Morgunblaðið - 21.11.1999, Page 30

Morgunblaðið - 21.11.1999, Page 30
30 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir Ari Arnalds, framkvæmdastjóri Verk- og kerfísfræðistofunnar, segir viðskiptavini verða að geta treyst því að fá aðgang að sérfræðiþekkingu á öllum stigum þjónustunnar, ekki aðeins að hluta til. STYRKUR OG SÉR- STAÐA í GÆÐAKERFI VIÐSHPTIAIVINNULÍF Á SUNIMUDEGI ► Ari Arnalds er fæddur í Reykjavík 15. desember 1944. Hann varð stúdent frá stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavilí 1964, lauk B.Sc.-námi í eðlis- og stærðfræði frá Liverpool Uni- versity 1968, B.Eng.-námi í rafmagnsverkfræði frá sama skdla 1970 og M.Sc.-námi í rafmagnsverkfræði frá Alberta-háskóla í Kanada 1973. Eiginkona hans er Sigrún Helgadóttir tölfræð- ingur, deildarstjóri hjá Hagstofu íslands, og eiga þau tvö börn. Eftir Sindra Freysson ugbúnaðarfyrirtækið Verk- og kerfisfræði- stofan hf., VKS, hlaut íslensku gæðaverðlaun- in 1999, sem Davíð Oddsson for- sætisráðherra afhenti, við hátíð- lega athöfn í íslensku óperunni fyrir um viku. í umsögn dómnefnd- arinnar sagði m.a. að þau stjórn- og upplýsingakerfi sem fyrirtækið hefði notað í eigin gæðastarfi ættu eflaust eftir að nýtast mörgum fyr- irtækjum og stofnunum til upp- byggingar í gæðastarfi sínu, auk þess að eiga góða möguleika á út- fiutningi þar sem lausnir VKS væru íyllilega samkeppnisfærar við það sem best þekktist á alþjóð- legum vettvangi á þessu sviði. Ari Arnalds, framkvæmdastjóri VKS, hóf að loknu framhaldsnámi i Kanada að vinna fyrir Póst og síma sem rafmagnsverkfræðingur í árs- byrjun 1974 en tók fljótlega að skipta sér af tölvumálum hjá þeirri stofnun og síðari misseri sín þar vann hann nær eingöngu að þeim. Hann hætti 1978 að vinna hjá P&S og tók í kjölfarið þátt í að stofna fyrirtækið Tölvun. Tölvukaup helsti tilgangurinn „Þetta fyrirtæki hafði nánast það eina hlutverk að eignast tölvu, sem gerði eigendum fyrirtækisins kleift að vinna að hugþúnaðargerð fyrir viðskiptavini sína. Við keypt- um af Reiknistofnun háskólans tölvu af gerðinni DEC, eina al- fyrstu smátölvuna sem kom hingað til lands, og sú vél hafði 64 kb í minni, en til samanburðar má nefna að tölvan á skrifborðinu mínu hefur 128 mb í minni. Hver diskur sem fylgdi þeirri vél rúmaði um 2,4 mb, en tölvan sem ég nota í dag er með 10 gb. Vinnslugetan í vélinni er í svipuðu hlutfalli, eða nokkrum milljón sinnum meiri en vélin sem við byrjuðum með. Þetta sýnir vel hversu gríðarlega hröð þróunin hefur orðið á aðeins tutt- ugu árum,“ segir Ari. í ársbyrjun 1979 stofnaði hann síðan Verk- og kerfisfræðistofuna ásamt Friðriki Marteinssyni kerf- isfræðingi. „Það var raunar ekki mjög formlega staðið að stofnun VKS. Við Friðrik gerðum samning við Flugmálastjórn í apríl 1979 um þróun og uppsetningu á skeyta- dreifingarkerfi fyrir flugstjórnar- miðstöðina í Reykjavík og unnum hvor upp á sinn reikning, en síðan kom að því að Flugmálastjórn vildi fá einn reikning frá okkur. Við settumst niður og spáðum í hvað við ættum að kalla fyrirtækið á reikningnum, og þar sem ég var verkfræðingur og hann kerfisfræð- ingur varð niðurstaðan Verk- og kerfisfræðistofan. Þetta var aldrei ætlað til annars en að vera nafn á reikningi, en síðan eru liðin tuttugu ár þannig að það fór á talsvert ann- an veg en ætlað var í upphafi," seg- ir Ari. Fyrsta verkefni fyrirtækis- ins, skeytadreifingarkerfið, byggð- ist upp á að nútímavæða það kerfi sem stuðst hafði verið við fram til þess