Morgunblaðið - 05.11.1999, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Listadeila í New York
Safninu
dæmt í vil
New York. AP.
BANDARÍSKUR alríkisdómari
skikkaði á mánudag New York-
borg til að greiða Brooklyn-lista-
safninu styrki að andvirði hundraða
milljóna króna sem borgarstjórnin
hafði svipt safnið vegna umdeildra
sýningargripa sem safnstjórnin
neitaði að fjarlægja.
Deilan hófst á blaðamannafundi
hinn 22. september þegar Rudolph
Giuliani, borgarstjóri New York,
kallaði sýninguna „Sensation" -
sem þá var nýhafin í Brooklyn-safn-
inu á verkum brezkra listamanna -
„sjúka“ og að hún væri helgispjöll
og verðskuldaði ekki fjárstuðning
skattgreiðcnda. Meðal sýningar-
gripa er mynd af Maríu mey, sem
að hluta til er unnin úr fílamykju.
Giuliani sakaði á þriðjudag dóm-
arann, Ninu Gershon, um að rasa
um ráð fram með því að fella dóm-
inn eftir svo stutt réttarhöld og
gagnrýndi að lögmenn borgar-
stjómarinnar hefðu ekki fengið
svigrúm til að rannsaka nægjanlega
fjármál „Sensation“-sýningarinnar.
I The New York Times var greint
frá því, að starfsmenn Brooklyn-
safnsins hefðu rakað inn hundruð-
um þúsunda Bandaríkjadala, and-
virði tuga milljóna króna, í styrki
frá fyrirtækjum og einstaklingum
sem höfðu viðskiptalegra hagsmuna
að gæta í sýningunni, en hún hefur
verið mjög vel sótt.
Eftir að safnstjórnin neitaði að
aflýsa sýningunni neitaði borgar-
stjómin að greiða safninu þá tæp-
lega hálfu milljón Bandaríkjadala
sem það átti að fá í rekstrarstyrk í
októbei-mánuði.
Samkvæmt dómsorði er Giuliani
og öðrum fulltrúum borgaryfirvalda
óheimilt að „grípa til nokkurra ráð-
stafana, sem fela í sér refsingu,
hefnd, mismunun eða viðurlög"
gegn safninu fyrir að hafa haldið
fast við að hýsa sýninguna
„Sensation". Borgin hefur freistað
þess að fá staðfestingu dómstóla á
því að hún mætti reka safnið úr hús-
næði í eigu borgarinnar.
Sett í samhengi við
væntanlega kosningabaráttu
Safnstjómin kærði í síðasta mán-
uði ákvörðun borgarinnar að
„frysta" 7,2 milljóna dala niður-
greiðslu til rekstrarins, á grundvelli
ákvæðis stjórnarskrárinnar um
tjáningarfrelsi. Hafa stuðningsmenn
safnsins haldið því fram að viðbrögð
borgarstjórnarinnar jöfnuðust á við
bókabrennur - hún væri að reyna að
kæfa tjáningarfrelsi listamanna. Gi-
uliani borgarstjóri - sem búizt er við
að verði frambjóðandi Repúblikana-
flokksins í kosningum til öldunga-
deildarinnar að ári - væri að þókkn-
ast íhaldssömum kjósendum sem
hneyksluðust á sýningunni.
Brooklyn-safnið er annað stærsta
listasafn Bandaríkjanna.
Nýr forsætisráð-
herra í Armeníu
FORSETI Armeníu, Robert
Kocharian, hefur skipað Aram
Sarkissian nýjan forsætisráð-
herra landsins. Aram er yngri
bróðir hins myrta forsætisráð-
herra landsins, Vazgens Sarkiss-
ans, sem byssumenn myrtu í
árás á armenska þinghúsið í síð-
ustu viku. Hinn nýi forsætisráð-
hema er 38 ára arkitekt og hefur
ekki haft teljandi afskipti af
stjómmálum í Armeníu áður.
Talið er að forsetinn vilji með
ákvörðuninni freista þess að róa
ástandið í landinu, en árásin á
þinghúsið í vikunni sem leið hef-
ur valdið mikiili spennu milli
andstæðra pólitískra fylkinga í
Armeníu. Byssumenn, sem síðar
gáfust upp, raddust inn í þingsali
24. október og skutu forsætis-
ráðherrann og sex aðra ráðherra
og þingmenn til bana. Líklegt er
að árásin á þinghúsið hafi staðið í
tengslum við væntanlega friðar-
samninga Armena og Asera um
stöðu héraðsins Nagomo-Kara-
bak, sem era mjög umdeildir í
Armeníu.
