Morgunblaðið - 14.11.1999, Page 22

Morgunblaðið - 14.11.1999, Page 22
22 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ L r LISTIR Dagur íslenskrar t tungu DAGUR íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur í fjórða sinn þriðjudaginn 16. nóvember. Inntak dagsins í ár er skólinn og tungan og hefur áhersla verið lögð á tengingu við upplestrarkeppni grunnskólanema sem hleypt er af stokkunum í tilefni dagsins, og þátt- töku skólabarna í degi íslenskrar tungu. Öllum skólastofnunum landsins voru send bréf og vegg- spjald til að minna á daginn. Framkvæmdastjórn dagsins hvetur til umræðu um skólann og tunguna. I tengslum við þá áherslu gengst ís- lensk málnefnd fyrir sérstöku mál- ræktarþingi í hátíðarsal Háskóla ís- lands, laugardaginn 20. nóvember, undir yfirskriftinni Islenskt mál og menntun. Viðfangsefni þingsins er meðal annars íslenskukennsla á öll- um skólastigum. A degi íslenskrar tungu stendur menntamálaráðuneytið fyrir sam- komu í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Athöfnin hefst klukkan 16:30 og er hún öllum opin. Við það tækifæri mun menntamálaráðherra m.a. veita Verðlaun Jónasar Hall- grímssonar og sérstakar viðurkenn- ingar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Aður hafa Vilborg Dagbjarts- dóttir, rithöfundur og kennari, Gísli Jónsson, menntaskólakennari, og Þórarinn Eldjám, rithöfundur, hlot- ið Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Verðlaunahafinn hlýtur 500 þúsund Sýning’um lýkur Hönnunarsafn ís- iands, Garðatorgi KYNNINGARSÝNINGU ný- stofnaðs Hönnunarsafns Is- lands, Islensk hönnun 1950-1970, sem staðið hefur yf- ir á Garðatorgi í Garðabæ, lýk- ur á mánudag. A sýningunni er m.a. sýnis- hom af húsgagnahönnun, lampahönnun, textflhönnun, leirlist, silfursmíði og grafískri hönnun frá ámnum 1950-70. Sýningin er opin virka daga kl. 14-19 og kl. 12-19 um helgar. Aðgangur er ókeypis. krónur og Ritsafn Jónasar Hall- grímssonar í hátíðarbandi. íslands- banki hf. leggur til verðlaunin. Þá verður bein útsending frá Hótel Borg, þriðjudaginn 16. nóvember, kl. 16:15 þar sem kynnt verða úrslit á vali framhaldsskólanema á bestu dagskrárgerðarmönnunum. I vali þeirra var einkum tekið mið af mál- fari, framburði og framsetningu efn- is. Nokkrar útvarpsstöðva landsins munu senda út beint frá Hótel Borg þar sem tilkynnt verður um valið. Guðríður Haraldsdóttir hefur um- sjón með því verkefni. Annað sem m.a. verður á dagskrá í tilefni dags íslenskrar tungu er: Mál- þing í sal Þjóðarbókhlöðunnar kl. 9- 16 sem hefur yfirskriftina Menning- ararfurinn: Varðveisla og aðgengi í Ijósi nýrrar tækni, málþing. í húsi Máls og menningar Laugavegi 18 kl. 20 verður dagskrá og upplestur í til- efni útkomu nýrrar ævisögu Jónasar Hailgrímssonar. Leiksýning túlkuð á íslenskt táknmál í Borgarleikhúsinu 20. og 28. nóvember. Sigrún Edda Theódórsdóttir túlkar sýninguna Leitin að vísbendingu um vitsmuna- líf í alheiminum. Fólk hvatt til að flagga Það er höfuðatriði að dagur ís- lenskrar tungu sé álitinn hátíðis- dagur móðurmálsins, dagur sem Is- lendingar nota til að minnast og íhuga þá sérstöðu sem endurspegl- ast í tungunni. I tengslum við þetta markmið hvetur menntamálaráðu- neytið til þess að flaggað verði hinn 16. nóvember í tilefni dagsins. í framkvæmdastjórn dagsins, sem menntamálaráðherra skipar, eiga sæti þau