Morgunblaðið - 14.11.1999, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.11.1999, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 11 Morgunblaðið/Kristinn FERÐASKRIFSTOFA Á HVERJU HEIMILI? „Það hefur örugglega hvergi gerst að 2% einhverrar þjóðar hafi keypt eitthvað á Netinu - hvað þá af einu fyrirtæki! Þetta snertir þessa net- tilraunastofu sem ég nefndi áðan og skiptir ekki bara okkur máli heldur íslenskt viðskiptalíf í heild. Menn verða að koma auga á þennan mögu- leika og vera tilbúnir að fjárfesta í honum til að taka áhættuna.“ Markaðshlutdeild Flugleiða minnkar Flugleiðir eru fyrst og fremst á erlendum markaði. 80% tekna fé- lagsins af millilandaflugi koma er- lendis frá. „Við erum meira að segja komnir með tiltölulega litla mark- aðshlutdeild á Islandi og það er hlut- ur sem menn átta sig ekki á. Ein- ungis 50% Islendinga sem fljúga til útlanda í leiguflugi og áætlunarflugi fara með Flugleiðum. Markaðurinn hefur vaxið mjög hratt en okkar hlutdeild farið minnkandi. Mest var hún yfir 80% en að hluta til er þetta vegna þess að við erum ekki lengur með leiguflugið, til dæmis til sólar- landa. Fyrir sjö til átta árum vorum við með allt leiguflug fyrir Úrval- Útsýn, sem við eigum meira og minna, en bæði það fyrirtæki og Samvinnuferðir-Landsýn skipta nú við Atlanta af því að það er hag- kvæmara fyrir þau. Atlanta getur boðið leiguflugsþjónustuna ódýrari en við vegna þess hve félagið er með stórar vélar. Ef við ætluðum okkur að vera með samsvarandi verð og bil á milli sæta og Atlanta þyrftum við að vera með 220 sæti í 757-vélunum okkar, en erum með 189. Bretar fara meira að segja upp í 235 sæti í sínum 757- vélum. Þar munar 46 sætum! Þessu viljum við hins vegar ekki breyta.“ Gífurleg breyting á einum áratug Uppstokkun fyrirtækisins hófst fyrir alvöru 1989. „Við byrjuðum ár- FRAMTÍÐIN er hugsanlega sú að fólk kaupi flugmiða si'na í si- auknum mæli á Netinu í tölv- unni heima hjá sér. En skyldi jafnvel fara svo að fólk skipu- legði ferðir sinar einnig sjálft í framtíðinni? Flugleiðamenn trúa því að svo geti farið, a.m.k. til staða eins og íslands, og eru með 1 þróun hugbúnað í þessum tilgangi, sem þeir segja einstakan f heiminum. „Þetta er mjög háþróað kerfi, sem verður til þess að neytandinn getur raðað saman sinni eigin ferð heima hjá sér á vefnum, og þarna verður hægt að markaðssetja alla ferðaþjón- ustu á íslandi á einum stað á Netinu," segir Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs. „Viðskiptavinurinn slær inn upplýsingar um það hvað hann vill sjá og gera og á hvaða tíma, og sfðan skipuleggur töivan ferðina fyrir hann. Hann gæti óskað eftir bændagistingu í Eyjafirði, hestaferð í Skaga- firði, viljað fara til Vestmanna- eyja, Mývatns og upp á jökul - slær inn óskir sfnar og tölvan raðar ferðinni sfðan saman og sér hvort hún passar í tíma og rúmi. Hún þekkir allar flugsam- göngur og aðrar ferðir, hversu langan tíma tekur að komast á milli staða og þess háttar." Nokkrir undirverktakar koma að verkefninu og eru allir gífúrlega spenntir fyrir því, að sögn Flugleiðamanna. „Island er svolftið sérstakt, eins konar tilraunastofa varðandi Netið eins og við segjum stundum. Við höfúm hugsað okkur að byrja með þetta fyrir ísland en í fram- tfðinni gæti fólk einnig skipu- lagt ferðir annað. Ekki Mallorca eða Bandaríkjanna; allar ferða- skrifstofur bjóða upp á alls kyns ferðir þangað, en ég nefhi Nova Scotia, Alaska, Nýja Sjáland, Ástralíu og Noreg. Víða erlend- is vita ferðaskrifstofúr h'tið um ísland og hættan er sú að það verði hreinlega til trafala. Að annaðhvort séu gefnar lélegar upplýsingar vegna vankunnáttu eða viðskiptavininum sé hrein- lega beint eitthvert annað; á stað sem starfsfólkið þekkir bet- ur. Þetta er því mikið tækifæri fyrir Island.