Morgunblaðið - 21.11.1999, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 37
hins vegar mátt bera út af til að
j ekki færi illa og á stundum má
" kalla það glópalán að ekki fór verr
en raun varð á.
Verðbréfafyrirtæki hafa verið
drifkraftur þessara breytinga, en
stundum meira af kappi en forsjá,
enda oft til mikils að vinna. Sú
venja hefur skapast hér á landi,
eins og víða annars staðar, að verð-
bréfafyrirtæki aðstoði fyrirtæki við
á að skrá hlutabréf sín á opnum
Ihlutabréfamarkaði. Verðbréfafyr-
irtækið annast gerð útboðslýsingar
og jafnframt sölu á nýjum hluta-
bréfum í viðkomandi fyrirtæki. Oft
á tíðum á verðbréfafyrirtækið
verulega mikið undir því að hluta-
bréíin seljist enda útboðið oftar en
ekki sölutryggt. Fjárfestar styðj-
ast hins vegar við útboðslýsinguna
þegar þeir taka ákvörðun, en varla
er hægt að halda því fram að um
hlutlausa úttekt sé að ræða á fram-
I tíðarmöguleikum fyrirtækisins
| sem leitar eftir áhættufjármagni.
Fyrir um það bil áratug sóttist
útgáfufyrirtækið Fróði eftir því að
komast á hlutabréfamarkað og
höfðu öll verðbréfafyrirtæki sem
þá voru starfandi hug á því að sjá
um hlutafjárútboð til almennings.
Þessi áform runnu út í sandinn eft-
ir að Morgunblaðið birti ítarlega
i fréttaskýringu um viðkomandi fyr-
j irtæki.* Það hefði haft ófyrirsjáan-
legar afleiðingar fyrir hlutabréfa-
* markað sem ekki var búinn að sh'ta
bamsskónum ef umrætt hlutafjár-
útboð hefði þá farið fram.
Fjölmiðlar og verðbréfafyrir-
tæki féllu á prófinu þegar kom að
ævintýrafyrirtækinu Softís, sem
var hafíð upp til skýjanna. Fjöl-
miðlar heilluðust af fyrirtækinu
sem og verðbréfamiðlarar - gengi
hlutabréfa rauk uppúr öllu valdi þó
efnislegai’ ástæður væru ekki fyrir
I hendi eins og síðar kom í ljós. Eng-
inn taldi ástæðu til að staldra við
og spyrja áleitinna spurninga,
a.m.k. ekki á opinberum vettvangi.
Þvert á móti var fyrirtækinu
hampað sem dæmi um hvernig við
Islendingar gætum unnið okkur út
úr djúpstæðri efnahagskreppu.
Það virðist sem heilladís vaki
yfir íslenskum verðbréfamarkaði
og komi í veg fyrir að afleiðingar
mistaka og jafnvel vítaverðra við-
| skiptahátta hafi mikil áhrif á tiltrú
almennings og fjárfesta á verð-
bréfum. Þetta sannaðist ekki að-
eins varðandi Softís, heldur einnig
þegar Avöxtun hf. varð gjaldþrota
og sjóðir Fjárfestingarfélags fs-
lands, síðar Skandia, voru lokaðir í
langan tíma. Og dæmin eru fleiri.
Árið 1998 sá Verðbréfaþing
ástæðu til að „átelja“ vinnubrögð
íslenskra sjávarafurða í tengslum
við hlutafjárútboð fyrirtækisins.
I Astæða þessa var að sama dag og
útboðslýsingin var birt opinber-
lega kom stjórn ÍS saman og tók
ákvarðanir sem breyttu verulega
efni og forsendum hlutabréfaút-
boðsins. í útboðslýsingunni skrif-
aði forstjóri ÍS undir yfírlýsingu
sem sagði að lýsingin væri „samin
eftir bestu vitund, í fullu samræmi
við staðreyndir og engu mikil-
vægu atriði væri sleppt sem áhrif
1 gætu haft á mat á félaginu eða
hlutabréfum þess“. Þessa yfirlýs-
ingu undirritaði forstjórinn 29.
október 1998 fyrir hönd stjórnar
fyrirtækisins. Daginn eftir var
ákveðið að forstjórinn myndi
flytja til Bandaríkjanna og taka
við yfírstjórn Iceland Seafood og
að stjórnarformaður ÍS myndi
taka að sér aukin verkefni á með-
an. Jafnframt áréttaði stjórn ÍS að
dótturfyrirtækið Iceland Seafood
væri enn rekið með umtalsverðu
tapi og að ÍS stæðu í mikilli fjár-
hagslegri endurskipulagningu.
Svipað var upp á teningnum í
hlutafjárútboði Járnblendifélags-
ins í aprfl 1998. Rúmlega 2.800 að-
ilar skráðu sig fyrir hlutabréfum
og fékk hver og einn að kaupa
bréf að nafnverði 80 þúsund krón-
ur á genginu 2,50. Með þessum
hætti voru seld bréf að nafnverði
225 milljónir til almennings og
starfsmanna fyrirtækisins. Tæpar
150 milljónir voru síðan seldar
með útboðsfyrirkomulagi til FBA
og Kaupþings. Allir þessir aðilar
byggðu ákvörðun sína um fjárfest-
ingu í hlutabréfum fyrirtækisins á
útboðslýsingu sem gerð var.