Kristján Amason, prófess- or, Ólafur Oddsson, menntaskóla- kennari, Sigmundur Ernir Rúnars- son, varafréttastjóri Stöðvar tvö, Vilborg Dagbjartsdóttir, grunn- skólakennari, og Þorgeir Ólafsson, deildarsérfræðingur í menntamála- ráðuneytinu, sem jafnframt er for- maður stjómarinnar. Verkefnis- stjóri dags íslenskrar tungu er Ingi- björg B. Frímannsdóttir. Sett hefur verið upp heimasíða á vef ráðuneytisins þar sem er að finna upplýsingar um verkefnið, hug- myndabanka og fleira. Slóð vefjar- ins er: http://brunnur.stjr.is/- mm/dit/ Lifæðar ljiíka hringferð sinni á Sjúkrahúsi Reykjavikur Morgunblaðið/Jim Smart Frá lokaopnun Lífæða. Jóhannes Pálmason framkvæmdasljóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, Hannes Sigurðsson frá ART.IS, Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu og Birgir Thorlacius frá Glaxo Wellcome á íslandi. Hefur tekist vel og kryddað tilveruna MYNDLISTAR- og ljóðasýningin Lífæðar var opnuð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi á föstudag. Þar með lýkur hringferð sýningar- innar um landið. Islenska menningarsamsteypan ART.IS stendur að sýningunni sem var hleypt af stokk- um á Landspítalanum í byrjun janú- ar sl. en þaðan fór hún til sjúkra- húsanna á Akranesi, Isafirði, Sauð- árkróki, Akureyri, Húsavík, Vopna- firði, Seyðisfirði, Selfossi og Kefla- vík. Ellefti og síðasti viðkomustaður sýningarinnar á hringferð hennar um landið er svo Sjúkrahús Reykja- víkur. Hannes Sigurðsson hjá íslensku menningarsamsteypunni ART.IS segir hringferðina hafa gengið bet- ur en hann þorði að vona. „Sýning- unni hefur alls staðar verið vel tekið og ég heyrt það frá hjúkrunarfor- stjórum að hún hafi kryddað tilver- una. Hún hefur líka vakið fólk til umhugsunar um að það getur skipt máli að fegra spítala. Vonandi halda menn áfram að setja peninga í verk- efni af þessu tagi.“ Fjölbreytni einkennir sýninguna en Hannes segir markmiðið hafa verið að spanna íslenska listasögu í gróf- um dráttum. ,þVuðvitað eru ekki all- ir jafn hrifnir af verkunum. Um það snýst málið heldur ekki. Það snýst um að fá fólk tfl að staldra við - velta listinni fyrir sér. Það tel ég hafa tekist." Hannes bar hitann og þungann af uppsetningu sýningarinnar á stöð- unum ellefu og segir það hafa verið meira mál en hann hugði í fyrstu. „Það er meira en að segja það að setja upp sýningu af þessu tagi - en það tókst. Það færði okkur heim sanninn uih það að hægt er að keyra stórar sýningar á landsvísu. Það eykur okkur, sem kynnt höfum hugmyndir um Listahátíð Islands, bjartsýni en þær hugmyndir eru nú til skoðunar hjá Byggðastofnun. Ekki seinna vænna því fyrstu hátíð- inni yrði að hleypa af stokkunum árið 2001.“ Lækningarmáttur listarinnar Jóhannes Pálmason framkvæmda- stjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur tók við sýningunni og kvaðst í ávarpi gera það með mikilli gleði. „Það er frábært að fá sýningu sem þessa inn í sjúkrahúsið - ekki síst í skamm- deginu. Það birtir til. Þetta er frá- bært framtak sem seint verður full- þakkað.“ Jóhannes sagði að ekki hefði verið sýnd myndlist á sjúkrahúsinu í hálf- an annan áratug en á áttunda ára- tugnum voru sýningar í anddyri þess nokkuð algengar. Það var áður en sýningarsölum fjölgaði í borg- inni. „Það er gaman að sjá anddyrið lifna svona við aftur. Vonandi verð- ur framhald á þessu. Við vitum að það getur verið lækningarmáttur í listinni.