Morgunblaðið - 12.11.1999, Side 41

Morgunblaðið - 12.11.1999, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÖVEMBER 1999 4l LISTIR Hluti af verki eftir Ingibjörgu Jóhannsdöttur af sýningunni Grafík í mynd sem sýnd er á Kjarvalsstöðum. Fjölskyldu- dagurá Kjarvals- stöðum Á KJARVALSSTÖÐUM verður sameiginleg leiðsögn fyrir böm og fullorðna um sýningar safnsins sunnudaginn 14. október kl. 15. Farið verður í ratleik ásamt safn- kennara þar sem hver þátttakandi fær í hendur tösku með vísbending- um. Þær leiða hann að ákveðnum verkum og vonandi að einhverri lausn á þeirri þraut sem listin oft er. Leiðsögn sem byggð er upp á leikjum og þrautum er nýjung í starfsemi safnsins og er að jafnaði einu sinni í mánuði. Á sunnudag kl. 16 verður einnig almenn leiðsögn um sýningarnar Grafík ímynd sem er sýning á inn- lendri og alþjóðlegri grafíklist og Katla Rögnu Róbertsdóttur í miðrými og utandyra -------------- Verk úr reka- viði í Keflavík ÞÓRARINN Sigvaldason heldur yfirlitssýningu á verkum sínum helgina 13.-14. nóvember í Iðns- veinafélagshúsinu, Tjarnargötu 7, Keflavík. Þórarinn vinnur mest úr rekavið í bland við annan efnivið úr sjó. Á sýningunni verða skúlptúrar, módelsmíðuð sófaborð og fleira. Verkin eru unnin á síðastliðnum fjórum árum. Þetta er fjórða einka- sýning Þórarins. -----♦-♦-♦--- Verkúr myndlistar- maraþoni NÚ stendur yfir í Gallerí Geysi, Hinu húsinu v/Ingólfstorg sýning á verkum úr myndlistarmaraþoni Unglistar 99. Þátttakendur í myndlistarmara- þoninu fengu 42 klukkustundir til að útfæra þemað „lífsstíll" og er nú afrakstur 30 þátttakenda til sýnis í galleríinu. Verðlaunaafhending fer fram á morgun, laugardag, kl. 16. Sýningin stendur til miðviku- dagsins 17. nóvember. Vertu í plús! Rúmur frítími gefúr fyrirheit um að gera ýmislegt sem alltaf hefur setið á hakanum. Láttu ekkert standa í veginum, njóttu þess að vera til og hugsaðu um heilsuna. Plús3 er nýtt viðbit sem er fituskert með smjörbragði og inniheldur Omega-3 fitusýrur. Rannsóknir benda til að þær hafi góð áhrif gegn teðaköUtun ogá hjarta. Einnig inniheldur Plús3 A og D vítamin, en D vítamín er forsenda þess að líkaminn geti nýtt kalk úr fæðunni og varist þannig beinþynningu. Hugsaðu um plúsana! www.ostur.is y

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.