Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 28

Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Rússneski herinn opnar flóttaleið fyrir stríðshrjáða íbúa Tsjetsjníu Þúsundum flóttamanna hleypt yfír landamærin Sleptsovskaja, Moskvu. Reuters, AFP, AP. Rússneskur hermaður lítur um öxl og bfður eftir félaga sínum. RÚSSNESKIR hermenn hleyptu þúsundum flóttamanna yfír landa- mæri Tsjetsjníu og Ingúsetíu í gær, annan daginn í röð, eftir að flóttafólk- ið hafði þurft að bíða þar í rúma viku vegna tilrauna Rússa til að draga úr flóttamannastraumnum. Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, olli urg í Aserbaídsjan og Georgíu með því að leggja til að krafíst yrði vegabréfsáritana við landamæri ríkj- anna að Rússlandi til að koma í veg fyrir að herskáir múslimar kæmust þaðan til Tsjetsjníu. Hermenn í lítilli eftirlitsstöð milli Tsjetsjníu og Ingúsetíu hleyptu um 500 manns á klukkustund yfir landa- mærin í gær. Daginn áður höfðu um 3.500 flóttamenn fengið að fara til Ingúsetíu þegar slakað var á ströng- um takmörkunum við ferðum yfir landamærin. Flóttamannastraumurinn stöðvað- ist nokkra hríð í gær þegar hópur flóttafólks ruddist að gaddavírsgirð- ingu landamærastöðvarinnar er bíla- lest embættismanna var hleypt í gegn. Landamæraverðirnir hleyptu af byssum til að stöðva mannfjöld- ann. Daginn áður höfðu tvær konur og barn beðið bana í ti-oðningi við landamærastöðina. Þúsundir örvinglaðra flóttamanna biðu enn við landamærin í gær í von um að komast sem fyrst frá Tsjet- sjníu. Landamæraverðirnir leyfðu nú í fyrsta sinn ungum tsjetsjenskum karlmönnum að fara til Ingúsetíu. Áður var aðeins konum, börnum og öldruðu fólki hleypt yfir landamærin. Urgur í Aserum og Georgíumönnum Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, lagði til á ríkisstjómar- fundi í gær að hafnar yrðu viðræður við ráðamenn í Kákasuslöndunum Aserbaídsjan og Georgíu um að kraf- ist yrði vegabréfsáritana við landa- mæri þeirra að Rússlandi þar til átökunum í Tsjetsjníu lyki. íbúar sovétlýðveldanna fyrrverandi hafa Leignbflstjórastríð í Suður-Afríku Átta í valnum eftir skot- bardaga Jóhannesarborg. Reuters. SAMKEPPNIN fnilli tveggja leigubílastöðva í bænum Empangeni í Suður-Afríku komst í gær á svo alvarlegt stig, að til skotbardaga kom milli liðsmanna þeirra. Átta lágu í valnum og að minnsta kosti þrettán aðrir særðust, að sögn Iögreglu. Til skotbardagans kom þegar liðsmenn einnar leigubílastöðv- arinnar renndu á bflum' sínum upp að bílum frá öðru leigubíla- fyrirtæki og kröfðust þess að þeir vikju af leigubflabiðstöð- inni, að því er talsmaður lög- reglunnar tjáði Reuters. „Þegar þeir neituðu að fara hófst skothríðin, þrátt fyrir að margir lögreglumenn hefðu verið nærstaddir. Við vissum að spenna var á milli leigubflafyr- irtækjanna," sagði talsmaður- inn. Einn maður var handtekinn og 19 byssur gerðar upptækar. Oft slær í brýnu milli leigu- bflastöðva i S-Afríku, sem keppast um að sitja að þeim leiðum þar sem flestra við- skiptavina er að vænta. hingað til ekki þurft vegabréfsárit- anir til að ferðast til Rússlands. Urgur var í embættismönnum Kákakuslandanna vegna tillögu Pútíns og þeir sögðust ekki skilja hvaða tilgangi hún ætti að þjóna. „Aserbaídsjan hefur mikil efnahags- leg og menningarleg tengsl við Rúss- land og ferðahöft myndu eflaust skaða þau,“ sagði Araz Azimov, að- stoðarutanríkisráðherra Aserbaídsj- ans. BANDARIKJASTJORN hefur breytt stefnu sinni í málefnum Ser- bíu og fallið frá því skilyrði fyrir af- námi viðskiptabannsins á landið að Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti láti af embætti. