Morgunblaðið - 21.11.1999, Side 39

Morgunblaðið - 21.11.1999, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 39 hendur hef ég ekki snert og ég vorkenni því fólki sem ekki hefur tekið í höndina á afa. Eg vil ekki kveðja þig, afi minn, því ég veit að þú munt fylgja þeim sem þú unnir, alla tíð. Auður Kamma Einarsdóttir. Eggert Steinþórsson var maður mikilla hæfileika, gáfaður og íhug- Iull en einnig ákaflega handlaginn. Hann hefði sem bezt getað valið sér hvaða lífsstarf sem var, til dæmis orðið félagsmálamaður eða nátt- úrufræðingur, kennari eða bók- menntafræðingur, svo dæmi séu tekin. En hann valdi semsagt að verða læknir, og í því starfi nýttust hæfileikar hans sérlega vel. Eggert þótti afburðalæknir, og þótt sér- grein hans væri skurðlækningar var hann einmitt slyngastur á því | sviði sem mestu máli skiptir í lækn- 1 isfræðinni, nefnilega sjúkdóms- gi'einingu. Pá fyrst er hægt að gera eitthvað til bóta að meinsemdin sé þekkt, annars eru öll „inngrip“ til bölvunar eins og mýmörg dæmi sanna. Og stundum taldi Eggert reyndar að bezt væri að „gera ekki neitt“, enda gerðist þá annað af tvennu - hinum sjúka batnaði af sjálfum sér, eða meinsemdin tók á j sig greinanlegt form sem hægt var Iað bregðast við með réttum hætti. Margar sögur eru til um skarp- skyggni Eggerts, og ýmsum bjarg- aði hann, mis-illa á sig komnum, úr vítahring skakkra sjúkdómsgi’ein- inga og bjargráða. Eina konu hitti ég fyrir skemmstu sem hafði átt að baki tíu ára píslargöngu milli læknastofa í tveimur löndum áður en hún var loks send til Eggerts sem greindi vandann og leysti, svo I konan komst til heilsu á ný. Og eins Jog oft vill verða með kvenfólk sem þjáist af þrálátum sjúkdómum, svosem eins og síþreytu eða viðvar- andi sótthita, hafði kona þessi verið send bæði til geðlæknis og sálfræð- ings, auk annars konar lækna, og hvarvetna hlotið einhvers konar „meðferð" áður en hún var send áfram. Þrátt fyrir 30 ára aldursmun fundust mér ævir okkar Eggerts jafnan .liggja samsíða, ef svo má | segja. I fyrsta lagi vorum við báðir I Steinþórssynir, þótt feður okkar væru að vísu hvor af sínu lands- horninu og alls óskyldir. I öðru lagi virtist hann alltaf nálægur í lífi mínu, enda kvæntur Gerði móðurs- ystur minni og uppáhaldsfrænku; hann var heimilislæknir okkar, vin- ur og sálusorgari. Og eftir að ég fór að fást við náttúrufræði sýndi hann áhuga sinn með því að gauka stund- um að mér kortum eða jarðfræði- Ibókum, nýjum eða gömlum, úr sínu prýðilega bókasafni, enda mun hugur hans á yngri árum hafa hneigzt til náttúrufræði ejns og margra lækna fyiT og síðar. I þriðja lagi held ég við höfum átt ýmislegt sameiginlegt þótt ólíkir værum, og „töluðum vel saman“ þegar við hitt- umst, sem gjarnan hefði mátt vera oftar. Olíkt Jónasi, tengdaföður sínum, sem treysti tilverunni illa til að halda réttan kúrs án sinnar íhlutun- | ar, reyndi Eggert aldrei að skipta sér af neinu óumbeðinn. Enda var hann dulur og fálátur hversdags- lega, en klettur öruggur þegar á þurfti að halda. í tómstundum las hann mest, en hafði gaman af sil- ungsveiðum í lengri fríum svo sem Mývetningi sæmdi. Hann naut virðingar innan stéttar sinnar eins og vænta mátti og gegndi þar ýms- , | um trúnaðarstörfum allt til áttræð- I isaldurs. Síðustu árin urðu honum erfið, og æðraðist hann þó aldrei eða kvartaði, enda naut hann