Morgunblaðið - 05.11.1999, Side 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 53 -
+ Ingunn Jónas-
dóttir fæddist
að Borg í Reykhóla-
sveit 28. nóv. 1909.
Hún lést að Sól-
vangi í Hafnarfirði
29. október 1999.
Foreldrar hennar
voru hjónin Jónas
Sveinsson f. 1877,
d. 1943 og Kristín
Guðmundsóttir, f.
1889, d. 1927.
Systkini hennar
voni Arndís f. 1904,
Guðmundur f. 1906,
, Sigríður f. 1911,
Hákon f. 1912, Sigurður f.
1914, Sveinn f. 1923, öll systkini
Ingunnar eru látin nema Krist-
ín f. 1916. Maki Kristínar er
Guðjón Jóhannsson f. 1910.
Hinn 27. sept. 1930 giftist Ing-
unn Magnúsi Hákonarsyni frá
Reykhólum f. 1899, d. 1963.
Hann var sonur hjónanna Há-
konar Magnússonar f. 1864 d.
1938 og Amdísar Bjamadóttur
f. 1862, d. 1926. Hjónin Ingunn
og Magnús bjuggu allan sinn bú-
skap við Ísaíjarðar-
djúp. Fyrstu átta árin
í Reykjarfirði í tvíbýli
við Ragnheiði Hákon-
ardóttur (systur
Magnúsar) og Salvar
Ólafsson, þá í Vogum
(tæpt ár), siðan á Ósi
við Bolungarvík og að
lokum í Heimabæ í
Hnífsdal. Vorið 1948
fluttust þau til
Reykjavíkur. Fyrstu
átta árin eftir að
Magnús lést bjó Ing-
unn með yngstu dótt-
ur sinni, Margréti
Ólöfu. Ingunn vann nokkur ár í
sælgætisgerðinni Mónu. Þá vann
hún allmörg ár sem matráðskona
hjá Pósti og síma. Ingunn og
Magnús eignuðust sjö böm. Þau
vom 1) Hákon, kennari, f. 30. des.
1930, m. María Anna Lund, ljós-
móðir, f. 2. sept. 1927. Þau eiga
tvö böm og þrjú bamabörn. 2)
Gunnhildur, húsmóðir f. 13. sept.
1933, m. Gunnar Geirmundsson
húsgagnameistari f. 15. apr. 1931.
Þau eiga fimm böm og fimmtán
bamabörn og fjögur bama-
bamaböm. 3) Jónas, f. 1935, dó
nokkurra mánaða gamall. 4)
Bjarai, fyrrv. starfsmaður Eim-
skipafélagsins, f. 11. maí 1936 d.
27. des 1994, m. Sæunn Guð-
mundsdóttir, húsmóðir f. 1. nóv.
1937. Þau eignuðust íjögur böm
og tíu baraabörn og eitt barna-
bamabarn. 5) Arndís Oddfríður,
hárgreiðslumeistari, f. 12. apr.
1940, m. Björgvin Haraldsson,
múrarameistari, f. 14. maí 1938.
Þau eiga þijú böm og sjö barna-
böm, eitt látið. 6) Kristín Jó-
hanna, hárgi'eiðslumeistari, f.
12. apr. 1940, m. Sigurður Guð-
mundsson, Orkustofnun Rvk., f.
24. ág. 1937. Þau eiga fimm
börn og sex barnaböm. 7) Mar-
grét Ólöf, skurðhjúkrunarfræð-
ingur, f. 27. mars 1950, m. Ólaf-
ur Thorarensen, húsgagna-
meistari, f. 16. des. 1950. Þau
eiga þijú böm og eitt barna-
bam. Einnig tóku Ingunn _ og
Magnús í fóstur Jón Ólaf
Bjamason, fyrrv. íjármála-
sljóra, f. 1. okt. 1926, m .Þor-
gerður M. Gísladóttir, íþrótta-
kennari, f. 9. sept. 1925, þau
eiga eina dóttur og tvö bama-
böm.
Útför Ingunnar fer fram frá
Langholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
INGUNN
JÓNASDÓTTIR
Elskuleg tengdamóðir mín lést
hinn 29. október sl. og átti þá að-
eins mánuð í að ná níræðisaldri.
Mig langar að minnast hennar með
fáeinum orðum.
Kynni mín af tengdamóður
minni voru mjög góð og hún tók
mér strax af alúð og hlýju. Hún var
lífsglöð og gefandi persóna, sem
alltaf vildi hjálpa og liðsinna öðr-
um. Maður varð beinlínis betri
manneskja af því að vera í návist
hennar. Við fjölskyldan munum
aldrei gleyma þeim dásemdar
stundum sem við áttum með henni
um nokkur áramót sl. áratug. Það
var einhver sólarbirta og heiðríkja
sem fylgdi henni.