tíma. Tölvukerfínu treyst varlega „Þegar við komum að málinu bárust skeytin frá flugvélunum á telex-vélum og einhver manneskja las þau, reif af pappírsrúllunni og fór með til þess flugumferðarstjóra sem átti að afgreiða vélina. Við settum upp nk. hlerunarbúnað, þ.e. við tókum rafmagnsmerkin sem fóru inn á telex-vélina og fluttum beint inn í tölvu, án þess þó að taka eldri búnaðinn úr sambandi. Ekki var hægt að treysta einvörðungu á tölvukerfið en ef það brást var til vara alltaf hægt að afgreiða skeyt- in með gamla laginu. Eg held raun- ar að það hafi sárasjaldan komið til þess að grípa þyrfti til varakerfis- ins,“ segir Ari. Næsta stóra verk- efni fyrirtækisins var að búa til al- veg frá grunni stjórnkerfi, svokall- aðan kerfisráð fyrir orkuver Hita- veitu Suðurnesja í Svartsengi. Kei'fisráðurinn gerði vaktmanni kleift að hafa stjórn á ákveðnum rekstrarþáttum verksins, þar á meðal allri orkuvinnslu. „Við Friðrik vonim enn aðeins tveir í fyrirtækinu þegar við tókum verkið að okkur og byrjuðum í einu herbergi í Bolholti 4, en síðan flutt- um við 1. desember 1981 í stærra húsnæði, 100 fermetra íbúð á horni Skeggjagötu og Snorrabrautar sem við leigðum og breyttum í skriftofu. Starfsmönnum fjölgaði í kjölfarið og voru orðnir um tíu tals- ins þegar við fluttum haustið 1982 í hálfa hæð í Húsi verslunarinnar, og þá var orðið svo þröngt um okkur að það sat nánast hver ofan á öðr- um,“ segir hann. Sama ár, eða 1982, var efnt til útboðs á gerð kerfiráðs fyrir Hita- veitu Reykjavíkur og gerði VKS tilboð í verkið og var eina íslenska fyrirtækið sem taldi sig ráða við slíka framkvæmd. Þau fyrirtæki önnur sem buðu í verkið voru flest þekkt erlend stórfyrirtæki á borð við Texas Instruments í Bandaríkj- unum og ASEA í Svíþjóð. Barátta um verkið „Fjórtán tilboð bárust og við vorum með næstlægsta tilboðið og ég tel að lægsta tilboðið hafi nánast verið ónothæft, enda varð fyrir- tækið sem stóð á bak við það gjald- þrota ekki mjög löngu síðar. Mönn- um leist samt sem áður ekki of vel á að fela íslenskt fyrirtæki, sem þá hafði sjö manns á að skipa, verk- efni af þessari stærðargráðu. Fyrir vikið varð geysileg barátta að fá verkið. Tilboðsfresturinn rann út í júlí og við skrifuðum ekki undir samning um verkið fyrr en á gaml- ársdag 1982. A þessu hálfa ári sem leið þurft- um við í raun og veru að sannfæra menn um að okkur væri treystandi fyrir verkinu og gerðar voru ítar- legar athuganir á fyrirtækinu. Við skiluðum þessu verki haustið 1985 og lukum því það vel að kerfið var í notkun alveg fram til byrjun þessa árs, þ.e. það hefur gengið í fjórtán ár og þykir ekki slæm ending," segir Ari. „Þetta var tvímælalaust frum- herjavinna, enda hafði slíkt verk- efni aldrei verið unnið hérlendis af íslenskum aðilum áður, að frátöldu kannski stjórnkerfinu sem við gerðum fyrir Hitaveitu Suður- nesja. Við vorum að keppa við er- lend fyi’irtæki sem áttu í raun allan hugbúnaðinn tilbúinn og þurftu ekki annað en að laga hann að ís- lenskum aðstæðum, en við þurftum að semja allan hugbúnaðinn frá grunni,“ segir Ari. Grunnur að gæðakerfi VKS óx fiskur um hrygg á þess- um árum og samfara gerð kerfí- ráðsins tóku forsvarsmenn þess að leggja grunn að gæðakerfi, þar sem verkefnið leiddi í ljós að ýmsir hnökrar voru á starfseminni sem sníða þurfti af. „Þetta var mjög erfiður tími, enda um gríðarlega krefjandi verk- efni að ræða, og þegar upp var staðið töpuðum við á verkefninu i; fjárhagslega en á móti kom að við græddum feikilega reynslu