Morgunblaðið - 21.11.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.11.1999, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ 4 Efnahagslegum gæðum er víða nusskipt. Evrópskar rannsóknir benda til að bættur efnahagslegur aðbúnaður sé besta leiðin til að bæta heilsufar fólks. Heilbrigðisþjónustan var og er mikilvægur hlekkur evrópsks velferðarkerfis, sem átti að jaína aðstöðu borgaranna. Aðferðin var einfóld; jafn aðgangur allra að ókeypis eða ódýrri þjónustu. Nú gætu breyttar aðstæður ógnað þessari einfóldu reglu. Hverjir eiga að njóta æ sér- hæfðari og æ dýrari tilboða heil- brigðisþjónustunnar, hverjir eiga að ákveða aðgerðir? Og hvemig á að taka á að alheilbrigt velmegandi fólk leitar eftir læknisskoðun til að finna hugsanlega dulda sjúkdóma, meðan þeir sem kannsku þyrftu þess frekar við sækjast ekki eftir slíku? Rannsóknir í Evrópu og víðar benda eindregið til þess að besta lyfið gegn sjúkdómum af öllu tagi sé bættur aðbúnaður í þjóðfélaginu al- mennt. Því meiri félagsleg misskipt- ing í þjóðfélaginu, því meiri mis- munur er á heilsufari þeirra illa stæðu og hinna vel stæðu. Hinn ein- faldi lærdómur er að félagsleg mis- skipting sé í raun banvæn, því hún styttir lífslíkur þeirra sem við bág- ustu kjörin búa. AJþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHÓ, heldur á lofti slagorðinu „fjárfestingu í þágu heilbrigðis" (in- vesting for health) en hvers vegna og hvemig á að koma þessu í fram- kvæmd var spurt á annarri af þrem- ur ráðstefnum Evrópudeildar stofn- unarinnar í Veróna nýlega. Ráð- stefnan er liður í svokölluðu Veróna-átaki, sem beinist að því að hrinda áðurnefndu slagorði í fram- kvæmd í Evrópu, sem hjá WHO tekur yfir þær 850 milljónir manna, sem búa í Evrópu allri, Rússlandi og fyrrverandi Sovétlýðveldum. Efnahagslegar framfarir eru áhrifamesta læknislyfíð Flestir kannast víst við að heilsu- far í Evrópu og reyndar víðast hvar í heiminum hefur farið snarbatn- andi á þessari öld. En ástæðan er ekki fyrst og fremst framfarir í læknisfræði, heldur betri afkoma fólks, sem leiðir til betri aðbúnaðar og um leið til betra heilsufars. En það kemur fleira til. Umbylt- ingin í íyrrverandi Sovétríkjunum og löndum Austur-Evrópu gefur ríku- lega en um leið dapurlega vitneskju um áhrif félagslegra sviptinga á heilsufar fólks. Á árunum 1989-1994 Félagsleg misskipting er banvæn Heilbrigðiskerfíð er í éama öldurótinu og aðrar þjóðfélagsstofnanir. Mikilvæg viðmiðun er að heilbrigðiskerfíð er liður í félagslegum stöðugleika, segir Sigrún Davíðsdóttir, sem rekur hér umræður á nýlegri ráðstefnu í Veróna um þessi mál. bættust 75 milljónir manna í tölu fá- tæklinga á þessu svæði. í lok þessa tímabils var atvinnuleysið um 14 prósent. I viðbót við mikið atvinnu- leysi var ástandið einnig nýtt fyrir þessum þjóðum, þar sem ríkið hafði haldið öllum í vinnu. Laun lækkuðu um 15-40 prósent. Áhrif þessa á lífslíkur voru greinileg, bæði fyrir karla og konur, en þó voru áhrifin á karlana meiri. Árið 1995 voru lífslíkur karla í tólf af sextán löndum á þessu svæði minni en 1989, en lífslíkur kvenna voru minni í tíu af löndunum sextán. Nýlegar tölur benda til þess að í Rússlandi og víðar minnki lífslíkur ekki lengur, en miðað við ástandið í Rússlandi þessa mánuðina er of snemmt að álykta að hið versta sé gengið yfir. En rannsóknii' sýna einnig að það er ekki nóg að afkoman batni sem þjóðartekjur á mann, heldur þarf dreifing teknanna einnig að vera jöfn. í landi með litla en gífurlega