Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ miklu meira en enn eitt dæmið um útrás íslenskra fjárfesta. Þau eru miklu fremur fjárfesting til framtíðar í margbrotnu er- lendu samfélagi sem hefur marga fjöruna sopið og sér nú fram á bjartari tíma. Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður og Ragnar Axelsson ljósmyndari hafa dvalið í Staffordskíri undanfarna daga og fylgt -----------------------7--------------- nýjustu landvinningum Islendinga eftir. Ekki fer á milli mála að kaup ís- lendinga á knattspyrnufélag- inu Stoke City F.C. hafa vakið mikia athygli í Staffordskíri á Englandi og íbúamir - Pottararnir - fylgjast grannt með gangi mála. Félagið er eitt helsta stolt borgar- innar, alls staðar sést einkennum þess bregða fyrir í klæðnaði fólks, skreytingum á veggjum eða skilt- um. Þetta er félagið í Stoke-on- Trent, jafnvel þótt hitt borgarliðið, Port Vale, hafi notið meiri vel- gengni hin síðari ár og sé meira að segja í efri deild. Það telja aðdá- endur Stoke City raunar algjöra hneisu og víst er að margir þeirra bera þá von í brjósti að íslenskir vindar feyki félaginu þeirra á verð- ugri grundir í landi Saxa og Engla áður en langt um líður. En hverjir eru þessir Pottarar, á ensku Potteries? Það eru íbúar Stoke-on-Trent borgar, sem mynd- uð er af sex samliggjandi bæjarfé- lögum; Tunstall, Burslem, Hanley, Stoke, Fenton og Longton og er í miðlöndum Englands þar sem hæfilega stutt er til allra átta og veðurfar er tiltölulega stöðugt - milt og blautt. Pottaramir bera nafn sitt af hinm miklu leirkera- smíð svæðisins - Útlærðir iðnaðar- menn, Pottarar, mótuðu leirinn og sendu í ofninn til brennslu. Leir- kerasmíðin er enn helsta stolt svæðisins og hvarvetna má sjá verslanir með keramikvörum, boll- um, diskum, könnum og pottum; öllu sem nöfnum tjáir að nefna. Hagur leirkeragerðarinnar hefur hins vegar farið mjög hnignandi hin síðari ár og í kjölfarið hefur at- vinnuástandið á svæðinu versnað til mikilla muna. „Þetta er sumpart okkur sjálfum að kenna,“ segir miðaldra kona við Morgunblaðið og útskýrir: „Við Pottararnir vomm þeir einu sem kunnu þessa list, en Guðjón Þórðarson, þriðji frá vinstri, er hór ásamt nokkrum lærisveinum smum á æfingu. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/RAX Guðjón Þórðarson, knattspymustjóri Stoke City F.C., á eftir að glíma við breska ljónið. tókum okkur svo til og fóram að breiða út fagnaðarerindið um allan heim. Pottaramir kenndu leirkera- listina hvar sem þeir komu og það var auðvitað ekkert annað en sjálfsmark; fjölmennari þjóðir í vanþróuðum löndum gátu boðið vörurnar á miklu lægra verði en við. Eftirspurnin minnkaði, verk- SKOTLAND SJ | □ Glasgow Newcastle 'vý'y”'-- ■■ isfr/fi Manchester Liverpooi p E3 WALES Stokfr^rvTrejit ■ p ENGLAND Birmingham Cardiff E3 ■ LONDON Kaup íslenskra fjárfesta á Stoke City eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.