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, ræddi við átta leiðtoga serbnesku stjórnarandstöð- | unn^j á miðvikudag og sagði ,að ftjálsar og lýðræðislegar kosningar myndu nægja til að flestar refsiað- gerðanná yrðu afnumdar, til að mynda bann við flugferðum og sölu á olíu til Serbíu. Þessi stefnubreyting gæti komið bandarísku stjórninni í vanda ef Milosevic færi með sigur af hólmi í kosningunum en Albright og aðstoð- armenn hennar sögðust ekki hafa áhyggjur af því. „Mér finnst mjög, mjög erfitt að trúa því að Milosevic geti sigrað í frjálsum og lýðræðisleg- um kosningum," sagði Albright. Þegar fréttamenn spurðu hana um þann möguleika að Milosevic færi með sigur af hólmi svaraði hún: „Ef amma mín væri með hjól væri hún hjólhestur.“ „Við teljum að líkurnar á því að Milosevic sigri í frjálsum og lýðræð- Georgía liggur að Tsjetsjníu og rússneska stjómin heldur því fram að herskáir múslimar hafi komist þaðan inn í rússneska sjálfstjórnar- lýðveldið til að berjast með trú- bræðrum sínum. Aserbaídsjan ligg- ur að Dagestan, nágrannahéraði Tsjetsjníu, og Rússar telja að her- skáir múslimar frá Tyrklandi og Miðausturlöndum hafi farið þangað í von um að komást til Tsjetsjníu. Varnarmálaráðuneytið í Moskvu islegum séu svo hverfandi litlar að þær eigi ekki að hafa mikil áhrif á stefnuna," bætti háttsettur embætt- ismaður í utanríkisráðuneytinu við. Stefnubreytingin gæti styrkt stöðu serbnesku stjórnarandstöð- unnar án þess að styggja kjósendur í Serbíu sem taka því illa að erlend ríki blandi sér í stjórnmál landsins. „FrjáJsar og iýðræðislegar kosning- ar eru nokkuð sem öll serbneska þjóðin getur sameinast um og þetta skiptir því miklu máli fyrir serbnesku stjórnarandstöðuna,“ sagði bandaríski embættismaður- inn. Stefnubreytingunni fagnað Serbnesku stjórnarandstöðuleið- togarnir fögnuðu stefnubreytingu Bandaríkjastjórnar. „Við erum mjög ánægðir, sagði Zoran Djindjic, leið- togi Lýðræðisflokks Serbíu. „Þetta var meira en við væntum því við fengum skýr skilaboð um að við- skiptabannið verði afnumið eftir kosningar.“ Djindjic og hinir stjórnarand- stöðuleiðtogarnir sögðust ætla að halda áfram mótmælaaðgerðunum í sagði að um 300 málaliðar hefðu far- ið til Tsjetsjníu frá Tadjikistan og um 500 múslimar frá ýmsum löndum væru í þjálfunarbúðum í Afganistan til að undirbúa skæruhernað í Tsjet- sjníu. Rússar hvattir til að koma á vopnahléi Evrópuráðsþingið í Strassborg hvatti í gær Rússa til að koma á vopnahléi í Tsjetsjníu en leiddi að mestu hjá sér kröfur um að beita þá þrýstingi vegna brota þeirra á mann- réttindum Tsjetsjena. Þingið sam- þykkti mildilega orðaða ályktun þar sem Rússar voru hvattir til að „forð- ast hvers konar mannréttindabrot, árásir á óbreytta borgara og koma á vopnahléi“. Hernaðaraðgerðir Rússa hafa staðið í sex vikur og í gær beindust þær einkum að austurhluta Tsjetsjn- íu. Tsjetsjenar gerðu þar tólf árásir á rússnesku hersveitimar og Rússar héldu uppi loft- og stórskotaliðsárás- um á tsjetsjenska skæruliða sem hafa safnast saman við landamærin að Dagestan. Talsmaður rússneska hersins sagði að skæruliðarnir hefðu hafið skothríð á rússneska hermenn, sem voru innan landamæra Dagestans, og tíu skæruliðanna hefðu fallið. Rússneskar herflugvélar vörpuðu einnig sprengjum á þorp á öðrum svæðum í Tsjetsjníu í fyrrinótt og hermenn héldu uppi stórskotahríð á útjaðar Grosní, höfuðborgar sjálf- stjómarlýðveldisins. Tsjetsjenskir embættismenn komu saman í gær til að ræða hvern- ig hægt væri að hjálpa því fólki sem hefur ekki enn lagt á flótta þrátt fyr- ir árásimar. „Það er orðið erfitt að hjálpa fórn- arlömbum rússnesku árásanna þar sem Rússar hafa sprengt vegi og þegar eyðilagt margar brýr,“ sagði Kazbek Makhashev, aðstoðarforsæt- isráðherra Tsjetsjníu. „Oft er alveg ógerlegt að flytja hina særðu á sjúkrahús." Serbíu og tilraununum til að koma Milosevic frá völdum. Helstu stjórnarandstöðuflokkarn- ir í Serbíu hafa sameinast um þá kröfu að efnt verði án tafar til frjálsra og lýðræðislegra kosninga í Serbíu en stjórnvöld í Belgrad hafa hafnað