Aldrei heyrði ég hana kvarta í
veikindum sínum, enda var henni
tamt að hugsa meira um aðra en
sjálfa sig. Hún hafði fastmótaðar
skoðanir á hlutunum, og lét ekki
aðra segja sér fyrir verkum. Allt til
hins síðasta fylgdist hún vel með
því sem var að gerast í fjölskyld-
unni. Þegar við heimsóttum hana á
Sólvang gleymdi hún aldrei að
spyrja um litlu langömmubömin
sín, þríburana. Hún fylgdist mjög
vel með hvernig þeim öllum fór
fram til líkama og sálar. Það væri
heitust ósk mín að barnabrörnin
mín og reyndar öll ungmenni fram-
tíðarinnar mættu líkjast sem mest
því besta sem einkenndi líf hennar
og starf.
Guð blessi minningu Ingunnar
tengdamóður minnar.
María Anna.
Allt frá bamæsku höfum við
systkinin notið þeirra forréttinda
að hafa átt hana ömmu í Ljósó. Líf
okkar hefur verið fullt af öryggi og
hlýju fyrir tilvist hennar. Af okkar
hálfu var þetta nánast eins og að
eiga þrjá uppalendur því hún hafði
alltaf velferð okkar að leiðarljósi.
Það er alveg sama hvert litið er til
baka; hún var alltaf þar, allar
stundir, að leiðbeina okkur og gefa
góð ráð. Það var ósjaldan sem hún
bjó hjá okkur og var þá alveg sama
hvort um Akureyri eða Reykjavík
var að ræða, hún kom og hugsaði
um okkur. Við eigum margar góðar
minningar úr Ljósheimunum þar
sem amma bjó síðustu 35 árin. Þar
var alltaf yndislegt að koma, því
hún sá til þess að allir væru ánægð-
ir og saddir. Hún tók á móti okkur,
sem og öllum, með einlægri gleði
sem einkenndi hana og allt hennar
umhverfi.
Amma var mjög ákveðin kona,
hún hafði skoðun á öllu og lét
aldrei sitt eftir liggja. Hvort sem
rætt var um pönnukökur eða póli-
tík var amma með sitt á hreinu.
Þannig kenndi hún okkur að virða
fólk og líta umheiminn björtum
augum. Hreinskilni og röggsemi
eru lýsandi orð fyrir hana. Hugur
hennar var opinn og hjarta hennar
nógu stórt til að rúma hvem þann
er óskaði þess. En samt á hennar
einstaka og ákveðna hátt. Hún
fylgdist með öllu og öllum. Þó svo
að hún hafi verið alin upp á tímum
torfbæja á Islandi meðtók hún nýj-
ungar eins og hver annar ungling-
ur. Þetta þótti okkur merkilegt
miðað við aldur hennar og er stór
hluti af því hvernig við lítum á lífið
í dag. Nýjungar eru til að vinna
með og öðlast betra líf, þannig var
bjartsýnin hennar lag. Þegar
heilsu hennar tók að hraka hætti
hún síður en svo að fylgjast með og
taka þátt í lífi fjölskyldunnar.
Gerði hún það með því að fá sér
sinn eigin farsíma, og taldist það til
tíðinda á hjúkninarheimilinu sem
hún dvaldi á síðasta árið. Þannig
hélt hún sambandi við fjölskylduna
sem skipti hana öllu máli. Bara það
að hún vissi að öllum leið vel var
nóg fyrir hana.
Elsku amma, nú ertu komin til
Magnúsar afa eftir allan þennan
tíma. Við söknum þín svo mikið en
trúum því að þú sért nú í góðum
höndum. Betri ömmu hefði ekki
verið hægt að hugsa sér og þökk-
um við þér kærlega fyrir þær
stundir sem þú auðgaðir líf okkar
með. Lífið er tómlegt án þín og
skarð þitt verður aldrei fyllt en við
vitum í hjörtum okkar að þú fylgir
okkur áfram og leggur blessunar-
hendur þínar yfir okkur. Megi góð-
ur Guð varðveita þig að eilífu í ríki
sínu. Blessuð sé minning þín.
Þórarinn, Arndís og Gunnar.
Ein af kvenhetjum hversdagsins
hefur lokið lífsgöngu sinni. Ingunni
vantaði 29 daga til að verða níræð
þegar hún lést. Hún hefur lokið
miklu og gæfuríku lífsstarfí. Líf
hennar hefur verið fagurt eins og
útsýnið frá Borg í Króksfirði, yfir
Breiðafjörð, Skarðsströnd og ann-
að nágrenni, en á Borg var hún
fædd. Ingunn giftist tvítug og
fæddi sjö börn, sex þeirra kom hún
upp, auk þess dvöldu mörg börn,
unglingar og einstæðingar á heim-
ili hennar um lengri eða skemmri
tíma og nutu glaðværðar og geð-
prýði þessarar einstæðu konu. Hún
lætur eftir sig góðar minningar í
hugum allra sem kynntust henni,
vegna prúðmennsku sinnar og góð-
vildar.
