Morgunblaðið - 21.11.1999, Síða 34

Morgunblaðið - 21.11.1999, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ lestur flestra þeirra greina, sem birtst hafa um ofan- greint efni, rekur mann í rogastans. Sefjun manna og til- finningar á kostnað rökhyggju virðst eng- in takmörk sett og svo virðist sem búið sé að heilaþvo 70% þjóðar- innar. Mikil er ábyrgð sjónvarpsins og fréttamanns þess, sem sýndi myndir af virkj- unarstöðum og fór hamförum í frásögn sinni, sem var alls ekki hlutlaus. Greinilegt var að mannin- um blöskraði fyrirhugaðar fram- kvæmdir og sú eyðilegging í nátt- úru landsins, sem þær hefðu í för með sér. Steininn tók þó úr, þegar sjónv- arpið sendi manninn til Yellowston- epark í Bandaríkjunum, stærsta þjóðgarðsins þar og heimkominn fór að líkja Eyjabökkunum við þetta svæði, þ.e.a.s. lón og mýrar- fláka norðan Vatnajökuls, sem í raun eru freðmýrar 9-10 mánuði ársins, heimkynni gæsa og hreindýra stuttan tíma úr árinu. En hann skaut yfir markið, þeg- ar hann upplýsti að helmingur Yell- owstoneparks væri malbikaðar göt- ur og stígar. Ef gera á svæðið að þjóðgarði verður þá ekki byrjað á að malbika helming þess fyrir að- gengi ferðamanna. Síðan þarf að byggja skála einn eða fleiri, afdrep fyrir þá svo að þeir a.m.k. geti gengið öma sinna og á hvað eiga þeir síðan að horfa í sjónauka? Þús- undir gæsa, sem ekki má styggja, hreindýr, sem kroppa upp gróður- lausar auðnir eftir gæsimar, mýr- arfláka og lón? Já, horfa á svæðið í sjónauka. En með tilkomu ferðamanna á svæðið mundi þá ekki koma styggð að gæs- unum og að lokum hyrfu þær með öllu? Sjónaukinn er hér nefndur til sögunnar vegna þess að í fyrsta þætti fréttamannsins kíkir hann yfir sviðið þar sem þúsundir gæsir flýja af mýrarfláka út á lón og hann talar í hálfum hljóðum svo að styggð komist ekki að fuglunum Það fór svo sem ekki á milli mála að mikil væri sú vá að ætla sér að sökkva hluta af Eyjabökkun- um undir vatn vegna virkjunarinnar. En er það ekki þverstæða, þegar náttúruvernd- arsinnar lofa og prísa þúsundir gæsa á svæðinu eyðandi og slítandi upp gróðrinum og skilja svæðið eft- ir sem örfoka auðn innan nokkurra ára. Sannleikurinn er nefnilega sá að gæsunum á svæðinu hefur sl. 5 ár fjölgað úr einu þúsundi í 5 þús- und. Hvemig halda menn að gróð- urinn verði þarna eftir 10 ár, þegar 10 til 15 þúsund gæsir hafa þar við- dvöl og rífa í sig viðkvæman gróð- urinn, þegar haft er í huga að versti vágestur bænda eru gæsaflokkar í túninu? Og farsinn heldur áfram. Nýj- asta útspil náttúruverndarsinna er að miðlunarlónið á Eyjabökkum fyllist fljótlega af hundraðum þús- unda tonna af leir og leðju. Minna má nú gagn gera. Sem leikmaður í þessum fræðum er mér spurn: Af hverju hafa lónin á Eyjabökkum ekki fyllst upp fyrir löngu og horf- ið? Hvað með leirfok af öræfunum í Mývatn, Þingvallavatn, vötnin á Arnarvatnsheiði, miðlunarlónið við Sigöldu o.s.frv. Af hverju hafa þessi vötn ekki ennþá horfið, í leðjuna? Það var drepfyndið, þegar Eyja- bakkamir komu inn í umræðuna að boðað var til fundar í Skotveiðifé- lagi Reykjavíkur og þar var rekið upp