Morgunblaðið - 05.11.1999, Side 40

Morgunblaðið - 05.11.1999, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MARGIR hafa orð- ið til að segja þörf á skynsamlegri um- ræðu um virkjanamál á Fljótsdal og segja mikið skorta á rök- festu þeirra sem tjáð sig hafa um umrædd- ar framkvæmdir. Það er mikið til í því. Það að sökkva Eyjabökk- um er mikið stórmál og því eðlilegt að fólk tjái sig af miklum til- finningahita um mál- ið. Vandamál byggða á Austfjörðum er líka mikið stórmál og því eðlilegt að fólk gefi til- finningunum lausan tauminn í bar- áttunni fyrir sinni heimabyggð. Svo virðist sem ákveðnir aðilar séu búnir að ákveða að virkja í Fljótsdal og sökkva Eyjabökkum og það er látið gilda sem eina rök- semdin fyrir framkvæmdinni. Onn- ur rök fyrir nauðsyn virkjunar á Jökulsá í Fljótsdal og álveri á Austfjörðum hafa virkjanasinnar ekki haft fyrir að opinbera. Til- finningasemi þeirra er látin ráða för. Landsvirkjun er fyrirtæki (ekki opinber stofnun!) sem framkvæmir það sem því er lögboðið að fram- kvæma. Alþingi setti lög fyrir nær átján árum um að Landsvirkjun ætti að virkja í Fljótsdal og ber Landsvirkjun að framfylgja þeim lögum. Landsvirkjun er fram- kvæmdafyrirtæki sem ekki hefur annan tilgang en að vera sífellt að virkja (eins og nafnið segir til um). Fyrirtækið þarf að- eins 100-200 starfs- menn til rekstrar á þeim orkumannvmkj- um sem til eru en mun fleiri sjá um fram- kvæmdahliðina. Af ótta við að þurfa að skipta um vinnustað reka þeir fyrirtækið áfram í stöðugri fram- kvæmdagleði óháð þörf fyrir raforku í landinu. Stjórnendur fyrir- tækisins hafa því grip- ið til þess snilldarráðs í samráði við ríkis- stjórnina að búa til orkuþörfina. Þeir völdu út land- svæði sem stóð höllum fæti og ákváðu að gera ekkert til þess örva atvinnulíf þar annað en að lofa íbú- unum álveri. Ibúarnir hafa síðustu tvo áratugi verið að láta draga sig á asnaeyrunum eftir álveri sem aldrei hefur komið. Þeir sem ekki sáu fram á aðra vinnu í kjördæm- inu heldur en í álveri hafa því allir flutt burtu enda hefur fólksflóttinn af svæðinu aldrei verið meiri en síðustu ár. Kröfur þeirra sem eftir sitja gerast æ háværari. Þeir sem ekki eru fluttir eru farnir að átta sig á því að þeir eni orðnir frekar fáir eftir og húsnæði þeirra orðið verð- laust. Landsvirkjun nýtir sér þetta ástand og etur Austfirðingunum sem ólmir vilja álver gegn þeim sem vilja beita skynseminni og draga úr virkjanagleðinni. „Alver er eina lausnin" bergmála Aust- Virkjanir Virkjanasinnar eru hræddir við sann- leikann, segir Snævar Sigurðsson, og þess vegna má ekki ræða virkjanir á Austurlandi með rökum. firðingar eftir 20 ár án nokkurrar annarar atvinnuuppbyggingar. Meðan aðrir landshlutar hafa verið að efla ferðaþjónustu, ýmsan iðn- að, menntun og sjávarútveg virð- ast Austfirðingar að eigin sögn hafa setið auðum höndum og beðið eftir álveri. Nú þegar almenningur er að gera sér grein fyrir því að það gæti verið möguleiki að fram- sóknarmenn ætli að efna áratuga gamla kosningaloforð sitt um stór- iðju á Austurlandi rís meirihluti þjóðarinnar auðvitað upp og mót- mælir. Það sjá það allir sem sjá vilja að hálendið norðaustan Vatnajökuls er of verðmætt til þess að fórna megi því fyrir eitt ál- ver til að skapa 250 störf. Lands- virkjun og ríkisstjórnin beita svo þeirri tækni að etja fram Austfirð- ingum gegn öðrum íbúum landsins og búa með því til alvarlegan landsbyggðaríg. Austfirðingar eru notaðir sem vélbyssufóður í barátt- unni fyrir þessari virkjun. Ríkis- stjórnin gerir svo til hjálpar at- vinnulausum Austfirðingum til að kynda undir kröfum þeirra. Hver er þjóðhagsleg arðsemi