Morgunblaðið - 21.11.1999, Side 50

Morgunblaðið - 21.11.1999, Side 50
50 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA í DAG Kapella eldklerksins á Kirkjubæ. Par bjó aldrei heiðinn maður Kirkjubær og nágrenni rísa hátt í kristnisögu landsins. Stefán Friðbjarn- arson segir líkur standa til að í Kirkju- bæ hafí aldrei búið heiðinn maður. í HUGVEKJUM hér í blaðinu hefur verið vakin athygli á því, síðustu mánuði, að kristinn siður á Fróni reki rætur til fyrstu mannvistar í landinu. Sitthvað styður líkur þess. Meðal annars þetta: 1. Þegar norrænt landnám hófst hér á seinni helmingi níundu ald- ar (trúlega um eða fyrir 870) vóru fyrir í landinu írskir ein- setumenn, sem komu hingað gagngert til að iðka trú sín'a. Ari fróði segir í Landnámu að þar hafi verið á ferð „menn kristnir, þeir er Norðmenn kalla Papa“. Fjöldi örnefna minnir á veru þeirra hér. 2. Norrænir landnámsmenn vóru flestir heiðnir. Þeirra á meðal vóru engu að síður kristn- ir menn. Jón Aðils sagnfræðing- ur telur að þessir kristnu land- námsmenn hafí, sumir hverjir, dvalið árum saman á írlandi, í Skotlandi eða á Vesturhafseyjum áður en þeir settust hér að. Hann segir og að flestir kristnir landnámsmenn hafí verið af ætt- legg Ketils flatnefs, m.a. Helgi bjóla, sonur Ketils, Örlygur Hrappsson, bróðursonur hans, Auður djúpúðga, dóttir hans, Helgi magri tengdasonur hans og Ketill fíflski, dóttursonur hans. 3. Virtur fræðimaður, Einar Arnórsson, segir í tímaritinu Skírni árið 1930 að í hópi !and- námsmanna hafí og verir „fáeinir alírskir eða skozkir". Hann nefn- ir til sögunnar: Avangur (hinn írski á Botni við Hvalfjörð), Kýl- an (Bresason við Kollshamar), Kalman (Bresason bjó að Kata- nesi), Bekan (á Bekansstöðum) og Erpur (Meldunsson, skozkur, bjó að Erpsstöðum). Enn má nefna Dufan í Dufansdal, Kjallakur á Kjallaksstöðum og Kjaran í Kjaransvík. 4. Síðast en ekki sízt fylgdi nor- rænum landnámsmönnum fjöldi ófrjáls fólks. Einar Laxness seg- ir í Islandssögu sinni: „Þrælar urðu aðalatvinnustétt á stórbýl- um hérlendis á 10. öld og hlut- fallslega fjölmennir." Þeir vóru flestir frá Bretlandseyjum og taldir kristnir. í viðtali við Jón Helgason, fyrrverandi alþingismann og ráðherra, hér í blaðinu, þar sem fjallað er m.a. um Kirkjubæ á Síðu og grannsveitir, segir m.a.: „Kristnisaga héraðsins er mjög yfirgripsmikil. Sagt er að á Kirkjubæjarklaustri hafí aldrei búið heiðinn maður og þar að auki eru sagnir um Papa á þessu svæði, m.a. í Kirkjubæ.“ Á Kirkjubæ á Síðu bjó Ketill fíflski, dóttursonur Ketils flatnefns, kristinn maður. Bæjarheitið styðst trúlega við það að þar hafi verið reist kirkja þegar á 10. öld. „Eigi máttu þar heiðnir menn búa,“ segir Landnáma. Já, allar götur frá því að Síðu- Hallur fór fyrir kristnum mönn- um á Alþingi árið eitt þúsund hefur þetta hérað verið fyrirferð- armikið í kristnisögu landsins. Þorlákur helgi Þórhallsson (bisk- up í Skálholti 1178 til 1193) dvaldi á Kirkjubæ áður en hann stofnaði munkaklaustur af Ágústínarreglu í Þykkvabæ árið 1186 og varð ábóti þar. Annað klaustur var stofnað á svipuðum tíma á sjálfum Kirkjubæ, nunnu- klaustur af Benediktsreglu. I þessum klaustrum var unnið merkt og mikið menningar- og bókmenntastarf, eins og raunar í flestum