“ Apparatið er dýrt og mark- aðssetning mun lfka kosta sitt. En ekki er loku fyrir það skotið að það verði komið f notkun strax á næsta ári. „Þetta gæti auðvitað misheppnast en gæti líka slegið í gegn.“ Hugmyndin að þessu fyrir- bæri varð til þjá Flugleiðum en stefnan er að öll fslensk ferða- þjónusta geti verið með þegar þar að kemur. „Við sendum 900 fyrirtækjum spurningalista vegna þessa, áður en farið var af stað í þróun, og 650 svöruðu, sem eru frábærar viðtökur." Flugleiðamenn segja að ein- hvers staðar í heiminum sé ef- laust einhver að þróa eitthvað svipað og hér um ræðir, en spurningin sé hver verði fyrst- ur á markaðinn. ið áður en meginbreytingin hófst 1989. Þá kom fyrsta nýja þotan þeg- ar við byrjuðum að endurnýja flug- vélaflotann.“ Á þessum tíma snerist allt Norður-Atlantshafsflug fyrirtækis- ins um ferðir milli Lúxemborgar og Bandaríkjanna. Fjórar DC 8-vélar fóru á dag til Lúxemborgar en til samanburðar má geta þess að sex •slíkar fóru til Þýskalands á vegum Flugleiða allt sumarið 1989! Þar var um að ræða eina ferð á viku í einn og hálfan mánuð yfir sumartímann. „Við vorum með rúmlega 30% mark- aðshlutdeild til íslands frá Þýska- landi en Arnarflug var með mjög mikið af fluginu hingað." Þetta vor fór Steinn Logi Bjömsson, sem nú er framkvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs, til Þýskalands og tók við sem svæðisstjóri á meginlandinu. Hann fór út með þau skilaboð í farteskinu að næsta sumar yrði ferðum fyrirtækisins til Lúxemborg- ar fækkað úr fjórum á dag í eina og í stað þess að allt kapp væri lagt á að bjóða upp á ódýr fargjöld milli Lúx- emborgar og Ameríku yrði áhersla lögð á að fara að selja ísland.“ Raunar var hafist handa við tvennt; að fjölga ferðum til íslands og tengja aðra viðkomustaði Flug- leiða en Lúxemborg við Ameríku. Og nú, tíu árum síðar, fer fjórðung- ur farþega Flugleiða frá Bandaríkj- unum til meginlands Evrópu, íjórð- ungur til Bretlands, fjórðungur til Skandinavíu og fjórðungur til ís- lands. Áður fóru hins vegar 95% far- þega félagsins frá vesturheimi til Lúxemborgar! Flugleiðamenn segja lykilatriði í því að breytingin gat orðið að veru- leika að Flugstöð Leifs Eiríkssonar var tekin í notkun. Það gerðist 14. október 1987 og sú aðstaða sem þar skapaðist var alger forsenda áður- nefndra breytinga. Hún varð skipti- stöð, félagið tók í notkun nýjar vélar og fór samtímis að bjóða upp á nýtt farrými, Saga Class. Eigið fé fyrir- tækisins var mjög lítið, að sögn for- ráðamanna þess, árið 1989. I heilan áratug þar á undan var staðan raun- ar mjög slæm en eftir að tengikerf- inu var breytt og flugflotinn hafði verið endurnýjaður batnaði afkoma félagsins mjög og eigið fé jókst. „Við fórum út í flugvélaviðskipti tengd þessu og fyrirtækið í dag er allt ann- að en það var þarna. Við erum með nýjan flugflota, einn þann yngsta í heimi og erum reyndar að byrja að endurnýja hann aftur, fyrirtækið er fjárhagslega sterkt, við höfum stokkað upp innri uppbyggingu þess - farið í gegnum ákveðinn heilaþvott hér innanhúss með - og erum nú búnir undir baráttuna í þessari nýju veröld sem er nokkuð ógnvekjandi en alveg gífurlega spennandi. Net- byltingin, sem við höfiim trú á að við stöndum frammi fyrir, er alveg ótrú- leg.