Morgunblaðið - 21.11.1999, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
samkeppnisaðilarnir. Þeir eru að
minnsta kosti með þrjár myndavél-
ar og allt upp í sex og það gefur
augaleið að sá búnaður er mun dýr-
ari. Bæði þarf að kaupa fleiri
myndavélar og mikinn tölvubúnað
til að vinna úr öllum myndunum.
Við ætlum sem sagt að geta gert
það sama og hinir en mun ódýrar.
G. Ágúst: Þetta var ein þeirra
áætlana sem voru mjög góðar,
enda vann hún til verðlauna. Til-
finning manna var að þarna væri
/
Olafur Haukur
Johnson
Ólafur er viðskiptafræðingur frá
Háskóla Islands og lauk einnig
prófi í uppeldis- og kennslufræð-
um frá KHI. Hann hefur komið
víða við, var m.a. forstöðumaður
hagdeildar Skeljungs 1978-1984,
stofnaði Hraðlestrarskólann 1978
og hefur verið skólastjóri hans síð-
an, var einn stofnenda Líftrygg-
ingafélagsins Varðar hf. 1984 og
starfaði sem framkvæmdastjóri
þess 1984-1985, og var fram-
kvæmdastjóri tölvufyrirtækisins
Arteks hf. 1985-1988. Frá ársbyrj-
un 1988 hefur hann starfað sem
kennari og deildarstjóri í tölvu-
fræði og viðskiptagreinum við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti.
var staðið um haustið var búið að
kaupa fyrir 24 milljónir í fyrirtæk-
inu. Við vorum reyndar með tilboð
fyrir miklu meiru, en höfnuðum
þónokkrum aðilum - meira en 10
milljónum - vegna þess að við töld-
um okkur einfaldlega ekki komna á
það stig að þurfa meira. Nú eru
tveir og hálfur starfsmaður í fyrir-
tækinu fyrir utan verktaka og
verða kannski þrír og hálfur fljót-
lega. Þetta tekur tíma; fyrirtækið
er eins og blóm: þau verða ekki
teygð upp úr jörðinni. Það tekur
tíma fyrir þau að vaxa. Við ætlum
frekar að fara annan rúnt í fjár-
festana næsta sumar eða haust.
Er þetta orðin aðalvinna ykkar?
Einn er í hálfu starfi í þessu og
hálfu annars staðar og tveir vinna
alfarið við þetta. Eg er hins vegar
alfarið á Landspítalanum.
Hefur Landspítalinn komið eitt-
hvað að þessu verkefni?
Nei. Vegna þess að þetta var per-
sónulegt verðlaunafé fannst okkur
Birgir Finnsson
Birgir er tölvunarfræðingur. Hann
starfaði lengst af hjá Streng en
stofnaði ásamt Alfreð Þórðarsyni
og Þorbirni Njálssyni hugbúnaðar-
fyrirtækið Lux Inflecta vorið 1999.
ekki tækt að blanda því saman við
Landspítalann. Grunur um mis-
notkun getur verið svo fljótur að
koma upp. Þess vegna höfum við
alla tíða haldið þessu algjörlega ut-
an Landspítalans. Höfum unnið að
þessu á kvöldin og um helgar og
ekki nýtt aðstöðuna þar á neinn
hátt. Við höfum hins vegar verið í
samvinnu við endurhæfingadeildina
og taugadeildina þar og höfum
fengið mikla reynslu af því. Það hef-
ur verið mikill stuðningur af því að
vera innan veggja Landspítalans á
þann hátt. Og þar eru heilmiklir
möguleikar fyrir önnur fyrirtæki;
okkur finnst við synda í hugmynd-
um og möguleikum innan spítalans.
Þar eru alltaf að kvikna þarfir fyrii-
alls kyns tæknilegar lausnir. Sumar
verða svo sem að veruleika eins og
fjarlækningamar okkar; verkefni
sem komið er á rekspöl.
Pórður nefndi að þegar Kine
vann til verðlaunanna hafi fjárfest-
ar sogast að verkefninu. Hvað seg-
ir þú, Birgir; er reynsla ykkar hjá
Lux Inflecta sú sama?
Birgir: Já. Eins og ég sagði áðan
vorum við byrjaðir að ræða við
fjárfesta áður en þetta gerðist, en
verðlaunin hleyptu lífi í málið. Það
var mjög gaman nokkra daga á eft-
ir þegar menn úti í bæ hringdu
mikið í okkur.