ást- ríkis fjölskyldu sinnar og hlýrrar umönnunar starfsfólks Landakots- spítala. Hvíli hann í friði. Sigurður Steinþórsson. Fundum okkar Eggerts bai' fyrst saman fyrir tilviljun í barnalækn- ingum haustið 1965. Lítil telpa lá sárlasin uppi í rúmi hjá föðurmynd- inni sinni í bakveikikasti. Björn barnalæknir Guðbrandsson, félagi minn á námsárum, var kominn með heyrnartól og vísindi og skrifaði heilsubótarresept á sjúklinginn. Sneri sér síðan að stunubelgnum: „Hvað angrar þig bróðir?" - „Eg er að drepast í bakinu - ætli það sé ekki iskíasinn?" - „Nei, kalli minn, það er eitthvað allt annað,“ og studdi mig út í bílinn sinn og í loft- köstum upp á Landakotsspítala. Þar hófust fullorðins rannsóknir og blóðtökur með þukli og piss í glas, var kveðinn upp dómur: - Nýrnast- einar. Þar með var ég kominn í faðminn á Eggert Steinþórssyni, yfirlækni í þvagfærainnvolsi og trúnaðarlækni Sjúkrasamlagsins þegar næði gafst, og minnti vinnus- væði hans á ljóð skáldsins: marga hlaut ég heOsubót er hurfu meinin ljót, - stundum tók hann stóra parta - stundum bara grjót.“ Og sá var nú ekki svifaseinn í ró- legheitum víðsfjarri taíli upp á líf og dauða, áherslan á alþýðleg heil- ræði með vingjarnlegum sönnunum úr nútímavísindum. Kannski líka undir niðri gamall kunningsskapur norðan úr Þingeyjarsýslu og náin tengsl við miðpunkt Mývetninga, einkum í grennd við frænku okkar Sollu á Grænavatni. Stundum bár- um við hvor öðrum kveðjur hennar eftir sólbjarta sumarheimsókn á Grænavatni. Fyrsti fundur okkar Eggerts var haldinn í tveimur þáttum, - hinn fyrri á skrifstofu hans í Sjúkrasam- laginu í Tryggvagötu. Þar hafði hann tO sýnis stafla af röntgenfilm- um sem í fljótu bragði virtust dul- búnir leyniflugvellir úr hernámi Kanans en voru reyndar ég sjálfur að innan. „Svona er þetta með nýr- un í þér,“ sagði yfirlæknirinn, „þetta hérna vinstra megin er bólgnara og þarf að byrja á því, en auðvitað væri best að taka bæði í sömu törn.“ Fylgdi þessu hávís- indaleg speki um orsök og afleið- ingar á erlendum tungum, latínu og gn'sku sem sjúklingurinn botnaði ekkert í þrátt fyrir áralanga innrit- un í læknadeild, en kinkaði kolli gáfulega, eins og maður hafði lært á gati undh' haukfránum sjónum Há- skólaprófessora. Að svo mæltu leit trúnaðai’læknirinn upp úr röntgen- inu og spurði: „Finnst þér ekki leið- inlegt hérna á skrifstofunni?“ - „Nei, þetta er ljómandi huggulegt kontórpláss - mætti kannski lífga upp á það með einu blómi.“ - „Nei, það breytti engu - við skulum skreppa út á Hótel Borg.“ Þar hófst annar þáttur. Eggert pantaði kaffi og sérbökuð við gluggaborð á restrasjóninni og kallaði á þjóninn að loknum vínar- brauðum: „Viltu færa mér nokkrar hvítar servéttur og konjakslögg í tveimur staupum." „Skál,“ - og vís- indin hófust fyrir alvöru. Fyrst teiknaði doktorinn sjúkling sinn að innan með öllu tilheyrandi og síðan á næstu servéttu nýrun með fest- ingum og frárennslispípum. Nú var öll latína gleymd en komið hreim- fagurt móðurmál úr Suður-Þing- eyjarsýslu og gullpenninn strikaði út vænan geira úr hvoru nýra: „Þetta má fara að ósekju - manns- líkaminn hefur ekkert við allt þetta dót að gera,“ - en bætti svo við: „Þetta er ekki hægt að gera hér heima, það eru ekki nema þrír spítalar í heiminum sem veita svona þjónustu, einn í New York, annar í London og hinn þriðji í Gautaborg, - þú verður að velja.