitað var að peningaþvott, sem nú er verið að lögsækja menn fyrir, stunduðu menn með stórbrotn- um Þjóðviljahapp- drættum, en síðast gerðist Landsbankinn einskonar útgáfú- félag Þjóðviljans og það var ill- skárra. Það er illt að vera flokkur með sögu en þola ekki söguskoðun. Samt er fylgi þessa gamla flokks nú í tveimur flokkum, en undir- staðan er sú sama. Það er hag- staett að gera út á sakleysingja. A ríkisrásinni voru sýndar tvær myndir, sem báðar íjölluðu um glímur, þótt hvor á sinn hátt. Þess- ar tvær glímur hétu Eldhús sann- leikans, sem stjómað var af graut- arguru sjónvarpsins, Sigmari B. en kvikmyndin hét Glíman við Emest Hemingway. Báðar þessar glímur höfðu það að markmiði að koma ekki nærri því sem boðað hafði verið. Glíma Sigmars snýst um að boða fólk í þáttinn til að spjalla undir forustu hans yfir matardiskum og heitir Eldhús sannleikans. Samkvæmt heitinu hefði mátt ætla að á borðum væri steiktur sannleikur. En mönnum verður nú stundum bumbult af honum þótt hann sé ekki steiktur. Svo fóm leikar að Sigmar talaði mestan tímann yfir grjónapotti þar sem hann eldaði óflysjuð grjón við lítinn fögnuð, enda var spenn- andi kjúklingasteik að verða til í höndum umhverfisráðherra. Und- arlegt var að ekki skyldu notaðir hanskai’ við matargerðina. Það kannski bragðbætir að káfa með höndunum í lauk sem fór í grjóna- grautinn. Glíman við Hemingway segir frá írskum skipstjóra og rak- ara frá Kúbu, en írski skipstjórinn segir m.a. á einum stað, að hann hafi slegist við Hemingway á Púertó Ríkó. Hemingway slóst víða um ævina, en titill myndarinn- areraflitlutilefni. A mánudagskvöld sýndi ríkis- kassinn þátt um Guðmund Arason, íramkvæmdastjóra og stálinnflytj- anda. Hann er áttræður að aldri og æfir að staðaldri hnefaleika, sinnir skáklistinni og veðjar þar á unga menn og hjálpar þeim áfram í skákinni. Þótt fjölskyldan sjái að mestu um innflutning á stálinu, kemur Guðmundur í fyrirtæki sitt á hveijum degi og fylgist með flestu sem þar fer fram. Hann er gamall logsuðumaður og hefur tekið þátt í mörgum stórverkum um ævina. Engum, sem sér Guð- mund, dettur í hug að þar fari átt- ræður maður. Hann er ekki orðinn gráhærður; hann er líkamlega vel á sig kominn; glaðbeittur á svip og hefur alltaf haft þörf fyrir að stunda íþróttir. Fyrir utan skákina hefúr uppáhaldsíþróttt hans verið hnefaleikar. Hann var ungui’ í fremstu röð boxara og getur enn komið fyrir sig höggi ef honum lægi á því. Keppni í boxi er bönnuð á Islandi. Guðmundur Arason, átt- ræður að aldri, er sönnun þess að bannið er rangt. Indriði G. Þorsteinsson ÍA(œturgaCinn Smiðjuvegi 14, HCópavojji, sími 587 6080 Dans- og skemmtistaöur í kvöld leikur hljómsveitin Hafrót Opið frá kl. 22 Næturgalinn — alltaf lifandi danstónlist fyrir fólk á öllum aldri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.