Morgunblaðið - 05.11.1999, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 15
AKUREYRI
því
Næstum
SLÖKKVILIÐ Akureyrar var
kallað út kl. rúmlega 9 í gær-
morgun vegna reyks í kjallara-
íbúð við Grænumýri. Enginn var
heima í kjallaraíbúðinni, en íbú-
ar á efri hæð hússins heyrðu væl
í reykskynjara í íbúðinni og
gerðu slökkviliði viðvart. Nám-
skeið stóð yfir á slökkvistöðinni
og þar voru því staddir óvenju-
margir menn, sem allir fóru á
staðinn.
Er að var komið var íbúðin
full af reyk, en í Ijós kom að
gleymst hafði að taka straum af
eldavélarhellu. Ofan á hellunni
var bók sem farið var að hitna
vel undir. í námunda við eldavél-
ina var töluvert af blöðum og
öðrum eldsmat, þannig að ekki
mátti miklu muna að verr færi
að sögn vaktstjóra hjá slökkvilið-
inu. Ibúðin var reykræst, en aðr-
ar skemmdir urðu ekki.
bókabruni
Morgunblaðið/Kristján
Atvinnumálanefnd
styrkir jólabæinn
ATVINNUMÁLANEFND
samþykkti á fundi sínum í vik-
unni að styrkja „Jólabæinn
Akureyri“ um 600 þúsund krón-
ur. Það eru Miðbæjarsamtökin á
Akureyri sem hafa umsjón með
verkefninu í samstarfi við At-
vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar
og fleiri.
Jólabærinn verður að þessu
sinni á Ráðhústorgi og í göngu-
götunni en á síðasta ári var jóla-
þorpi undir nafninu Norðurpóll-
inn komið fyrir á flötinni neðan
við Samkomuhúsið. Jólabærinn
verður opnaður 20. nóvember
nk. og þá á að vera búið að færa
miðbæinn í jólabúning.
Aðstandendur verkefnisins
sóttu um styrk að upphæð 1,2
milljónir króna til atvinnumála-
nefndar. Valur Knútsson for-
maður nefndarinnar sagði að
samþykkt hefði verið að leggja
fram 600 þúsund krónur strax,
þannig að hægt yrði að hefja
undirbúning og framkvæmdir.
Það yrði svo skoðað í framhald-
inu hvort um frekari fjárveitingu
yrði að ræða.
Akureyrarkirkja
Hádegis-
tónleikar
BJÖRN Steinar Sólbergsson org-
anisti heldur hádegistónleika í
Akureyrarkirkju á morgun, laugar-
daginn 6. nóvember, kl. 12.
Hádegistónleikarnir hefjast nú að
nýju eftir hlé síðasta vetur vegna
leyfis Björns Steinars, organista
kirkjunnar. Hádegistónleikarnir eru
liður í að auka þátt orgelsins í helgi-
haldi kirkjunnar. A efnisskránni
verða verk eftir Max Reger og Pál
Isólfsson. Lesari á tónleikunum er
sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Að-
gangur er ókeypis og allir velkomn-
ir. Léttur hádegisverður er í Safnað-
arheimili eftir tónleikana.
Stefnumótun í atvinnumálum
Stofnun símennt-
unarmiðstöðvar
í undirbúningi
UNDIRBÚNINGUR að stofnun
símenntunarmiðstöðvar er nú í
fullum gangi. Atvinnumálanefnd
Akureyrar hefur sett saman undir-
búningshóp til að vinna að stofnun
slíkrar miðstöðvar og hefur dr.
Ingi Rúnar Eðvarðsson, lektor hjá
rekstrardeild Háskólans á Akur-
eyri, verið ráðinn starfsmaður við
undirbúning verkefnisins.
Valur Knútsson, formaður at-
vinnumálanefndar, sagði stefnt að
því að af stofnun símenntunarmið-
stöðvarinnar gæti orðið í byrjun
næsta árs. Hann sagði jafnframt
að um væri að ræða eitt af stefnu-
mótunarverkefnum í atvinnumál-
um fyrir Akureyii.
Markmiðið að byggja
upp öfluga miðstöð
I undirbúningshópi verkefnisins
eiga sæti, auk Vals, Ingi Bjöms-
son, framkvæmdastjóri Slipp-
stöðvarinnar og formaður stjórnar
Verkmenntaskólans á Akureyri,
Hjalti Jón Sveinsson, skólameist-
ari VMA, Valgerður Bjamadóttir,
forstöðufreyja Menntasmiðjunnar,
Trausti Þorsteinsson, forstöðu-
maður Rannsóknarstofnunar Há-
skólans á Akureyri, og Hólmgeir
Karlsson, oddviti Eyjafjarðar-
sveitar og mjólkursamlagsstjóri
KEA.
Valur sagði að undirbúnings-
hópurinn væri að fara yfir kosti
slíkrar starfsemi og mundi í
framhaldinu leggja fram tillögur
að stofnun símenntunarmiðstöðv-
ar.
Efla á framboð
á simenntun
I skýrslu atvinnumálanefndar
um stefnumótun í atvinnumálum
fyrir Akureyri er fjallað um stofn-
un „Símenntunarmiðstöðvar Norð-
urlands." Markmiðið er að byggja
upp öfluga miðstöð sem bjóði upp
á fjölbreytt námsúival sem þjóni
fyrirtækjum, stofnunum, mennta-
stofnunum og almenningi. Jafn-
framt að miðstöðin stuðli að sam-
ræmingu framboðs á endurmennt-
un og auknum tengslum atvinnu-
lífs og skóla.
Hlutverk miðstöðvarinnar verði
að efla framboð á símenntun á
Norðurlandi í nánum tengslum við
aðila atvinnulífsins. Hlutverk mið-
stöðvarinnar felist einnig í miðlun
upplýsinga um framboð símennt-
unar á landsvísu og sölu á þjón-
ustu við skipulagningu símenntun-
arlausna sem kæmu til móts við
þarfir einstaklinga og fyrirtækja. í
tengslum við miðstöðina verði rek-
inn sumarháskóli sem bjóði upp á
sumarnámskeið, m.a. í samstarfí
við erlenda háskóla og aðila í
ferðaþjónustu.
Tímamót í umferðinni
Honda HR-V er tímamótabíll. Með honum
hefst ný öld í íslenskri umferð. Útlitið er
ögrandi og framúrstefnulegt en þegar þú
sest upp i bílinn uppgötvar þú að það er
eitthvað alveg nýtt og frábært á ferðinni.
Komdu og skoðaðu.
■Bff* mp n
b l A
- betri bíll
Vatnagörðum 24 ■ Sími 520 1100 ■ www.honda.is
Akranes: Bilver sf„ sími 43119B5. Akureyri: Höldur hf„ sími 461
3000. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., sími 4712011. Keflavík:
Bílasalan Bílavík, sími421 7800. Veslmannaeyjar: BHaverkstæðið
Bragginn, sími481 1535.