Morgunblaðið - 14.11.1999, Síða 18

Morgunblaðið - 14.11.1999, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Bakke tekur við af Terti DANINN Hans Bakke tekur líklega við þjálfun eistneska landsliðsins í knattspyrnu af Teiti Þórðarsyni. Það getur þó ekki orðið fyrr en um mitt næsta ár, þar sem Bakke er samningsbund- inn sem þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Álaborgar. Ekki spurning um hvort heldur hvenær „Það er aðeins spurn- ing um hvenær Bakke getur tekið við. Ekkert hefur verið skrifað und- ir, en ég vonast til þess að það verði hægt innan 25 daga,“ sagði Aivar Pohlak, stjórnarmaður eistneska knattspyrnu- sambandsins í gær. Áætlað er að þar til þá verði landsliðið undir stjórn aðstoðarmanns Bakkes. HANDKNATTLEIKUR Wislander áfram í herbúðum Kiel Magnus Wislander, leikstjórnandi heims- meistara Sviþjóðar í handknattleik og þýska meistaraliðsins Kiel, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til loka leiktíðarinnar í sumarbyrjun 2001. Wislander hafði áður gefíð í skyn að hann hygðist leggja skóna á hilluna eftir Ólymp- íuleikana næsta haust þar sem hann hygðist freista þess að vinna gull á leik- unum en það er það eina sem hann hefur ekki unnið með sænska liðinu á löng- um ferli sínum, en Wislander er nú 35 ára. Wislander hefur verið í herbúð- um Kiel síðan 1989 og hefur síð- ustu ár verið fyrirliði liðsins, sem hefur verið sérlega sigursælt, unnið fímm sinnum þýska meist- aratitilinn, í tvígang verið bikar- meistari og einu sinni staðið uppi sem sigurvegari í EHF-keppninni. Vonast Wislander til þess að á þeim tveimur árum sem.hann ætl- ar að leika með félaginu til viðbót- ar takist því að vinna Evrópu- keppni meistaraliða. Takist það og verði Svíar Ólympíumeistarar næsta haust verður Wislander einn allra sigursælasti handknatt- leiksmaður sögunnar. Auk titla með Kiel hefur hann í þrígang orðið heimsmeistari með Svíum, tvísvar Evrópumeistari og silfur- hafi á síðustu Ólympíuleikum. Sýningarleikur í Japan Á undanförnum árum hefur það verið liður í kynningu á NBA- deildinni í körfuknattleik að líð úr deildinni fari út fyrir land- steinana og leiki einn sýningarleik í upphafi keppnistímabils. Það kom nú í hlut leikmanna Sacramento Kings og Minnesota Timberwolves að bregða sér til Japans og leika í Tókýó. Hér á myndinni má sjá Chris Webber, leikmann Sacramento, sem vann leikinn 100:95, sýna hvað hann kann fyrir sér - sendir stoðsendingu til félaga síns undir körfu Minnesota. FRJÁLSÍÞRÓTTIR FRI velur Aþenuhóp FRJÁLSÍÞRÓTTASAM- BAND íslands hefur valið svonefndan Aþenuhóp, úr- valshóp ungmenna sem stefna að þátttöku á Ólymp- íuleikunum í Aþenu árið 2004 og hafa náð tilskildum árangri til að það teljist raunhæft markmið. Hópinn skipa fimm FH-ingar. Þeir eru Björgvin Víkingsson, sem keppir í 400 m hlaupi, Daði Rúnar Jónsson, í 800 m hlaupi, Ingi Sturla Þórisson, í 110 m grindahlaupi, Jónas Hlynur Hallgrímsson, í þrístökki og Silja Úlfars- dóttir, í 200 og 400 m hlaupi. Annað frjálsíþrótta- fólk í hópnum eru kúlu- varparinn Vigfús Dan Sig- urðsson úr ÍR, kringlukast- arinn Óðinn Björn Þor- steinsson, einnig úr IR, Ivar Örn Indriðaspn, 200 m hlaupari úr Ármanni, og Anna Margrét Ólafsdóttir úr UFA, sem keppir í 100 m grindahlaupi og stangar- stökki. Öll eru þau fædd á árunum 1981 til 1983. Hóp- urinn er valinn til eins árs í senn. Hann kemur saman í fyrsta sinn í æfingabúðum á Laugarvatni 12. til 14. nóv- ember nk. Enski boltinn, við erum á leiðinni Hin ótrúlega saga um yfirtöku íslenskra fjárfesta á enska 2. deildar knattspyrnufélaginu Stoke City verður birt á mánudag. Þar er staðfest að ísland er orðið sterkt afl í einni af fremstu knattspyrnudeildum Evrópu. Lestu alla söguna á www.stokecity.co.uk FYRSTIR MEÐ FRETTIRNAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.