Morgunblaðið - 24.12.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 24.12.1999, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Geir Haarde, sparigrís árþúsundsíns. Reyklaus árangur NICORETTE ,Undir tunguna „Á húðina“ 1 munninn‘ „í nefið‘ ,MHH fíngranna‘ ÍLétti mér 56 Létti mér lyfjameðferð til muna 1- Nýtt líf fyrir mig! Súrefrasvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía Jólahald í Austur-Tímor Kraftaverk á hverjum degi IAustur-Tímor er nú starfandi Pálína Ás- geirsdóttir hjúkrun- arfræðingur og fór hún til starfa þar fyrir Rauða krossinn á íslandi nú í byrjun desember. Hún er yfirhjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi Alþjóða Rauða krossins í Dili, höfuðborg Austur-Tímor. Par bloss- uðu upp átök í kjölfar at- kvæðagreiðslu um sjálf- stæði Austur-Tímor, sem Indónesía lagði undir sig eftir að Portúgalar höfðu veitt nýlendunni sjálf- stæði, og voru sveitir sendar á vegum Samein- uðu þjóðanna til friðar- gæslu.Þar mun hún verða um jólin. Hún var spurð hvernig hún myndi verja jólunum: „Héma er vinnuvikan í raun sjö dagar en við munum nú reyna að halda jólin hátíðleg samt sem áður. Þegar ég segi við meina ég sjálfa mig og sextíu út- lendinga frá ýmsum löndum sem eru hér við hjálparstörf á vegum alþjóðaráðs Rauða krossins. Það er einmitt nefnd að störfum í þessu máli, ef svo má segja, það þarf að skipuleggja málin þegar um svo stóran hóp er að ræða. Aðfangadagur er á föstudegi sem er venjulegur vinnudagur. Innfæddir eru strangkaþólskir. Ég hef verið að reyna að komast að því hvað þeir gera um jólin. Dili er höfuðborg Austur-Tímor og hún er öll skemmd eftir stríðsátökin í byijun september. Ég hef komist að því að hinir innfæddu fara í kirkju en hvað þeir gera síðan meira þennan dag er ég ekki viss um. Ég veit jú að þeir halda upp á jólin með dönsum og góðum mat. En hve- nær hvað gerist veit ég ekki. Bæði er erfitt að tala við inn- fædda vegna tungumálaörðug- leika og svo eru þeir ekkert að tala af sér við þá sem nýkomnir eru, það þarf að byggja upp traust áður en nánari samræður hefjast." - Hvernig er annars ástandið þarna? „Fólk fór héðan unnvörpum meðan stríðsástandið varaði en er nú smátt og smátt að tínast inn í borgina á ný. Æ fleiri vöru- tegundir eru til sölu á markaðin- um og æ fleiri börn sjást að leik. Bílarnir eru komnir á göturnar og fólkið orðið sýnilegt á ný. Þrátt fyrir að borgin sé illa leik- in er þegar farið að skreyta hana í tilefni jólanna. Fólk reynir að skreyta hjá sér þótt margt sé skemmt. Myndir af vitringunum þremur eru viða uppi og menn skreyta lítið altari í garðisínum með blómum og kertum. Þótt ég viti ekki nákvæmlega hvenær hinir innfæddu efna til hátíða- halda um jólin þá veit ég að það er mikið atriði hjá þeim að fara í kirkju.“ - Hvert er þitt starfssvið? „Ég stjórna sjúkra- húsi hér sem gegnir sama hlutverki og Landspítalinn og Sjúkrahús Reykjavíkur gera hjá okkur, það er að segja, það tekur við sjúklingum af öllu landinu. Heilbrigðiskerfið hér er í algerri rúst sem og önnur stjórnsýsla, hér er í raun ekkert opinbert kerfi. Það stefnir í að Sameinuðu þjóðirnar taki að sér landstjórn- ina á meðan verið er að byggja upp stjórnkerfi landsins. AJþjóðaráð Rauða krossins hefur Pálína Asgeirsdóttir ► Pálína Ásgeirsdóttir fæddist 23. júní 1959 i' Reykjavík. Hún lauk prófl frá Hjúkrunarskóla Is- lands 1982 og svæfíngahjúkrun lauk hún 1990 frá Háskóla ís- lands og Nýja hjúkrunarskólan- um. Frá því hún útskrifaðist hef- ur hún starfað við Slysa- og bráðamóttöku á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og var þar deildar- sfjóri frá 1993 þar til í febrúar í ár. Hún hefur verið við hjálpar- störf af og til frá 1985 og er nú erlendis í níunda skiptið þeirra erinda og er þetta í fjórða skiptið sem hún er erlendis um jólin vegna hjálparstarfs. formlegt umboð til þess að reka þennan spítala og síðan í fram- tíðinni að afhenda hann Tímor- búum.“ - Hvað er helst að þessu fólki sem kemur á sjúkrahúsið? „Það er hitt og þetta, börnin eru oft með malaríu og eru van- nærð, þau eru einnig mörg með lungnabólgu. Þegar þau eru svona veik nærast þau ekki, oft koma þau svo seint að ekkert er hægt að gera, en það gerast þó kraftaverk hér á hverjum degi - dauðvona börn fá heilsuna á ný, það er ótrúlegt að sjá. Við erum einnig með fullorðinsdeildir, bæði lyflækninga- og skurðlækn- ingadeildir. Þar sjáum við bæði algeng vandamál sem við þekkj- um heima sem og önnur sem ég hef áður bara séð talað um í bók- um. Þá erum við með fæðingar- deild og það fæðast hér í kring- um þrjátíu börn á viku.“ - Er alnæmi áberandi? „Nei, fá prósent af fólki hér þjást af alnæmi samkvæmt töl- um WHO, en berklar eru hins vegar frekar algengir og reyndar stórt heilbrigðisvandamál hér í Austur-Tímor.“ - En svo við víkjum aftur að jólahaldi ykkar Rauða kross- fólks - hvað ætlið þið að borða á aðfangadagskvöld? „Mér skilst að það sé kalkúnn _________ í matinn með öllu „til- behör“ og okkur stendur til boða að fara í miðnæturmessu sem ég reikna með að margir muni gera. Ur þessum stóra hóp Berklar eru mikið heil- brigóis- vandamál starfsmanna væntir maður þess að það séu einhverjir snillingar sem geti troðið upp með einhver skemmtiatriði. En þetta er nú allt verið að skipuleggja þessa dagana. Mér líkar ljómandi vel hér eftir að hafa verið í tíu daga. Þetta erlenda starfsfólk er allt hið besta fólk og mér líst vel á það starf sem er framundan, sem er mikið uppbyggingarstarf.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.