mikið ramakvein. Ætla þeir að sökkva Eyjabökkunum og fæla burtu gæsimar okkar. Hvað eigum við þá að drepa í staðinn? Annað Ósk mín er, segir Þór- hallur Arason, að þjóðin og ábyrgir forystumenn hennar beri gæfu til að halda fast við sína at- vinnustefnu. vein barst frá Englandi vegna þess að skotveiðimenn þar sáu fram á að feitar og pattaralegar gæsirnar, sem komu á haustin frá Islandi, yrðu ekki lengur í skotfæri. Önnur þversögn varðandi nátt- úra landsins er hreindýrin. Ein- hverjum spekingum datt það í hug fyrir einum hundrað áram eða svo að flytja inn hreindýr frá Græn- landi, væntanlega til hagsbóta fyrir bændur. Lengst af hafa þessi dýr verið til óþurftar í landinu engum til gagns, ráfað um í hjörðum á há- lendinu, rétt skrimt af veturinn og stundum drepist úr hor. En hefir nokkurntíma verið rannsakað hver sú gróðureyðing og skemmd á gróðri er, sem þessir gestir hafa valdið í áranna rás og hversu mikið örfoka land á heiðum uppi hefir orðið til af völdum þeirra. Er það ekki makalaust að einu nytjarnar af þessum skepnum eru þær að grisja stofninn á haustin, drepa nokkur hundruð dýr að gamni sínu, selja leyfi til þess fyrir hundrað þúsunda króna og flytja inn veiðimenn víðsvegar að úr Evrópu og síðan er þetta allt saman kallað vistvæn ferðamennska. Það er von að Hákoni Aðalsteins- syni og fleiri náttúruverndarsinn- um fyrir austan, sem hafa af þessu atvinnu, finnist þessi starfsemi þjóðhollari en virkjun, sem skapa mun auðsæld og velmegun í fjórð- ungnum um ókomin ár. Væri nú ekki nær að losa sig við þessi dýr og koma þannig í veg fyrir örfoka land á öræfunum? Væri það ekk skyn- samleg náttúruvernd? En víkjum nú nánar að náttúru- vemdarsinnum. A sama tíma og þeir berjast fyrir því að ekki verði virkjað á Austurlandi, minnast þeir ekki á stærsta málið í umhverfis- vernd, sem þolir enga bið. Hér á ég við þá staðreynd, sem birtist mönn- um ekki alls fyrir löngu eftir úttekt hálærðs erlends gróðursérfræð- ings að víða í uppsveitum Islands og á hálendinu er nú orðin til stærsta eyðimörk í Evrópu. Af hverju hafast náttúravemd- arsamtökin ekkert að í þessu máli? Hvernig væri að þau vöknuðu af værum svefni, leggðust á þetta stórmál, samþykktu ályktanir, kæmu með ábendingar og lausnir, sem verða mættu til þess að minnka eyðimörkina. Samtökin gætu meira að segja efnt til hóp- ferða upp á hálendið með fötur, áburð og fræ. Það væri þó spor í rétta átt. Og er þetta ekki tilefni fyrir Yellowstonepark fréttamann sjónvarpsins til að bretta upp erm- ar, skunda upp á hálendið og sýna í nokkram þáttum hin raunverulegu náttúruspjöll á íslandi, örfoka há- lendið niður í hlíðar, stærstu eyði- mörk Evrópu? Talað er um að helmingur Eyja- bakkasvæðisins fari undir vatn. Þar myndast stöðuvatn. Verður það ekki bara fuglaparadís til mikillar prýði í landslaginu og hver getur fullyrt að gæsin færi sig ekki um set? Það skal fram tekið að undir- ritaður er mikill náttúruunnandi og að náttúra íslands er engu lík. Þessi skoðun mín kemur þó ekki í veg fyrir það að ef við eigum að búa í landinu verður að nýta það á skynsamlegan