og þekkingu. Það má raunar segja að það að við töpuðum á verkinu er grundvöllur þess að við erum að hagnast í dag. Við tókum að skoða verkstjórnaraðferðir, mat á vinnu- framlagi og hönnunaraðferðir, til að reyna að fyrirbyggja að við lent- um í samskonar erfiðleikum og við áttum í þegar kerfiráðurinn var smíðaður. Við þurftum að finna markvissari ieiðir og gera betur. Við efndum m.a. til verkstjómar- y" námskeiða sem við bjuggum til sjálfir fyrir starfsmenn fyrirtækis- ins,“ segir hann. Fleiri breytingar urðu einnig á starfseminni um þetta leyti, íyrir- tækinu var breytt í hlutafélag og komu þeir Daði Örn Jónsson, Jón Ágúst Guðjónsson og Nicholas Hall inn í eigendahópinn. Síðar | seldu þeir Nicholas og Friðrik síð- an hlut sinn og eru því núverandi eigendur VKS hf. þeir Ari, Daði 10 Örn og Jón Ágúst, og eiga þeir fé- lagar jafnan hlut. Starfsemi VKS hefur alla tíð snú- ist að miklu leyti um sérhönnuð kerfi. Á undanförnum 20 árum hef- ur hins vegar orðið mikil breyting á þessum markaði. „Hugbúnaðurinn tók að færast meira en áður út í til- búin kerfí. I mörgum tilfellum er þó hagstætt fyrir fyrirtæki að leggja í J slíka frumsmíði kerfanna, því að- eins með því móti fá þau það kerfi s sem þau þurfa virkilega á að halda. Þá hefur tækni við hugbúnaðarþró- un breyst mikið og notar VKS nú svokallaða hlutbundna aðferða- fræði við mest af sinni vinnu. Þessi aðferðafræði gerir mögulegt að sérsmíða kerfi upp úr hlutum sem geta verið sameiginlegir með mörg- um kerfum, sem geta jafnvel haft mjög mismunandi virkni. Þanmg má ná því fram að sérsmíða kerfi með tiltölulega litlum kostnaði." f fremstu röð í gæðastjórnun Ai’i kveðst telja að helsti styrkur VKS og sérstaða í dag sé sú mikla áhersla sem lögð hefur verið á gæðastjórnun og vönduð vinnu- brögð innan fyrirtækisins og vart ofmælt að það standi í fremstu röð íslenskra fyrirtækja í þeim efnum. VKS þróaði m.a. gæðakerfi sem EP nær til allrar starfsemi fyrirtækis- ins og var fyrst íslenskra hugbún- aðarfyrirtækja til að fá það vottað samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO 9001, árið 1995. Einnig má geta þess að Gallup á Islandi gerði nýverið þjónustumat fyrir fyrirtækið, þar sem það fékk að meðaltali 8,5 í einkunn, sem þykir óvenjuhá einkunn. Starfs- menn fengu m.a. hæstu einkunn fyrir viðmót og framkomu og tæp i 100% viðskiptavina töldu skipu- lagningu verkefna betri hjá VKS eða svipaða og hjá öðrum hugbún- aðai-íyrirtækjum. 91% sögðust myndu mæla með þjónustu VKS við aðra aðila. „Þessar niðurstöður endur- spegla nánast allar ef ekki allar styrk þess gæðakerfis sem við höf- um komið okkur upp og þá áherslu 0 sem við höfum lagt á starfsmanna- mál. Viðskiptavinir okkar bera okkur mjög gott orð hvað varðar alla þjónustu og skipulagningu verkefna, og það er vissulega fagn- aðarefni,“ segir Ari. „Á seinustu árum sjáum við að rekstrarafkoman hefur farið stór- fellt upp á við ár frá ári. Bæði velta og hagnaður hafa aukist stórum gg& skrefum og er rekstrarhagnaður fyrir skatta u.]).b. 18-20% af veltu, sem er mjög viðunandi að okkar mati. Veltan hefur aukist mikið milli ára og við stefnum að því að auka veltuna áfram og halda enn- fremur áðurnefndu hlutfalli rekstr- arhagnaðar, og gerum okkur góðar vonir um að það takist." Húsnæðið þrefaldað árið 2000 Til marks um stórhug fyrirtæk- isins er að á næsta ári mun það flytja starfsemi sína úr um 580 fer- metra húsnæði í Bíldshöfða í um

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.