klaustrum landsins á þeirri tíð, ekki sízt á dögum Brands ábóta í Þykkvabæ, sem tók þar við leiðsögn af Þorláki helga. Eysteinn Ásgrímsson, höfundur Lilju, sem allir vildu orkt hafa, var munkur í Þykkva- bæ. Fyrsti lúterski biskupinn í Skálholti, Gissur Einarsson (1540-1548), var fæddur Holti á Síðu. Og hver þekkir ekki sögu eldklerksins, Jóns Steingríms- sonar, sem þjónaði á Prestbakka þegar Skaftáreldar hófust árið 1783 - og margir töldu bjargvætt byggðarlagsins. Auk merkrar sjálfsævisögu skrifaði eldklerk- urinn fróðlegt rit, þar sem gangi eldgossins er lýst út í hörgul. Það verður seint of mikið gert úr kristnisögu þessa fagra hér- aðs, sveitanna umhverfís Kirkju- bæ, þar sem kristnir menn hafa búið frá fyrstu mannvist í land- inu. Það er máski tilviljun - og þá skemmtileg tilviljun - að næsta nágrannaþjóð Islendinga í Atlantshafínu, Færeyingar, sem eru og skyldastir okkur að upp- runa og menningu, eiga einnig sinn Kirkjubæ, biskups- og menntasetur um aldir. Andvari sögunnar leikur um sérhvern ís- lending, sem heimsækir þetta fagra og forna menningarsetur frændþjóðarinnar, Kirkjubæ á suðvesturströnd Straumeyjar. Þessar grann- og vinaþjóðir, sem gengu báðar kristni á hönd árið þúsund, þurfa að slá skjald- borg um „kirkjubæi" sína, þjóð- kirkjur sínar. Þær þurfa að varð- veita af trúmennsku sinn dýr- mæta kristna menningar- og trú- ararf - inn í 21. öldina, sem er í hlaðvarpa. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kvalræði í eyruni VELVAKANDA hefur borist eftirfarandi: „Fyrir tveimur árum kom einkennilegt og hræðilegt kvalræði fyrir New York-búann Jack Le- onard. Hann fór að heyra, alveg að ástæðulausu, allt í einu, hvæs eins og kemur frá biluðuðu gufuröri. Hávaðinn í hægra eyra hans gerði honum ómögu- legt að einbeita sér og hélt fyrir honum vöku um næt- ur. Hann fór á millli lækna, en þeir gátu ekkert gert. „Læknarnir sögðu að þetta væri hlutur sem ég yrði að lifa með,“ segir Leonard. „Ég var alveg að tapa mér og þar kom að ég kærði mig ekki um að lifa leng- ur.“ Leonard þjáist af „tinnitus", undarlegum sjúkdómi, þar sem sjúk- lingarnir heyra ýmiskonar hávaða. Tinnitus kemur úr latínu, tinnire (að hringja) og getur verið í ýmsum myndum svo sem: hring- ing, hvæs (blístur) drunur, suð, glamrandi hljóð í breytilegu magni; líka hreinn tónn. Um það bil 7 milljónir Bandaríkja- manna eru á barmi ör- væntingar - og stundum eru framin sjálfsmorð - vegna þessa erfiða sjúk- dóms. „Ég veit varla um nokkurn sjúkdóm, sem veikir fólk eins mildð, eða dregur jafn mikið úr lífs- vilja þess,“ segir Jack A. Vernon, læknir, sem er yf- irlæknir Kresge Clinic við University of Oregon School of Medicine. „Þú getur ekki unnið, verður getulaus og ófær um að umgangast fólk.“ I sumum tilfellum vill svo heppiléga til að hægt er að finna orsakir hljóðs- ins og lækna sjúklinginn. I mörgum tilfellum stafar „tinnitus" frá há- vaða, hvellum, svo sem frá byssum eða háværri hjómlist. Að öðru leyti eru orsakir „tinnitus“ að mestu ókunnar. Jafnvel heyrnarlaust fólk getur þjáðst af „tinnitus" vegna hliðarverkana heyrnarbil- unar. Á Tinnitus-lækninga- stofunni hjá New York Downstate Medical Center eru gerðar allskonar heyrnarprófanir til að leita að mögulegum