Morgunblaðið - 21.11.1999, Side 22
22 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
miklu meira en enn eitt dæmið um útrás
íslenskra fjárfesta. Þau eru miklu fremur
fjárfesting til framtíðar í margbrotnu er-
lendu samfélagi sem hefur marga fjöruna
sopið og sér nú fram á bjartari tíma.
Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður og
Ragnar Axelsson ljósmyndari hafa dvalið
í Staffordskíri undanfarna daga og fylgt
-----------------------7---------------
nýjustu landvinningum Islendinga eftir.
Ekki fer á milli mála að kaup ís-
lendinga á knattspyrnufélag-
inu Stoke City F.C. hafa vakið
mikia athygli í Staffordskíri á
Englandi og íbúamir - Pottararnir
- fylgjast grannt með gangi mála.
Félagið er eitt helsta stolt borgar-
innar, alls staðar sést einkennum
þess bregða fyrir í klæðnaði fólks,
skreytingum á veggjum eða skilt-
um. Þetta er félagið í Stoke-on-
Trent, jafnvel þótt hitt borgarliðið,
Port Vale, hafi notið meiri vel-
gengni hin síðari ár og sé meira að
segja í efri deild. Það telja aðdá-
endur Stoke City raunar algjöra
hneisu og víst er að margir þeirra
bera þá von í brjósti að íslenskir
vindar feyki félaginu þeirra á verð-
ugri grundir í landi Saxa og Engla
áður en langt um líður.
En hverjir eru þessir Pottarar, á
ensku Potteries? Það eru íbúar
Stoke-on-Trent borgar, sem mynd-
uð er af sex samliggjandi bæjarfé-
lögum; Tunstall, Burslem, Hanley,
Stoke, Fenton og Longton og er í
miðlöndum Englands þar sem
hæfilega stutt er til allra átta og
veðurfar er tiltölulega stöðugt -
milt og blautt. Pottaramir bera
nafn sitt af hinm miklu leirkera-
smíð svæðisins - Útlærðir iðnaðar-
menn, Pottarar, mótuðu leirinn og
sendu í ofninn til brennslu. Leir-
kerasmíðin er enn helsta stolt
svæðisins og hvarvetna má sjá
verslanir með keramikvörum, boll-
um, diskum, könnum og pottum;
öllu sem nöfnum tjáir að nefna.
Hagur leirkeragerðarinnar hefur
hins vegar farið mjög hnignandi
hin síðari ár og í kjölfarið hefur at-
vinnuástandið á svæðinu versnað
til mikilla muna. „Þetta er sumpart
okkur sjálfum að kenna,“ segir
miðaldra kona við Morgunblaðið og
útskýrir: „Við Pottararnir vomm
þeir einu sem kunnu þessa list, en
Guðjón Þórðarson, þriðji frá vinstri, er hór ásamt nokkrum lærisveinum smum á æfingu.
Morgunblaðið/RAX
Morgunblaðið/RAX
Guðjón Þórðarson, knattspymustjóri Stoke City F.C., á eftir að glíma við breska ljónið.
tókum okkur svo til og fóram að
breiða út fagnaðarerindið um allan
heim. Pottaramir kenndu leirkera-
listina hvar sem þeir komu og það
var auðvitað ekkert annað en
sjálfsmark; fjölmennari þjóðir í
vanþróuðum löndum gátu boðið
vörurnar á miklu lægra verði en
við. Eftirspurnin minnkaði, verk-
SKOTLAND SJ
| □
Glasgow
Newcastle
'vý'y”'-- ■■ isfr/fi
Manchester
Liverpooi p E3
WALES
Stokfr^rvTrejit
■
p ENGLAND
Birmingham
Cardiff
E3 ■
LONDON
Kaup íslenskra fjárfesta á Stoke City eru