Hefur viðhorf til nýsköpunar ekki
breyst mikið á undanfórnum árum?
Þórður: Jú, mér finnst það. Ég
hef unnið á Landspítalanum síðan
Mjun humndo
eraimtóriðjo
fólk að kenna stærðfræði sem ekki
hafði lært mikla stærðfræði sjálft.
Jafnvel frekar lítt stærðfræðisinn-
að fólk.
Ekki til tæki með eiginleikum
sem við bjóðum
Pið eruð þrír verkfræðingar sem
stofnuðuð Kine ehf., Þórður.
Stærðfræðin er væntanlega mikið
notuð þar?
Já, það er alveg rétt. Við erum að
búa til líkan að mannslíkamanum,
sem við köllum strikakarlslíkan.
Það byggist á því að notuð er sú
stærðfræði sem hefur verið þróuð
tO að lýsa hreyfingum róbóta.
Vandamálin eru að liðir mannslík-
amans eru ekki með ákveðinn lás,
eins og þegar um er að ræða róbóta.
Því er erfitt að sjá nákvæmlega
hvemig liðurinn er svo við erum
með ákveðna aðferð þar sem við
bemm saman annars vegar strika-
karlsmódelið okkar og svo kvik-
myndina sem við emm með af
hreyfingu viðkomandi, og reynum
að láta þetta falla saman með sem
mestri nákvæmni. Notum aðferð til
að finna minnstu skekkju, þá segir
módelið okkur eitthvað um stelling-
una á viðkomandi augnabliki og í
kvikmynd myndum við sjá breyt-
inguna á hreyfingunni í gegnum
tímann. Þetta er grunnurinn að
tækinu sem við síðan erum að búa
til.
Tækið er ætlað fyrir heilbrigðis-
geirann til að skoða hreyfingar
fólks. Til hvers?
Það verður notað í ýmsum til-
gangi. Til að meta samræmi milli
líkamshelminga, svo dæmi sé tekið.
Hægii helmingur líkamans er eins
og spegilmynd þess vinstri og öfugt,
eða því sem næst. Ef þessi sam-
hverfa um miðjuás líkamans er ekki
fyrir hendi bendir það til þess að
eitthvað sé að. Samhverfuna má
auðveldlega mæla með hreyfigrein-
inum og bera líkamshelmingana
saman. Þá er hægt að greina suma
sjúkdóma, til dæmis Parkinson eða
MS, á byrjunarstigi eftir hreyfing-
um. En fyrst og fremst er miðað við
að hægt verði að meta framfarir í
sjúkraþjálfun. I dag er hægt að
meta einn lið í einu en með þessu
tæki verður hægt að meta allan lík-
amann í einu og það verður mjög
hraðvirkt.
Eru svona apparöt ekki til í
heiminum í dag?
Jú, að minnsta kosti 15 framleið-
endur selja svona tæki. Hins vegar
er ekkert þeirra með þá eiginleika
sem við munum bjóða upp á; við
stefnum að því að bjóða upp á tæki
sem getur með einni myndavél met-
ið alla hreyfingu í þrívídd. Ekki er
hægt að byggja bara á upplýsingum
sem fást úr einni myndavél en það
sem við bætum við eru nemar sem
límdir eru utan á líkamann. Þeir
senda merki þráðlaust, upptakan er
gerð samtímis myndinni og við
stefnum að mikilli nákvæmni; alveg
örugglega minni en hálfri millísek-
úndu, jafnvel niður í 0,1 millísek-
úndu. Þannig verður til dæmis hægt
að meta hvort einstaklingur er með
skaða í taugakerfinu eða ekki með
vöðvanemum.
Við verðum líka með einingar fyr-
ir hjartarit, öndun og súrefnismett-
un og kraftmælingar. Þá ætlum við
að skoða krafta undir skóskóla og
jafnvel hækjum þeirra sem eru lam-
aðir. Nú tala ég um notkun tækisins
til greiningar, en líka er vél hugsan-
legt að nota það til meðferðar, svo
sjúklingur, íþróttamaður - eða hver
sem í hlut á - fái viðbrögð við því
sem hann gerir.
