Morgunblaðið - 12.11.1999, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 12.11.1999, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ Ein niyndanna á veggspjaldi Samtaka sykursjúkra. Samtök syk- ursjúkra gefa út veggspjald UT er komið veggspjald hjá Samtök- um sykursjúkra sem ber yfirskrift- ina „Kannast þú við þessi einkenni?“ Veggspjaldið er afsprengi hugmynd- ar Þóru Jónsdóttur, framkvæmda- stjóra samtakanna, sem kviknaði þegar kona nokkur kom á skrifstof- una og lýsti líðan sinni áður en syk- ursýki uppgötvaðist. Talið er að um 1000 íslendingar eða fleiri séu með ógreinda sykur- sýki. A meðan ekki fæst greining og viðhlítandi meðferð skemmast líffæri þeirra og þeir verða fyrir alvarlegu heilsutjóni. Markmiðið með útgáfu plakatsins er að ná til þessara ís- lendinga sem eru með tegund 2 af sykursýki án þess að vita af því. Sykursýki ógnar velferð þeirra sem eru komnir á miðjan aldur, eru aðeins of þungir og eiga ættingja með sykursýki. Þetta eru opinberar staðreyndir frá Alþjóða heilbrigðis- stofnuninni WHO varðandi insúl- ínóháða sykursýki. Sífellt fleiri greinast með sykursýki af tegund 2 og á næstu 12 árum er reiknað með að 100 milljónir manna í heiminum öllum bætist í hópinn. Á íslandi verða þetta um 2000 manns. Alþjóðadagur sykursjúkra er 14. nóvember. Daginn áður standa sam- tökin fyrir sykursýkisleit á höfuð- borgarsvæðinu og hvetja þau til og aðstoða við blóðsykurmælingar úti á landsbyggðinni. Dönsk hljöm- sveit á Naustkránni UANSKA danshljómsveitin Hotline leikur í Naustkránni laugardags- kvöld en hljómsveitin leikur og syngur tónlist frá 6. áratugnum. Hljómsveitina skipa: Kom Schil- icting, trommur, söngur, Dorthe Jensen, hljómborð, söngur, Allan Hansen, bassagítar, söngur og Flemming Mikkelsen, gítar, söngur. ------------ Handverks- markaður í Garðabæ HANDVERKSMARKAÐUR verð- ur á Garðatorgi á morgun, laugar- daginn 13. nóvember. Opið verður milli klukkan 10 og 18. Kvenfélagið sér um kaffisölu meðan á markaðn- um stendur FRÉTTIR Erindi um öryggismál á Norður-Atlantshafí DAVID Ai’chitzel, flotaforingi og æðsti yfirmaður varnarliðsins á Is- landi, heldur erindi á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna sam- vinnu (SVS) og Varðberg í Sunnusal, Hótel Sögu, laugardaginn 13. nóv- ember nk. Fundurinn hefst stundvís- lega kl. 12. Þetta er fjórði fyrirlestur ársins um málefni Norður-Atlants- hafsbandalagsins í tilefni 50 ára af- mælis NATO. Yfirmaður varnarliðsins mun ræða um hlutverk varnarstöðvar Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Keflavíkurflugvelli á þess- um tímamótum og hvernig hann sér hlutverk hennar þróast í náinni framtíð. Ai’chitzel mun jafnframt ræða um hlutverk varnarliðsins í for- tíð, nútíð og framtíð. í máli sínu mun flotaforinginn koma inn á öryggi og skipulag á flutningum og aðdráttum eftir siglingaleiðum Norður-Atlants- hafsins. David Architzel, flotaforingi, er fæddur árið 1951 í Ogdensburg í New York-fylki. Hann lauk BS gi’áðu í stærðfræði frá US Navel Academy árið 1973 en að því námi loknu hóf hann flugnám í flugskóla flotanst á Flórída, sem hann lauk 1975. Um svipað leyti lauk hann MS- gráðu í flugkerfisfræði frá Uni- versity of West-Florida. Hann hefur frá þeim tímna gegnt fjölda trúnað- arstarfa innan bandaríska flotans, m.a. varð hann yfirmaður á lq'arn- orkubátnum USS Dwight D. Eisen- hower árið 1990. Architzel hefur einnig stjórnað fleiri þekktum her- skipum eins og t.d. USS Theodore Roosevelt. Hann hefur hlotið margar viðurkenningar og orður bandaríska hersins og auk þess sæmdi Juan Carlos, konungur Spánar, hann orð- unnin Spanish Naval Cross og Merit á sl. ári. David Architzel var skipaður æðsti yfirmaður varnarliðsins fyrr á þessu ári. Hann og kona hans, Bar- bara, eiga tvær dætur og einn son, John, sem er á Islandi með foreldr- um sínum. Fundurinn er opinn félagsmönn- um SVS og Varðbergs auk þess öllu áhugafólki um erlend málefni Norð- ur-Atlantshafsbandalagsins og þró- un öryggis- og stjórnmála í Evrópu. Námsmenn fá 50% afslátt. -------♦-♦-♦------- Basar Dóm- kirkjunnar á morgun HINN árlegi basar Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnai’ verður á morgun, laugrdaginn 13. nóvember, og hefst hann kl. 14. Basarinn verð- ur í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Lækjargötu 14a. Á basarnum verða hefðbundnar basarvörur og ýmsar aðrar vörur og föndur og auk þess verður þar kökubasar þar sem áreiðanlega má gera góð kaup fyrir jólin, segir í fréttatilkynningu. Einnig verður þar kaffi og vöfflur með sultu og rjóma á vægu verði. Allur ágóði af basarnum rennur til líknarmála sem kirkjunefndai’- konur vilja styðja og ber þar hæst gjafir til líknarmála og til að prýða Dómkirkjunnar. 20-40% afsláttur til 26. nóvember Rýmum fyrir nýjum vörum Nýtt kortatímabil Við ætlum að vera flottar um jól og . FTTTíHWiTíTEir nfQO/c afmœlisafsia^ r föstudag og laugardag ** Full búð af nýjum vörum IANA Itölsk barnaföt jJHS' Lieaefínd Oua/itSt Þýsk barnaföt Skólavörðustíg 10 sími 551 1222 _______opið laugardag 10-16_______ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 71 Glæsilegir amerískir rafmagnsnuddpottar Acrylpottur í rauðviðargrind. Innb. hitunar- og hreinsikerfi. Vatns- og loftnudd. Engar leiðslur nema rafm. 16 amp. Einangrunarlok með læsingum. Sjálfv. hitastillir. Tilbúnir til afhendingar. Nokkrir pottar á ótrúlegu verði kr. 410.000 staðgr. Sýningarsalur opinn alla daga VESTAN ehf., Auðbrekku 23, 200 Kópavogi, sími 554 6171, fars. 898 4154. r 4 ■ Frábær tilboð Blússur Polyester-Velour. Sídd u.þ.b. 70 sm. Dragtir í úrvali Allar stærðir - margir litir. Verð frá kr. 2.900,- - 9.900,- (Sluelle DALVEGUR 2 - KÖPAVOGUR SÍMI: 564 2000 4.990, Fallegur jakki. Sídd u.þ.b. 82 sm. 100% polyester stretch efni. Fóðraður. 3.750, Stepp-jakki með kraga. Góðir vasar. Vatteraðir og fóðraðir. Sídd u.þ.b. 82 sm. 890, Shopper. Falleg bæjar- taska með góðum hólfum. AUGIÝSINGAOEIID Sími: 569 1111 « Bréfsimi: 569 1110* Netfang: augl@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.