Morgunblaðið - 24.12.1999, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 15
Oddviti Framsóknarflokks gagnrýnir fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar
Skuldasöfnun
framundan
Kirkjustarf
AKUREYRARKIRKJA: Aft-
ansöngur í Akureyrarkirkju kl.
18.00 aðfangadag jóla. Björn
Steinar Sólbergsson leikur á
orgel kirkjunnar frá kl. 17.30
og Björg Þórhallsdóttir syngur
einsöng. Sr. Jóna Lísa Þor-
steinsdóttir. Athugið að aftan-
söngnum verður útvarpað á
Nett-FM-90,9. Miðnæturmessa
á aðfangadag kl. 23.30, Óskar
Pétursson syngur einsöng. Sr.
Svavar A. Jónsson. Jóladagur:
Guðsþjónusta á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu kl. 10.30, sr. Jóna
Lísa Þorsteinsdóttir. Hátíðar-
messa í Akureyrarkirkju kl.
11.00, útvarpsmessa. Kór Akur-
eyrarkirkju syngur og Sigrún
Arna Arngrímsdóttir syngur
einsöng. Sr. Svavar A. Jónsson.
Annar dagur jóla: Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11.00,
barna- og unglingakór Akur-
eyrarkirkju syngur, sr. Jóna
Lísa Þorsteinsdóttir. Guðsþjón-
usta í Kjarnalundi kl. 11.00, sr.
Svavar A Jónsson. Guðsþjón-
usta á Seli kl. 14.00, sr. Guð-
mundur Guðmundsson. Hátíð-
arguðsþjónusta í Miðgarðs-
kirkju í Grímsey kl. 15.00, sr.
Svavar A. Jónsson. Hátíðar-
guðsþjónusta í Minjasafns-
kirkjunni kl. 17.00, sr. Jóna
Lísa Þorsteinsdóttir. Þriðju-
dagur 28. desember, morgun-
söngur í Akureyrarkirkju kl.
9.00.
GLE RÁRKIRKJA: Að-
fangadagur jóla: Aftansöngur
kl. 18.00, Lúðrasveit Akureyi-ar
leikur í anddyri kirkjunnar frá
kl. 17.30. Hátíðarmessa á jóla-
nótt kl. 23.30, sr. Birgir Snæ-
björnsson predikar. Jóladagur:
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00,
sr. Guðmundur Guðmundsson
héraðsprestur predikar, Bar-
bara Vigfússon syngur einsöng.
Annar dagur jóla: Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 14.00,
barnakór Glerárkirkju syngur.
Kór Glerárkirkju syngur undir
stjórn Hjartar Steinbergssonar
organista.
HVÍTASUNNUKIRK JAN:
Aðfangadagur: Jólasamkoma
kl. 16.30-17.30, G. Theodór
Birgisson safnaðarhirðir flytur
hugvekju og kór kirkjunnar
leiðir söng. Annar í jólum: Há-
tíðarsamkoma, Jóhann Pálsson,
fyrrverandi forstöðumaður,
predikar. Mikill og fjölbreyttur
söngur, kaffihlaðborð eftir sam-
komu. Allir hjartanlega vel-
komnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Hátíðarsamkoma kl. 17.00 á
jóladag. Jólatrésskemmtun fyr-
ir börn 27. desember kl. 14.
Jólahátíð í Hlíð kl. 14.00 28.
desember og í Kjarnalundi kl.
15.45.
KFUM og K: Hátíðarsam-
koma í Sunnuhlíð á jóladag kl.
20.30. Ræðumaður Lilja Sig-
m-ðardóttir, allir velkomnir.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Að-
fangadagur jóla: Jólamessa kl.
24.00. Jóladagsmessa jóladag
kl. 11.00. Annar í jólum: Messa
kl. 11.00. Eyrarlandsvegur 26.
HRÍSEYJARPRESTAKAL
L: Aftansöngur í Hríseyjar-
kirkju kl. 18.00 á aðfangadag og
í Stærra-Árskógskirkju kl.
23.00.
LAUFÁSPRESTAKALL:
Aftansöngur í Svalbarðskirkju
kl. 16.00 á aðfangadag. Guðs-
þjónusta á jólanótt: 24. desem-
ber kl. 22.00 í Grenivíkurkirkju.
