Morgunblaðið - 05.11.1999, Side 19

Morgunblaðið - 05.11.1999, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 19 GRÆNLAND BRATTAHDD ISIAND Tákn endurfundanna er sigling víkingaskipsins íslendings um Grænland og Kanada til Bandaríkjanna. REYKJAVIK Vor og sumar 2000 NÝFUNDNA- ______IAND 28. júlí - 20. ágúst Eitt þúsund ár eru liðin frá því íslendingar og Ameríkumenn hittust fyrst; frá því Leifur Eiríksson, Guðríður Þorbjarnardóttir og fleiri stórhuga íslendingar sigldu vestur. Löngu síðar, fyrir 125 árum, námu íslendingar land í Vesturheimi og nefndu það Nýja-ísland. Árið 2000 er því tími endurfunda, við fögnum afmæli þessara sögulegu viðburða og eigum í leiðinni fræðandi endurfundi við sameiginlega sögu þjóðanna. FJÖEBREYTT DAGSKRÁ Á vegum Landafundanefndar hafa nú verið skipulagðir um 230 íslenskir viðburðir á tæplega 70 stöðum í Bandaríkjunum og Kanada á næsta ári og ber þar hæst tónleika, listsýningar, kvikmyndavikur, sögusýningar, málþing og leiksýningar, auk útgáfu margmiðlunarefnis, kvikmynda og bóka. Dagskráin hefur að markmiði að kynna lifandi íslenska menningu í Vesturheimi, efla tengsl við Vestur-l'slendinga og aðra íslandsvini og styðja við markaðsstarf fyrirtækja. VIETU TAKA ÞÁTT? LEIFUR EIRIKSSON rsf Irr. 1000*2000 Dagskráin er nú þegar mótuð í stórum dráttum, en þeir sem vilja nýta sér viðburðina á eigin vegum er velkomið að slást í för. Kynntu þér helstu atriði dagskrárinnar hér á síðunni og fáðu nánari upplýsingar á heimasíðunni www.leifur-eiriksson.org Landafundanefnd, Aðalstræti 6 sími 575 2020 fax 575-2025 E-mail: millennium@for.stjr.is. vefsíða www.leifur-eiriksson.org ogieymdum vöru-og þjónustusýningum og fyrirlestrum sem vekja athygli a framsæknu og fjölbreyttu nútimasamfélagi a islandi. vestur. Miðpunktur hátíðahald- anna verður kirkja Þjóðhildar og bær Eiríks rauða sem eru tilgátu- hús sem Islendingar standa að. 28. júlí-20. ágúst Nýfundnaland, L'Anse aux Meadows: Halldór Ásgrlmsson utanríkisráðherra tekur á móti víkingaskipinu Islendingi. Skipið siglir þaðan til 12 hafnarborga og bæja á Nýfundnalandi þar sem háldnar verða margvíslegar sýningar og hátiðir. Þaðan siglir Islendingur alla leið til New York. I L'Anse aux Meadows verður endurgert víkingaþorp með á annað hundrað „leikurum". Islendingur leiðir hópsiglingu og leikritið Ferðir Guðríðar verður sýnt (höfuðborg Nýfundnalands, St. John s. 5.-7. ágúst_________________ Gimli: Islendingadagurinn haldinn hátíölegur, heiðursgestur verður forseti (slands, Ólafur Ragnar Grímsson. 8.-13. september Boston: Aöalvettvangur viðburða í Boston verður New England Aquarium, risastór sædýra- og skemmtigarður við höfnina. Víkingaskipið Islendingur verður helsta aðdráttarafl garðsins þessa viku en jafnframt verða leik- sýningar, myndlistarsýningar, tónleikar auk þess sem efnt verður til viðamikillar fiskréttakynningar á fjölmörgum veitingastöðum f borginni. I Museum of Fine Arts verður haldin íslensk kvikmynda- hátíð. 11.-18. október Washington: (helsta menningar- húsi Bandarikjanna, Kennedy Center, verður einn af há- punktum tónleikaferðar Sinfóníuhljómsveitar Islands. Efnt til margvíslegra Islands- kynninga, m.a. í tengslum við komu víkingaskipsins Islendings. 16.-25. október New York: (slandsvika tengd opnun nýs norræns húss í borginni, Scandinavia House væntanlega að viðstöddum öllum norrænu þjóðhöfðingjunum. Forsetafrúin, Hillary Clinton, tekur á móti víkingaskipinu Islendingi. Jafnframt veröur efnt til islenskra tónleika, leiksýninga, fyrirlestra, Ijóðakynninga, kvikmyndahátíðar og sett upp viðamikil vöru- og þjónustusýning. 20.-27. október Winnipeg: Hátfðahöld til að minnast þess að 125 ár eru liðin frá því að Islendingar settust fyrst að í Gimli. Þar verður jafnframt opnað menningarsafnið Nýja Island, en íslensk stjórnvöld hafa lagt f það fé. Ný húsakynni fyrir islenska bókasafnið við háskólann í Manitoba verða tekin í notkun. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar (slands í Winnipeg. Allar nánari upplýsingar um dagskrána eru á heimasíðunni www.leifur-eiriksson.org

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.