Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 05.11.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.11.1999, Blaðsíða 1
252. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Framhaldsviðræður um losun gróðurhúsalofttegunda Nokkur árangur sagður hafa náðst Bonn. Reuters. NÝRRI lotu viðræðna fulltrúa ríkisstjórna 173 landa heims um bindandi aðgerðir til að hamla gegn gróðurhúsaáhrifum lauk í Bonn í Þýzkalandi í gær. Sögðu þátttakendur nokkurn árangur hafa náðst í viðræðunum, en fæstir höfðu reiknað með því að þar næðist sam- komulag um nein stór skref á þessu sviði. Viðræðurnar í Bonn stóðu í hálf- an mánuð og lauk þeim á ráðstefnu umhverfisráðherra þeirra 173 ríkja sem stóðu að Kyoto-bókuninni við loftslagssáttmála Sameinuðu þjóð- anna fyrir tveimur árum. Að sögn þátttakenda ríkir bjart- sýni á að takast muni að ganga frá bindandi samkomulagi á næstu alls- herjarráðstefnu um gróðurhúsa- áhrifin, sem fara á fram í Haag í Hollandi að ári. Á fundinum í Bonn var gengið frá drögum að samn- ingstexta, sem lagður verður til grundvallar í viðræðunum í Haag. „Eins og við mátti búast var þetta ekki tími stórra áfanga, en umfram allt var mjög jákvætt andrúmsloft á Bandaríkin reiðubúin að flytja kjarnavopn Brussel. AFP. BANDARÍKJAMENN undirbúa nú að flytja síðustu kjarnavopn sín frá sjö ríkjum Atlantshafsbanda- lagsins, að því er A FP-fréttasto fan hafði eftir heimOdarmönnum innan bandalagsins og bandaríska hers- ins. Akvörðun um þetta kann að verða kynnt á ráðherrafundi NATO í Brussel í desember. AFP hefur eftir heimildarmanni innan bandaríska hersins að erfitt sé að réttlæta að bandarísk kjarna- vopn séu geymd í Evrópu, og að þessi ákvörðun myndi að nokkru bæta upp fyrir það að öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði nýlega al- þjóðasamningi um bann við tilraun- um með kjarnavopn. Talið er að enn séu um 200 bandarískir kjarnaoddar geymdir í Þýskalandi, Belgíu, Bretlandi, Hollandi, Ítalíu, Grikklandi og Tyrklandi. Meðan kalda stríðið stóð sem hæst á 7. áratugnum geymdu Bandaríkjamenn um 6 þúsund kjamaodda í Evrópuríkjum. samningafundum ráðherranna," sagði Michael Zammit Cutajar, æðsti embættismaður SÞ á sviði loftslagsmála. „Við eigum mikið verk fyrir höndum á næsta ári,“ sagði hann. Aðeins fáein ríki hafa staðfest Kyoto-bókunina Samkvæmt Kyoto-bókuninni skuldbinda iðnríki heims sig til að draga úr losun svokallaðra gróður- húsalofttegunda um 5,2% að meðal- tali fyrir árið 2012, miðað við losun ársins 1990. Enn sem komið er hafa þó of fá ríki staðfest bókunina til þess að hún gangi í gildi, en þessu veldur togstreita um þjóðarhags- muni aðildarríkjanna, sem í flestum tilvikum eru af efnahagslegum toga. Ráðamenn bæði Evrópusambands- ins og Japans lýstu því í vikunni í fyrsta sinn yfir, að þeir væru reiðu- búnir að staðfesta Kyoto-bókunina. Evrópski seðlabank- inn hækkar vexti Frankfurt. Reuters. EVRÓPSKI seðlabankinn (ECB) tilkynnti í gær að þrír helstu vaxta- flokkar bankans hefðu verið hækk- aðir um 0,5% hver. Var bankinn þannig að bregðast við áskorunum fjái-málamarkaða um að grípa til að- gerða gegn verðbólgu. Er þetta í fyrsta sinn sem ECB hækkar vexti síðan evran tók gOdi um síðustu áramót. Hækkunin kom ekki á óvart enda hafði bankastjór- inn Wim Duisenberg sagt fyrir mánuði að hugsanlega yrði gripið til slíkra aðgerða. Viðbrögð urðu því ekki ýkja mikil á mörkuðum. Fjár- málasérfræðingar fögnuðu almennt vaxtahækkuninni og sögðu hana auka á trúverðugleika bankans. Tilkynning ECB kom í kjölfai- þess að Englandsbanki ákvað að hækka vexti á helstu