stóriðjuframkvæmdanna? Þjóð- hagsstofnun hefur nýlega gefið út tölur um hve mikið veltan í þjóðar- búinu muni aukast við fram- kvæmdina en það segir ekkert um hve mikið kjör almennings muni batna við það. Einfaldari leið til að auka veltuna í þjóðarbúinu væri að leyfa íslenskum bönkum að taka þátt í peningaþvætti fyrir erlenda auðhringi. Landsvirkjun lét gera fyrir sig úttekt á þjóðhagslegri arðsemi ál- versins í Straumsvík. I þeirri út- tekt segir að vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem ríktu í efnahagslíf- inu fyrir 30 árum (samdráttur og atvinnuleysi) hafi sú framkvæmd skilað 90 milljarða arði í þjóðar- búið á tímabilinu (það eru 3 millj- arðar á ári eða svipað og hagnað- urinn sem fyrrum ríkisfyrirtækið Landssíminn skilaði í ríkiskassann á hverju ári). Ef ekki hefði verið fyrir þessa tilviljun að þessar að- stæður ríktu nákvæmlega á þess- um tíma hefði arðurinn ekki orðið nema 30 milljarðar eða 1 millj- arður á ári sem er minna en einn togari gefur af sér í þjóðarbúið. Einnig kom fram að álver jafna ekki út sveiflur í efnahagslífinu. Ekki hefur enn mátt reikna út þjóðhagslega arðsemi þessa nýja álvers því þeir vita að þeir útreikn- ingar verða virkjanaglöðum mönn- um ekki mikil hjálp. Landsvirkjun sjálf hefur verið að stórtapa á orkusölunni til álver- anna síðustu misseri vegna lágs ál- verðs í heiminum. Ef litið er til 20 ára eins og orkusölusamningarnir eru miðaðir við, þá vonast Lands- virkjun til að græða nokkur hundr- uð milljónir á hvejrum samningi sem er minna en mörg fyrirtæki græða á einu ári. Aðrir hafa reikn- að út að orkusalan til stóriðjunnar hafi verið rekin með tapi öll þessi ár og þess vegna sé almenningur og íslensk fyrirtæki látin greiða þrefalt verð fyrir orkuna miðað við álverin. Það er ljóst að hagnaður Landsvirkjunar og þjóðfélagsins af frekari orkusölu til stóriðju verður allt of lítill til þess að hann réttlæti þær fórnir sem þarf að færa til að afla rafmagnsins. Osnert víðerni náttúru Islands er mun verðmæt- ari auðlind en arður af stóriðju get- ur nokkurn tíma réttlætt. Virkjanasinnar eru hræddir við sannleikann og þess vegna má ekki ræða virkjanir á Austurlandi með rökum. Vesalings Austfirðingunum er svo beitt í baráttunni. Af ótta við niðurstöður lögboðins umhverf- ismats má ekki einu sinni taka saman áhrif framkvæmdanna á umhverfið á hlutlausan hátt. Það á að sökkva svæðinu áður en um- hverfið hefur verið metið að verð- leikum. Sannleikann má ekki segja og ekki einu sinni birta myndir af um- ræddum landsvæðum í sjónvarpi án þess að sjónvarpsfréttamönnum sé hótað öllu illu. Það er ósk mín að staðreyndirn- ar fái að koma í ljós. Að það verði reiknað út í eitt skipti fyrir öll hvað það kostar okkur að fórna náttúru- auðæfunum fyrir hugsanlegan gróða af stóriðju. Þeim sem vilja svara greininni er bent á að hafa samband við und- irritaðan með tölvupósti: snæv- ar@hi.is Höfundur er nemi íHáskóla íslands. Virkjanir og stóriðja Snævar Signrðsson Aðhald neyt- enda hefur áhrif NÝLEG verðkönn- un Neytendasamtak- anna og ASI-félaganna á höfuðborgarsvæðinu sýndi með ótvíræðum hætti fram á mikilvægi þess að samtök neyt- enda veiti öflugt aðhald á markaðnum með könnunum og margvís- legri hagsmunagæslu. Könnunin leiddi í ljós svo ekki verður um villst að vandaðar verð- kannanir hafa áhrif á verðlag í matvöruversl- unum. Þær verslanir sem reyndust hafa hækkað verð sam- kvæmt könnun sem gerð var í sept- ember höfðu greinilega lækkað verð að nýju þegar verð var kannað í októ- ber. Neytendasamtökin munu á næstunni leitast við að auka tíðni kannana af þessu tagi til þess að halda matvörumarkaðnum