“ - „Hvern veldir þú sjálfur?" - „London - þar hef ég starfað í fjögur sumur undir handarjaðri Mr. Williams á Saint Paul’s við Endellstræti - hann er fínasti nýrnasérfræðingur í heimi.“ - „Eg vel hann, og hvað geri ég svo?“ - „Þú gerir ekkert annað en það sem ég segi þér.“ Þá kom í ljós að Eggert Stein- þórsson var búinn að panta mér pláss hjá Mr. Williams á St. Paul’s í miðborg Lundúna, og að auki þokkalegt hótelherbergi þar í grennd við Covent Garden, plús flugfar með Loftleiðum í nóvem- berbyrjun. Vinurinn var sem sagt búinn að taka mig undir sinn vernd- arvæng og redda öllum málum - meira að segja víxli upp í kostnað- inn, og fylgdi að lokum boð í kvöld- kaffi heima hjá þeim Gerði hús- freyju á Flókagötu daginn áður en ég færi. Þar var mér tekið eins og langþráðum frænda úr Mý- vatnssveit og- fylgdi góðgerðum nærgætinn kúrsus í daglegri hegð- an erlendra gesta á kaþólskum yfir- stéttarspítala á Bretlandseyjum. Og allt gekk upp, - ég kom heim fyrir jól með eitt og hálft nýra, og öðru sinni um sumarmál með tvö hálf. Uppfrá því var fylgst með öllu og lagað í vikulegum heimsóknum á Hvítabandið við Skólavörðustíg. Fylgdi þar með undirbúningur að lokaóperasjón um haustið. Og þá fór að verða gaman á sjúkrastofunni, því þar hafði doktor Eggert lagt inn sér og sínum til skemmtunar Lárus Pálsson og Þor- . stein Ö. Stephensen plús áttræðan gútemplara að vestan, sem hann var búinn að taka í gegn. Þarna var gestkvæmt í heimsóknartímum og utan þeirra og fjölmenntu aðalhlut- verk karla og dramatískar dömur þeirra ásamt viðkvæmum auka- hlutverkum og staffírugum leik- skáldum. Einnig forleggjarar og Ragnar í Smára með glænýtt snilldarverk i handriti og fékk Lár- usi til aflestrar fyrstum manna vegna yfirmáta þekkingar hans á æðri litteratúr. - Lái'us gafst upp á blaðsíðu 29 og sagðist ekki þola meira af búkhljóðum á bak við þilið í Metsölubók eftir Guðberg, fékk mér handritið og lagðist út af ör- magna. Eg komst jafnlangt en þá var Þorsteinn Ö. tekinn í vörslu kí- rúrga, sem ætluðu að skera hann í fyrramálið. Eggert kom aldrei til okkar í klassískri morgunskrúðgöngu yfir- lækna, heldur einn og fámáll. „Hvað er að frétta af Steina?“ - spurði ég. - „Hann er að drepast eins og þú,“ svaraði líflæknir okkar beggja. Gútemplarinn átti að út- skrifast í dag og var að reyna að kom sér í leppana, Eggert fylgdist með tilrauninni athugasemdarlaust en brúkaði tímann til að fikta í ker- anum úr síðustu nýrnalækningu minni. Þar kom að honum leiddist þófið og kippti keranum fyrirvai'a- laust úr sárinu. Ég rak upp nauts- öskur og hentist í háaloft, en Egg- ert hampaði plaströrinu framan við nefið á Lárusi Pálssyni og sagði blíðum rómi: „Þetta þótti honum vont!“ Ég fékk þá svoleiðis hláturs- kast að á augabragði varð ég albata, en leiksnillingurinn hneig örmagna ofan í sængurfötin, því hann var einkar viðkvæmur maður. „Fyrir- gefðu læknir“ - sagði öldungurinn á rúmstokknum - „ég er svo slappur að ég kemst ekki í brækurnar - er ekki til eitthvað styrkjandi?" - „Ég veit ekki um neitt styrkjandi nema ef vera skyldi brennivín,“ sagði skurðlæknirinn - og varð bindindis- maðurinn að kyngja því með bux- umar á hælunum. Eftir útskrift fór að bera á svefntruflunum sem ágerðust upp úr áramótum með andvökum og svefnleysi. Eggert vildi sem minnst úr þessu gera - „svona hendir fólk iðulega eftir víðáttumiklar lækn- ingar - nýrnaveseninu í þér má helst líkja við að þú hafír orðið und- ir strætó þrisvar sinnum á sama ár- inu.