Ýmis tæki eru til sem gera þetta,
en bara á mjög takmörkuðum svið-
um, og þetta verður mun almenn-
ara verkfæri. Og með því að vera
bara með eina myndavél getum við
boðið upp á mun ódýrari vöru en
ekki við þetta: faxaði umsóknarblöð-
in út og ég neyddist til að setjast
niður. Sendi svo inn handskrifaða
hugmyndalýsingu, sem þótti svo
skrýtið á Impru að þeir héldu að
sendingin væri frá einhverjum sér-
vitringi uppi á fjöllum. Því var leyft
að brjóta reglurnar og athuga hver
hefði sent umsóknina! Við unnum
fyrri hlutann, haustið 1992, og fór-
um í seinni hlutann þar sem átta
verkefni voru og hvert um sig átti að
gera hagkvæmnisathugun. Henni
skiluðum við inn sumarið 1993 og
úrslit lágu fyrir um haustið. Þá feng-
um við peninga frá Iðntæknistofnun
til að gera frumgerð. Stofnunin hef-
ur sem sagt haldið í hendi okkar alla
tíð og við verið mjög ánægðir með
það. Þar er ungur duglegur maður,
Björgvin Atli Ingólfsson, sem nú er
framkvæmdastjóri Impru, sem hef-
ur alla tíð potað í okkur, sem hefur
líklega verið gott til að draga af okk-
ur tæknislykjuna! Skerpa mark-
miðssetninguna.
spennandi hlutur á ferðinni sem
gæti átt sér markaðsmöguleika í
framtíðinni. Þið eruð á Impru
[Þjónustumiðstöð frumkvöðla og
fyrirtækja á Iðntæknistofnun] og
mig langar að spyrja hvemig það
hefur komið út.
Þórður: Verkefnið á sér nokkra
sögu. Iðntæknistofnun stofnaði til
svokallaðs Snjallræðisverkefnis
1992 og þá ákváðum við á eðlisfræði-
og tæknideild Landspítalans að taka
Við sem að fyrirtækinu stöndum
- Baldur Þorgilsson og Asmundur
Eiríksson auk mín - skrifuðum við-
skiptáætlunina í fyrra, vorum
meira og minna allt árið að því í
hjáverkum. Það var því búið þegar
samkeppnin var auglýst og hún var
gerð með það í huga að setja í
hendur á fjárfestum. Við kláruðum
hana fyrir jólin í fyrra og byrjuðum
að kynna hugmyndina fyrir fjár-
festum í desember. Við vorum
í grunninn verður þetta náttúrufræði-
braut en með viðbótarstærðfræði, við-
bótarensku og fjáningu - sem er per-
sónulegt áhugamál hjá mér: að leggja
svolitla áherslu á að þjálfa fólk í að
standa upp og Ijá sig. Það finnst mér
vanta mjög mikið í framhaldsskólana.
Mér finnst vanta „kjaftinn“ á marga
nemendur í framhaldsskólunum.
þátt. Ég var búinn að skrifa um-
sóknii- til Rannís og fleiri og nennti
þessu eiginlega ekki, þótt ég væri
búinn að lofa að skrifa umsókn. Svo
fór ég út í lönd og þegar þangað
kom tilkynnti ég Baldri, sem nú er
framkvæmdastjóri Kine, að ég hefði
gleymt umsóknarblaðinu, en Baldur
var svo hai’ður að hann sleppti mér
komnir með fyrstu fjárfestana í
apríl, áður en úrslit lágu fyrir, hóp
einstaklinga úti í bæ sem hafði
keypt fyrir 10 milljónir í okkur áð-
ur en úrslit samkeppninnar lágu
fyrir. Eftir að við unnum verðlaun
beindust augu stóru fjárfestanna,
sjóðanna, að okkur. Þeir höfðu
áhuga á að koma inn og þegar upp
1990 og ætla að þakka einum
manni alveg sérstaldega. Það er
Kári Stefánsson. Hann hefur al-
gjörlega breytt hugarfari fólks hér
á landi. Eftir að hann stofnaði sitt
fyrirtæki er kominn alvörutónn í
umræðu um þessi mál. Nú sjá
menn að hægt er að búa til bein-
harða peninga úr þekkingunni, og
það skiptir greinilega máli. Hvað
sem annað má segja um Islenska
erfðagreiningu hefur fyrirtækið al-
veg breytt hugsunarhætti manna í
þessu sambandi.