MÖÐRUVALLAPRESTAK
ALL: Hátíðarguðsþjónusta í
Glæsibæjai-kirkju kl. 11.00 á
jóladag, 25. desember, og í
Möðruvallakirkju kl. 14.00. Há-
tíðarguðsþjónusta í Bakka-
kirkju annan dag jóla, 26. des-
ember, kl. 14.00 og í Bægisár-
kirkju kl. 15.30.
LAUGARLANDSPRESTA
KALL: Aðfangadagskvöld, aft-
ansöngur í Möðruvallakirkju kl.
22.00. Jóladagur, messa á
Grund kl. 11.00, í Kaupangi kl.
13.30 og kl. 15.00 á Krist-
nesspítala.
JAKOB Björnsson oddviti Fram-
sóknarflokks í bæjarstjórn Akureyr-
ar gagnrýnir þá skuldasöfnun sem
fram kemur í nýsamþykktri fjár-
hagsáætlun bæjarins. „Skuldasöfnun
er komin á fulla ferð og það er Ijóst
að skuldir munu aukast um hundruð
milljóna króna á hverju ári. Það er
bæði verið að safna skuldum og
ganga á eignir og ég vara við þessari
þróun,“ sagði Jakob. Á sama tíma
séu lífeyrisskuldbindingar að aukast
um hundruð milljóna á ári og engin
tilraun gerð til þess að stoppa það.
Samkvæmt fjárhagsáætlun er
gert ráð fyrir að nettó skuldir bæjar-
sjóðs aukist og verði orðnar tæpar
900 milljónir króna, eða tæplega 60
þúsund krónur á íbúa, í árslok 2000.
Árið 1998 voru skuldir bæjarsjóðs
um 280 milljónir króna, eða um tæp-
lega 20 þúsund krónur á hvem íbúa.
Jakob sagði að framkvæmdasjóð-
ur hafi verið orðinn mjög skuldugur
og að þeir fjármunir sem fengust
fyrir sölu eigna á síðasta kjörtímabili
hafi farið í að greiða niður skuldir og
þá sérstaklega skuldir framkvæmda-
sjóðs. „Þar var staðan orðin sú að
SAMNINGUR um flutning á starf-
semi Olíudreifmgar ehf. af Oddeyr-
artanga á Akureyri út í Krossanes
og um flutning á starfsemi Olíufé-
lagsins hf. af Oddeyrartanga, var
undirritaður í vikunni. í því felst að
Akureyrarbær og Hafnasamlag
Norðurlands innleysa fasteignir, hús
og lóðir Olíufélagsins og Olíudreif-
ingar á Oddeyrartanga og önnur þau
mannvirki sem ekki verða flutt af
staðnum.
Þá tekur Akureyrarbær einnig
þátt í kostnaði við flutning á þeim
mannvirkjum Olíudreifmgar sem
nauðsynlegt og hagkvæmt er að
flytja. Kostnaður bæjarins og
Hafnasamlagsins vegna þessa er um
120 milljónir króna. Samkvæmt
samningnum fær Olíudreifing lóð á
nýrri uppfyllingu í Krossanesi auk
þess sem Ákureyrarbær mun útvega
Olíufélaginu lóð undir starfsemi sína
samkvæmt nánara samkomulagi. í
Hafa haldið
skötuveislu
í 28 ár
ÞEIR voru matarlegir félagarnir
sem sátu saman til borðs hjá
lyónunum Sigurði Oddssyni og
Hrefnu Hagalín á heimili þeirra
við Bakkasíðu á Akureyri í gær.
Á borðum var vel kæst skata með
tilheyrandi drykkjum, en þau
hjón hafa boðið til skötuveislu á
Þorláksmessu sl. 28 ár. Árlega
hafa 12-16 karlar mætt í veisluna
hjá Sigurði og Hrefnu og í gær
voru tveir nýir félagar teknir í
hópinn, barnabörn þeirra hjóna,
Sigurður Oddsson yngri, 14 ára
og Viktor Máni Einarsson, sem
jafnfraint er yngsti meðlimur
hópsins, aðeins 5 ára.
Sigurður sagði að hópurinn
hafi haidið vei saman á þessum
tíma en þó hafi nokkrir félagar
verið forfaliaðir í gær, auk þess
sem einn er fallinn frá. Finnur
Birgisson arkitekt hefur verið rit-
ari hópsins frá upphafi og skráir
hann t.d. allar vísur sem verða til
í skötuveislunni, en í hópnum eru
margir snjallir hagyrðingar.
