Morgunblaðið - 24.12.1999, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Héraðsddmur um kröfu Stjörnugríss á umhverfísráðuneytið
Akvörðun umhverfisráðherra
um umhverfismat viðurkennd
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær
umhverfisráðherra af kröfum Stjörnugríss hf. sem
krafðist ógildingar á ákvörðun ráðherra um að
meta bæri umhverfisáhrif fyrirhugaðrar bygging-
ar og rekstrar svínabús Stjömugríss að Melum í
Leirár- og Melahreppi í Borgarfjarðarsýslu.
Stjömugrís höfðaði málið eftir að ráðherra úr-
skurðaði að umhverfisáhrif fyrirhugaðs svínabús á
Melum í Melasveit skyldu metin á gmndvelli 6. gr.
laga nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum.
Efnislegt skilyrði lagagreinarinnar sem ráð-
herra byggði á er sú að framkvæmd sem á að vera
háð mati á umhverfisáhrifum kunni að hafa um-
talsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og
samfélag.
A svínabúi Stjörnugríss átti að framleiða 20
þúsund grísi á ári og að meðaltali 8 þúsund í senn.
Frá búinu áttu að falla 12.800 tonn af úrgangi ár-
lega. Álit skipulagsstjóra lá fyrir þar sem hann
lagði til að starfsemi Stjörnugríss yrði háð mati á
umhverfisáhrifum.
Stjömugrís bar m.a.fyrir sig friðhelgi eignar-
réttar og taldi að 6 gr. laga nr. 63/1993 stæðist
ekki ákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar sbr. lög um
friðhelgi eignarréttar og ákvæði Mannréttinda-
sáttmála Evrópu. Ótvírætt væri að eignir Stjömu-
gríss að Melum og réttur hans til hagnýtingar
þeirra nyti vemdar 72. gr. stjómarskrárinnar.
Héraðsdómur taldi hins vegar m.a. að 72. gr.
stjórnarskrárinnar yrði á hverjum tíma að túlka í
samræmi við ríkjandi þjóðfélagshætti og var það
því álit dómsins að 6. gr. laga um mat á umhverfis-
áhrifum stæðust ákvæði stjórnarskrárinnar. Ekki
yrði talið að ákvörðun ráðherra hefði falið í sér
skerðingu á eignarrétti Stjörnugríss þar sem í
ákvörðun ráðherra fólst eingöngu að fram skyldi
fara mat á umhverfisáhrifum en ekki endanleg
ákvörðun um það hvort framkvæmdin væri heimil
eða ekki.
Landsvirkjun kynnir tilraun með sérstakan hreyfílhitara
Sest inn í hlýjan
bíl á morgnana
FYRSTI áfangi tilraunaverkefnis í
notkun svokailaðra hreyfiihitara í
bifreiðum hófst í gær hjá Lands-
virkjun.
Hreyfilhitari er búnaður sem
tengdur er við rafmagn með venju-
legri innstungu og forhitar hreyfil
bifreiðar áður en hún er gangsett
sem hefur í för með sér aukinn eld-
neytissparnað og minni losun
mengunarefna frá bifreiðinni.
Hjá Landsvirkjun stendur til að
setja hreyfilhitara í átta fyrirtæk-
isbifreiðar auk sex einkabifreiða
starfamanna.
Markmiðið með tilraunaverkefn-
inu er að draga úr loftmengun og
auka notkun innlendrar endur-
Viðvörun
til banda-
rískra rík-
isborgara
BANDARÍSKA sendiráðið í
Reykjavík sendi í gær frá sér
fréttatilkynningu þar sem
bandarískir ríkisborgarar, sem
eru á ferðalagi erlendis, eru
beðnir um að halda vöku sinni
um áramótin og fram í miðjan
janúar vegna hættu á að hryðju-
verkum verði beint gegn þeim.
I tilkynningunni segir að
bandarísk stjómvöld hafi rökst-
uddan grun um að hryðjuverka-
menn sem uppsigað sé við
Bandaríkin hafi lagt á ráðin um
árásir gegn Bandaríkjamönn-
um hvarvetna, og að þeir beini
sjónum sínum einkum að fjöl-
mennum tráarsamkomum eða
stöðum þar sem stór fjöldi fólks
muni koma saman til að minn-
ast árþúsundaskipta.