henni. Kjörtímabili serbneska þingsins lýkur árið 2001. Einn stjórnarandstöðuflokkanna, Serbneska endurreisnarhreyfingin, kvaðst í gær ætla að leggja fram til- lögu um að kosningunum yrði flýtt á fundi þingsins á þriðjudaginn kemur. Flokkurinn hafði áður sagt að til- gangslaust væri að leggja slíka til- lögu fram þar sem ljóst væri að henni yrði hafnað strax. Albright kvaðst vera hlynnt áformum Evrópusambandsins um að sjá borgum undir stjórn andstæð- inga Milosevic fyrir olíu til húshitun- ar í vetur. Hún sagði að Bandaríkja- stjórn myndi fylgjast grannt með því hvort olían yrði notuð eins og til er ætlast. Bandaríkjastjóm hafði áður látið í ljósi áhyggjur af því að þessi áform gætu komið ráðamönnunum í Belgrad vel þar sem þeir myndu geta séð öðrum borgum fyrir meiri olíu. Morðin í Seattle Odæðis- mannsins er enn leitað Seattle. Reuters. LÖGREGLAN í Seattle í Banda- ríkjunum leitaði í gær manns, sem skaut tvo menn og særði aðra tvo á skrifstofu skipasmíðastöðvar í borg- inni í fyrradag. Var einn maður tek- inn til yfirheyrslu í gær en sleppt aftur. Maðurinn var í hermannafatnaði í felulitum er hann framdi morðin og lýst hefur verið eftir bfl, sem talið er líklegt, að hann hafi ekið. Átti at- burðurinn sér stað aðeins sólar- hringi eftir að annar maður myrti sjö vinnufélaga sína í Honolulu á Hawaii-eyjum. í Seattle kom maðurinn á skrif- stofur Northlake-skipasmíðastöðv- ai’innar vopnaður hálfsjálfvirkri byssu, gekk eftir löngum gangi að skrifstofu, sem er bakatil í húsinu, og skaut á alla fjóra mennina, sem þar voru. Virðist það benda til, að hann hafði ætlað sér að myrða einn eða fleiri mannanna en hafi ekki bara skotið á fólk af handahófi eins og stundum er með fjöldamorðingja. Lögreglan kom fljótlega á vettvang en þá var maðurinn genginn henni úr greipum. Virðist hún ekki hafa mikið í höndunum til að fara eftir. 13 börn skotín tíl bana daglega Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, vottaði aðstandendum hinna látnu samúð sína í fyrradag eins og hann hefur margsinnis mátt gera af sams konar tilefni. I fyrradag sagði hann, að Bandaríkjamenn væru allt of sinnulausir gagnvart ofbeldinu og benti á, að á hverjum degi væru 13 böm skotin til bana í landinu. -----------»♦♦------ Austur-evrópsk leyniskjöl á Ítalíu KGBlagði á ráðin um páfamorð Rúm. The Daily Telegraph. I AUSTUR-evrópskum leyniskjöl- um frá dögum kalda stríðsins, sem ítalskir þingmenn hafa nú undir höndum, kemur fram að sovézka leyniþjónustan KGB lagði á ráðin um að klekkja á páfanum. Er lagt til í einu skjalanna að hann verði myrtur. ítölsk dagblöð greindu frá því í byrjun vikunnar að samkvæmt upp- lýsingum, sem ítalska leyniþjónust- an hefði komizt yfir, mestmegnis úr austur-evrópskum skjölum, flestum tékkneskum, höfðu Sovétmenn miklar áhyggjur af þeim áhrifum sem Pólverji á páfastóli kynni að hafa á þjóðir kommúnistaríkjanna fyrir austan járntjald. Enzo Fragala, einn ítölsku þingmannanna sem skoðað hafa skjþlin, segir Sov- étmenn hafa ráðizt f „allsherjarat- lögu gegn Páfagarði“, sem hefði náð hámarki með morðtilrauninni gegn Jóhannesi Páli II páfa árið 1981. Fragala, þingmaður hægriflokks- ins Þjóðemisbandalagsins, segir að skjölin, sem afhent hafa verið þing- nefnd sem rannsakar hryðjuverk á áttunda og níunda áratugnum, sýni að KGB hafi séð fyrir þau áhrif sem páfinn, sem var kjörinn í embætti árið 1978, myndi hafa á austan- tjaldsþjóðirnar. Því reyndi leyni- þjónustan að vinna gegn þessum áhrifum með mikilli rógsherferð og réð innanbúðarmenn í Páfagarði sem njósnara. Lengi hefur legið grunur á að KGB hafi átt hlut að morðtilrauninni sem gerð var gegn páfa árið 1981. Bandarflrin breyta skilyrðum fyrir afnámi viðskiptabanns Falla frá því skilyrði að Milosevic fari frá Washington, Belgrad. Reuters.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.