Sigurður, sem fær skötuna að
vestan, hvað annað, er með sér-
staka formiílu við að mæla styrk-
leika skötunnar, sem er radíus
sinnum köttur sinnum pí. „Eftir
tekjur sjóðsins dugðu ekki einu sinni
fyrir rekstrarkostnaði.“
Akureyrarbæjar fékk rúman millj-
arð króna fyrir sölu á hlut bæjarins í
Utgerðarfélagi Akureyringa á árinu.
Jakob sagði að leitað hafi verið svara
við því hvað ætti að gera við þá pen-
inga. Hann sagði að ekki hefðu komið
fram beinar tillögur um að ráðstafa
þeim til atvinnumála, fyrir utan fyrir-
hugaða framkvæmd á Gleráreyrum
og til eignakaupa vegna þeirra.
Fjármunum dreift
of mikið
„Tillögur til atvinnuuppbyggingar
hafa ekki litið dagsins ljós og því er
verið að ganga á þann sjóð, bæði
með beinum millifærslum í bæjar-
Krossanesi mun Olíudreifing byggja
upp innflutningshöfn sem mun af-
kasta að lágmarki 100.000 tonnum af
fljótandi eldsneyti á ári.
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri
á Akureyri sagði að samkvæmt
deiliskipulagi ættu þessi mannvirki
að víkja og að með þessum samningi
væri áralangri sögu að Ijúka. „Ávinn-
ingurinn af þessu fyrir alla aðila, er
að koma deiliskipulaginu til fram-
kvæmda. Jafnframt að rýmka til á
svæðinu, flytja olíustarfsemina út af
matvælaframleiðslusvæðinu á Odd-
eyri og koma henni fyrir á hentugri
stað. I framhaldinu fylgir þessum
breytingum einhver uppbygging,
annars vegar í Krossanesi og hins
vegar á Oddeyrinni. Hvernig upp-
byggingin verður á Oddeyri liggur
ekki fyrir og þá á eftir ganga endan-
lega frá deiliskipulagi í Krossanesi,
en sú vinna er í gangi,“ sagði Krist-
ján Þór.
að ég fæ skötupakkann í hendur,
set ég hann við hornið á bíl-
skúrnum. Þótt kettir sæki í fisk-
meti hafa þeir ekki áhuga á sköt-
unni og ég sé á sporum kattanna
í snjónum hversu sterk skatan er.
Því stærri sem radíusinn er því
sterkari og betri er skatan,“
sagði Sigurður. Hann sagði jafn-
framt að skatan væri ekki nógu
góð nema að menn táruðust af
því að anda að sér lyktinni af
diskinum, „helst þurfa menn að
gráta“. Sem fyrr sagði eru marg-
ir hagyrðingar í skötuliðinu og
látum við hér fylgja með eina
nýja vísu eftir Björn Þórleifsson.
sjóð og skuldasöfnun í bæjarsjóði. í
þeirri pressu um aukna þjónustu er
erfitt að sjá að það verði borð fyrir
báru til þess að greiða niður þessar
skuldir. Og það er það sem ég sé sem
hættuna í þessu.“
Jakob sagði það vissulega rétt að
framkvæmdasjóður væri vel stæður,
með ríflega 1.300 milljónir í sjóði um
næstu áramót. „Ef hins vegar fer
sem horfir verða skuldir bæjarsjóðs
sama upphæð eða hærri í lok þessa
kjörtímabils."
Jakob sagðist hafa viljað fresta
framkvæmdum við Amtsbókasafnið
um eitt ár og koma framkvæmdum
við Sundlaug Akureyrar í það horf
að þar væri þá hægt að stöðva fram-
kvæmdir í einhver ár. „Fjármunum
Knútur G. Hauksson fram-
kvæmdastjóri Olíudreifingar sagði
að í kjölfar uppbyggingar í Krossa-
nesi yrði hafinn beinn innflutningur
til Akureyrar. Fram til þessa hefur
innflutningur og dreifing á eldsneyti
í strandflutningum farið fram í gegn-
um Reykjavík en í framtíðinni verð-
ur slík starfsemi einnig á Akureyri.
Fjórum tönkum hefur verið komið
Drottins skal greiða götu
gerist hér fátt um skjól.
Bíðumviðbarnsíjötu,
bráttmunukomajól.
Bræðaskalflotúrfótu,
fyllum svo staup og glös,
kúfurafkæstriskötu
kæta mun góm og nös.