hátt. Einhverju verður að fórna, það er óhjákvæmi- legt. Við verðum að skapa fleiri at- vinnutækifæri vegna aukins fólks- fjölda og þau skapast fyrst og fremst með stóriðju, þegar til fram- tíðar er litið, ekki með prjónastof- um á öðrum hverjum sveitabæ og ekki með vegalagningu eða ganga- borun því það era bara skamm- tímalausnir til að flýta fyrir frekari fólksfækkun á svæðinu. Af myndum að dæma af Eyja- bakkasvæðinu verður ekki séð að það sé eitthvað sérstakt fyrirbæri í náttúranni. Eg held að flest önnur svæði landsins séu miklu meiri náttúraperlur. Alstaðar era mann- virki í landslaginu, sem falla vel inní blómum skrýddar brekkurnar, fííla og sóleyjar í túnum, grasi gróið valllendi, dalverpi og fjallskörð. Álver í Reyðarfirði Við sem rákum iðnfyrirtæki um það leyti sem álverið í Straumsvík var reist fylgdumst vel með gangi mála. Það vora haldnir fundir í Iðn- rekendafélaginu og menn upplýstir um ýmsa þætti þessa stóriðnaðar. Einu man ég sérstaklega eftir í um- ræðunni, en það vora atvinnuskap- andi margfeldisáhrif mannafla ál- versins. Þessa margfeldistölu hefi ég hvergi séð, þegar rætt er um mannafla tengdan stóriðjunni. Hér á ég við það, að ef talað er um 260 manns, sem fá þar vinnu til að byrja með má margfalda þá tölu með 5 til að fá raunveralega tölu mannafla beint og óbeint og er þá tekið inn í dæmið allur sá mannafli þjónustu- greina, sem tengjast fyrirtækinu. Þannig erum við í raun að tala um 1.300 manns, sem álverið á Reyðar- firði veitir atvinnu, ekki 260 manns. Eg bar þesa margfeldistölu und- ir upplýsingafulltrúa álversins í Straumsvík í haust, þegar mér gafst kostur að ganga þar um hús og skoða mannvirkið. Hann stað- festi að talan væri rétt. Annað er það í sambandi við ál- verið á upphafsáram þess, sem vert er að minna á og kom fram í máli manna á þeim tíma, að Islending- arnir í stjórn versins sæju til þess að eigendur aðstoðuðu við að koma á fót verksmiðju, sem ynni úr álinu. Af því varð aldrei. Þessi þáttur atvinnusköpunar hefur ekki enn komist inn í umræð- una í dag, en með stofnun slíkrar verksmiðju væri hægt að veita hundruðum manna atvinnu. I þessu sambandi þyrfti auðvitað að huga að erlendum fjárfestum, t.d. amer- ískum eða japönskum, sem með þessu móti gætu komist með fram- leiðsluvörurnar úr álinu inn á frí- verslunarsvæði Evrópu. Allir vita að framleiðsla úr áli hefur margfaldast á umliðnum ár- um. Nefna má að nú er farið að framleiða bíla úr áli, álplötur utan á byggingar, yfirbyggingar á skip og skipshluta, vélablokkir, umbúðir o.fl. o.fl. Ég læt þessu greinarkomi lokið með ósk um að þjóðin og ábyrgir forystumenn hennar beri gæfu til að halda fast við sína atvinnustefnu, því að með því eina móti getum við horft björtum augum til framtíðar. Höfundur er fyrrv. iðnrekandi og framkvæmdustjóri. SKODUN ' FLJOTSDALSVIRKJUN OG ÁLVER Á REYÐARFIRÐI Þórhallur Arason BMW í heilt ár, smóking frá Bíson Bee-Q og Ericsson TS28 með VITi frá Símanum GSM CATERPILLAR Freistaðu gæfunnar á mbl.is! H>mbl.is -ALLTAf= eiTTHVAO NÝTl aiö

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.