Morgunblaðið - 05.11.1999, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ljósleið-
ari yfír
Onundar-
fjörð
LJÓSLEIÐARI var lagður yfir
Önundarfjörð í gær, frá Flat-
eyri í átt að Holti, en starfs-
menn Landssíma íslands hf.
hafa þurft að bíða í rúma viku
eftir rétta veðrinu og það kom
loks í gær, en þá var milt og
gott í sjóinn.
Að sögn Hauks Loftssonar,
starfsmanns Landssímans, er
ljósleiðarinn um tveggja
kílómtra langur, en um tvo tíma
tók að leggja hann yfír fjörð-
inn. Hann sagði að Landssíminn
hefði nóg af verkefnum á Vest-
fjörðum og næst á dagskrá væri
að leggja ljósleiðara yfir
Tálknafjörð.
Haukur sagði að þó ekki
hefði verið hægt að leggja ljós-
leiðarann yfir Onundarfjörð
fyrr en í gær, hefði hann og
aðrir starfsmenn Landssímans
haft nóg að gera. Hann sagði að
á Isafirði væri verið að gera
hringtorg og að þeir hefðu nýtt
síðustu viku í að breyta legu
ljósleiðara sem lá þar um.
Fékk sýru í andlitið
er rafgeymir sprakk
Tveir starfsmenn frá fyrir-
tækinu Sjóverki aðstoðuðu
Landssímann við lögn ljósleið-
arans á Flateyri. í fyrradag
varð annar þeirra, Kjartan J.
Hauksson, fyrir því óhappi að
rafgeymir sprakk, með þeim af-
leiðingum að sýra skvettist í
andlitið á honum og hann hlaut
skurð undir augað.
„Ég var heppinn að missa
ekki sjónina því sýran fór í aug-
að á mér,“ sagði Kjartan. „Það
var mér til happs að það var
rennandi vatn um borð í bátn-
um og ég gat því skolað sýruna
af.“
Kjartan sagði að sjónin væri í
góðu lagi núna, en Iíklega hefði
hann haft aðra sögu að segja ef
sýran hefði náð að brenna aug-
að.
Morgunblaðið/RAX
Ljósleiðari var lagður yfir Onundarfjörð í gær. Bjarni Bjarnason,
starfsmaður Landssímans, var að undirbúa lögnina með því að þræða
ljósleiðarann upp á hjól. Uppi á hjólinu er Geir Guðmundsson, starfs-
maður Sjóverks.
Kjartan J. Hauksson, starfsmaður Sjóverks.
Foreldrar fá cndurgreitt frá
Leikskólum Reykjavrkur
Getur numið
hundruðum
þúsunda króna
ENDURGREIÐSLA Leikskóla
Reykjavíkurborgar til foreldra
eða forráðamanna þeirra barna,
sem send hafa verið heim af
leikskóla íyrr á daginn vegna
manneklu, kemur til með að
nema nokkrum hundruðum þús-
unda króna á þessu haustmiss-
eri að sögn Ragnhildar Erlu
Bjarnadóttur, fjármálastjóra
hjá Leikskólum Reykjavíkur.
„Ég veit ekki hver heildarupp-
hæðin verður en það er ljóst að
við erum að tala um einhver
hundruð þúsunda króna,“ segir
hún.
Lækkar um 2 þúsund krónur
Leikskólastjórar fylgjast með
því hvaða börn hafa verið send
fyrr heim af leikskólanum
vegna manneklu og hversu oft
og lækkar leikskólagjaldið
næsta mánuðinn á eftir í sam-
ræmi við það. Hafi barn til að
mynda verið sent heim um há-
degi einu sinni í viku í septem-
bermánuði lækkar leikskóla-
gjaldið, miðað við almennt gjald
og átta tíma vistun, um tæplega
átján hundruð krónur um mán-
aðamótin október/nóvember.
Reikningurinn hljóðar því upp á
um sautján þúsund og sex
hundruð krónur í stað 19.400
krónur.