auðuga ríkjandi stótt og stóran hóp fátæklinga batnar heilsufarið ekki almennt. Þótt brjóstvitið segi kannski að svo sé eru það fyrst rannsóknir frá undanfömum árum sem sýna óyggjandi að það er sam- hengi milli heilsufars almennings og jafnrar tekjudreifingar. Þótt þetta samhengi hafi ekki verið mönnum almennt ljóst þegar velferðarkerfið var í mótun og uppbyggingu má segja að þessi vitneskja sé enn næg ástæða til að halda uppi góðu vel- ferðarkerfi, þar sem gott heilbrigð- iskerfi er sjálfsagður hlutur. Það sem af þessu má læra er að jöfn tekjudreifing bætir ekki aðeins aðstöðu manna, heldur einnig heilsu- far. Og bætt heilsufar minnkar álag- ið á heilbrigðiskerfið, svo útgjöld til þess ættu fræðilega að minnka. Hinn endanlegi lærdómur er að félagsleg misskipting er banvæn. Jafnt fyrir alla - eða allt fyrir suma? En þótt gott heilbrigðiskerfi sé sjálfsagður liður í góðu og vel virku velferðarkerfi er ekki þar með sagt að kerfið sé reist í eitt skipti fyrir ölL Öðru nær þá kalla breyttar að- stæður á sífelldar breytingar og betrumbætur. Fræðilega séð er heilbrigðiskerf- ið í Evrópu almennt hugsað þannig að það gagnist öllum jafnt, eða öllu heldur öllum þeim sem þurfa á því að halda. En vegna breyttra að- stæðna stenst þessi grundvallarfor- senda kerfisins varla lengur. Stjórnendur heilbrigðiskerfisins standa í vaxandi mæli frammi fyrir því að æ dýrari lækningar og lyf leiða til þess að velja verður úr þá sem hljóta þessi gæði. Það virðist óhjákvæmilegt að það komi í hlut stjórnmálamanna að ákveða hverjir hljóti fyrsta flokks meðferð og hverjir lakari meðferð. Þótt það sé sjaldan sagt upphátt tíðkast slíkt val þegar í heilbrigðis- kerfinu, en er sjaldnast sett í kerfi, sýnilegt þeim er standa utan þess. Álduf er iðulega ákvarðandi þáttur. Nýlega varð það fjölmiðlamál í Dan- mörku að manni á níræðisaldri var neitað um gervifót, því engin ástæða væri til að leggja út í svo kostnaðarsama aðstoð við svo aldr- aðan mann, þótt hann væri að öðru leyti við góða heilsu. Önnur dæmi um útdeilingu gæða velferðarkerfis- ins hafa þegar orðið deilumál. I Danmörku og Svíþjóð hafa staðið deilur um hvort atvinnulausir eigi rétt á að senda börn sín í opinbera gæslu, eða hvoi-t þeir eigi að passa þau sjálfir, þar sem þeir eru hvort sem er atvinnulausir. I heilbrigðiskerfinu hafa komið upp hliðstæð dæmi. Á atvinnuleys- ingi, sem er á undan vinnandi manni á biðlista eftir nýrri mjöðm, að kom- ast að á undan, þegar sá vinnandi getur ekki unnið og er á sjúkrapen- ingum meðan hann bíður? í Dan- mörku hefur því í alvörunni verið haldið fram að sá atvinnulausi eigi frekar að bíða. Hvað kostnað varðar er vísast spurt hvort láta eigi ungt fólk hafa forgang að dýrum aðgerðum og lyfjum fram yfir þá eldri, sem eðli málsins samkvæmt eiga skemmra líf framundan? Spurningar af þessu tagi hljóma óhugnanlega hranalega, en það er ekki síður óhugnanlega hranalegt að láta eins og vandinn sé ekki fyi'ir hendi. Hvað á heilbrigðiskerfið að gera fyrir hina alheilbrigðu? Hér á árum áður var einfalt að álykta sem svo að aðeins þeii- sem væru sjúkir eða með rökstuddan grun í þá veruna leituðu til heil- brigðiskeifisins. Að því leyti var heilbrigðiskerfið jafnt fyrir alla þá sem þurftu á því að halda. Nú fer hins vegar sívaxandi sá hópur, sem álítur að hann þurfi kannski á því að halda. Spurningin er hvort og þá hvernig eigi að bregðast við því. Á velmegunarsvæði Vestur-Evr- ópu fer vaxandi sú stétt manna, sem er menntuð og