Indælust allra mata,
alsælan bíður mín,
jafnt fyrir komma og krata
krás sú er eðalfín.
Munafvörminnihrata
magnaðogvíðtækthól.
Öll þá er etin skata
uppmegarennajól.
er dreift of mikið og það er verið að
byrja á nýjum framkvæmdum sem
ekki sér fyrir endann á.“
Oddur Helgi Halldórsson bæjar-
fulltrúi L-lista sagðist nokkuð sáttur
við rekstraráætlun næsta árs en
hann hefði þó viljað kosta meiru til,
t.d. með því að sleppa því að hækka
leikskólagjöld og í Hlíðarfjall. „Ég
hefði viljað ganga hreint fil verks og
hækka útsvarsprósentuna og leggja
þá meiri peninga í bæði leikskóla og
grunnskóla bæjarins. Ég velti því
jafnframt fyrir mér hvað eigi að gera
við milljarðinn sem við fengum fyrir
sölu á ÚA-bréfunum og hefði viljað
nota þá peninga til að byggja upp
öflugan sjóð fyrir atvinnulífið."
Oddur sagði að þennan bæ vantaði
það mikið að hann hefði frekar geng-
ið enn lengra í lántökum. „Hér vant-
ar fjölnota íþróttahús og íþróttahús í
Gilja- eða Síðuhverfi og þá er kom-
inn tími á Amtsbókasafnið. Á meðan
þessi staða er uppi skil ég ekki hvað
menn eru að velta fyrir sér menning-
arhúsi, þar sem ljóst er að bærinn
þarf að borga hundruð milljóna á
móti ríkinu.“
fyrir í Krossanesi en framkvæmdum
verður haldið áfram á næsta ári og
framkvæmt fyrir 150-200 milljónir
króna á svæðinu, að sögn Knúts.
Stefht er að því að ljúka fram-
kvæmdum ekki seinna en árið 2001.
„Umsvifin á Akureyri eiga því eftir að
aukast og starfsfólki að fjölga og við
áætlum að við stöðina og útkeyrslu
starfi 7-8 manns,“ sagði Knútur.
Útvarpsstöðin
Nett fm 90,9
Hátíðardag-
skrá um jólin
ÚTVARPSSTÖÐIN Nett fm 90,9
ætlar að þjóna Eyfirðingum með
hátíðardagskrá um jólin.
Dagskráin hefst á aðfangadag kl.
15.00 með þættinum „Helg eru jól“.
Meðal efnis eru viðtöl við Norðlend-
inga, þjóðsögur, jólasögur, gamlir
þjóðhættir rifjaðir upp og fleira.
Umsjónarmaður er Pétur Guðjóns-
son. Kl. 18 verður útvarpað frá aft-
ansöng í Akureyrarkirkju.
Á jóladag verður falleg hátíðar-
tónlist send út en eftir hádegi verð-
ur þátturinn ,JJelg eru jól“ endur-
tekinn.
--------------
Fyrsta æfingin í
Skautahöllinni
SKAUTAMENN á Akureyri fá for-
skot á jólin í dag, aðfangadag, þegai'
haldin verður fyrsta æfingin i
Skautahöllinni.
Þótt Skautahöllin sé ekki fullbúin
er verið að setja ís og er reiknað
með að hann verði tilbúinn kl. 11 í
dag. Reglulegar æfingar munu síð-
an hefjast hjá Skautafélagi Akur-
eyrar strax mánudaginn 27. desem-
ber. Ekki liggur enn fyrir hvenær
hægt verður að opna svellið fyrii' al-
menningi.
Samningur Akureyrarbæjar, Olíudreifíngar og Olíufélagsins undirritaður
Félögin flutt af
Oddeyrartanga
Hugmyndir Olíudreifíngar eru um mikla uppbyggingu í Krossanesi.
Gestkvæmt hjá Sigurði Oddssyni og Hrefnu Hagalín
Morgunblaðið/Kristján
Hópurinn í skötuveislunni í Bakkasíðu 5 á Akureyri. F.v. Einar Garðar
Hjaltason, Oddur Sigurðsson, Baldur Dýrfjörð, Björn Þórleifsson, Sig-
urður Oddsson húsráðandi situr með Viktor Mána, Sigurður Oddsson
yngri, Páll Tómas Finnsson, Finnur Birgisson og Jón Hrói Finnsson.