Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 15

Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 15 AKUREYRI því Næstum SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað út kl. rúmlega 9 í gær- morgun vegna reyks í kjallara- íbúð við Grænumýri. Enginn var heima í kjallaraíbúðinni, en íbú- ar á efri hæð hússins heyrðu væl í reykskynjara í íbúðinni og gerðu slökkviliði viðvart. Nám- skeið stóð yfir á slökkvistöðinni og þar voru því staddir óvenju- margir menn, sem allir fóru á staðinn. Er að var komið var íbúðin full af reyk, en í Ijós kom að gleymst hafði að taka straum af eldavélarhellu. Ofan á hellunni var bók sem farið var að hitna vel undir. í námunda við eldavél- ina var töluvert af blöðum og öðrum eldsmat, þannig að ekki mátti miklu muna að verr færi að sögn vaktstjóra hjá slökkvilið- inu. Ibúðin var reykræst, en aðr- ar skemmdir urðu ekki. bókabruni Morgunblaðið/Kristján Atvinnumálanefnd styrkir jólabæinn ATVINNUMÁLANEFND samþykkti á fundi sínum í vik- unni að styrkja „Jólabæinn Akureyri“ um 600 þúsund krón- ur. Það eru Miðbæjarsamtökin á Akureyri sem hafa umsjón með verkefninu í samstarfi við At- vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og fleiri. Jólabærinn verður að þessu sinni á Ráðhústorgi og í göngu- götunni en á síðasta ári var jóla- þorpi undir nafninu Norðurpóll- inn komið fyrir á flötinni neðan við Samkomuhúsið. Jólabærinn verður opnaður 20. nóvember nk. og þá á að vera búið að færa miðbæinn í jólabúning. Aðstandendur verkefnisins sóttu um styrk að upphæð 1,2 milljónir króna til atvinnumála- nefndar. Valur Knútsson for- maður nefndarinnar sagði að samþykkt hefði verið að leggja fram 600 þúsund krónur strax, þannig að hægt yrði að hefja undirbúning og framkvæmdir. Það yrði svo skoðað í framhald- inu hvort um frekari fjárveitingu yrði að ræða. Akureyrarkirkja Hádegis- tónleikar BJÖRN Steinar Sólbergsson org- anisti heldur hádegistónleika í Akureyrarkirkju á morgun, laugar- daginn 6. nóvember, kl. 12. Hádegistónleikarnir hefjast nú að nýju eftir hlé síðasta vetur vegna leyfis Björns Steinars, organista kirkjunnar. Hádegistónleikarnir eru liður í að auka þátt orgelsins í helgi- haldi kirkjunnar. A efnisskránni verða verk eftir Max Reger og Pál Isólfsson. Lesari á tónleikunum er sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Að- gangur er ókeypis og allir velkomn- ir. Léttur hádegisverður er í Safnað- arheimili eftir tónleikana. Stefnumótun í atvinnumálum Stofnun símennt- unarmiðstöðvar í undirbúningi UNDIRBÚNINGUR að stofnun símenntunarmiðstöðvar er nú í fullum gangi. Atvinnumálanefnd Akureyrar hefur sett saman undir- búningshóp til að vinna að stofnun slíkrar miðstöðvar og hefur dr. Ingi Rúnar Eðvarðsson, lektor hjá rekstrardeild Háskólans á Akur- eyri, verið ráðinn starfsmaður við undirbúning verkefnisins. Valur Knútsson, formaður at- vinnumálanefndar, sagði stefnt að því að af stofnun símenntunarmið- stöðvarinnar gæti orðið í byrjun næsta árs. Hann sagði jafnframt að um væri að ræða eitt af stefnu- mótunarverkefnum í atvinnumál- um fyrir Akureyii. Markmiðið að byggja upp öfluga miðstöð I undirbúningshópi verkefnisins eiga sæti, auk Vals, Ingi Bjöms- son, framkvæmdastjóri Slipp- stöðvarinnar og formaður stjórnar Verkmenntaskólans á Akureyri, Hjalti Jón Sveinsson, skólameist- ari VMA, Valgerður Bjamadóttir, forstöðufreyja Menntasmiðjunnar, Trausti Þorsteinsson, forstöðu- maður Rannsóknarstofnunar Há- skólans á Akureyri, og Hólmgeir Karlsson, oddviti Eyjafjarðar- sveitar og mjólkursamlagsstjóri KEA. Valur sagði að undirbúnings- hópurinn væri að fara yfir kosti slíkrar starfsemi og mundi í framhaldinu leggja fram tillögur að stofnun símenntunarmiðstöðv- ar. Efla á framboð á simenntun I skýrslu atvinnumálanefndar um stefnumótun í atvinnumálum fyrir Akureyri er fjallað um stofn- un „Símenntunarmiðstöðvar Norð- urlands." Markmiðið er að byggja upp öfluga miðstöð sem bjóði upp á fjölbreytt námsúival sem þjóni fyrirtækjum, stofnunum, mennta- stofnunum og almenningi. Jafn- framt að miðstöðin stuðli að sam- ræmingu framboðs á endurmennt- un og auknum tengslum atvinnu- lífs og skóla. Hlutverk miðstöðvarinnar verði að efla framboð á símenntun á Norðurlandi í nánum tengslum við aðila atvinnulífsins. Hlutverk mið- stöðvarinnar felist einnig í miðlun upplýsinga um framboð símennt- unar á landsvísu og sölu á þjón- ustu við skipulagningu símenntun- arlausna sem kæmu til móts við þarfir einstaklinga og fyrirtækja. í tengslum við miðstöðina verði rek- inn sumarháskóli sem bjóði upp á sumarnámskeið, m.a. í samstarfí við erlenda háskóla og aðila í ferðaþjónustu. Tímamót í umferðinni Honda HR-V er tímamótabíll. Með honum hefst ný öld í íslenskri umferð. Útlitið er ögrandi og framúrstefnulegt en þegar þú sest upp i bílinn uppgötvar þú að það er eitthvað alveg nýtt og frábært á ferðinni. Komdu og skoðaðu. ■Bff* mp n b l A - betri bíll Vatnagörðum 24 ■ Sími 520 1100 ■ www.honda.is Akranes: Bilver sf„ sími 43119B5. Akureyri: Höldur hf„ sími 461 3000. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., sími 4712011. Keflavík: Bílasalan Bílavík, sími421 7800. Veslmannaeyjar: BHaverkstæðið Bragginn, sími481 1535.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.