orsökum sjúkdómsins. „Okkur gæti tekist að fínna hvaðan há- vaðinn kemur, en vitum vanalega ekki hvað orsak- ar hann,“ segir Dr. Abra- ham Shulman, yfirlæknir stofnunarinnar. Sumum sjúklingum er hjálpað með rafeindatæki, sem gefur frá sér hljóm sem „dulbýr“ („masks“ - mask=gríma) tinnitus-há- vaðann. Þetta tæki var fundið upp af J.A. Vernon fyrir fjórum árum og er í venjulegri heyrnartæk- isumgjörð. Það er stöðugt unnið að rannsóknum á þessu sviði og ný tækni notuð við gerð tækja með fjölbreyttari tíðni. Einnig er verið að prófa meðul. I Los Angel- es hefur Dr. William Hou- se, gert tilraunir með að koma tækinu fyrir í innra eyranu, og virðast þessar tilraunir lofa góðu. Ég hef, viljandi, sleppt ýmsum dæmum um slæma líðan fólks, sjálfsmorð, skilnaði og fleira þess hátt- ar. Ur dagbók vinar míns: 30. júní, 1975. Ég á orðið bágt með að umgangast fólk, en er enn að vinna. Ég fór á Heilsuvemdar- stöðina í Reykjavík, í dag og var gerð nákvæm mæl- ing á eyrunum. Ég reynist hafa fulla heym, en hávað- inn mælist 65 decibel - 8.000 rið. Ég talaði við Gylfa og sagði hann að ég væri kominn í vítahring, sem ekki væri hægt að lækna. Ég yrði að læra að lifa með þetta. Þessi tónn er svo hávær, að ég heyri hann alltaf. Sama hvaða hávaði er í kringum mig. Þetta hvín og syngur í höfðinu og er alveg hræði- legt. Ég...“ Þýtt og endur- sagt af P.H. íbúar Ólafsvíkur FÓLK frá Ólafsvík sem kom dóti í geymslu hjá Valdísi Báru Kristjáns- dóttur frá Þingeyri er vin- samlegast beðið að hafa samband við Sólveigu Vagnsdóttur í síma 456 8316. SKAK limsjón Margeir Péturssnn STAÐAN kom upp í viðureign tveggja Rússa á opna Monarch Assurance mótinu í Port Erin á Isle of Man í nóv- ember. P. Kiriakov (2.550) hafði hvítt og átti leik gegn Sergei Tivjakov (2.610). 14. Rd5 (Þekkt stef til að taka vald svarts af peðinu á h7) 14. - exd5 15. Bxf6 - Bxf6 16. Dxh7+ - Kf8 17. cxd5 - d6 (Ekki 17. - Bxg5 18. D6 og svartur verður mát eða tapar drottningunni) 18. Bh5! - Bxg5 19. Dh8+ - Ke7 20. Dxg7 - Hf8 21. Dxg5+ _ Ke8 22. Hcl- Dd8 23. Df5 - De7 24. Hc4 - Rd7 25. Hc7 - Bc8 26. Hfcl (Hvítur stendur nú uppi með gjörunnið tafl. Lokin urðu) 26. - Kd8 27. Bg4 - De8 28. Hlc6 - Hg8 29. h3 - b5 30. Df4 - Df8 31. Bxd7 - Flugkennarinn hringdi og sagði að þú Hvítur leikur og vinnur hefðir fallið á prófinu. Víkverji skrifar... SKÝRSLA Landsvirkjunar um mat á umhverfisáhrifum vegna Fljótsdalsvirkjunar var gefin út fyr- ir fáeinum dögum. Þar er mikið rit á ferðinni, nokkur þúsund blaðsíður og að sjálfsögðu á íslensku. Fram- kvæmdastjórar fjórtán landsdeilda innan náttúruverndarsamtakanna World Wide Fund for Nature (WWF) í Evrópu voru þó ekki lengi að efast um hlutleysi skýrslunnar. Þeir sátu í vikunni fund einhvers staðar hinum megin á hnettinum en sendu engu að síður frá sér yfírlýs- ingu, meðal annars þessa efnis. Vík- verji er með þessu alls ekki að lýsa andstöðu við lögformlegt umhverfis- mat, en gat ekki annað brosað út í annað þegar hann heyrði af yfirlýs- ingu WWF. Skyldu fjórtánmenning- arnir hafa lesið skýrsluna, eða á hverju byggja þeir efasemdir um hlutleysi hennar? Eingöngu þeirri staðreynd að Landsvirkjun vann hana? xxx VÍKVERJI er mikill áhugamað- ur um kvikmyndir. Hann hefur þó lengi