Morgunblaðið - 05.11.1999, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Nýjar bækur
• RAUÐU djöflarnir - saga Man-
chester United 1878-1999, er eftir
Agriar Frey Helgason og Guðjón
Inga Eiríksson.
I fréttatilkynningu segir að varp-
að sé ljósi á feril þessa frægasta fé-
lagsliðs í heimi, fjallað ítarlega um
sorgir þess og glæsta sigra, greint
frá ýmsu er gerðist bak við tjöldin
og þá er hver snillingurinn á fætur
öðrum dreginn út á völlinn, t.d.
George Best, Bobby Charlton,
Bryan Robson, Peter Schmeichel,
Eric Cantona, Roy Keane, Ryan
Giggs, David Beckham, Dwight
Yorke og Andy Cole. Ennfremur
eru sigursælustu framkvæmda-
stjórum félagsins, Sir Matt Busby
og Sir Alex Ferguson gerð skil.
Útgefandi er Bókaútgáfan Hól-
ar. Bókin er 152 bls. Verð: 3.490 kr.
----♦♦♦-------
Ellen Krist-
jánsdóttir
í Múlanum
ELLEN Kristjánsdóttir skemmtir
ásamt hljómsveit á fimmta djass-
kvöldi Múlans í Sölvasal Sólon Isl-
andus á sunnudagskvöld kl. 21.
Bandið mun m.a. leika tónlist eft-
ir bassaleikara sinn, Tómas R. Ein-
arsson. Aðrir meðlimh’ hljómsveit-
arinnar eru Guðmundur Pétursson
gítarleikari og Eyþór Gunnarsson
píanóleikari.
♦ ♦♦
Tolli sýnir
hjá Kraft-
vélum hf.
LISTMÁLARINN Tolli opnar
málverkasýningu í húsakynnum
Kraftvéla ehf., Dalvegi 6-8, mánu-
daginn 8. nóvember.
Sýningin verður opin virka daga
kl. 14-18 og lýkur laugardaginn 20.
nóvember.
*
I kvöld verður
frumsýnt á Litla
sviði Borgarleik-
hússins Leitin að
vísbendingu um vits-
munalíf í alheimin-
um. María Sigurðar-
dóttir leikstjóri
og Edda Björgvins-
dóttir leikari ræddu
við blaðamann
eftir æfíngu.
AÐ missa vitið er ef til vill
hápunktur mannlegrar
lífsreynslu,“ segir aðal-
persóna verksins en langt
í frá eina persónan, því í sýningunni
leikur Edda Björgvinsdóttir 19
persónur, bæði konur og karla, ung-
ar og gamlar og af öllum stigum
þjóðfélagsins.
Segulmögnun og raflost
Aðalpersónan í Leitin að vísbend-
ingu um vitsmunalíf í alheiminum
er Þrúða, roskin kona, sem árum
saman sinnti öllum borgaralegum
skyldum, eða þar til hún missti vitið
og var lögð inn á geðdeild. Þar fékk
hún viðeigandi umönnun á borð við
raflost, sem hún er sannfærð um að
hafi hlaðið hana segulmögnuðu raf-
kerfi sem setji hana í beint sam-
band við mannkynið eins og það
leggur sig. Ekki er allt talið, því
vitsmunaverur frá öðrum hnöttum
setja sig í samband við Þrúðu og
gera hana að leiðangursstjóra við
rannsóknir sínar á vitsmunalífi hér
á jörðu. Móttökukerfi Þrúðu gerir
okkur kleift að nema örlagaglefsur
úr lífi ókunnugs fólks sem lifir á um-
brotatímum síðustu þriggja ára-
tuga, í forgrunni popplista, póli-
tískra hræringa, hippatíma,
kynlífsbyltinga og þess sem nefna
mætti örvæntingarfulla leit mann-
eskjunnar að andlegri lífsfyllingu.
Edda segir að þær María leik-
stjóri hafi lagt gríðarlega vinnu í að
móta allar þessar persónur, því auð-
vitað er ekki auðvelt fyrir eina leik-
konu að skapa 19 persónur þannig
að þær verði ekki keimlíkar hver
annarri. „Ég hef náttúrlega bara
einn líkama og eina rödd, en samt
er hægt áð gera ýmislegt með þetta
tæki sitt. Það má breyta líkams-
stellingu og líkamsburðum, það má
auðvitað breyta röddinni en fyrst og
fremst hef ég leitast við að skapa
réttu tilfinningamar fyrir hverja
persónu og koma þeim til skila. All-
ar persónumar verða að vera raun-
verulegar," segir hún.