„Bandarískir ríkisborgarar
sem eru erlendis á þessum tíma
eru hvattir til að endurskoða ör-
yggisráðstafanir sínar, halda
vöku sinni á mannamótum og
sýna varkárni," segir í tilkynn-
ingunni. „Bandarískir ríkis-
borgarar ættu að forðast fjöl-
menna staði og mannmargar
samkomur, láta lítið á sér bera,
og hafa í huga að ferðast ekki
alltaf á sama hátt, og á sama
tíma, til áfangastaða sinna.“
Jafnframt eru. bandarískir
ríkisborgarar, sem staddir eru
fjarri heimahögunum, hvattir til
að heimsækja reglulega netsíðu
upplýsingaskrifstofu banda-
rískra sendiráða, www.travel-
.state.gov, til að aila sér nýjustu
upplýsinga um þessi efni.
nýjanlegrar orku og telja talsmenn
Landsvirkjunar að hreyfilhitara-
væðing bifreiða fyrirtækisins gæti
sameinað báða þessa kosti.
Að sögn Jóns Baldurs Þorbjörns-
sonar bíltækniráðgjafa og ráðgjafa
Landsvirkjunar virkar búnaðurinn
í stórum dráttum þannig að hreyf-
ilhitarinn er settur inn í kælivatns-
rás vélarinnar og hitar vatnið upp
eins og hraðsuðuketill.
„Þetta gerir það að verkum að
vélin er volg og því auðveld í
gangsetningu auk þess sem hún
eyðir mun minna,“ sagði Jón Bald-
ur í gærmorgun þegar hann rýndi
með fréttamönnum ofan í vél bif-
reiðar Ebbu H. Gunnarsdóttur rit-
ara lijá Landsvirkjun, en Ebba er
fyrsti stafsmaður fyrirtækisins
sem tekur hreyfilhitarann í notk-
un.
Inni í bifreið Ebbu er timastilltur
stýribúnaður sem gangsetur bún-
aðinn sjálfkrafa með tilliti til úti-
hitastigs svo vélin verði orðin heit
þegar að er komið á frostköldum
vetrarmorgni.
Rúsinan í pylsuendanum er siðan
sérstakur hitablásari sem staðsett-
ur er inni í bifreiðinni sjálfri. Hann
fer í gang á sama tíma og búnaður-
inn fram í vél, bræðir hrím innan
af rúðum og hitar upp fólksrýmið
eins og um miðstöð væri að ræða.
Búnaðurinn fæst hérlendis í
verslunum og kostar fáeina tugi
þúsunda.
Morgunblaðið/Sverrir
Ebba H. Gunnarsdóttir er fyrsti starfsmaður Landsvirkjunar sem tekur
í notkun hitarann. Hér er ekki um um að ræða fjarsýrða gangsetningu
heldur rafmagnshitun, sem hitar upp bílinn áður en sest er undir stýri.
Jólasöfnun Hjálpar-
starfs kirkjunnar
Þörfín
síst minni
en í fyrra
JÓNAS Þórisson, framkvæmda-
stjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, seg-
ir jólasöfnun þess hafa gengið nokk-
uð vel pg að hún sé á svipuðu róli og í
fyrra. í gær sagðist hann reikna með
því að þegar hefðu safnast alls um tíu
milljónir.
Stór hluti fjárins fer í aðstoð inn-
anlands og í ár bárust um 800 til 900
umsóknir um aðstoð, sem er svipað
og á síðast ári. Hann segir áætlað
verðmæti innanlandsaðstoðarinnar í
desember, sem unnin er í samstarfi
við Reykjavíkurdeild Rauða kross
Islands, vera um sex til sjö milljónir
og að hún sé fyrst og fremst í formi
matvæla.
Uthlutun matvæla lauk að mestu í
gær en á Jónas segir að á annað
hundrað manns, sem ekki höfðu sótt
um aðstoð, hafi leitað til þeirra.
Jónas segir að sér virðist þörfin í
ái’ vera síst minni en í íyrra og um
aðstoðina sæki fólk á öllum aldri, en
meirihlutinn séu öryrkjar.
Jónas segir lágmarksbætur ör-
yrkja það lágar að þær nægi ekki til
að fólk geti gert sér glaðan dag.
Hann bendir á að þó að þessi aðstoð
kunni að vera einhver sárabót sé hún
að sjálfsögðu engin varanleg lausn
og telur hann alls kostar óviðunandi
að svo stór hópur fólks þurfi að leita
eftir aðstoð af þessu tagi í öllu góð-
ærinu.
------♦ ♦♦-------
Bjartasta
tungl síðustu
70 ára
SÍÐASTA fulla tungl íyrir árþús-
undaskiptin heíúr að öllum líkindum
ekki verið bjartara síðastliðin 69 ár.
Tungl var fullt á miðvikudag, sama
dag og það var næst jörðu, en fjar-
lægðin er „einungis" 356.654 kíló-
metrar, eða 357 megametrar eins og
segir í Almanaki Þjóðvinafélagsins.
Tunglið virðist því stærra og bjartara.
