Morgunblaðið - 21.11.1999, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Óli Kr. Sigurðsson á blaðamannafundi en nafni hans Óli Björn Kára-
son segir í bók sinni að á margan hátt megi halda því fram að kaup
Óla Kr. Sigurðssonar á Olís árið 1986 hafi markað töluverð tímamót í
íslensku viðskiptalífi.
Valda-
blokkir
riðlast
Um þessar mundir kemur út á vegum
Nýja bókafélagsins bókin Valdablokkir
riðlast, átök og ferskir straumar í íslensku
viðskiptalífí, eftir Ola Björn Kárason, rit-
stjóra DV og fyrrverandi ritstjóra og
stofnanda Viðskiptablaðsins. I bókinni er
fjallað um þau straumhvörf sem orðið hafa
á íslensku viðskiptalífí síðustu 10-15 árin
með auknu frjálsræði á fjármálamarkaði,
uppgangi í sjávarútvegi og innreið ungra
manna með nýjar hugmyndir og vinnu-
brögð í viðskiptum.
S
OLI Bjöm Kárason
bregður í bók sinni
kastljósinu á þá ein-
staklinga og þau fyrir-
tæki sem helst koma
við sögu og sviptir hulunni af ýmsu
sem gerst hefur baksviðs, að því er
segir í frétt frá útgefanda. Bókina
prýða um 20 teikningar eða Þanka-
strik Gísla J. Astþórssonar.
Hér er gripið niður á tveimur
stöðum í bókinni með leyfi höfund-
ar og útgefanda.
Jafnvægi
brestur
Fremur auðvelt var að átta sig
á íslensku viðskiptalífi á árum áð-
ur. Þó það sé mikil einföldun að
halda því fram að það hafi skipst
upp í tvær fylkingar, er sann-
gjarnt að segja að ákveðið við-
skiptalegt og pólitískt jafnvægi
hafi ríkt á milli Sambandsins og
einkaframtaksins. Þetta jafnvægi
er ekki lengur fyrir hendi enda
Sambandið liðið undir lok þó
sterk fyrirtæki hafi risið upp á
rústum þess, sum að vísu tíma-
bundið. Einkafyrirtækin eru held-
ur ekki einsleitur eða samstilltur
hópur heldur fyrirtæki í harðri
samkeppni. Eftir fall Sambands-
ins hélt togstreita og valdabarátta
áfram milli rótgróinna einkafyrir-
tækja og gömlu Sambandsfyrir-
tækjanna sem lifðu af.* Fjölmiðl-
ar hafa yfirleitt talað um barátt-
una milli Kolkrabbans og Smokk-
fisksins. Þessar gömlu valda-
blokkir hafa hins vegar riðlast og
heyra brátt sögunni til. Ekki
vegna þess að forystumenn þeirra
settust niður og sömdu um
„vopnahlé" heldur vegna ytri að-
stæðna og þar réð enginn ferð-
inni.
Þrír þættir hafa öðrum fremur
orðið til þess að gömlu valdablokk-
irnar hafa smátt og smátt molnað
niður. Markaðsvæðing sjávarút-
vegsins með innleiðingu kvótakerf-
isins með frjálsu framsali aflaheim-
ilda hefur gert útsjónarsömum út-
gerðarmönnum kleift að byggja
upp glæsileg fyrirtæki sem hafa
fjárhagslega burði til að taka þátt í
atvinnulífinu á flestum sviðum. í
stað þess að vera upp á opinbera
fyrirgreiðslu og velvilja birgja
komin hafa orðið til öflug og sjálf-
stæð fyrirtæki í sjávarútvegi. Auk-
ið frelsi á fjármálamarkaði og þá
ekki síst þróun hlutabréfamarkað-
ar hefur gert fyrirtækjum, fjárfest-
ingarfélögum, lífeyrissjóðum og
einstaklingum kleift að taka beinan
þátt í atvinnulífinu og auðgast
verulega. Hlutabréfamarkaðurinn
og frelsi á fjármálamarkaði hefur
auk þess opnað nýja og áður
óþekkta möguleika fyrirtækja til
fjármögnunar - þau þurfa ekki
lengur að ganga með betlistaf í
hendi á milli stjómmálamanna og
valdsherra einkaframtaksins eða
Sambandsins.
Þessi mikla markaðsvæðing
sjávarútvegs og fjármálakerfisins
hefur verið möguleg vegna þess að
skynsamlega hefur verið haldið á
efnahagsmálum undanfarin ár.
Seðlabankinn hefur fylgt aðhalds-
samri stefnu í peningamálum á
sama tíma og meiri agi hefur kom-
ist á fjármál ríkissjóðs þó enn sé
þar víða pottur brotinn. Óðaverð-
bólga fyrri ára sem gerði ókleift
að reka fyrirtæki með skynsam-
legum hætti, er aðeins slæm minn-
ing.