átt afar erfítt með að sætta sig við þann leiða sið, sem tíðkast í íslenskum kvikmyndahúsum, að gert sé hlé á myndum þegar leikur stendur sem hæst. Vissulega hefur Víkveiji heyrt þau rök að kvikmyndahúsin geti illa orðið af þeim tekjum sem sælgætis- sala í hléi tryggir þeim en eiginlega telur Víkverji þar ekki á ferðinni fullgilda réttlætingu fyrir því að skemmtunin sé eyðilögð fyrir kvik- myndaáhugafólki. Telur hann sig eiga heimtingu á betri meðferð sem viðskiptavinur. Gaman væri að heyra bíófrömuði reyna að réttlæta hléin því Víkverji er sannfærður um að fjöldamargir deila skoðunum hans og blundar hálft í hvoru í honum vilji til að blása í herlúðra í þessum málum. Hvert er tilefni þessa æsings nú? Jú, þótt Víkverja hafi oft orðið heitt í hamsi þegar hlé er gert einmitt þegar leikar standa hæst tók út fyr- ir allan þjófabálk þegar Víkveiji skellti sér að sjá hina umtöluðu mynd The Blair Witch Project í einu Sambíóanna. Þeir sem til þekkja vita að þessi mynd hefur farið sigur- för um heiminn og þykir hinn mesti tryllir. Sá tryllir er hins vegar ekki byggður á tæknibrellum heldur stíg- anda í ofboðslegum ótta söguhetj- anna, stigmagnandi angist og örvinglan sem fer svo gjörsamlega forgörðum ef gert er fímmtán mín- útna hlé á myndinni (og hléið var að minnsta kosti 15 mínútur!) að áhorf- andinn kemst aldrei aftur í takt við myndina, nær aldrei aftur að sam- sama sig söguhetjunum og myndin er því harla lítið óttaleg þegar há- punkti er náð. Burtséð frá hinum hvimleiðu hlé- um almennt furðar Víkverji sig á því að kvikmyndahús taki ekkert tillit til þess hvers konar mynd er verið að sýna, og hvort hún yfirhöfuð þoli hlé. I öllu falli hljóta menn jú stund- um að hugsa um hag kvikmyndaá- hugamannsins? Eða hvað? Ekki þar fyrir utan að þeim muni ekki refsast fyrir það því Víkverji heyrði skýrt og greinilega að yngri gestirnir voru ekkert alltof upp- næmir yfír myndinni, og hún mun því væntanlega ekki spyrjast jafn vel út og raunin hefði orðið. Kvik- myndahúsið mun því þar af leiðandi verða af tekjum. Víkverji hefur reyndar óljósan grun um að sumar sýningar, til dæmis 7-sýningar, hafi ekkert hlé og kvikmyndahúsaeigendur gætu því svarað því til að hann eigi ein- faldlega að sækja slíkar sýningar, ef honum er þetta svona mikið hjart- ans mál. En þá er því við að bæta að kvikmyndahúsin hafa ekkert fyrir því að auglýsa hvort hlé sé á mynd eða ekki. Mætti ekki í það minnsta ráða bót á því? xxx EFTIR að upplýst var í vikunni að hugmyndin að kaupum á enska knattspyrnufélaginu Stoke City væri komin frá Guðjóni Þórð- arsyni, landsliðsþjálfara, og að all- an tímann hafi verið ljóst að hann tæki við stjórninni þar á bæ ef af kaupum yrði, skilur Víkverji mæta vel að KSI skyldi ekki gera Guð- jóni tilboð um áframhaldandi starf, eins og hann kvartaði yfir að ekki væri gert. Fólk hlýtur nú að sjá málið í allt öðru ljósi en áður. For- maður KSI hefur bersýnilega vitað hvernig í öllu lá, vitað að Guðjón átti hugmyndina og færi utan um leið og íslensku fjárfestarnir festu kaup á félaginu. Sannleikurinn er því sá, eins og Eggert Magnússon, formaður KSI, hélt fram, að ekki var til neins að gera Guðjóni nýtt tilboð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.