“ Davíð A. Gunnarsson ráðuneytis- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu bar einnig lof á framtakið við opnunina. Sagði hugmyndina góða og skemmtflega. „Það er gömul saga og ný að það er ekki mikfl list á spít- ölum. Það þykir mér skjóta skökku við, því þar þarf fólk einmitt á henni að halda. A spítölum upplifir fólk oft sínar gleðilegustu stundir og að sama skapi sína mestu sorg. Þessar djúpu tilfinningar birtast oft og tíð- um hvergi betur en í listinni." Tflurð sýningarinnar er sú að for- ráðamenn ART.IS töldu þörf á að gleðja þá sem um sárt eiga að binda vegna sjúkdóma hér á landi. Var hugmyndinni vel tekið í heilbrigðis- geiranum og í framhaldi var leitað tfl lyfjafyrirtækisins Glaxo Wellcome á Islandi eftir aðstoð til að fjármagna verkefnið. Tólf myndlistarmenn sýna samtals þrjátíu og fjögur myndverk og tólf ljóðskáld birta átján Ijóð undir merkjum Lífæða. Listamennirnir eru á ólíku aldursreki en allir leggja þeir út frá lífinu og tilver- unni. Myndlistarmennirnir eru: Bragi Asgeirsson, Eggert Péturs- son, Georg Guðni, Haraldur Jóns- son, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hreinn Friðfmnsson, Hulda Há- kon, Ivar Brynjólfsson, Kristján Davíðsson, Osk Vilhjálmsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Tumi Magnússon. Ljóðskáldin eru: Bragi Ólafsson, Gyrðir Elíasson, Hannes Pétursson, Ingibjörg Haraldsdótt- ir, Isak Harðarson, Kristín Ómars- dóttir, Sigurður Pálsson, Sjón, Matthías Johannessen, Megas, Vil- borg Dagbjartsdóttir og Þorsteinn frá Hamri. Sýningunni lýkur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. desember. A létta leikhússtreng’i lll\I.INI Smíðavcrkslæöið LJÓÐAKABARETT Lög eftir Jóhann G. Jóhannsson við Ijóð Þórarins Eldjáms. Söngur: Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Öm Árnason og Stefán Karl Stefánsson. Bryndís Páls- dóttir, fiðla; Jóhann G. Jóhannsson, píanó/dragspil; Richard Korn, kontrabassi; Sigurður Flosason, saxofónar. í Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins, föstudaginn 12. nóvem- ber kl. 20:30. NAFNGIFTIN „ljóðakabarett“ er alfarið á ábyrgð undirritaðs. í fullri lengd hljóðaði 8. viðfangsefni Þjóð- leikhússins á 51. leikári nefnilega svo í prentaðri tónleikaskrá: „Meira fyrir eyrað: Bezt að borða ljóð 00 Ljóðaveizla í Þjóðleikhúsinu byggð á völdu ljóðmeti úr búri Þórarins Eldjárns (/) Borið fram með kart- öflumúsík Jóhanns G. Jóhannsson- ar.“ En sú skýrgreining kemst ekki með góðu móti fyrir í stöðluðum blaðagreinarhaus. Varð því ofan á bráðabirgðastimpillinn „ljóðakabar- ett“ um hérumræddan tón- og tal- flutning, þar sem skiptust á söngur og Ijóðaupplestur; hið síðara ýmist „secco a cappella" ef svo mætti kalla, eða sem melódrama við hljómsveitarundirleik. Fátt er viðkunnanlegra á rímlausri skrumöld, þar sem lúðrar eru þeytt- ir og bumbur barðar af minnsta til- efni, en þegar aðstandendur spila varning sinn niður með ofangreind- um hætti. Enn viðkunnanlegra er þegar máltíðin reynist pastursmeiri en matseðillinn lætur í veðri vaka. Að gamansemi ljóðmæla Þórarins Eldjáms sé ýfrið bitastæðari en vel- flest sem á borð hefur verið borið á síðari áratugum, er þjóðinni vel- kunnugt. Hitt er mönnum kannski ókunnara, að í tónsmíðum Jóhanns G. Jóhannssonar eigum við innan um perlur sem eiga