Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Nýsköpun 99, sam- keppni um viðskipta- áætlanir sem haldin var fyrr á þessu ári, hlaut fádæma góðar undir- tektir. Nú styttist í að næstu samkeppni, Ný- sköpun 2000, verði hleypt af stokkunum og af því tilefni settust Guðrún Hálfdánardótt- ir og Skapti Hallgríms- son niður með nokkrum þeirra sem fengu viður- kenningu síðast, til að forvitnast um það hvernig þeim hefði gengið með verkefni sín og um gildi samkeppni af þessu tagi. Morgunblaðið/Sverrir Birg-ir Finnsson frá Lux Inflecta, til vinstri, og Ólafur Haukur Johnson, í hringborðsumræðunum. Þórður Helgason Þórður er rafmagnsverk- fræðingur og lauk Dipl,- Ing. prófí í heilbrigðis- verkfræði („Biomedizin- ische Technik") frá Há- skólanum í Karisruhe í Þýskalandi 1985. Hann stundaði rannsóknir við skólann og lauk þaðan doktorsgráðu 1990. Þórð- ur hefur verið forstöðu- maður Eðlisfræði- og tæknideildar Landspítal- ans frá 1990. NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnulífsins, Morgun- blaðið, Viðskiptaháskól- inn í Reykjavík og ráð- gjafarfyrirtækið KPMG stóðu í sameiningu að samkeppninni fyrr á ár- inu og svo verður einnig nú. Tilgangurinn er að hvetja fólk með ófull- gerða hugmynd að atvinnurekstri til að setja saman viðskiptaáætlun um hugmyndina með skipulegum hætti, til að efla hjá fólki hæfni og þor til að stofna til nýrrar atvinnu- starfsemi og örva með því nýsköp- un í íslensku atvinnulífi. Segja má að um óhefðbundna stóriðju sé því að ræða; virkjun hugmynda má kalla andlega stóriðju. Fyrstu verðlaun hlaut á sínum tíma viðskiptaáætlun fyrir fyrir- tækið Lux Inflecta sem ætlunin er að þrói og markaðssetji notenda- viðmótið Giza sem á að einfalda verklag við Java-tölvuforritun, einkanlega í dreifðri vinnslu. Önn- ur verðlaun hlaut viðskiptaáætlun- in Spaksmannsspjarir, sem fjallaði um stofnun fyrirtækis sem ætlunin er að markaðssetji íslenska hönnun fatafyrirtækisins Spaksmanns- spjarir á erlendum mörkuðum og fimm viðskiptaáætlanir urðu jafnar í þriðja sæti. Við borðið sitja ásamt blaða- mönnum þeir Birgir Finnsson tölv- unarfræðingur og einn eigenda Lux Inflecta, fulltrúar þriggja þeirra sem lentu í þriðja sæti og G. Agúst Pétursson, verkefnisstjóri samkeppninnar. Fulltrúar fyrir- tækjanna þriggja sem lentu í þriðja sæti eru; í fyrsta lagi Ólafur Hauk- ur Johnson viðskiptafræðingur sem hyggst stofna nýjan fram- haldsskóla, Hraðbraut, og bjóða úrvalsnemendum að ljúka stúd- entsprófi á tveimur árum í stað fjögurra. í öðru lagi Þórður Helga- son verkfræðingur og stjórnarfor- maður Kine ehf. sem hyggst þróa, framleiða og markaðssetja hreyfi- greini, sem er tæki ætlað fyrir heil- brigðisgeirann til að skoða hreyf- ingar fólks. Og í þriðja lagi Jón Sigfússon, en verkefni Jóns og samstarfsmanns hans í Patent ehf. hét Flugtaskan; lítil pappaaskja í formi ferðatösku sem hefur að geyma konfektmola ásamt litlum auglýsingamiðum. Það er einmitt Jón sem ríður á vaðið og segir frá sínu verkefni. Of einfalt? Jón: Félagi minn, Ámi Björn Skaptason, fékk hugmynd að flug- töskunni fyrir tveimur árum. Þetta er ekki merkilegur hlutur; ekkert rafmagn í þessu, engir tölvukubbar en við höfðum samt fulla trú á að þetta gæti gengið og langaði að láta reyna á það. Við byijuðum á að sýna Flugleiðum og Flugfélagi Is- lands hugmyndina. Bæði gerðu í fyrra samning um dreifingu á flug- töskunni til farþega sinna, Flugfé- lagið er byijað en Flugleiðir byrja væntanlega að dreifa henni um ára- mótin. Við áttum ekki fjármagn til að halda áfram með verkefnið og seld- um því notkunarréttinn innanlands og skiptum okkur ekkert af mark- aðnum hér lengur. Fórum þess í stað í að byggja upp ákveðið net í út- landinu utan um flugtöskuna, fund- um heppilega samstarfsaðila og er- um núna komnir með samninga um sölu á þessari hugmynd til flugfé- laga, skipafélaga, hraðlesta og hótel- keðja. Við erum líka komnir með samninga um sölu á auglýsingum inn í flugtöskuna í nokkrum löndum. Við höfum aðallega lagt áherslu á fjögur svæði: Skandinavíu, Miðjarð- arhafssvæði Evrópu, Mið-Ameríku og Suður-Ameríku og höfum samið