Morgunblaðið - 14.11.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.11.1999, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Bakke tekur við af Terti DANINN Hans Bakke tekur líklega við þjálfun eistneska landsliðsins í knattspyrnu af Teiti Þórðarsyni. Það getur þó ekki orðið fyrr en um mitt næsta ár, þar sem Bakke er samningsbund- inn sem þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Álaborgar. Ekki spurning um hvort heldur hvenær „Það er aðeins spurn- ing um hvenær Bakke getur tekið við. Ekkert hefur verið skrifað und- ir, en ég vonast til þess að það verði hægt innan 25 daga,“ sagði Aivar Pohlak, stjórnarmaður eistneska knattspyrnu- sambandsins í gær. Áætlað er að þar til þá verði landsliðið undir stjórn aðstoðarmanns Bakkes. HANDKNATTLEIKUR Wislander áfram í herbúðum Kiel Magnus Wislander, leikstjórnandi heims- meistara Sviþjóðar í handknattleik og þýska meistaraliðsins Kiel, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til loka leiktíðarinnar í sumarbyrjun 2001. Wislander hafði áður gefíð í skyn að hann hygðist leggja skóna á hilluna eftir Ólymp- íuleikana næsta haust þar sem hann hygðist freista þess að vinna gull á leik- unum en það er það eina sem hann hefur ekki unnið með sænska liðinu á löng- um ferli sínum, en Wislander er nú 35 ára. Wislander hefur verið í herbúð- um Kiel síðan 1989 og hefur síð- ustu ár verið fyrirliði liðsins, sem hefur verið sérlega sigursælt, unnið fímm sinnum þýska meist- aratitilinn, í tvígang verið bikar- meistari og einu sinni staðið uppi sem sigurvegari í EHF-keppninni. Vonast Wislander til þess að á þeim tveimur árum sem.hann ætl- ar að leika með félaginu til viðbót- ar takist því að vinna Evrópu- keppni meistaraliða. Takist það og verði Svíar Ólympíumeistarar næsta haust verður Wislander einn allra sigursælasti handknatt- leiksmaður sögunnar. Auk titla með Kiel hefur hann í þrígang orðið heimsmeistari með Svíum, tvísvar Evrópumeistari og silfur- hafi á síðustu Ólympíuleikum. Sýningarleikur í Japan Á undanförnum árum hefur það verið liður í kynningu á NBA- deildinni í körfuknattleik að líð úr deildinni fari út fyrir land- steinana og leiki einn sýningarleik í upphafi keppnistímabils. Það kom nú í hlut leikmanna Sacramento Kings og Minnesota Timberwolves að bregða sér til Japans og leika í Tókýó. Hér á myndinni má sjá Chris Webber, leikmann Sacramento, sem vann leikinn 100:95, sýna hvað hann kann fyrir sér - sendir stoðsendingu til félaga síns undir körfu Minnesota. FRJÁLSÍÞRÓTTIR FRI velur Aþenuhóp FRJÁLSÍÞRÓTTASAM- BAND íslands hefur valið svonefndan Aþenuhóp, úr- valshóp ungmenna sem stefna að þátttöku á Ólymp- íuleikunum í Aþenu árið 2004 og hafa náð tilskildum árangri til að það teljist raunhæft markmið. Hópinn skipa fimm FH-ingar. Þeir eru Björgvin Víkingsson, sem keppir í 400 m hlaupi, Daði Rúnar Jónsson, í 800 m hlaupi, Ingi Sturla Þórisson, í 110 m grindahlaupi, Jónas Hlynur Hallgrímsson, í þrístökki og Silja Úlfars- dóttir, í 200 og 400 m hlaupi. Annað frjálsíþrótta- fólk í hópnum eru kúlu- varparinn Vigfús Dan Sig- urðsson úr ÍR, kringlukast- arinn Óðinn Björn Þor- steinsson, einnig úr IR, Ivar Örn Indriðaspn, 200 m hlaupari úr Ármanni, og Anna Margrét Ólafsdóttir úr UFA, sem keppir í 100 m grindahlaupi og stangar- stökki. Öll eru þau fædd á árunum 1981 til 1983. Hóp- urinn er valinn til eins árs í senn. Hann kemur saman í fyrsta sinn í æfingabúðum á Laugarvatni 12. til 14. nóv- ember nk. Enski boltinn, við erum á leiðinni Hin ótrúlega saga um yfirtöku íslenskra fjárfesta á enska 2. deildar knattspyrnufélaginu Stoke City verður birt á mánudag. Þar er staðfest að ísland er orðið sterkt afl í einni af fremstu knattspyrnudeildum Evrópu. Lestu alla söguna á www.stokecity.co.uk FYRSTIR MEÐ FRETTIRNAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.