“ Sigurður segir Island að mörgu leyti einstakt „og segja má að við sé- um líka einstakt fyrirtækij sem kem- ur okkur til góða núna. Eg held að ekkert fyrirtæki í allri þessari ferða- keðju sé í jafn mikilli snertingu við viðskiptavininn, alveg frá því hann pantar ferðina og þar til hann hefur upplifað hana. Við erum í landkynn- ingu og vitum hvernig viðbrögð eru við henni, erum með vöruþróun af því að við eigum ferðaheildsala á markaðnum og erum að búa til pakkana og svo mætti telja. SAS er til dæmis bara í því að flytja farþega og helst á viðskiptaf- arrými. Fyrirtækið var í alhliða ferðaþjónustu en seldi þau fyrir- tæki; er að vísu hluthafi í hóteli en það er rekið alveg sjálfstætt. Það að vera í þessu öllu er fyrst og fremst leið okkar út úr smæðinni, og smæðin verður eiginlega okkar styrkur." Sigurður segir markmið Flugleiða að skapa fyrirtækinu ímynd þannig að það verði öðruvísi en stóru flugfé- lögin, því erfitt sé að keppa við þau með þeirra vopnum á þeirra vígvelli. „Fáein stór bandalög í flugrekstri stjórna helmingnum af öllu flugi í heiminum í dag og allar horfur á að sú þróun gangi enn lengra. Því er spurning hvort við getum skapað okkur öðruvísi ímynd en aðrir sem gerir okkur að áhugaverðum kosti. Ef ekki gætum við þurft að flýja inn í eitthvert slíkt bandalag. Við viljum það ekki og verðum því að reyna þetta; ef við gerum ekkert er óhjá- kvæmilegt að við endum í slíku bandalagi." Sigurður heíúr nefnt þá hugsan- legu þróun að viðskiptavinurinn kaupi í farmiða í mjög auknum mæli beint af flugfélögum, en segir þró- unina vissulega geta orðið þveröf- uga. Hann upplýsir að í dag séu seldar pakkaferðir á vegum Flug- leiða í nafni verslanakeðja eins og Horten og Karstad í Þýskalandi, „og ef svo verður áfram er þessi sýn okkar á beint samband flugfélagsins við viðskiptivininn að engu orðin. Svo gæti auðvitað farið að þekkt fyr- irtæki á öðrum vettvangi,“ segir hann - og nefnir verslanakeðjuna Wal-Mart í Bandaríkjunum sem dæmi - „færi að selja flugsæti í gegnum netverslun sína; keypti þau af einhverjum flugfélögum, sem sæu síðan eingöngu um að fljúga. Að flugfélögin yrðu sem sagt þrælar annarra. Þetta er hugsanleg þróun. Eða að ferðaskrifstofur og ferða- heildsalar yrðu í þessu hlutverki og flugfélögin þrælar þeirra. Allir Am- eríkanar þekkja Wal-Mart en miklu færri American Airlines," segir Sig- urður. „Það er gífurlega mikilvægt fyrir okkur og alla aðra sem standa frammi fyrir þessum rosalega snjó- bolta, sem tækniþróunin er, að líta ekki á breytingamar sem ógnun heldur tækifæri. Það er grundvallar- atriði. Margir sjá aðeins vandamálin og hafa miklar áhyggjur af breyting- um, en það er vonlaust að reyna að stöðva þær. Hægt er að setja þetta í sögulegt samhengi því hið sama ger- ist á öllum tímamótum í sögunni. Stofnanir eða fyrirbæri sem eiga mjög sterk ítök og hagsmuni í kerf- inu eins og það var verða fórnarlömb breytinga ef þau skynja þær ekki tímanlega. Og við erum ákveðnir í að verða ekki fórnarlömb heldur nýta tækifærin sem breytingarnar veita okkur.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.