Hún ól börn sín upp við erfiðar
aðstæður, en við miída umhyggju
og ástúð, þar að auki átti hún til
nægan kærleika fyrir allan sinn
frændgarð, sem er mjög fjöl-
mennur, og alla aðra sem hún
kynntist. Það var sama hvort hún
bjó á stórbýli í sveit, eða í litlu
íbúðinni sinni í Ljósheimum í
Reykjavík, þar sem hún átti
heima rúmlega þrjá síðustu ára-
tugina, alltaf stóð heimili hennar
um „þjóðbraut þvera“. Inga laðaði
að sér fólk, ættingja, vini og
kunningja, allir voru velkomnir,
nutu gestrisni hennar og nær-
veru, ekki bara einu sinni heldur
aftur og aftur, vegna þess að þótt
húsnæðið væri lítið, var hjarta-
rýmið og góðvildin fyrir hendi.
Hún veitti öllum af sinni ómældu
lífsgleði og glaðværð, þannig, að
þeir sem leituðu eftir að vera í
samvistum við hana, fóru bjart-
sýnni út í lífið og tilveruna af
hennar fundi. Þannig umvafði hún
alla sína samferðamenn með kær-
leika sínum og góðvild.
Ingunn bjó alla sína ævi við
þröngan kost efnalega. Það krefst
mikils fyrir fátækt bændafólk, að
ala upp sex börn, auk þess að veita
einstæðingum og umkomulausum
forsjá, og veita gestum og gang-
andi af rausn. Hún safnaði aldrei
bankainnistæðum eða öðrum eign-
um á veraldarvísu. Hún safnaði því
sem „mölur og ryð fá ei grandað",
vináttu og kærleika. Eftir að hún
fluttist til Reykjavíkur fyrir rúm-
um fimmtíu árum, vann hún ýmis
láglaunastörf þar til hún lauk
starfsdegi sínum um sjötugt. Inga
kvartaði ekki yfir kjörum sínum né
slæmum fjárhag, gestir hennar og
aðrir sem hún umgekkst gátu ekki
annað fundið en að hún byggi við
allsnægtir. Hún var ekkja í þrjátíu
og sex ár, maður hennar varð bráð-
kvaddur á heimili þeirra, hún
missti son sinn í blóma lífsins og
barnabarnabarn, pilt um tvítugt, í
hörmulegu sjóslysi á sl. sumri,
ókunnugir sáu henni ekki bregða,
hún bar harm sinn í hljóði og hélt
reisn sinni.
Eftir að hún flutti í Ljósheimana
bjó hún fyrst með yngstu dóttur
sinni, sem var aðeins tólf ára þegar
faðir hennar lést, þar til hún gifti
sig, eftir það bjó hún ein þar til í
byrjun þessa árs. Fyrir tveimur ár-
um fór heilsu hennar að hraka og
síðustu sjö mánuðina var hún vist-
föst á elli- og hjúkrunarheimilinu
Sólvangi í Hafnarfirði. Þar fékk
hún góða umönnun, og leið vel, eft-
ir því sem efni stóðu til, en henni
fannst sjóndeildarhringurinn vera
orðinn þröngur. Síðustu þrjár vik-
urnar vai' hún mikið veik, líknandi
hendur hjúkninarliðs og ljúfmann-
legar læknahendui' gátu þar engu
um þokað, það var komið að því að
hún tæki sínum skapadómi. Inga
var ung, fríð og fönguleg kona, hún
hélt alla tíð sínu fríða sripmóti,
reisn sinni hélt hún til dauðadags,
þó að líkamskraftarnir væru þrotn-
ir. Yfir dánarbeði hennar ríkti feg-
urð, ró og friður, þó að fegurðin
væri önnur en þegar hún var í
blóma lífsins.
Sá sem þessar línur setur á blað
var á fjórtánda ári þegar hann
kom á heimili þeirra hjóna Magn-
úsar og Ingunnar, eftir það gekk
hún mér í móðurstað, þar var mitt
annað heimili þar til ég stofnaði
sjálfur heimili, tuttugu og sjö ára
gamall. I þessa sex áratugi sem
liðnir eru, síðan ég kom fyrst á
heimili hennar, hefur hún Inga
alltaf haft tíma til að sýna mér ást-
úð, umhyggju og umburðarlyndi,
til jafns við sín eigin börn. Mitt
fólk hefur hún umvafið slíkri elsku
og umhyggju, að ekki hefur hún
gert greinarmun á konu minni og
sínum tengdabörnum. Af framan-
sögðu er ljóst, að ég á henni skuld
að gjalda, sem ekki verður greidd.