“ Svo liðu þau hvert af öðru án þess ég næði fullri heilsu, og einu sinni sagði Eggert: „Heyrðu elsk- an, ég held ég verði að leggja þig inn.“ - „Jæja, og hvað ætlarðu að gera við mig núna?“ - „Ég ætla að lækna þig elskan!" - Því allir sem leituðu á náðir hans urðu með tím- anum elskurnar hans. Hann krukk- aði í mig nokkrum sinnum, en vísaði mér annars til færustu sérfræðinga Landakotsspítala, - Sigurgeirs, 01- afs Amar, Ólafs Gunnlaugssonar og fleiri, þegar hann dró sig í hlé. Við héldum áfram að hittast í Sund- höllinni við Barónsstíg og spurð- umst almæltra tíðinda. Einu sinni sagði hann við mig að vandlega at- huguðu máli: „Ég held að það sé ekkert að þér sem Sundhöllin okk- ar getur ekki læknað." - „Það er nú svo - en síðan hann Svavar tálgaði á mér hnéð ræð ég ekki við fótatökin og er hættur að synda.“ - „Jæja, það er þá líkt á komið með okkur, því nú er ég hættur að lækna." Svo hætti hann líka að koma í Sundhöllina okkar þegar heilsunni hrakaði á níræðisaldrinum, og lá að lokum mmfastur og stundum þungt haldinn þar til hann lést á áttugasta og níunda aldursári á Landakotsspítalanum sínum núna laugardaginn 13. nóvember. Þeir sem ekki leggja trúnað á kenningar um líf eftir dauðann hafa fullt leyfi til að halda lifandi minningunni um afbragðsfólk, sem ekki er lengur hér á meðal vor, og getur verið gaman að gera sér í hugarlund hegðan þess á vegum ímyndunai'- aflsins. Ékki er að efa að á leiðinni heim að Litlu-Strönd uppi í Mý- vatnssveit kæmi Eggert Steinþórs- son við á Grænavatni að heilsa upp á Sollu vinkonu sína, - og kannski lítur hann einhvern tíma inn í Sund- höllina okkar við Barónsstíg, og læknar þá í leiðinni sitthvað af því sem Sundhöllin getur ekki sjálf reddað. Jón Múli Ámason. Það er ekki auðvelt hlutskipti að vera lítið barn á sjúkrahúsi í dag og ekki var það betra fyrir tæpum fjörutíu árum. Ekki voru tæki og nálar jafn fíngerð og þau eru í dag. Hávaði og læti í risastórum rönt- gentækjum hræddu lítil hjörtu. Ekki voru foreldrar til staðar því þá máttu þeir ekki koma í heimsókn, það var talið að þeir röskuðu ró barnanna. Mikið hvíldi því á starfs- fólki spítalanna. Þá var gott að vera á Hvítabandinu. Minningar mínar þaðan eru nær eingöngu bundnar við eitthvað gott en ekki minningar um veikt barn fullt af söknuði. Það varst þú Eggert minn og það frá- bæra hjúkrunarfólk sem starfaði á Hvítabandinu sem héldu sálarheill minni í góðu lagi. Mig langar að þakka þér lífgjöf- ina með örfáum minningarslitrum frá því ég var lítið bam, elsku Egg- ert minn. Ég man eftir mér á Landakoti, þar var mikið að gera og oft ys og þys. Þú komst sjálfur og náðir í mig, það er að minnsta kosti mín minning, þá var ég á þriðja ári og þú fluttir mig í róna og friðinn á Hvítabandinu sem varð næstu árin mitt annað heimili. Það var gott heimili. Stundum var rúmið mitt undir fallega glugganum í horninu á stof- unni, ég man eftir Jóhönnu Teisí (Teitsdóttur) hjúkrunarkonu sem sagði mér að prinsessur sætu oft við fallegan glugga og horfðu út. Ennþá þegar ég er að lesa ævintýri fyrir börn og kemur að prinsessum við glugga þá hugsa ég um akkúrat þennan glugga á Hvítabandinu. Þaðan gat ég fylgst með umferðinni á Skólavörðustígnum. Stundum