Fyrsta endurgreiðslan
komin til framkvæmda
„Þannig verður skerðing í
október leiðrétt á seðlinum
fyrsta desember og skerðing í
nóvember leiðrétt á seðlinum
fyrsta janúar,“ segir Ragn-
hildur Erla. „Leikskólastjór-
inn lætur okkur til að mynda
vita í desember hvað hann hafi
þurft að skerða í nóvember og
við drögum það frá á næsta
seðli sem kemur fyrsta janú-
ar.“
Fyrsta endurgreiðslan kom til
framkvæmda nú um mánaða-
mótin síðustu en þá fengu um
hundrað foreldrar eða forráða-
menn leikskólabarna lægri
reikning en ella. Alls fá því for-
eldrar eða forráðamenn um 350
bama senda leiðrétta greiðslu-
seðla á næstu mánuðum frá
Leikskólum Reykjavíkur. Að
sögn Ragnhildar hefur það legið
ljóst fyrir í allt haust að foreldr-
ar eða forráðamenn fengju end-
urgreiðslu hafi böm þeirra veríð
send fyrr heim af leikskólanum.
Fleiri leikskólar segja
upp samningum
Aðspurð segist Ragnhildur
gera ráð fyrir því að um tíu leik-
skólar í Reykjavík komi til með
að segja upp dvalarsamningum
barna á þessu haustmisseri
vegna manneklu en að auki er
vitað um leikskóla sem hyggjast
segja upp dvalarsamningum
barna á næstu mánuðum til
vonar og vara ef sú staða skyldi
koma upp að skortur yrði á
starfsfólki.
Fullmannað er á leikskólan-
um Sólhlíð í Reykjavík en Elísa-
bet Auðunsdóttir leikskólastjóri
segir að þrátt fyrír það verði
dvalarsamningum barna sagt
upp og nýir gerðir í staðinn um
áramótin. Hún segir að þó skól-
inn sé fullmannaður núna geti
allt eins komið upp sú staða eins
og í öðrum leikskólum borgar-
innar að skortur verði á starfs-
fólki. Hún segir að verði núgild-
andi samningi ekki sagt upp
geti leikskölinn þurft að lenda í
þeirri aðstöðu að brjóta lög með
því að senda börn heim vegna
manneklu.
Andlát
Haustráðstefna Félags löggiltra endurskoðenda
EYÞÓR
STEFÁNSSON
Tvær hindranir
í vegi netviðskipta
EYÞÓR Stefánsson,
tónskáld og heiðurs-
borgari Sauðárkróks,
er látinn á 98. ald-
ursári.
Eyþór fæddist á
Sauðárkróki 23. janú-
ar 1901 og bjó þar allt
sitt líf. Foreldrar hans
voru Stefán Sigurðs-
son og Guðrún Jónas-
dóttir. Hann fékk
snemma áhuga á tón-
list og byrjaði að
syngja í kirkjukór
Sauðúrkrókskirkju sex
ára gamall. Hann
stundaði tónlistarnám í Reykjavík
veturinn 1928 hjá Emil Thorodd-
sen og Páli ísólfssyni, auk þess
sem hann nam leiklist hjá Indriða
Waage. Framhaldsnám í tónlist og
leiklist stundaði hann í Hamborg
1934.
Eyþór vann skrifstofu- og versl-
unai-störf á Sauðárkróki 1923-1948
og kenndi börnum tónlist og leik-
list á langri starfsævi. Hann var
organisti og kórstjóri við Sauðár-
krókskirkju 1929-1972. Auk þess
var hann skólastjóri Tónlistarskóla
Sauðárkróks frá stofn-
un 1964 og til 1974.
Eyþór var einn af
stofnendum Lúðra-
sveitar Sauðárkróks
og stjórnandi hennar á
fyrstu árunum. Hann
tók einnig þátt í að
stofna leikfélag á
Sauðárkróki og lék og
stýrði uppsetningum á
fjölmörgum sýningum.
Éyþór stjómaði enn-
fremur karlakór á
Sauðárkróki í nokkur
ár, starfaði með ung-
mennafélaginu Tinda-
stóli og með Rótaryklúbbi Sauðár-
króks.