En ég þakka fyrir mig og mína, við
biðjum henni allrar blessunar, með
þökk fyrir allt og allt. Ég þakka
læknum og hjúkrunarliði á Sól-
vangi í Hafnarfirði fyrir frábæra
umönnun og hlýlegt viðmót á með-
an hún dvaldi þar. Hafið kærar
þakkir.
Ingunn Jónasdóttir lauk löngu
og göfugu lífsstarfi með reisn. Far
þú í friði, þreyttum er hríldin góð.
Við felum þig forsjóninni, og förum
frá gröf þinni hljóð.
Jón Olafur Bjarnason.
Elsku hjartans amma mín!
Með nokkrum orðum langar mig
til að kveðja þig. Það hefur verið
ósköp erfitt að vera svona langt í
burtu frá þér upp á síðkastið, geta
ekki setið hjá þér og haldið í
mjúka höndina þína. En í hug og
hjarta hef ég og Addý mín verið
hjá þér og aðeins tveimur dögum
áður en þú kvaddir þessa jarðvist
fengum rið að heyra röddina þína,
nokkur orð fengum við sagt hver
rið aðra og erum rið þakklátar
Guði fyrir það. Það var yndislegt
og mikil huggun, þri ekki gátum
rið heimsótt þig og séð. Þó var ég
heima í september sl. og þá hitt-
umst við og spjölluðum saman.
Það mun ætíð lifa í hjarta mér
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnudags-
blaði ef útför er á mánudegi), er
skilafrestur sem hér segir: I
sunnudags- og þriðjudagsblað
þarf grein að berast fyrir hádegi
á föstudag. í miðvikudags-,
fimmtudags-, föstudags- og laug-
ai’dagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrir birtingardag. Berist
grein eftir að skilafrestur er út-
runninn eða eftir að útför hefur
farið ft-am, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu gi-eina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests. v
ásamt öllum hinum minningunum.
Þegar ég var 15 ára bjó ég hjá
þér í Ljósheimunum og er það mér
minnisstæður vetur. Við vorum
eins og tveir unglingar, tvær góðar ■
trúnaðarvinkonur. Við hlustuðum
á sömu músík og sögðum hvor
annarri leyndarmálin okkar. Upp-
áhaldslagið okkar var „The house
of the rising sun“ og spiluðum við
það aftur og aftur á gamla fóninn
þinn. Þetta var yndislegur, þrosk-
andi og ógleymanlegur tími, amma
mín.
Þú varst fyrirmynd mín í einu
og öllu, amma mín, og dáðist ég
ætíð að dugnaði þínum og þeirri
miklu orku sem þú bjóst yfir. í líf-
inu þurftirðu að ganga í gegnum
marga sorgina, en alltaf varstu T*-
jafn dugleg og lést aldrei bugast.
Ég sagði við þig í bréfi ekki alls
fyrir löngu, að ég vonaði að ég
myndi líkjast þér þegar árin fær-
ast yfir mig. Þú varst svo tignar-
leg, falleg, sterk og svo mikil
reisn yfir þér, alveg til síðasta
dags, rétt tæplega níræð. Ég vona
að það fylgi nafninu. Ég er mikið
stolt yfir að hafa átt þig fyrir
ömmu.
Já, elsku amma mín, ég gæti
lengi haldið áfram því minningam-
ar eru svo ótal margar. En hér
ætla ég að láta staðar numið. Okk-
ur Addý finnst hræðilegt að geta
ekki kvatt þig á hefðbundinn hátt - \
verið rið útförina þína, en þú veist :
að við verðum þar í hug og hjarta. '
Ég er með ljós við myndina þína - S
þú og Bubbi okkar eru hlið við hlið i
og ég veit að hann hefur verið í |
fremstu röð að taka á móti þér, J
ásamt afa og öllum hinum ættingj- I
unum og rinunum þínum. Það er *
gott að rita af ykkur saman og ég )
veit að þú gætir Bubba míns fyrir %
mig, amma mín.
Farþúífriði, '
friður Guðs þig blessi, j
hafðu þökk fyrir allt og allt. í
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi, í
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
í
Takk fyrir allt, elsku amma mín.
Hril í friði og megi góður Guð
geyma þig.
Þín
Ingunn í Danmörku.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
LUjdlii: n'ó jjöulIují]
UtfarQrstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæSinu.
Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu.
AlúSleg þjónusta sem byggir á langri reynslu
*
Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf.
Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com
A
\ /