Morgunblaðið - 12.11.1999, Side 71

Morgunblaðið - 12.11.1999, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ Ein niyndanna á veggspjaldi Samtaka sykursjúkra. Samtök syk- ursjúkra gefa út veggspjald UT er komið veggspjald hjá Samtök- um sykursjúkra sem ber yfirskrift- ina „Kannast þú við þessi einkenni?“ Veggspjaldið er afsprengi hugmynd- ar Þóru Jónsdóttur, framkvæmda- stjóra samtakanna, sem kviknaði þegar kona nokkur kom á skrifstof- una og lýsti líðan sinni áður en syk- ursýki uppgötvaðist. Talið er að um 1000 íslendingar eða fleiri séu með ógreinda sykur- sýki. A meðan ekki fæst greining og viðhlítandi meðferð skemmast líffæri þeirra og þeir verða fyrir alvarlegu heilsutjóni. Markmiðið með útgáfu plakatsins er að ná til þessara ís- lendinga sem eru með tegund 2 af sykursýki án þess að vita af því. Sykursýki ógnar velferð þeirra sem eru komnir á miðjan aldur, eru aðeins of þungir og eiga ættingja með sykursýki. Þetta eru opinberar staðreyndir frá Alþjóða heilbrigðis- stofnuninni WHO varðandi insúl- ínóháða sykursýki. Sífellt fleiri greinast með sykursýki af tegund 2 og á næstu 12 árum er reiknað með að 100 milljónir manna í heiminum öllum bætist í hópinn. Á íslandi verða þetta um 2000 manns. Alþjóðadagur sykursjúkra er 14. nóvember. Daginn áður standa sam- tökin fyrir sykursýkisleit á höfuð- borgarsvæðinu og hvetja þau til og aðstoða við blóðsykurmælingar úti á landsbyggðinni. Dönsk hljöm- sveit á Naustkránni UANSKA danshljómsveitin Hotline leikur í Naustkránni laugardags- kvöld en hljómsveitin leikur og syngur tónlist frá 6. áratugnum. Hljómsveitina skipa: Kom Schil- icting, trommur, söngur, Dorthe Jensen, hljómborð, söngur, Allan Hansen, bassagítar, söngur og Flemming Mikkelsen, gítar, söngur. ------------ Handverks- markaður í Garðabæ HANDVERKSMARKAÐUR verð- ur á Garðatorgi á morgun, laugar- daginn 13. nóvember. Opið verður milli klukkan 10 og 18. Kvenfélagið sér um kaffisölu meðan á markaðn- um stendur FRÉTTIR Erindi um öryggismál á Norður-Atlantshafí DAVID Ai’chitzel, flotaforingi og æðsti yfirmaður varnarliðsins á Is- landi, heldur erindi á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna sam- vinnu (SVS) og Varðberg í Sunnusal, Hótel Sögu, laugardaginn 13. nóv- ember nk. Fundurinn hefst stundvís- lega kl. 12. Þetta er fjórði fyrirlestur ársins um málefni Norður-Atlants- hafsbandalagsins í tilefni 50 ára af- mælis NATO. Yfirmaður varnarliðsins mun ræða um hlutverk varnarstöðvar Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Keflavíkurflugvelli á þess- um tímamótum og hvernig hann sér hlutverk hennar þróast í náinni framtíð. Ai’chitzel mun jafnframt ræða um hlutverk varnarliðsins í for- tíð, nútíð og framtíð. í máli sínu mun flotaforinginn koma inn á öryggi og skipulag á flutningum og aðdráttum eftir siglingaleiðum Norður-Atlants- hafsins. David Architzel, flotaforingi, er fæddur árið 1951 í Ogdensburg í New York-fylki. Hann lauk BS gi’áðu í stærðfræði frá US Navel Academy árið 1973 en að því námi loknu hóf hann flugnám í flugskóla flotanst á Flórída, sem hann lauk 1975. Um svipað leyti lauk hann MS- gráðu í flugkerfisfræði frá Uni- versity of West-Florida. Hann hefur frá þeim tímna gegnt fjölda trúnað- arstarfa innan bandaríska flotans, m.a. varð hann yfirmaður á lq'arn- orkubátnum USS Dwight D. Eisen- hower árið 1990. Architzel hefur einnig stjórnað fleiri þekktum her- skipum eins og t.d. USS Theodore Roosevelt. Hann hefur hlotið margar viðurkenningar og orður bandaríska hersins og auk þess sæmdi Juan Carlos, konungur Spánar, hann orð- unnin Spanish Naval Cross og Merit á sl. ári. David Architzel var skipaður æðsti yfirmaður varnarliðsins fyrr á þessu ári. Hann og kona hans, Bar- bara, eiga tvær dætur og einn son, John, sem er á Islandi með foreldr- um sínum. Fundurinn er opinn félagsmönn- um SVS og Varðbergs auk þess öllu áhugafólki um erlend málefni Norð- ur-Atlantshafsbandalagsins og þró- un öryggis- og stjórnmála í Evrópu. Námsmenn fá 50% afslátt. -------♦-♦-♦------- Basar Dóm- kirkjunnar á morgun HINN árlegi basar Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnai’ verður á morgun, laugrdaginn 13. nóvember, og hefst hann kl. 14. Basarinn verð- ur í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Lækjargötu 14a. Á basarnum verða hefðbundnar basarvörur og ýmsar aðrar vörur og föndur og auk þess verður þar kökubasar þar sem áreiðanlega má gera góð kaup fyrir jólin, segir í fréttatilkynningu. Einnig verður þar kaffi og vöfflur með sultu og rjóma á vægu verði. Allur ágóði af basarnum rennur til líknarmála sem kirkjunefndai’- konur vilja styðja og ber þar hæst gjafir til líknarmála og til að prýða Dómkirkjunnar. 20-40% afsláttur til 26. nóvember Rýmum fyrir nýjum vörum Nýtt kortatímabil Við ætlum að vera flottar um jól og . FTTTíHWiTíTEir nfQO/c afmœlisafsia^ r föstudag og laugardag ** Full búð af nýjum vörum IANA Itölsk barnaföt jJHS' Lieaefínd Oua/itSt Þýsk barnaföt Skólavörðustíg 10 sími 551 1222 _______opið laugardag 10-16_______ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 71 Glæsilegir amerískir rafmagnsnuddpottar Acrylpottur í rauðviðargrind. Innb. hitunar- og hreinsikerfi. Vatns- og loftnudd. Engar leiðslur nema rafm. 16 amp. Einangrunarlok með læsingum. Sjálfv. hitastillir. Tilbúnir til afhendingar. Nokkrir pottar á ótrúlegu verði kr. 410.000 staðgr. Sýningarsalur opinn alla daga VESTAN ehf., Auðbrekku 23, 200 Kópavogi, sími 554 6171, fars. 898 4154. r 4 ■ Frábær tilboð Blússur Polyester-Velour. Sídd u.þ.b. 70 sm. Dragtir í úrvali Allar stærðir - margir litir. Verð frá kr. 2.900,- - 9.900,- (Sluelle DALVEGUR 2 - KÖPAVOGUR SÍMI: 564 2000 4.990, Fallegur jakki. Sídd u.þ.b. 82 sm. 100% polyester stretch efni. Fóðraður. 3.750, Stepp-jakki með kraga. Góðir vasar. Vatteraðir og fóðraðir. Sídd u.þ.b. 82 sm. 890, Shopper. Falleg bæjar- taska með góðum hólfum. AUGIÝSINGAOEIID Sími: 569 1111 « Bréfsimi: 569 1110* Netfang: augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.