við efhið enda hefur verð á matvöra mikil bein og óbein áhrif á afkomu heimilanna. Nokkrar verslanir hafa hækkað vöraverð sitt óeðlilega mikið sam- kvæmt könnunum sem gerðar hafa verið á undanfömum mánuðum. For- vitnilegt verður að lesa úr niður- stöðum næstu könnunar hvemig við- komandi verslanir bregðast við þessari staðreynd. Vandaðar kannanir hafa áhrif Verslanir og þjónustuaðilar hafa gilda ástæðu til að taka mið af könn- unum Neytendasamtakanna á verði vöra og þjónustu. Um er að ræða vandaðar kannanir sem gerðar era með viðurkenndum að- ferðum og ljóst er að neytendur fylgjast með niðurstöðum kannana af þessu tagi. Kaup á matvöra vega þungt í rekstri flestra heimila og því ríður á að leita hagkvæmra kosta við innkaupin. Þróun matvöraverðs hef- ur einnig óbein áhrif á afkomu heim- ilanna vegna áhrifa þess á skuldir þeirra. Neytendur hafa því sameigin- lega hagsmuni af því að halda verði í matvöruverslunum í skefjum og N eytendasamtökin hyggjast hvergi slá af aðhaldsaðgerðum sín- um á þessu sviði. Víðtækt fræðslustarf og hagsmunagæsla Meginmarkmið N eytendasamtakanna er að gæta hagsmuna neytenda og upplýsa þá. Því hlutverki gegna þau með ýmsum öðram hætti en gerð verð- kannana. Samtökin halda uppi öflugu fræðslustarfi og gefa út Neytendablaðið fimm til sex sinnum á ári en blaðið er innifalið í árgjaldi og er sent öllum félagsmönnum. í Neytenda- blaðinu eru meðal annars birtar gæða- og markaðskannanir til að leiðbeina neytendum í því mikla Neytendamál Styrkur Neytenda- samtakanna helst í hendur við þátttöku neytenda í starfi þeirra. Jóhannes Gunnarsson hvetur neytendur til að veita verslunum og þjónustuaðilum eðlilegt aðhald. vöruflóði sem einkennir markaðinn, ekki síst þegar heimilistæki eiga í hlut. Neytendasamtökin reka einnig upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu sem neytendur geta leitað tíl. Neytendasamtökin reka kvörtun- arþjónustu sem aðstoðar neytendur við að ná fram rétti sínum. Samtökin hafa meðal annars lögfræðing í starfsliði sínu til þess að efla þessa þjónustu við neytendur. Gjald vegna Jóhannes Gunnarsson kvörtunarmála er innifalið í félags- gjaldi, en neytendur sem vilja standa utan samtakanna greiða kvörtunar- gjald sem er jafnhátt félagsgjaldinu; 2.600 krónur á þessu ári. Til að tryggja enn betur að neytendur geti sótt rétt sinn á ódýran og skjótvirkan hátt hafa Neytendasamtökin átt framkvæði að stofnun og starf- rækslu ýmissa úrskurðamefnda þar sem neytendur geta fengið umljöllun og niðurstöðu í ágreiningsmálum sín- um við seljendur vöra og þjónustu þegar kvörtunarþjónustan ein dugar ekki. Neytendasamtökin hafa einnig mikilvægu hlutverki að gegna við umfjöllun um lög og reglur sem gilda á markaðnum og gera iðulega tillög- ur um nýjungar og úrbætur. Þá gegna Neytendasamtökin mikilvægu hlutverki við að hafa áhrif á markað- inn og sjá til þess að sanngjamar reglur gildi gagnvart neytendum. Þetta er ekki síst mikilvægt nú þegar fákeppni verður sífellt algengari í viðskiptum með vöru og þjónustu. Styrkur Neytendasamtakanna Þátttaka neytenda hefur ævinlega haldist í hendur við fjölda félags- manna hverju sinni enda byggja samtökin starf sitt og afkomu að mestu leyti á félags- gjöldum. I nágrannaríkjum okkar njóta neytendasamtök víðtæks stuðnings úr opinberum sjóðum og dæmi era um að 70-80% tekna þeirra séu opinber framlög. Félags- gjöld Neytendasamtakanna eru hins vegar 80% af tekjum samtakanna. í nágrannalöndunum eru auk þess reknar mannmargar neytenda- stofnanir og embætti umboðsmanns neytenda. A Islandi er hvorki neyt- endastofnun né embætti umboðs- manns neytenda til að dreifa og því