við aðila um sérleyfi á þessum stöð- um. Við stofnuðum félag í London fyrr á þessu ári sem sinnir því. Við gerum ráð fyrh- því að reynt verði að kópíera þetta fljótlega einhvers staðar þannig að við vildum vera nógu fljótir inn á markaðinn með þetta og komast sem víðast. Þannig að flugtaskan á eftir að ferðast víða... Við vonum það. Við héldum fyrst að þetta væri fyrst og fremst fyrir flug-markhópinn en síðan hafa skipafélög sem flytja farþega, hraðlestir og hótel líka sýnt þessu mikinn áhuga. Þú talar um að aðrir muni herma eftir ykkur. Er möguleiki á að fá einkaleyfi fyrir svona nokkuð? Við erum með hönnunarvernd á töskunni. Við sóttum um einkaleyfi en það á eftir að koma í ljós hvort þetta er einkaleyfistækt, og tekur nokkuð langan tíma að fá úr því skorið. Þú nefndir að taskan væri ekki rafræn; finnst sumum jafnvel ókostur að þetta skuli vera jafnein- falt fyrirbæri og raun ber vitni? Já, við höfum fundið að sumum finnst ekki sérlega mikið til þessa koma. Þetta er bara pappakassi, en það skiptir auðvitað engu. Aðalat- riðið er að þetta er hlutur sem dreifingaraðilinn nýtur góðs af, svo og viðskiptavinurinn sem fær tösk- una og auglýsingin hittir beint í mark. Alltaf er verið að reyna að ná athygli fólks á ferðalögum og tengslin gerast ekki beinni en þetta; í flugvél er þér rétt taskan með kaffi eða matarbakka, hún bíð- ur á borði eða kodda þegar fólk kemur inn á hótelherbergi eða her- bergi í ferju. Þegar fólk opnar töskuna fær það strax sælgætis- mola og það eitt og sér gerir fram- haldið þægilegt. Þetta er bara einföld markaðs- hugmynd en kallar á gríðarlega þjónustu; prentun, sælgætisfram- leiðslu og pökkun. Þjónustustjóri hjá flugfélagi, sagði okkur um daginn að kona, sem alltaf hefði verið mjög flug- hrædd, hefði hringt og sagt að hún hefði fengið töskuna 20 mínútum fyrir lendingu, tekið hana í sundur og verið lengi að skoða hana og setja saman aftur. Hún gleymdi sér eiginlega og var allt í einu boð- in velkomin á áfangastað. Gleymdi sem sagt að vera hrædd! Þið voruð byrjaðir með þetta verkefni þegar samkeppnin var auglýst í fyrra, ekki satt? Jú. Við leituðum einmitt til Ný- sköpunarsjóðs á sínum til að fá gögn um það hvernig búa ætti til viðskiptaáætlanir. Við fengum þau og vorum að sníða inn i þann ramma, þegar við sáum keppnina auglýsta. Þá var alveg borðleggj- andi að notfæra sér þá þjónustu sem þar var í boði. Hún var gríðar- lega góð og fagmannlega að öllu staðið. Er reksturinn þegar orðinn um- fangsmikill? Það má segja að miklir peningar hafi farið út en lítið komið til baka! En annaðhvort hefur maður trú á svona nokkru eða ekki. Við trúum að þetta gangi þó sáralítið hafi enn komið í kassann. Þetta er líka ekki eitthvað sem maður hristir bara fram úr erminni. En við erum nú þegar komnir með samninga við skipafélag og flugfélög við Mið- jarðarhafið sem flytja 4 milljónir farþega á ári. Hverjir eiga fyrirtækið? Við Arni eigum Patent ehf. tveh’ og fyrirtækið í London eigum við ásamt tveimur öðrum, Islendingi og Breta. Hafið þið leitað til aðila eins og Nýsköpunarsjóðs eftir áhættufjár- magni? Já, við höfum gert það og það er um það bil að skýrast hvað verður. Nýsköpunarsjóður hefur stutt við bakið á okkur með brot af því sem þetta hefur kostað og það hjálpar. Samkeppnin var kærkomið tækifæri Hver er saga Lux Inflecta, Birg- ir; sigurvegarans í samkeppninni síðastliðið vor? Birgir: Hugmyndin að fyrirtæk- inu fæddist í desember í fyrra hjá okkur félögunum þremur, Alfreð Þórðarsyni, Þorbirni Jónssyni og mér. Við höfðum áhuga á að nýta okkur þá möguleika sem eru í hug- búnaðargeh-anum. Byrjuðum á því að velta upp nokkrum hugmyndum og safna í sarpinn og völdum síðan eina úr, sem er þetta hugbúnaðar- kerfi sem við köllum Giza. Við eyddum drjúgum tíma í að setja niður fyrir okkur tæknilega hvern- ig við ætluðum að leysa þetta. Þar sem við erum fyrst og fremst tæknimenn hefðum við hugsanlega getað týnt okkur í þeim vangavelt- um öllum þannig að Nýsköpunar- sjóður á náttúrlega töluvert í því að þetta fyrirtæki var stofnað. Við sá-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.