Jafnvægi og markaðsvæðing
Jafnvægi í efnahagsmálum og
markaðsvæðing hefur lagt grunn-
inn að auðlegð fjölda einstaklinga
sem hafa nýtt sér fjárhagslegt
sjálfstæði til að innleiða ný vinnu-
brögð í viðskiptalífið, þar sem
söguleg skipting atvinnulífsins
skiptir litlu eða engu máli. Hægt
og bítandi hafa þessir einstaklingar
holað múra valdsins og neytt for-
ráðamenn „kolkrabbans" og
„smokkfisksins" til að horfast í
augu við nýja tíma. Síðasti áratug-
ur 20. aldarinnar hefur því verið
áratugur nýrra manna í viðskipta-
lífinu sem gamalgróin viðskipta-
veldi hafa á stundum þurft að láta í
minni pokann fyrir. Utangarðs-
mönnum hefur tekist að ná fótfestu
og eru orðnir valdamiklir leikendur
á brothættu leiksviði viðskiptalífs-
ins. Á margan hátt má halda því
fram að kaup Óla Kr. Sigurðssonar
á Olís árið 1986 hafi markað tölu-
verð tímamót, enda fyrirtækinu
„stolið“ fyrir framan nefið á Lands-
bankanum og Skeljungi. Hallar-
byltingin í Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna á vordögum 1999 er annað
dæmi um hvernig gamalgróið
valdakerfi hefur þurft að láta í
minni pokann fyrir nýjum mönn-
um.
Hlutfallslega hafa völd gamla
valdakerfisins því minnkað þó fyr-
irtæki og fyrirtækjasamsteypur
innan þess hafi mörg hver styrkst
fjárhagslega. Þátttaka lífeyrissjóða
og hlutabréfasjóða í hnmadansi
hlutabréfamarkaðarins hefur aukið
enn frekar valddreifingu, þó halda
megi því fram að vegna uppbygg-
ingar lífeyrissjóðanna skapist
ákveðin hætta, enda þar á ferð fé
án fjárhirðis. I upphafi níunda ára-
tugarins snerust átök í viðskiptalíf-
inu fyrst og fremst um viðskipta-
hagsmuni einkaframtaksins og
Sambandsfyrirtækjanna. Margt
bendir til að þessum átökum sé nú
að mestu lokið eða að þau séu að
minnsta kosti háð undir öðrum
merkjum en áður. Það skiptir
miklu að endurreisn Sambandsins í
gegnum sjálfstæð hlutafélög
mistókst að mestu, samhliða því að
yngri menn sem hafa haslað sér
völl í viðskiptalífinu eru ekki
bundnir á sama klafa sögunnar og
hinir eldri - hafa ekki fengið hið
pólitíska uppeldi.
Sambandið fellur og rís upp
I byrjun tíunda áratugarins
benti allt til þess að Samband ís-
lenskra samvinnufélaga væri kom-
ið í strand og umfangsmiklar
björgunaraðgerðir kæmu ekki að
gagni. Verulegir hagsmunir voru í
húfi, ekki síst fyrir Landsbankann
sem var aðalviðskiptabanki Sam-
bandsins.
Á aðalfundi Sambandsins í júní
1990 var samþykkt að stofna sér-
stök hlutafélög um einstaka rekstr-
arþætti. Þá gerðu menn sér enn
góðar vonir um að hægt væri að
sigla Sambandinu í gegnum erfið-
leikana, en síðar átti annað eftir að
koma á daginn. Hitt er svo ljóst að
með þessari ákvörðun tókst að
bjarga verulegum verðmætum sem
annars heþlu hugsanlega farið for-
görðum. Á gnmdvelli samþykktar
aðalfundarins voru nokkur hlutafé-
lög stofnuð. Islenskar sjávarafurð-
ir voru stofnaðar á grunni sjávaraf-
urðadeildar SIS, Samskip voru
byggð á stoðum skipadeilda, og
Goði byggði á búvörudeild svo
dæmi séu nefnd. Tvö fyrrnefndu
fyrirtækin voru leiðandi í gagnsókn
Sambandsfyrirtækjanna gegn
einkaframtakinu.
Fjórmenningar í brúnni
Endurreisn Sambandsins var
leidd af fjórum fyrirtækjum, hvert
á sínu sviði: Olíufélaginu undir
stjórn Geirs Magnússonar sem áð-
ur hafði stýrt Samvinnubankanum;
Samskipum sem Ólafur Ólafsson
hefur stýrt frá 1993; íslenskar
sjávarafurðir undir stjórn Bene-
dikts Sveinssonar; og Vátrygginga-
félag Islands þar sem Axel Gísla-
son er við völd.
Allir fjórmenningarnir tengjast
Sambandinu sterkum böndum og
þrír eru uppaldir innan Sambands-
ins. Geir Magnússon er Samvinnu-
skólagenginn, var starfsmaður
Sambandsins frá 1961 og fram-
kvæmdastjóri frá 1976 til 1984
þegar hann tók við stöðu banka-
stjóra Samvinnubanka íslands.