Nokkrum mánuðum síðar kom
hins vegar í ljós að mikilvægar
upplýsingar um rekstur fyrirtæk-
isins vantaði í útboðslýsinguna.
Ekki var minnst einu orði á að
hugsanlegt væri að fyrirtækið yrði
fyrir skerðingu á raforku frá
Landsvirkjun. Og auðvitað kom til
skerðingar skömmu eftir útboðið.
Sætir nokkurri furðu að enginn
sem keypti hlutabréf fyrirtækisins
skuli ekki hafa látið reyna á
ábyrgð fyrirtækisins og Lands-
bankans sem annaðist útboðið.
Talnaleikir
Trúnaður og traust verða seint
ofmetin í viðskiptum með hluta-
bréf og forsenda þessa er að fyrir-
tækin sjálf hagi upplýsingagjöf
sinni þannig að þær veki ekki tor-
tryggni. Það eru hins vegar merki
um nokkurt afturhvarf í því efni.
Fyrirtæki á hlutabréfamarkaði
eru farin að nýta sér möguleika til
að fela upplýsingar svo sem um
eignarhlut í öðrum fyrirtækjum,
enda gera lög ekki kröfu til þess
að þær upplýsingar séu veittar í
ársreikningi. Og þegar eftir því er
leitað hafa sum fyrirtæki neitað að
veita þessar upplýsingar sem þó
skipta miklu þegar reynt er að
meta rekstur og efnahag fyrirtæk-
isins. Þannig eru dæmi um að fyr-
irtæki sem hefur bundið liðlega
helming eiginfjár í hlutabréfum
annarra fyrirtækja veitir ekki
upplýsingar um hvaða hlutabréf
þetta eru eða hvernig mati þeirra
er háttað. Það hefur færst í vöxt
að sjávarútvegsfyrirtæki kaupi og
selji kvóta, sem er jákvæð þróun í
sjálfu sér. Hins vegar hafa mörg
þessara fyrirtækja verið í ein-
hvers konar talnaleikjum. Til að
gera dæmið einfalt skulum við
gera ráð fyrir að sjávarútvegsfyr-
irtækið Útgerð hf. hafí átt 100
tonn af þorskkvóta sem ekki var
eignfærður enda fékk fyrirtækið
kvótann úthlutaðan á sínum tíma.
Á síðasta ári seldi Útgerð hf.
þennan kvóta fyrir 100 milljónir
króna en notaði peningana til að
kaupa eða réttara sagt skipta á
þorski og rækju. Við þetta lagað-
ist bókfærð eiginfjárstaða fyrir-
tækisins um 100 milljónir króna. f
rauninni hefur hins vegar ekkert
gerst hjá Útgerð hf. annað en að
það á nú rækjukvóta í stað þorsk-
kvóta þó rækjan henti hugsanlega
rekstri þess betur en þorskur. Það
sem meira er, fyrirtækið sem lét
Útgerð hf. fá rækjukvótann í
skiptum fyrir þorskinn hefur
einnig lagfært stöðu sína um 100
milljónir króna. Svipað má segja
um kaup og sölu á skipum.
Talnaleikir af þessu tagi eru
ávísun á vandræði í framtíðinni.
Óskiljanlegt er að endurskoðendur
undirriti ársreikninga án athuga-
semda þegar loftfimleikar af þessu
tagi eru gerðir. Að ekki sé minnst á
allan þann fjölda sérfræðinga sem
vinna hjá verðbréfafyrirtækjum
sem láta þetta átölulaust og raunar
nýta sér talnaleikina í útboðslýs-
ingum til að gera hlutabréf við-
komandi íyrirtækis enn áhuga-
verðari fyrir fjárfesta.
* Auðvitað er ekki rétt að tala um
einkafyrirtæki og Sambandsfyrirtæki líkt
og rekstrarform þeirra sé ólíkt. Þannig
er t.d. enginn munur á stöðu eigenda 01-
íufélagsins og Skeljungs. Bæði fyrirtækin
eru hlutafélög skráð á opnum hlutabréfa-
markaði. Ég hef hins vegar gripið til
þessarar nafngiftar til að aðgreina þessi
fyrirtæki og sú aðgreining er eingöngu
söguleg, en á lítið skylt við nútímann.
* Kjalar ehf., sem er í eigu Ólafs Ólafs-
sonar, forstjóra Samskipa, eignaðist í
september 1999 29,1% hlut í Samskipum.
Hlutinn keypti Kjalar af þýska félaginu
Nordatlantik Transport Gmbh. sem Ólaf-
ur átti til jafns við Bischoff-fjölskylduna.
* Höfundur skrifaði þessa úttekt í
Morgunblaðið.
Stimpilklukkukerfi
SKERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/kerfisthroun
BIODROGA
snyrtivörur
*Q-10*
húðkremið
Bankastræti 3, sími 551 3635.
Skólavörðustíg 21 • sími 551 4050 • Reykjavík
-/eline^
Fegurðin kemur innan frá
Laugavegi 4, sími 551 4473
Á sunnudögum
eru fjölmargar
verslanir opnar.
VERSLANIR
frá kl. 13.00 - 17.00
STJÖRNUTORG
skyndibita- og veitingasvæðiö
frá kl. 11.00-21.00
Aörir VEITINGASTAÐIR
og KRINGLUBÍÓ
eru meö opiö fram eftir kvöldi.
J R R T fi fl S L fER
Sími skrifstofu: 568 - 9200 Upplýsingasími: 588 - 7788