reynir enn frekar en ella á styrk N eytendasamtakanna. Eg vil að lokum minna lesendur á tvennt. í fyrsta lagi, takið þátt í að veita seljendum nauðsynlegt aðhald og látið Neytendasamtökin vita (sími 562 5000, netfang ns@ns.is og vefur- inn www.ns.is) ef þið takið eftir óeðli- legum verðbreytingum eða hæpnum viðskiptaháttum. í öðru lagi minni ég á að það era neytendur sjálfir sem ákvarða styrk Neytendasamtakanna með þátttöku sinni. Höfundur er formaður Neytenda- samtakanna. V erðbólgudraugur kveðinn niður ÞAÐ var ekki furða sl. sumar, þó upplit væri á menntamanni á eftir- launum að loknu ævi- starfi, sem átti víst að heita í þágu menntunar og fræðslu ungra æsku- manna, þegar í ljós kom að yfirvöld höfðu ákveð- ið af rausn að hækka eftirlaun hans, - og ef- laust annaira slíkra hvorki meira né minna en um heilar 5000 kr. segi og skrifa krónur fimm þúsund per mán- uð. Það munar um minna en hækkun um heilan áttunda part af eftirlaunaupp- hæðinni sem lifa skal á, að frádregn- Lífeyrir Mikil lifandis ósköp er notalegt, segir Egill Stardal, að losna við samvizkubit fyrir að hafa stefnt í voða núver- andi góðæri. um sköttum. Þetta er hvorki minna né mjórra en upphæð sem nemur tæplega 50. parti þeirrar launahækk- unar sem alþingismenn létu kjara- dóm gauka að sér eftir kosningar í vor, svo þeir gætu lifað við að eigin áliti sómasamleg laun og era bæði vel að þeim komnir og ekki ofhaldnir að eigin sögn, enda er þar um að ræða menn sem axlað hafa alla ábyrgð á velferð þjóðarinnar og atómsprengj- unaíofanálag. Fyrir þessa mánaðarlegu launa- hækkun menntamannsins má t.a.m. fá að alltað eina áfyllingu bensíns á meðalbíl skyldu menn hafa löngun til að skreppa á næsta bæ, (kannski er það þó fullvel í lagt eftir seinustu verðhækkun fóðurs fyrir þarfasta þjóninn); eða 1 stk. vískýflösku, skyldu menn vilja gei'a sér og vinum sínum glatt í geði eina kvöldstund. Alveg ör- ugglega má fá léttan kvöldverð á veitingastað að vísu aðeins fyrir einn, og án annarra veiga en hins hreina vatns. Það er eins og allir vita hinn hollasti drykkur, þótt hann sjáist aldrei í glös- um þegar landsfeðumir era að sýna bölvuðum skrílnum (guð sé oss næstur) nei og aftur nei, - háttvirtum kjósend- um (nema hvað) í sjón- varpi og öðram fjölmið- lum hvemig þeir telja skattpeningi best varið. En bíðum við, er ekki verðbólgu- draugurinn farinn að ríða húsum. Er nokkuð vit í svona spandans, - að hækka laun eftirlaunamanna og elli- lífeyrisþega með slíkum rausnar- hætti? Fimm þúsund kr. á mánuði gerir 60 þús. yfir árið. Það er hvorki meira né minna en meðal húsaleiga fyrii' 2-3. herbergja íbúð í heilan mánuð. Maður vai' því farinn að hafa áhyggjur af því að eiga þátt í að sliga þjóðfélagið, - jafnvel farinn að sofa illa. En sem betur fer bjargaðist þetta allt. Kona undirritaðs sem einn- ig er komin á e.k. eftirlaun eftir ævi- starf í þágu heilbrigðismála og fær mánaðarlega greidda upphæð, sem með örorkubótum nálgast a.m.k. af lágmarkskaupi vélritunarstúlku, tók eftir því um daginn að í launaumslagi hennar var minna en hún hélt að ætti að vera, - örorkubætur höfðu lækkað um kr. 5000. Við fyrirspum hjá Tryggingastofnun Ríkisins veitti lip- urleg kvenrödd í síma þær upplýs- ingar að þar sem maki hennar hefði fengið kr. 5000 eftirlaunahækkun skyldi samkvæmt fyrirmælum sama upphæð dragast af örorkulífeyri hennar. Það er nefnilega hætta á verðbólgu! Mikil lifandis ósköp er notalegt að losna við samviskubit fyr- ir að hafa stefnt í voða núverandi góð- æri a.m.k. hluta hinnai' íslensku þjóð- ar. Höfundur er fv. kennari. Egill Stardal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.