Geir var ráðinn forstjóri Olíufé-
lagsins 1991.
Axel Gíslason, sem er verkfræð-
ingur að mennt, hefur verið for-
stjóri VIS frá 1989 en var áður að-
stoðarforstjóri SÍS frá 1985 og þar
áður gegndi hann ýmsum stjórnun-
arstöðum innan Sambandsins frá
1972 svo sem framkvæmdastjórn
iðnaðardeilda og skipadeildar.
Ólafur Ólafsson er Samvinnu-
skólagenginn en lauk viðskipta-
fræðiprófi frá Háskóla Islands.
Hann starfaði lengi við ullariðnað
bæði hér á landi og erlendis, auk
þess að reka sjálfstætt fyrirtæki.
Árið 1990 tók Ólafur við starfi for-
stjóra Álafoss hf. en eftir endalok
fyrirtækisins 1991 rak Ólafur
Rekstrai'félag Álafoss hf. fyrir
Landsbanka Islands. Hann stofn-
aði eigið fyrirtæki, Kjalar hf., árið
1992 og rak það uns hann tók við
starfi forstjóra Samskipa hf. árið
1993.
Benedikt Sveinsson var ráðinn
aðstoðarframkvæmdastjóri sjávar-
afurðardeildar Sambandsins 1987
36 ára að aldri. Hann varð síðar
forstjóri deildarinnar og fyrsti for-
stjóri Islenskra sjávarafurða 1991.
Gríðarlegur kraftur og þor ein-
kenndi strax störf þessara fjögurra
manna. _ Erfiðasta verkefnið fékk
Ólafur Ólafsson sem frá fyrstu tíð
þurfti að glíma við öflugan and-
stæðing, Eimskip. Verkefni félag-
anna var hins vegar ekki auðvelt
enda flæktist þrot Sambandsins
mjög fyrir.
Landsbankinn neyddist til að yf-
irtaka stóran hluta eigna Sam-
bandsins síðari hluta árs 1992. Hér
var um hreina skuldajöfnun að
ræða upp á 2,5 milljarða króna.
Þannig eignaðist bankinn 33% hlut
í Olíufélaginu, sem keypti sjálft
bréfín og lækkaði eigið fé á móti.
Kaup Olíufélagsins á þessum bréf-
um sýna hversu fjárhagslega
sterkt fyrirtækið var og hve vel
það var í stakk búið að leggja veru-
lega af mörkum í því viðskiptastríði
sem var framundan. Um 41%
hlutafjár í íslenskum sjávarafurð-
um kom í hlut bankans og 85%
hlutafjár í Samskipum, en þessi
hlutafjáreign reyndist töluverður
höfuðverkur fyrir bankann, sem
jafnframt var viðskiptabanki Eim-
skips. Auk þessa yfirtók Lands-
bankinn ýmsar aðrar eignir Sam-
bandsins svo sem hlutabréf í Efna-
verksmiðjunni Sjöfn, Samvinnu-
ferðum-Landsýn og Kaffíbrennslu
Akureyrar. Reginn hf. var yfirtek-
inn með húð og hári.
Forráðamenn Eimskips töldu
þátt Landsbankans í uppbyggingu
Samskipa í besta falli óeðlilegan,
enda fjármagnaði bankinn rekstur
félagsins. í júlí 1994 var síðan til-
kynnt að tekist hefði að ná inn
nýjum hluthöfum í Samskip og
þar á meðal voru nokkur þekkt
fyrirtæki, sem fram að þessu
höfðu fremur talist til einkafram-
taksins. Hluthafarnir voru Hag-
kaup, Samherji hf., Akureyri,
Fóðurblandan hf., Vinnslustöðin
hf., þýska skipafyrirtækið Bruno
Bischoff Reederei, Olíufélagið hf.,
Vátryggingafélag Islands, Sam-
vinnulífeyrissjóðurinn og stjórn-
endur Samskipa. Síðar kom í ljós
að Ólafur Ólafsson var stór hlut-
hafi í Samskipum í samvinnu við
þýska skipafélagið og skapaðist
tortryggni á milli hans og hluthafa
sem stóðu utan sambandshópsins.
Gunnar Jóhannsson í Fóðurblönd-
unni, sem var stjórnarformaður
Samskipa, sagði sig úr stjórn í
febrúar 1996 ásamt Jóni Pálma-
syni sem sat í stjórninni sem full-
trúi Hofs, eignarhaldsfélags
þeirra Hagkaupsbræðra. Síðar
seldu þessir aðilar sín bréfj með
góðri ávöxtun, en ljóst er að þeir
töldu að Ólafur hefði blekkt þá og
ekki komið hreint til dyranna
varðandi eignarhlut sinn í félag-
inu.*
Heilladísir
Eins og áður hefur verið vikið að
er virkur hlutabréfamarkaður ein-
hver stærsta breyting sem orðið
hefur á umhverfi íslenskra fyrir-
tækja á síðustu árum. Lítið hefur