skammtíma- lánum um 0,25%, upp í 5,5%. Afmæli konungs fagnað SKRAUTBÚNIR bátsverjar róa framhjá búddahofi í Bangkok í Taílandi í gær. Siglt var á 52 konunglegum skrautflekum nið- ur Chao Phrya-ána í tilefni af 72 ára afmæli Bhumibol Adulyadej konungs. Forseti Indónesíu svarar kröfu aðskilnaðarsinna í héraðinu Aceh Ljær máls á at- kvæðagreiðslu um sjálfstæði Jakarta. Reuters. ABDURRAHMAN Wahid, nýkjör- inn forseti Indónesíu, kvaðst í gær ljá máls á því að efnt yrði til at- kvæðagreiðslu meðal íbúa Aceh- héraðs um hvort það ætti að vera sjálfstætt ríki. Margir spá því að fái Áceh sjálfstæði verði það til þess að Indónesía leysist upp. Wahid kvaðst viija virða sjálfs- ákvörðunarrétt íbúanna og það væri undir þeim komið hvort efnt yrði til atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. „Ef við getum gert það á Áustur-Tímor, hvers vegna ekki í Aceh?“ Mikill meirihluti Austur-Tímora samþykkti sjálfstæði í atkvæða- greiðslu, sem Indónesíustjórn heim- ilaði fyrr á árinu. Margir Indónesar óttuðust þá að önnur héruð myndu fara að dæmi Austur-Tímora. Sér- fræðingar í málefnum Indónesíu telja að einingu eyríkisins stafi mest hætta af sjálfstæðiskröfu Aceh-hér- aðs, sem er ríkt af olíulindum. Wahid sagði að héraðsstjóri Aceh myndi ræða við frammámenn í hér- aðinu áður en hann ákvæði hvort leggja ætti til að íbúamir greiddu at- kvæði um sjálfstæði. Þing Indónesíu myndi síðan eiga lokaorðið. Líklegra þykir þó að Indónesíustjóm reyni að leysa deiluna með því að veita Aceh meiri völd í eigin málum og heimili hugsanlega að tekin verði upp ís- lömsk lög í héraðinu. Herinn hyggst fara frá Aceh Her Indónesíu tilkynnti í gær að hann hygðist hefja brottflutning Reuters Eldur logaði í ráðhúsinu í borginni Meulaboh í Aceh, eftir að tugþús- undir nianna höfðu tekið þátt 1 mótmælum gegn stjórninni 1 Jakarta. hermanna frá Aceh síðar í mánuðin- um og hætta margra ára hernaðar- aðgerðum sínum gegn skæmliðum aðskilnaðarsinna. Þrátt fyrir stefnu- breytingu hersins söfnuðust um 100.000 manns saman í bænum Sigli í Aceh til að krefjast atkvæða- greiðslu um sjálfstæði. Átökin í Aeeh hafa kostað þús- undir manna lífið frá því skærulið- arnir hófu uppreisnina á áttunda áratugnum. Herinn hefur verið sak- aður um gróf mannréttindabrot og hefur það valdið vaxandi stuðningi meðal íbúa héraðsins við kröfuna um sjálfstæði. Bradley úti- lokar vara- forseta- embættið Washington. Reuters. BILL Bradley, sem sækist eft- ir útnefningu sem frambjóð- andi demókrata í forsetakosn- ingunum í Bandaríkjunum á næsta ári, útilokaði í gær að hann myndi gefa kost á sér í embætti varaforseta, yrði A1 Gore útnefndur forsetafram- bjóðandi flokksins. Lýsti Bradley þessu yfn- í viðtali í morgunþætti á CBS- sjónvarpsstöðinni. Hann aftók að hann myndi fara fram með Gore, tækist honum ekki að sigra varaforsetann i slagnum um útnefninguna. „En ég mun sigra,“ bætti Bradley við kok- hraustur. En þrátt fyrir að fylgi Bradleys fari vaxandi á hann á brattann að sækja. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í lok október höfðu 55% bandarísku þjóðar- innar ekki nógu miklar upplýs- ingar um Braley til að mynda sér skoðun á honum. McCaine „fyllilega hæfur“ Oldungadeildarþingmaður- inn John McCain, sem sækist eftir útnefningu sem forseta- frambjóðandi repúblikana, kom einnig fram í morgun- þætti á sjónvarpsstöðinni ABC í gær. Vísaði hann á bug orðrómi um að hann væri of skapbráður til að gegna for- setaembætti, og kvaðst „fylli- lega hæfur“ til að takast þá ábyrgð á hendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.