Rauðsokkur og kvenréttindi
í verkinu er rifjaður upp áttundi
áratugurinn, þegar rauðsokka-
hreyfingin og kvenréttindin vora
efst á baugi. Edda, sem verið hefur
áberandi í þeim málum um langt
skeið, segir að þótt það hafi vissu-
lega höfðað til sín þá hafi það ekki
ráðið úrslitum um að hana langaði
til að takast á við þetta verk. „Ég
féll satt að segja fyrir Þrúðu. Lífs-
speki hennar er svo dásamleg. En
þetta leikrit er búið að fylgja mér
nokkuð lengi. Á sínum tíma ætluð-
um við Þórhildur Þorleifsdóttir að
vinna þetta saman og sýna í Hlaðv-
arpanum. En svo varð hún Borgar-
leikhússtjóri og mátti ekki vera að
þessu. Þá lagðist verkefnið í dvala
þar til núna að við lögðum þetta
Gunnar Gunnarsson organisti
og Sigurður Flosason saxófón-
leikari koma fram á tónleikum
í Útskálakirkju.
Sálmaspuni
í Utskála-
kirkju
TÓNLISTARSKÓLINN í Garði er
20 ára á þessu ári og af því tilefni
verður efnt til hátíðartónleika í Ut-
skálakirkju annað kvöld, laugar-
dagskvöld, kl. 20.30. Þar koma
fram þeir Gunnar Gunnarsson org-
anisti og Sigurður Flosason saxó-
fónleikari. Þeir munu flytja sál-
maspuna á saxófón og orgel sem
þeir komu fram með á Jazzhátíð í
Reykjavík undir yfirskriftinni
Sálmar lífsins og fóru tónleikarnir
fram í Hallgrímskirkju.
Morgunblaðið/Sverrir
Edda Björgvinsdóttir í einu hlutverka sinna.
María Sigurðardóttir leikstjóri.
fram og leikhússtjómin samþykkti
það. Mér finnst þetta óskaplega
stórt tækifæri til að sýna á mér aðra
hlið en flestír hafa séð á mér sem
leikkonu. Ég hef verið að leika gam-
anhlutverk og er fyrst og fremst
þekkt sem slík. Þetta er dramatískt
verk og þarf að nálgast á þann hátt
þótt margt sé auðvitað mjög
spaugilegt í því.“
María segir að einmitt vegna
þess hvað Edda hefur skapað marg-
ar þekktar grínpersónur í gegnum
tíðina hafi þær lagt ofuráherslu á að
hreinsa allt slíkt burt. „Það birtast
engir gamlir kunningjar aðdáenda
Eddu í þessari sýningu. Hún hefur
lagt sig alveg ótrúlega mikið fram
við að skapa allar persónur verksins
frá grunni.“
Margverðlaunað leikrit
Höfundur verksins er bandarísk
skáldkona, Jane Wagner, sem hefur
fjóram sinnum unnið til Emmy-
verðlauna. Leitin að vísbendingu...
skrifaði Wagner upphaflega íyrir
leikkonuna Lily Tomlin og vann
verkið og sýningin til fjölda verð-
launa og viðurkenninga á sínum
tíma. Gísli Rúnar hefur þýtt verkið
og bætt enn frekar um betur því
hann „íslenskar" verkið þannig að
allir staðhættir, mannanöfn og um-
hverfi er íslenskt. „Okkur finnst að
þetta eigi fullan rétt á sér og margt
í verkinu sem hefði fyrir 12 áram
verið okkur framandi er orðið sjálf-
sagður hlutur í íslensku samfélagi.
Það er líka svo skemmtilegt að sjá
að margt af því sem rifjað er upp frá
kvennabaráttunni á 8. áratugnum
er komið aftur inn í umræðuna."
„Við eigum allt sem þarna er
minnst á, bæði gott og vont. Vændi
er t.d. mjög til umræðu í íslensku
samfélagi í dag. Það hefði ekki
gengið að „íslenska“ slíkt fyrir 12
áram,“ segir María.
Edda kveðst ekkert feimin við að
segja að líklega eigi þetta verk eftir
að höfða hvað sterkast til kvenna á
ákveðnum aldri. „Konur sem muna
áttunda áratuginn og hafa gengið í
gegnum allar þær breytingar sem
orðið hafa síðan. Samt ætla ég ekki
að hrekja karlmennina frá en kon-
umar eru nú hvort eð er duglegri að
sækja leikhús svo það er sjálfsagt
að benda þeim á að verkið höfði lík-
lega meira til þeima.“
Rannsakar vits-
munalíf á j ör ðinni