fylgist vel með. Fjölmiðlar þjónusta þennan hóp meðal annars með fréttum um framfarir í læknavísindum. Þannig gefst kostur á að lesa sér til um hvað hægt sé.aft’gera til að komast að sjúkdómuni L fólki áður en það sýnir nókktm einkenni þeirra og meðan auðvdt qer að lækna þá. Þetta fólk fér ekki til læknis af því það kenni sér einhvers meins. Það fer til að fá upþlýsingar um holla lífshætti og staðfestingu þess að það sé jafn heilbrigt og það heldur og af því að það veit að það eru til ýmiss konar próf og rannsóknir, sem geta afhjúpað sjúkdóma á byrjunarstigi. Kannski hefur það í huganum að heObrigður maður er sá, sem ekki hefur verið rannsakað- ur nógu ítarlega. í Danmörku kveð- ur orðið svo rammt að þessu að heimilislæknar eru farnir að tala um þessa ásókn sem vanda. En í hverju felst þá ójafn aðgang- ur? Hann felst í því að það er aðeins tiltölulega lítill hópur, sem er svo vakandi yfir eigin heilsufari að hann hefur rænu og þekkingu á að leita eftir þessari þjónhstu. Hinir, sem ekki eru svo vel upplýstir, láta læknana í friði. Sá þjóðfélagshópur, sem í efnalegu tilliti er verst settur, er tölfræðilega séð oft sá hópur, sem þyrfti á heilbrigðisfræðslu að halda, meðal annars til að taka upp hollari lífshætti. Þessi hópur leitar sjaldnast læknis nema vegna ein- hverra áþreifanlegra einkenna, en hvorki til að komast í skoðun, né til að fá holla uppfræðslu. Það verður ekki framhjá því horft að það eru einmitt til margs- konar próf og skoðanir, sem leiða í Ijós sjúkdóma. Sumar skoðanir eru orðnar að föstu tilboði hjá heil- brigðiskerfinu, til dæmis leit að brjósta- eða legkrabba. Og enn bætist við þegar farið er að leita í genum eftir vísbendingu um hvort viðkomandi sé líklegur til að fá sjúkdóm. I Svíþjóð er dæmi um að bæði brjóstin voru fjarlægð af ungri konu, ekki af því hún hefði brjóstakrabba, heldur af því hún hræddist sjúkdóminn, sem var al- gengur í ætt hennar. Það kemur í hlut stjómenda heilbrigðiskerfisins að ákveða hvort æ fleiri skoðanir og próf eigi að vera sjálfsagður hluti heilbrigðiskerfisins eða ékki og jiá spuming hvort hinir áhugasömu eigi að eiga kost á að kaupa sér skoðanir þar fyrir utan. Órjúfanlegur hluti nútíma heil- brigðiskerfis spr tryggingar, sem boðið er upp á í vaxandi mæli, líka á Norðurlöndum, þótt heilbrigðis- kerfið sé annars snarlega niður- greitt þar. Samspil trygginga- og heilbrigðiskerfisins verður í vaxandi mæli í brennidepli. Hvers vegna fjárfesting í þágu heilbrigði? Einfaldasta svarið við því hvers vegna eigi að fjárfesta í þágu heil- brigði er að það efli félagslegan stöðugleika. Félagslegur stöðug- leiki er undirstaða góðs gengis þjóð- félagsins og skilar sér til allra. Séð í þessu ljósi er heilbrigðiskerfið ekki aðeins kerfi til þess að sérhverju okkar geti liðið sem best, heldur í raun mikilvægur hlekkur í traustu samfélagi. Það er þessi afstaða, sem liggur að baki átaki WHO, sem um leið einblínir ekki á einstaka sjúk- dóma, heldur á félagslegt gildi heilsu. Leiðin að markinu er hins vegar hvorki augljós né auðfundin. WHO mun hvetja til umræðna í hverju landi, því það gildir vísast ekki sama fyrir öll lönd, þótt lýðræðisleg skoðanaskipti séu alls staðar sjálf- sögð undirstaða. Þegar allt kemur til alls er það almenningur og stjórnmálamenn í hverju landi, sem þurfa að horfast í augu við að góðu heilbrigðiskerfi verður ekki viðhald- ið nema það taki breytingum við breyttar aðstæður. ! f 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.