Eyþór var afkastamikið tón-
skáld, en eftir hann liggja m.a. fjöl-
mörg sönglög sem nutu hylli. Hann
hlaut margvíslegar viðurkenningar
fyrir ævistarf sitt og var m.a. heið-
ursfélagi í fjölmörgum félögum
sem hann starfaði í. Árið 1971 var
hann gerður að heiðursborgara
Sauðárkróks.
Eyþór kvæntist Sigríði Stefáns-
dóttur, en hún er látin. Þau eignuð-
ust eina dóttur sem einnig er látin.
„ÞAÐ hefur enginn grænan grun
um hversu mikil áhrif viðskipti á
Netinu munu hafa á okkar samfé-
lag. Tímaritið Economist spáir að
árið 2003 fari um 6% af smásölu
fram gegnum Netið. Ef við fylgjum
þeirri þróun og hlutfallið verði 6%
hér á Islandi, að þá værum við að
tala um 3-4 milljarða króna veltu
eftir þrjú ár.“
Þetta sagði Tryggvi Jónsson, að-
stoðarforstjóri Baugs hf„ meðal
annars í erindi sínu um verslun á
Netinu sem hann hélt á haustráð-
stefnu Félags löggiltra endurskoð-
enda sem haldið var undir yfir-
skriftinni „Nýir straumar á nýrri
öld.“ I máli hans kom einnig fram
að tvær hindranir væru í dag í vegi
fyrir viðskiptum á Netinu. „Þessar
tvær hindranir eru að fólk treystir
ekki á öryggi viðskiptanna. Og
einnig eru þeir sem skoða vefsíður á
Netinu fyrst og fremst að nota það
til upplýsingaöílunar," sagði
Tryggvi.
Hann sagði einnig að 62% af við-
skiptum á Netinu hefðu verið við
fyrirtæki sem hefðu verið í rekstri
áður, en hefðu ekki verið stofnuð
sérstaklega til þess að eiga í við-
skiptum á Netinu.
Sigurjón Pétursson, stjórnarfor-
maður Korts hf. og framkvæmda-
stjóri stjórnunarsviðs hjá Skýrr hf„
hélt erindi um kortaviðskipti og
þær breytingar sem fyrirsjáanlegar
ei-u á því sviði. Hann fjallaði m.a.
um nýja staðla sem lúta að raffé, ör-
yggi viðskipta og örgjörvum á nýj-
um gerðum greiðslukorta, svoköll-
uðum örgjörvakortum.
Hann spurði í máli sínu hvers
vegna einstaklingar ættu að taka
upp örgjörvakort, og svaraði því til
að kortin sameinuðu mörg kort í
einu. Hann taldi að rafrænar undir-
skriftir og dulkóðun upplýsinga
gæti aukið verulega öryggi í við-
skiptum, en tæknilausnir gætu þó
aldrei útilokað misnotkun algerlega.
í lokaorðum sínum sagði Sigur-
jón m.a. að „það er ljóst að mikil og
hröð þróun er framundan og tæki-
færi eru þar sem breytingamar og
erfiðleikarnir eru til staðar. Það er
einnig ljóst að kortin munu spila
veigameira hlutverk og ör-
gjörvakort munu leika aðalhlut-
verkið."
Frosti Sigurjónsson, forstjóri
Nýherja hf„ sagði í erindi sínu „Ný-
ir straumar í upplýsingatækni" m.a.
að öll svið upplýsingatækninnar
væru í hraðri þróun. „Það er alveg
sama hvaða hugmyndir við gerum
okkur um framtíðina. Hún verður
eflaust mun framúrstefnulegri og
þróast hraðar en við búumst við.“
Hann sagðist telja að fyrirtæki
væru allt of sein að bregðast við
þróuninni, og þá fengju keppinautar
tækifæri.
A ráðstefnunni hélt einnig erindi
J. Efrim Boritz, prófessor við Uni-
versity of Waterloo sem er stutt frá
Toronto í Kanada, en hann starfar
við miðstöð fyrir upplýsingakerfí.
Hann fjallaði í máli sínu um traust
til netviðskipta, og kynnti hann tvö
verkefni þar að lútandi, en þau eru
WebTrust sem snýr að viðskipta-
vinum og SysTrust sem snýr að
kerfunum sjálfum.