komst þú til mín á kvöldin, Eggert minn, og last fyrir mig eða sagðir mér sögur. Ein- hvern veginn finnst mér ég hafi alltaf verið eina barnið á Hvíta- bandinu og allir sem þar voru, hvort heldur sjúklingar eða starfs- fólk, virtust hafa nægan tíma fyrir mig og voru mér svo einstaklega góðir. Einhverju sinni veiktist ég mikið fyrir austan og var flutt suður. Vaktin var þá á Landakoti og ég því lögð þar inn. Svo kom að því að ég væri flutt yfir á Hvítabandið og mamma var eitthvað hikandi við að segja mér að ég væri ekki á leið heim heldur á annan spítala, en hún þurfti engu að kvíða því þegar bíll- inn beygði inn á Skólavörðustíg sagði ég: „Er ég nú loksins komin á Hvítabandið mitt.“ Þann vetur var ég meira og minna á Hvítabandinu. Eftir erfiða aðgerð og langa föstu og fljótandi fæði komuð þið Jó- hanna Teisí og Ólafía að rimlarúm- inu mínu. Þú sagðir að nú mætti ég byrja að borða aftur og þú ætlaðir að kaupa handa mér hvað sem ég vildi. Það sem ég óskaði mér var brauð með kæfu, þið voruð heldur hissa en ósk mín var uppfyllt. Ég var ósköp kurteist bam og vildi ekki særa þá sem voru mér góðir og sagði því ekkert um brauðið, en einn sjúklinganna sá mig kjökra of- aní koddann minn stuttu seinna og komst að því að þetta var ekki eins og hjá henni ömmu. Þessi sjúkling- ur gerðist gi-einilega uppljóstrari því daginn eftir var rétt ömmu- brauð (normalbrauð með KEA-lifr- arkæfu) á borðinu mínu. Einhver hafði haft fyrir því að hringja í hana ömmu mína. Þegar leið að jólum var farið að skreyta húsið, meðal annars með englamyndum. Það voru fallegar myndir og ein var sér- staklega falleg af engli með lúður. Þá komst þú, elsku Eggert, með fallegan jólalúður til mín og sagðir að allir englar þyrftu að eiga lúður. Þú virtist aldrej gleyma mér, frekar en ég þér. Ég fékk kort og gjafir frá þér og enn geymi ég fal- legu bókina „Um náttúruna", en hana sendir þú mér jólin 1966. Sú bók skipar heiðurssess í bókahill- unum mínum. Þegar ég loks þrjátíu árum seinna hafði kjark til að heim- sækja þig á Landakotið, þar sem fundum okkar bar fyrst saman, þá þekktir þú mig strax aftur. Ég sem hafði óttast að þú myndir ekki eftir mér; að allar mínar minningar um þig væru bara mínar barnaminn- ingar en svo var nú aldeilis ekki. Þú hélst í hönd mína alveg eins og forðum, hendur þínar voru enn hlýjar og mjúkar. Þú varst ekki minna glaður en ég var sjálf við þessa endurfundi, spurðir frétta af mér og fjölskyldu minni. Þessi stund var mér mjög mikils virði og mest sá ég eftir að hafa ekki heim- sótt þig löngu fyrr. Aftur leit ég inn á Landakot í sumar, en þá varst þú að hvíla þig eftir æfingar svo ég ákvað að kíkja seinna en nú er það um seinan. Elsku Eggert, lífgjafi minn og vinur, þakka þér fyrir allar þær góðu stundir og minningar sem þú gafst mér og þann styrk sem þú veittir foreldrum mínum í löngum veikindum mínum. Þú og hjúkrunarfólkið á Hvítabandinu voruð mér svo sannarlega mikils virði og veittuð mér nýtt heimili svo söknuðurinn eftir systkinahópnum og foreldrum á Eskifirði varð ekki eins sár. Ég kveð þig, minn elskulegi vin- ur, og þakka þér allt, því þér á ég líf mitt að þakka. Við hittumst aftur. Á meðan þú gefur á lífið alltaf eitthvað til að gefa þér. (Gunnar Dal) Þín María Olveig Olversdóttir. Blómastofa Fríðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.