Hámarkinu var náð 4. janúar 1912
þegar tungl reyndist vera 25% bjart-
ara en á venjulegu fullu tungli. Tungl
og jörð voru síðast svona nærri hvort
öðru 15. janúar 1930 þegar 356.397
kílómetrar skildu þau að. Og næst
gerist þetta í desember 2052 þegar
356.421 kílómetrar skilja þau að.
Meðalfjarlægðin er 384.400 kílómetr-
ar.
Sigurður Björnsson, formaður Krabbameinsfélags fslands
Stöndum vel að krabbameinsrann-
sóknum miðað við aðrar þjóðir
SIGURÐUR Björnsson, yfirlæknir
á blóðsjúkdóma- og krabbameins-
lækningadeild hjá Sjúkrahúsi
Reykjavíkur og formaður Krabba-
meinsfélags íslands, tekur fram
vegna umræðunnar um fjölgun
krabbameinstilfella hér á landi að
mikil uppbygging hafi átt sér stað
innan íslensku heilbrigðisþjónust-
unnar fyrir krabbameinssjúka þrátt
fyrir að réttilega megi tala um að
engar ákveðnar eða heildstæðar
áætlanir hafi verið gerðar vegna fyr-
irsjáanlegrar fjölgunar krabba-
meinssjúklinga líkt og Norðmenn
hafa gert.
„Mikil uppbygging hefur verið á
þessu sviði hér á landi og stöndum
við að mörgu leyti mjög vel miðað við
aðrar þjóðir,“ segir Sigurður og
heldur áfram. „Við erum með býsna
gott forvarnar- og leitarstarf og að
auki erum við með mjög góða heil-
brigðisþjónustu þegar kemur að
krabbameini. Til að mynda tekur það
ekki langan tíma, frá því einstakling-
ur greinist með eitlastækkun á hálsi
svo dæmi sé tekið, að greina, taka
sýni, fá vefjaskoðun og ákveða með-
ferð. Þetta gengur með öðrum orð-
um mjög hratt fyrir sig á íslandi
samanborið við þær þjóðir sem við
berum okkar gjarnan saman við,“
segir Sigurður og ítrekar að íslend-
ingar séu í fremstu röð á þessu sviði.
Hann bendir aukinheldur á að
þjónustan við krabbameinssjúka sé
mun fjölbreyttari nú en fyrir nokkr-
um árum. Til að mynda sé nú reynt
að sinna félagslegum og sálfræðileg-
um þáttum miklu meira en áður og
þá bendir hann á nýstofnaðar líknar-
deildir fyrir krabbameinssjúklinga,
aðra í húsnæði Ríkisspítalanna í
Kópavogi og hina á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur á Landakoti. „Einnig
má minna á að blóðsjúkdóma- og
krabbameinslækningadeild tók til
starfa á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyr-
ir þremur árum en sú deild hefur
venjulega yftr að ráða tólf til fimm-
tán leguplássum og mjög góðri dag-
deildaraðstöðu til lyfjameðferðar
fyrir krabbameinssjúklinga."
Áhersla lögð á heimahlynningu
Sigurður segii- ennfremur að mikil
áhersla hafi verið lögð á heimahlynn-
ingu hér á landi á undanfornum ár-
um, til að mynda hjá Heimahlynn-
ingu Krabbameinsfélags íslands
sem og hjá hjúkrunarþjónustu Kar-
ítas, sem er fyrirtæki rekið af hjúkr-
unarfræðingum. Þar séu um tíu
hjúkrunarfræðingar, sem vinna við
það staðaldri að sinna krabbameins-
veiku fólki í heimahúsum. „Þá hafa
ýmis samtök verið stofnuð til stuðn-
ings krabbameinssjúkum,“ segir
hann, „til að mynda samtök sem
styðja krabbameinssjúk börn og full-
orðna og fjölskyldur þeirra." Tekur
Sigurður fram að samtök sem þessi
hafi flest verið stofnuð á síðustu
tveimur áratugum.
Að síðustu tekur Sigurður fram að
mun fleiri krabbameinssjúkir lækn-
ist nú en fyrir nokkrum árum og
bætir því við að þótt tíðni sjúkdóms-
ins hafi aukist, hafi dánartölur af
völdum hans ekki að sama skapi auk-
ist. „Þá má benda á að nýlegar al-
þjóðlegar tölur sýna að lífslíkur ís-
lendinga sem greinast með
krabbamein eru á við það sem best
gerist í Evrópu.“
Sigurður leggur á hinn bóginn
áherslu á að þótt ánægja sé með
þann árangur sem náðst hefur hér á
landi í baráttunni gegn krabbameini
sé sífellt verið að reyna að bæta
þjónustuna við krabbameinssjúka.