Morgunblaðið - 05.11.1999, Page 29

Morgunblaðið - 05.11.1999, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 29 ERLENT Rannsókn á hrapi EgyptAir-þotunnar Fá að sofa Virðist hafa brotnað í lofti Niki Lauda segir fráleitt að knývendir hafí bilað Newport. Reuters. BEÐIÐ var í gær eftir að veður lægði þar sem farþegaþotan frá Eg- yptAir hrapaði í sjóinn undan ströndum Massachusetts í Banda- ríkjunum sl. sunnudag. Fyrr verður ekki unnt að reyna að ná upp svörtu kössunum. Hugsanlegt er, að þeir geti skýrt hvers vegna þotan steyptist beint niður á gífurlegum hraða og klifraði síðan aftur rétt áð- ur en hún lenti í sjónum. Athuganir á ratsjármerkjum sýna, að eitthvað mikið hefur gengið á áður en þotan fórst en menn eru þó engu nær um það enn hvað það var. Ljóst þykir, að vélin hafi tekið krappa dýfu á næstum hljóðhraða, fór úr 33.000 fetum í 16.700 fet, en síðan klifrað mjög bratt upp aftur í 24.000 fet. Þá tók hún aðra dýfu nið- ur í 10.000 fet en ratsjármerkin benda til, að þá hafi þotan verið far- in að brotna í sundur. Eftir það lenti vélin eða brakið úr henni í sjónum. Bíða með fjarstýrt tæki Bandarískt björgunarskip er til- búið með fjarstýrt tæki, sem sent verður niður á hafsbotn til að ná í svörtu kassana, en ekki er búist við, að veðrið batni fyrr en um helgina. Svörtu kassarnir geta væntanlega svarað þeirri spumingu hvort kný- vendar hafi verið ræstir í flugi en þeir eru notaðir til að hægja á vél- inni í lendingu. Fari þeir í gang í flugi getur það tortímt vélinni. Flugmenn, sem flugu þotunni frá Kairó til Bandaríkjanna, hafa skýrt frá því, að knývendirinn á vinstra hreyfli hafi verið bilaður er farið var frá Kairó. Niki Lauda, eigandi Lauda Air, segir hins vegar, að útilokað sé, að knývendir hafi valdið slysinu. Eftir að flugvél frá Lauda Air fórst hafi Boeing-verksmiðjumar gert kerfið þannig úr garði, að það geti ekki sjálft ræst knývendinn. Starfsmenn bandarísku strandgæslunnar með hluta af því litla braki, sem náðst hefur úr EgyptAir-þotunni. á dýnu Kúala Lúmpúr. Reuters. STJÓRNVÖLD í Malasíu hafa ákveðið að framvegis skuli fangar fá dýnur til að sofa á í fangelsum landsins en þeir verða nú að sofa á bera steingólfinu. Mannréttindasamtök hafa gagn- rýnt aðbúnað í fangelsum landsins og sagt að hann sé ómannúðlegur og niðurlægjandi. Fram til þessa hefur þeirri gagnrýni verið vísað á bug. Forsætisráðherrann, Abdullah Ahmad Badawi, sagði fyrr á árinu að fangar gætu ekki búist við að fá sams konar atlæti og tíðkaðist á „þriggja-, fjögurra- eða fimm stjama hótelum". Gagnrýnin á aðbúnaðinn jókst mjög þegar Anwar Ibrahim, fyrr- verandi fjármálaráðherra, var fang- elsaður og meðal annars sakaður um spillingu. I klefa hans var engin dýna, borð eða stóll, klefinn var gluggalaus og ljós látið loga allan sólarhringinn. Óvissa um umbætur í breska velferðarkerfínu Uppreisn í þingliði stjórnarinnar London. Daily Telegraph. FYRIRHUGAÐÁR umbætur bresku stjómar- innar á velferðarkerfinu era í nokkurri óvissu eftir að 53 þingmenn Verkamannaflokksins sner- ust gegn lækkun örorkubóta. Er fátítt, að jafn margir stjórnarþingmenn snúist gegn ríkis- stjórninni en þeir neita að aðstoða ráðherrana við að vinna bug á andstöðu lávarðadeildarinnar og krefjast þess, að dregið verði verulegu úr þeim takmörkunum, sem settar hafa verið við greiðslu örorkubóta. Vegna andstöðu þingmannanna er meirihluti Verkamannaflokksins í neðri deildinni ekki leng- ur 178, heldur 58 og það er ávísun á aukin átök við lávarðadeildina um framvörpin um umbætur á velferðarkerfinu og lífeyrisgreiðslur á síðustu dögum þingsins að sinni en þinghlé verður gert í næstu viku. Lávarðadeildin felldi framvörp stjómarinnar með 156 atkvæðum í síðasta mánuði og andstaða þingmannanna 53 jafngildir næstum, að deildin hafi umboð til að taka upp aftur þær breytingar, sem hún gerði á frumvörpunum. Þingmenn Ihaldsflokksins fögnuðu uppreisn Verkamannaflokksþingmannanna og sögðu hana vera „siðferðilegan sigur“ fyrir örorku- þega en „niðurlægingu" fyrir stjórnina. Alistair Darling félagsmálaráðherra reyndi hins vegar að bera sig vel og kvaðst bara ánægður með framvindu málsins enn sem komið væri. Tony Blair forsætisráðherra hefur áður rökstutt um- bætur á velferðarkerfinu með því að benda á, að frá 1979 hafi tala örorkuþega í Bretlandi hvorki meira né minna en þrefaldast. „Þegar allt kemur til alls snýst málið um það hvernig við verjum því fé, sem fer til velferðarmála," sagði Blair. afs/, 2 af öllum herrafatnaði til sunnudags HAGKAUP Meira úrval - betri kaup

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.