erindi út fyrir stað og stund tiltekinna leiksýninga. Tónlist sem getur staðið fyrir sínu í hljóðritu einu - þó að njóti sín e.t.v. bezt á uppákomu sem þessari, ein- hvers staðar á milli þjónustuþarfa leiksviðs og hægindastólshlustunar heimahússins. Hinn illborganlegi „Tanngóma- tangó“ varð nokkurs konar sam- nefnari fyrir fagurslípaða hlátur- taugaupplifun kvöldsins. Bæði sem upphafsnúmer - í jafnillborganleg- um dfllandi meðförum Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og Arnar Amason- ar, ásamt hljómsveitar - og sem aukanúmer í lokin, þar sem flytj- endur, að uppsafnaðri upphitun, vöktu jafnt korrandi kæti sem þá þægilegu meðvitund að geta skemmt sér án þess að þurfa að skammast sín daginn eftir. Ekki ólíkt og þegar Tom Lehrer hér á ár- um áður kom milljónum manna til að verkja í kviðvöðvum án teljandi samvizkubits. Samvizka hlustenda var í góðu ástandi þetta kvöld. Hvort tveggja stóð undir sér, texti og tónlist, þótt á léttum nótum væri. Vonandi til marks um að hálfburðug áhugamennska fyrri ára sé loks far- in að syngja sitt síðasta hér um slóðir, líka þegar gamanmál eru annarsvegar. Örn Amason er fáséð fyrirbæri: leikari með „alvöru" söngrödd. Þar með er að vísu ekki allt fengið á tón- listarvísu. Þótt „beltari" sé af Þalíu náð, á Öm töluvert eftir óbrúað nið- ur á vísnasöngsvið brjósttóna, og hrynræn mótun hans hefði stundum mátt vera frjálslegri, sérstaklega þegar stfllinn færðist nær sveiflu. Að þessu leyti var Sigrún, ugglaust fjölhæfasta óperasöngkona lands- ins, honum ofjarl, því eins og vænta mátti lék söngkonan hvarvetna á als oddi. Hvort heldur fyrir láréttum gluggatjöldum sem í kyrrlátu vísnarauli - þótt sviðstúlkun hennar væri stöku sinni nálægt efra kanti, ólíkt sjóaðri undirspflun Amar. Stefán Karl Stefánsson komst klakklaust frá takmarkaðri söngr-ullu sinni, en lék á hinn bóginn aðalhlutverk í ljóðaframsögn milli söngatriða, sem mynduðu skemmti- legt samvægi í snurðulítilli fram- vindu. Fæstum þætti kabarettkvartett píanós, fiðlu, saxófóns og kontra- bassa láta mikið miðað við rokk- sveit, en samt hefðu ýmsir texta- staðir, þrátt fyrir skýran framburð flytjenda, vafalaust getað notið góðs af uppmögnun söngs. Slíkt er þó alltaf matsatriði, háð hljóm- burði og hvort leggja skuli meira upp úr nálægð en textaskilum. Kvartettinn var vel skipaður og náði merkilega góðri fyllingu, í? þrátt íyrir svolítið ósamstæða | áhöfn og framan af heldur hlé- | drægt píanó. Leikur ofangreindra fjórmenninga var samtaka og snarpur, sérstaklega í seinni hluta, og var athyglivert hvað fjarvist trommusetts veitti tónlistinni mik- ið svigrúm til ólíkra blæbrigða, allt frá þjóðlegum nótum, „Music Hall“, nikkuslagara, Bellmönskum vísnasöng, vínarvalsi og Weillsku- , legum leikhúsmarsi með snert af | djassi á stöku stað - að ógleymd- j, um blóðheitum argentínskum \ tangó undir násvölu yfirborði - og yfir í nærri því háklassíska kamm- ertónlist. Hin hrífandi og fjöl- breyttu lög Jóhanns spönnuðu flestallt tilfinningasviðið frá ang- urværum undirtóni og íbygginni kankvísi til hressilegs hláturs, en ávallt undir formerkjum gegnmús- íkalskrar smekkvísi og vandaðrar , raddfærslu. Slíkt situr ósjaldan eftir í undirvitund hlustandans, [■ jafnvel þegar slegið er á léttustu £ strengi augnabliksins. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.