G. Ágúst: Rekstrarumhverfi fyr-
irtækja hefur líka breyst mjög ört
á síðustu árum. Bæði áhættufjár-
magn og eftirspurnin eru orðin
miklu meh-i. Það er alltaf að aukast
að áhættufjárfestar komi að fjár-
mögnun fyrirtækja. Menn með
góðar hugmyndir, sem áður
spenntu bogann hugsanlega of
hátt, tóku erfið lán og settu sjálfan
sig og fjölskylduna í ábyrgðir,
vinna nú frekar með öðrum. Enda
snýst þetta um það; fjárfestar
koma ekki bara með peninga eins
og hvert annað hráefni, heldur
þekkingu á stjórnun sem er oft
veikasti hlekkurinn. Það er þeirra
sterkasta hlið. Þeir koma líka með
sambönd, sem skiptir ofboðslega
miklu máli; sambönd inná fjár-
málamarkaðinn, fyrirtækjamark-
aðinn og til útlanda. Það er nýtt og
mjög spennandi og ein af skýring-
unum á því hvers vegna við fáum
svona ofboðslega mikil viðbrögð við
samkeppninni. Hún kom upp á ná-
kvæmlega þeim tíma þegar rjúk-
andi gangur var í þessu.
Er það mat ykkar, sem tókuð
þátt í samkeppninni í fyrra, að
mikil þörf sé fyrir svona sam-
keppni?
Birgir: Já, það er ekki spurning.
Keppnin var mjög mikil lyftistöng.
Þórður: Hún er mikil hvatning
fyrir alla. Líka þá sem ekki vinna
og jafnvel fyrir þá sem tóku ekki
einu sinni þátt. Nú er orðið algilt
að gera viðskiptaáætlanir, og nám-
skeiðið var því góð leiðbeining fyrir
þá sem eru lítið sjóaðir í svona mál-
um. Umfjöllun í Morgunblaðinu
var síðan góð, til dæmis að því leyti
að fólk sem er að fást við allt annað
fékk þar ákveðna vitneskju.
Ólafur: Ég get tekið undir þetta.
Ég vann mína áætlun nánast einn
og fékk mjög lítil viðbrögð við
henni. Mér fannst því notalegt að
vinna til verðlaunanna; sjálfs-
traustið jókst og þegar ég sendi
viðskiptaáætlunina frá mér læt ég
fylgja með að ég hafi fengið þessa
viðurkenningu. Það ætti að hvetja
menn til að fletta í gegnum áætlun-
ina að fagmenn skuli hafa veitt
henni viðurkenningu.
Ég get ekki sagt að fjárfestar
hafi hringt óskaplega mikið í mig í
framhaldinu en þó töluðu þrír aðil-
ar við mig strax. Síðan varð það
ekki meira, enda get ég í raun ekki
farið að tala við fjárfesta fyrr en
nú; þegar samningaviðræður við
menntamálaráðuneytið eru komnir
í þá stöðu sem raunin er nú.
Endurbætt efni
Þeir sem taka þátt í námskeiðinu
sem boðið verður upp á í tengslum
við samkeppnina fá betri gögn en
síðast, að sögn G. Ágústs Péturs-
sonar.
Hann segir: Við ætlum að gera
enn betur en síðast. Boðið verður
upp á nýtt og verulega endurbætt
leiðbeiningarhefti, nýtt Excel-líkan
sem KPMG hefur þróað, verulega
endurbætt, og það verða gerðar
talsverðar úrbætur á námskeiðun-
um þótt þau hafi að vísu heppnast
mjög vel. Nú verðum við með fleiri
námskeið í Reykjavík og verkefnis-
stjórnin hefur líka ákveðið að leggja
nú sérstaka áherslu á landsbyggð-
ina. Þátttaka af landsbyggðinni var
að vísu ágæt síðast, reyndar heldur
lakari en af höfuðborgarsvæðinu, en
við setjum okkur það markmið að
hlutfallið verði nú það sama. Verk-
efnisstjórnin ákvað því í samvinnu
við Nýsköpunarsjóð að halda nám-
skeið úti á landi núna. Fólk varð að
koma til Reykjavíkur síðast, eða
fékk spólur sendar með námsefn-
inu, en nú verður farið á átta staði
úti á landi með sérfræðingum
KPMG og haldin vh-kilega góð nám-
skeið.