Hinn nýi forsætisráðherra
nýtur stuðnings Einingarflokks-
ins, sem er stærsti stjómmála-
flokkur landsins og flokkur for-
vera hans í embætti. Hann er
einnig sagður hafa her landsins á
bak við sig.
Bandarískir hermenn á æflngu þar sem æfð voru viðbrögð við hugsanlegum sýkla- eða efnavopnaárásum.
280 hermenn tóku þátt í æfingunni, auk lækna, hjúkrunarfræðinga og lögreglu- og slökkviliðsmanna.
Bandaríkin dæla fé í baráttuna gegn hryðjuverkum
Er sýklavopnaváin
ýkt af ásettu ráði?
BANDARIKJAMENN eyða nú
andvirði hundraða milljarða króna
á ári í varúðarráðstafanir vegna
hættunnar á efna- og sýklavopna-
árásum án þess hafa athugað það
til hlítar hvort líklegt sé að hermd-
arverkamenn beiti slíkum vopnum.
I Bandaríkjunum var tilkynnt
um 220 hótanir um kjama-, sýkla-
eða efnavopnaárásir á síðasta ári,
þar af 140 hótanir um miltis-
brandsárásir. I öllum þessum til-
vikum reyndust hótanirnar vera
gabb.
Bandarísk yfirvöld taka þó málið
mjög alvarlega þar sem þau óttast
að hermdarverkamenn séu að koma
Rfkisstjóra- og sveitarstj órnarkosningar 1 Bandaríkjunum
Báðir flokkar ánægð-
ir með sinn hlut
Jackson, Philadelphia. AP, Reuters.
BÆÐI repúblikanar og
demókratar máttu vel við una eft-
ir nokkrar ríkisstjóra- og sveitar-
stjórnarkosningar sem fram fóru í
Bandaríkjunum á þriðjudag.
Demókratar höfðu þó vinninginn
ef eitthvað var, en þeir héldu
embætti ríkisstjóra í Kentucky og
eru líklegir til að hreppa ríkis-
stjóraembættið í Mississippi. Þá
unnu þeir sigra í kosningum í
nokkrum stórborgum.
Repúblikanar náðu hins vegar
meirihluta í báðum deildum ríkis-
þings Virginíu, en það hefur ekki
gerst áður í þessu ríki, þar sem
demókratar hafa verið sterkir.
Þrátt fyrir að ríkisstjóra- og
sveitarstjómarkosningar snúist
vanalega fyrst og fremst um svæð-
isbundin málefni, var úrslita kosn-
inganna nú beðið með óþreyju sem
vísbendinga um hvernig landslagið
liggur fyrir forsetakosningarnar á
næsta ári.
Demókratinn Ronnie Musgrove
vann repúblikanann Mike Parker
með aðeins 6.279 atkvæðum í ríkis-
stjórakosningunum í Mississippi,
en líklegt þykir að niðurstaðan
verði lögð fyrir fulltrúadeild ríkis-
þingsins í Mississippi, þar sem
hvorugur frambjóðandinn náði
50% atkvæða. Sigur demókrata
myndi staðfesta endurreisn flokks-
ins í Suðurríkjunum, sem hófst eft-
ir að demókratar voru kosnir ríkis-
stjórar í Alabama og Suður-Kar-
ólínu á síðasta ári. Stjórnmála-
skýrendur telja að það myndi hafa
gífurlegt áróðursgildi fyrir
Demókrataflokkinn í forsetakosn-
ingunum.
Demókratinn Bart Peterson kom
á óvart er hann vann sigur á
repúblikananum Ann Gilroy og varð
fyrsti borgarstjóri demókrata í
Indianapolis í 36 ár. í Columbus í
Ohio varð demókratinn Michael
Coleman fyrsti svertinginn til að
setjast í borgai'stjórastól, eftir að
repúblikanar höfðu farið með stjóm
borgarinnar í 28 ár. Demókratar
fóra einnig með sigur af hólmi í
borgarstjórakosningum í Philadelp-
hiu og Baltimore. Repúblikanar,
undir foiystu rikisstjórans Jim
Gilmore, unnu hins vegar sigur í
kosningum til beggja deilda ríkis-
þingsins í Virginíu, sem hefur
lengst af verið vígi demókrata.
Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, fagnaði sigri sinna manna,
demókrata, og sagði, að þar sem
repúblikönum hefði vegna vel,
hefðu þeir lagt áherslu á „fram-
faramál" eins mennta- og heil-
brigðismál og efnahagsþróun. Eru
þessi mál oft tengd demókrötum.
sér upp sýkla- og efnavopnum og
að einhvern tíma komi að því að
þeir standi við hótanirnar.
Bandarísk stjómvöld vilja því
vera við öllu búin og hafa dælt
milljörðum dala í ýmsar varúðar-
ráðstafanir til að tryggja að hægt
verði að bregðast við slíkum árás-
um.
Stefnir í 700
milljarða útgjöld
Að sögn bandaríska tímaritsins
U.S. News & World Report hefur
heilbrigðisráðuneytið t.a.m. óskað
eftir 230 milljónum dala, andvirði
rúmra 16 milljarða króna, vegna
ráðstafana sinna gegn „lífefna-
hermdarverkum". Ráðuneytið
hyggst meðal annars kaupa millj-
ónir skammta af bóluefni, móteitri
og sýklalyfjum sem nota á til að
bjarga hugsanlegum fómarlömbum
hermdarverka. Það er því engin
furða að lyfjafyrirtækin séu á með-
al þeirra sem beita sér ákafast fyrir
slíkum ráðstöfunum.
Stjórnin hefur einnig skipulagt
fjölmörg námskeið fyrir lækna,
björgunarsveitir, slökkviliðsmenn,
og lögreglumenn til að tryggja að
þeir geti tekist á við alvarlegar
árásir. Þá hafa leyniþjónustumar
fengið meira fé til að afla upplýs-
inga um hryðjuverkasamtök sem
kunna að hafa hug á að koma sér
upp efna- og sýklavopnum.
Framlög ríkisins til þessara var-
úðarráðstafana hafa stóraukist á
síðustu árum og þær era á meðal
þeirra útgjaldaliða bandarísku fjár-
laganna sem hafa hækkað mest, að
sögn U.S. News. Heildarútjöldin
vegna þessara ráðstafana námu 5,7
milljörðum dala (400 milljörðum
króna) árið 1996 en stefna í að
verða 10 milljarðar dala (710 millj-
arðar króna) á næsta ári.
Hættan ekki metin til fulls
Ymsir efast um að þessum pen-
ingum sé vel varið, enda hefur
dregið veralega úr hermdarverkum
og á síðasta ári voru þau færri en
nokkra sinni fyrr í þrjá áratugi.
Aðalendurskoðunarstofan, eftir-
litsstofnun Bandaríkjaþings, sagði í
nýlegri skýrslu að þingið hefði dælt
peningum í baráttu gegn hættu
sem hefði ekki enn verið metin til
fulls. Stofnunin bætti við að þessi
hætta væri líklega minni en margir
teldu, með tilliti til þess hversu
erfitt væri að eignast, meðhöndla
og nota hættuleg sýkla- og efna-
vopn.
Nokkrir sérfræðingar í barátt-
unni gegn hermdarverkum era á
sama máli og segja að embættis-
menn stjórnarinnar séu svo gagn-
teknir af möguleikanum á sýkla-
eða efnavopnaárásum að þeir ýki
hættuna af ásettu ráði í því skyni að
fá þingið til að veita fé í varúðarráð-
stafanirnar. Flestir þingmannanna
trúi því sem embættismennirnir
segja þeim.
Hinar ýmsu stofnanir ríkisins
keppast um að fá sneið af kökunni
og skipuleggja jafnvel verkefni,
sem aðrar stofnanir hafa sinnt.
Flestir sérfræðingar í baráttunni
gegn hermdarverkum eru sammála
um að ólíklegt sé að önnur ríki geri
sýkla- eða efnavopnaárásir á
Bandaríkin þar sem ljóst sé að
bandarísk stjórnvöld myndu ekki
hika við að beita hernaðarmætti
sínum til að hefna þeirra. Þeir era
einnig á einu máli um að hermdar-
verkamenn geti ekki gert mjög
mannskæðar árásir í Bandaríkjun-
um án stuðnings ráðamanna í öðr-
um ríkjum.
Ljóst er þó að hermdarverka-
menn geta valdið einhverjum
skaða, beiti þeir sýkla- eða efna-
vopnum, en enginn veit hversu mik-
il hættan er í raun og veru þar sem
fáir hafa reynt að svara þeim
spurningu til hlítar. Enginn vill
hins vegar vera staðinn að því að
sofa á verðinum og eiga það á sam-
viskunni að hindra ráðstafanir sem
hugsanlega geta bjargað mannslíf-
um.
!
í
:
I